Efling og ríkið skrifa undir kjarasamning

Efling hefur skrifað undir kjarasamning fyrir hönd 540 félagsmanna sem starfa hjá ríkinu, aðallega verkafólk á Landsspítalanum. Um 80 prósent þeirra sem samningurinn nær til eru konur.

Frá undirskrift samningsins í dag.
Frá undirskrift samningsins í dag.
Auglýsing

Efl­ing og íslenska ríkið und­ir­rit­aði nýjan kjara­samn­ing síð­degis í dag. Á heima­síðu Efl­ingar segir að hann feli í sér taxta­hækk­anir að fyr­ir­mynd Lífs­kjara­samn­ings­ins og stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Auk þess fylgja honum „við­bót­ar­að­gerðir sem munu styrkja hug­mynda­fræð­ina um sér­stakar hækk­anir lág­launa­fólks og koma til móts við kröf­una um leið­rétt­ingu á kjörum kvenna­stétta. Gild­is­tími samn­ings­ins er langur eða til 31. mars 2023.“

Samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður með fyr­ir­vara um sam­þykkt félags­manna og verður á næst­unni kynntur þeim í aðdrag­anda atkvæða­greiðslu um hvort að sam­þykkja eigi hann eða fella. „Við­ræður okkar við ríkið hafa gengið vel nú á loka­metr­unum og sýna skýrt hverju er hægt að áorka þegar fólk eru lausn­a­miðað og hlustar hvert á ann­að,“ sagði Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar á heima­síðu félags­ins í dag. „Ég mun mæla með þessum samn­ingi við mína félags­menn enda eru í honum mik­il­væg skref í átt að því sem Efl­ing hefur sóst eftir í við­ræðum við ríki og sveit­ar­fé­lög. Ég er bjart­sýn á hann verði sam­þykktur af félags­mönnum okkar á Land­spít­al­anum og öðrum rík­is­stofn­un­um.“ 

Auglýsing
Samningurinn nær til 540 manns, aðal­lega verka­fólks sem starfar á Land­spít­al­anum en einnig í öðrum stofn­unum rík­is­ins á félags­svæði Efl­ing­ar. Um er að ræða störf við umönn­un, þrif, þvotta, í mötu­neytum og fleira. Um 80 pró­sent þeirra sem samn­ing­ur­inn nær til eru kon­ur. 

Á heima­síðu Efl­ingar segir að sam­kvæmt samn­ingnum komi fjár­veit­ing til inn­röð­unar starfs­fólks í nýja launa­töflu í árs­byrjun 2021. 

Ræðst á næsta sól­ar­hring hvort það náist saman við borg­ina

Það mun ráð­­ast á næsta sól­­­ar­hring hvort Efl­ing og Reykja­vík­­­ur­­borg hafi færst nær því að gera nýjan kjara­­samn­ing. Sem stendur er það tví­­­sýnt hvort svo sé. Þetta kom fram í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book-­­síðu Efl­ing­ar í dag. 

Auglýsing
Efl­ing og full­­trúar Reykja­vík­­­ur­­borgar hafa fundað nokkuð stíft frá því á fimmt­u­dag en þær við­ræður hafa, sam­­kvæmt Efl­ingu, að mestu „snú­ist um að greiða úr óvissu­at­riðum í til­­­boðum og mál­­flutn­ingi borg­­ar­inn­­ar.“ 

Ekki hefur verið greint frá því hvernig fund­­ar­höldum um helg­ina verði háttar en gert var fund­­ar­hlé um kvöld­mat­­ar­­leytið í gær eftir nokkuð stífa fund­­ar­­set­u. 

Tak­ist ekki að semja fyrir mán­u­­dags­morgun mun ótíma­bundið verk­­fall rúm­­lega 1.800 félags­­­manna Efl­ingar sem starfa fyrir Reykja­vík­­­ur­­borg sem staðið hefur yfir frá 17. febr­­úar halda áfram. Starfs­­menn­irnir sem um ræðir eru meðal ann­­ars ófag­lærðir starfs­­menn leik­­skóla, starfs­­fólk á dval­­ar­heim­ilum og sorp­­hirð­u­­menn. Áhrif verk­­falls­ins hafa verið víð­tæk og birt­ing­­ar­­myndir þess ýmis­­­kon­­ar. Til að mynda hefur leiks­­skóla­­starf víða rið­l­­ast veru­­lega og mörg börn hafa þurft að sæta skerð­ingu á dval­­ar­­tíma eða hafa ekki getað dvalið neitt á leik­­skólum sín­­um. Þá hefur sorp safn­­ast upp víða í höf­uð­­borg­inni, þrátt fyrir að und­an­þága hafi feng­ist í síð­­­ustu viku til að hirða sorp. 

Fleiri bæt­ast við á mánu­dag að óbreyttu

Á morgun mun svo verk­­fall Efl­ing­­ar­­starfs­­fólks í flestum nágranna­sveit­­ar­­fé­lögum Reykja­víkur hefj­­ast. Þá átti líka að hefj­­ast sam­úð­­ar­verk­­fall starfs­­manna í einka­reknum leik- og grunn­­­skól­­um. Félags­­­dómur úrskurð­aði hins vegar í lok lið­innar viku að það væri ólög­­­mætt. 

Á mán­u­dag hefst einnig verk­­fall um 16 þús­und félags­­­manna BSRB. Á meðal þeirra sem fara þá í verk­­fall eru starfs­­menn leik- og grunn­­skóla sem eru í stétt­­ar­­fé­lag­inu Sam­eyki. Semj­ist ekki um helg­ina mun því skóla­­starf rið­l­­ast veru­­lega í næstu viku. 

Und­an­þág­u­­nefndum Sam­eykis stétt­­ar­­fé­lag í almanna­­þjón­­ustu og Sjúkra­liða­­fé­lags Íslands barst í gær beiðni frá Heilsu­­gæslu höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins og Land­­spít­­ala vegna for­­dæma­­lausra aðstæðna sem nú er uppi vegna COVID-19 veirunnar og auk­inni útbreiðslu hennar sem hefur leitt til þess að Almanna­varn­­ar­­nefnd lýsti yfir neyð­­ar­­stigi.

Þær féllust á beiðni Heilsu­­gæslu höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins og Land­­spít­­ala um und­an­þágu allra starfs­­manna vegna verk­­falls félags­­­manna dag­ana 9. og 10. mars 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent