Efling og ríkið skrifa undir kjarasamning

Efling hefur skrifað undir kjarasamning fyrir hönd 540 félagsmanna sem starfa hjá ríkinu, aðallega verkafólk á Landsspítalanum. Um 80 prósent þeirra sem samningurinn nær til eru konur.

Frá undirskrift samningsins í dag.
Frá undirskrift samningsins í dag.
Auglýsing

Efl­ing og íslenska ríkið und­ir­rit­aði nýjan kjara­samn­ing síð­degis í dag. Á heima­síðu Efl­ingar segir að hann feli í sér taxta­hækk­anir að fyr­ir­mynd Lífs­kjara­samn­ings­ins og stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Auk þess fylgja honum „við­bót­ar­að­gerðir sem munu styrkja hug­mynda­fræð­ina um sér­stakar hækk­anir lág­launa­fólks og koma til móts við kröf­una um leið­rétt­ingu á kjörum kvenna­stétta. Gild­is­tími samn­ings­ins er langur eða til 31. mars 2023.“

Samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður með fyr­ir­vara um sam­þykkt félags­manna og verður á næst­unni kynntur þeim í aðdrag­anda atkvæða­greiðslu um hvort að sam­þykkja eigi hann eða fella. „Við­ræður okkar við ríkið hafa gengið vel nú á loka­metr­unum og sýna skýrt hverju er hægt að áorka þegar fólk eru lausn­a­miðað og hlustar hvert á ann­að,“ sagði Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar á heima­síðu félags­ins í dag. „Ég mun mæla með þessum samn­ingi við mína félags­menn enda eru í honum mik­il­væg skref í átt að því sem Efl­ing hefur sóst eftir í við­ræðum við ríki og sveit­ar­fé­lög. Ég er bjart­sýn á hann verði sam­þykktur af félags­mönnum okkar á Land­spít­al­anum og öðrum rík­is­stofn­un­um.“ 

Auglýsing
Samningurinn nær til 540 manns, aðal­lega verka­fólks sem starfar á Land­spít­al­anum en einnig í öðrum stofn­unum rík­is­ins á félags­svæði Efl­ing­ar. Um er að ræða störf við umönn­un, þrif, þvotta, í mötu­neytum og fleira. Um 80 pró­sent þeirra sem samn­ing­ur­inn nær til eru kon­ur. 

Á heima­síðu Efl­ingar segir að sam­kvæmt samn­ingnum komi fjár­veit­ing til inn­röð­unar starfs­fólks í nýja launa­töflu í árs­byrjun 2021. 

Ræðst á næsta sól­ar­hring hvort það náist saman við borg­ina

Það mun ráð­­ast á næsta sól­­­ar­hring hvort Efl­ing og Reykja­vík­­­ur­­borg hafi færst nær því að gera nýjan kjara­­samn­ing. Sem stendur er það tví­­­sýnt hvort svo sé. Þetta kom fram í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book-­­síðu Efl­ing­ar í dag. 

Auglýsing
Efl­ing og full­­trúar Reykja­vík­­­ur­­borgar hafa fundað nokkuð stíft frá því á fimmt­u­dag en þær við­ræður hafa, sam­­kvæmt Efl­ingu, að mestu „snú­ist um að greiða úr óvissu­at­riðum í til­­­boðum og mál­­flutn­ingi borg­­ar­inn­­ar.“ 

Ekki hefur verið greint frá því hvernig fund­­ar­höldum um helg­ina verði háttar en gert var fund­­ar­hlé um kvöld­mat­­ar­­leytið í gær eftir nokkuð stífa fund­­ar­­set­u. 

Tak­ist ekki að semja fyrir mán­u­­dags­morgun mun ótíma­bundið verk­­fall rúm­­lega 1.800 félags­­­manna Efl­ingar sem starfa fyrir Reykja­vík­­­ur­­borg sem staðið hefur yfir frá 17. febr­­úar halda áfram. Starfs­­menn­irnir sem um ræðir eru meðal ann­­ars ófag­lærðir starfs­­menn leik­­skóla, starfs­­fólk á dval­­ar­heim­ilum og sorp­­hirð­u­­menn. Áhrif verk­­falls­ins hafa verið víð­tæk og birt­ing­­ar­­myndir þess ýmis­­­kon­­ar. Til að mynda hefur leiks­­skóla­­starf víða rið­l­­ast veru­­lega og mörg börn hafa þurft að sæta skerð­ingu á dval­­ar­­tíma eða hafa ekki getað dvalið neitt á leik­­skólum sín­­um. Þá hefur sorp safn­­ast upp víða í höf­uð­­borg­inni, þrátt fyrir að und­an­þága hafi feng­ist í síð­­­ustu viku til að hirða sorp. 

Fleiri bæt­ast við á mánu­dag að óbreyttu

Á morgun mun svo verk­­fall Efl­ing­­ar­­starfs­­fólks í flestum nágranna­sveit­­ar­­fé­lögum Reykja­víkur hefj­­ast. Þá átti líka að hefj­­ast sam­úð­­ar­verk­­fall starfs­­manna í einka­reknum leik- og grunn­­­skól­­um. Félags­­­dómur úrskurð­aði hins vegar í lok lið­innar viku að það væri ólög­­­mætt. 

Á mán­u­dag hefst einnig verk­­fall um 16 þús­und félags­­­manna BSRB. Á meðal þeirra sem fara þá í verk­­fall eru starfs­­menn leik- og grunn­­skóla sem eru í stétt­­ar­­fé­lag­inu Sam­eyki. Semj­ist ekki um helg­ina mun því skóla­­starf rið­l­­ast veru­­lega í næstu viku. 

Und­an­þág­u­­nefndum Sam­eykis stétt­­ar­­fé­lag í almanna­­þjón­­ustu og Sjúkra­liða­­fé­lags Íslands barst í gær beiðni frá Heilsu­­gæslu höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins og Land­­spít­­ala vegna for­­dæma­­lausra aðstæðna sem nú er uppi vegna COVID-19 veirunnar og auk­inni útbreiðslu hennar sem hefur leitt til þess að Almanna­varn­­ar­­nefnd lýsti yfir neyð­­ar­­stigi.

Þær féllust á beiðni Heilsu­­gæslu höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins og Land­­spít­­ala um und­an­þágu allra starfs­­manna vegna verk­­falls félags­­­manna dag­ana 9. og 10. mars 2020.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent