Kári mun ekki skima fyrir veirunni: Þetta er endanleg ákvörðun

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, bauð fram krafta fyrirtækisins til að skima fyrir kórónuveirunni. Nú er ljóst að af því verður ekki.

Kári Stefánsson Mynd: Íslensk erfðagreining
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, seg­ir að ekk­ert verði af því að fyr­ir­tækið skimi fyrir nýju kór­ónu­veirunni með­al­ al­menn­ings. Alma Möller land­læknir sagði frá því á blaða­manna­fundi í gær að Kári hefði boðið fram aðstoð sína og fyr­ir­tæk­is­ins. Sagði hún að eftir ætti að útfæra mál­ið.

Nú er ljóst að af þessu verður ekki.

„Það er ill­vígur veiru­far­aldur að ganga yfir land­ið. Það var okkar mat og ann­arra að það væri mik­il­vægt að geta fylgst með útbreiðslu veirunnar og því hvernig hún stökk­breyt­ist þegar hún ferð­ast milli fólks,“ ­skrifar Kári á Face­book-­síðu sína.

Auglýsing

Fimm­tíu manns hafa nú greinst með veiruna á Íslandi. Með­al­ hinna smit­uðu er eins árs gam­alt barn.

„Við buð­umst til þess að hlaupa undir bagga með­ heil­brigð­is­kerf­inu og skima fyrir veirunni og rað­greina hana þar sem hún finn­st þannig að það væri vitað hvar hún er og í hvaða formi,“ segir Kári. „Það leit út fyrir að boð okkar væri þeg­ið. Nú kemur í ljós að ­Vís­inda­siða­nefnd/­Per­sónu­vernd líta svo á að þessi til­raun okkar til þess að ­taka þátt í aðgerðum heil­brigð­is­kerf­is­ins beri að líta á sem vís­inda­rann­sókn og við yrðum að sækja um leyfi til þeirra.

Það munum við ekki gera vegna þess að af okkar hálfu átt­i þetta að vera þátt­taka í klínískri vinnu en ekki vís­inda­rann­sókn. Þess vegna verður ekk­ert af okkar fram­lagi að þessu sinni. Þetta er end­an­leg ákvörð­un.“

Í dag hefur sýk­ing af völdum COVID-19 verið stað­fest hjá um 105.479 manns í heim­inum og um 3.555 hafa lát­ist eða 3,4% sýktra. Sam­kvæmt John Hop­k­ins hafa 58.354 ein­stak­legar náð sér eftir veik­ind­in.

Kína, Suð­ur­-Kór­ea, Íran, Ítalía og skíða­svæðið Ischgl í Aust­ur­ríki eru skil­greind áhættu­svæði. Danir hafa hækkað aðvör­un­ar­ar­stig vegna ferða til Frakk­lands, Þýska­lands, Spánar og Aust­ur­ríkis úr grænu í gult í 2, ­sem þýðir sýnið mikla aðgætni . Eins hafa þeir hvatt til þess að sam­komum með­ fleiri en 1.000 þátt­tak­endum verði frestað út mars. Fjöl­margar alþjóða­stofn­an­ir hafa sent til­kynn­ingu um frestun á stórum fund­um, boðað til fjar­funda eða sett á fjölda­tak­mark­an­ir, segir í sam­an­tekt almanna­varna um stöðu útbreiðsl­unnar og við­bragða í heim­in­um.

Það er ill­vígur veiru­far­aldur að ganga yfir land­ið. Það var okkar mat og ann­arra að það væri mik­il­vægt að geta fylgst...

Posted by Kari Stef­ans­son on Sat­ur­day, March 7, 2020

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent