Kári mun ekki skima fyrir veirunni: Þetta er endanleg ákvörðun

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, bauð fram krafta fyrirtækisins til að skima fyrir kórónuveirunni. Nú er ljóst að af því verður ekki.

Kári Stefánsson Mynd: Íslensk erfðagreining
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, seg­ir að ekk­ert verði af því að fyr­ir­tækið skimi fyrir nýju kór­ónu­veirunni með­al­ al­menn­ings. Alma Möller land­læknir sagði frá því á blaða­manna­fundi í gær að Kári hefði boðið fram aðstoð sína og fyr­ir­tæk­is­ins. Sagði hún að eftir ætti að útfæra mál­ið.

Nú er ljóst að af þessu verður ekki.

„Það er ill­vígur veiru­far­aldur að ganga yfir land­ið. Það var okkar mat og ann­arra að það væri mik­il­vægt að geta fylgst með útbreiðslu veirunnar og því hvernig hún stökk­breyt­ist þegar hún ferð­ast milli fólks,“ ­skrifar Kári á Face­book-­síðu sína.

Auglýsing

Fimm­tíu manns hafa nú greinst með veiruna á Íslandi. Með­al­ hinna smit­uðu er eins árs gam­alt barn.

„Við buð­umst til þess að hlaupa undir bagga með­ heil­brigð­is­kerf­inu og skima fyrir veirunni og rað­greina hana þar sem hún finn­st þannig að það væri vitað hvar hún er og í hvaða formi,“ segir Kári. „Það leit út fyrir að boð okkar væri þeg­ið. Nú kemur í ljós að ­Vís­inda­siða­nefnd/­Per­sónu­vernd líta svo á að þessi til­raun okkar til þess að ­taka þátt í aðgerðum heil­brigð­is­kerf­is­ins beri að líta á sem vís­inda­rann­sókn og við yrðum að sækja um leyfi til þeirra.

Það munum við ekki gera vegna þess að af okkar hálfu átt­i þetta að vera þátt­taka í klínískri vinnu en ekki vís­inda­rann­sókn. Þess vegna verður ekk­ert af okkar fram­lagi að þessu sinni. Þetta er end­an­leg ákvörð­un.“

Í dag hefur sýk­ing af völdum COVID-19 verið stað­fest hjá um 105.479 manns í heim­inum og um 3.555 hafa lát­ist eða 3,4% sýktra. Sam­kvæmt John Hop­k­ins hafa 58.354 ein­stak­legar náð sér eftir veik­ind­in.

Kína, Suð­ur­-Kór­ea, Íran, Ítalía og skíða­svæðið Ischgl í Aust­ur­ríki eru skil­greind áhættu­svæði. Danir hafa hækkað aðvör­un­ar­ar­stig vegna ferða til Frakk­lands, Þýska­lands, Spánar og Aust­ur­ríkis úr grænu í gult í 2, ­sem þýðir sýnið mikla aðgætni . Eins hafa þeir hvatt til þess að sam­komum með­ fleiri en 1.000 þátt­tak­endum verði frestað út mars. Fjöl­margar alþjóða­stofn­an­ir hafa sent til­kynn­ingu um frestun á stórum fund­um, boðað til fjar­funda eða sett á fjölda­tak­mark­an­ir, segir í sam­an­tekt almanna­varna um stöðu útbreiðsl­unnar og við­bragða í heim­in­um.

Það er ill­vígur veiru­far­aldur að ganga yfir land­ið. Það var okkar mat og ann­arra að það væri mik­il­vægt að geta fylgst...

Posted by Kari Stef­ans­son on Sat­ur­day, March 7, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent