Ræðst á næsta sólarhring hvort Efling og borgin séu að færast nær samningi

Síðustu daga hafa staðið yfir fundarhöld milli Eflingar og Reykjavíkurborgar, eftir að hlé hafði verið á slíkum í meira en viku þrátt fyrir yfirstandandi verkfall. Efling segir að síðustu dagar hafi að mestu farið í að „greiða úr óvissuatriðum í tilboðum

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Það mun ráð­ast á næsta sól­ar­hring hvort Efl­ing og Reykja­vík­ur­borg hafi færst nær því að gera nýjan kjara­samn­ing. Sem stendur er það tví­sýnt hvort svo sé. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu Efl­ing­ar. 

Efl­ing og full­trúar Reykja­vík­ur­borgar hafa fundað nokkuð stíft frá því á fimmtu­dag en þær við­ræður hafa, sam­kvæmt Efl­ingu, að mestu „snú­ist um að greiða úr óvissu­at­riðum í til­boðum og mál­flutn­ingi borg­ar­inn­ar.“ 

Ekki hefur verið greint frá því hvernig fund­ar­höldum um helg­ina verði háttar en gert var fund­ar­hlé um kvöld­mat­ar­leytið í gær eftir nokkuð stífa fund­ar­set­u. 

Tak­ist ekki að semja fyrir mánu­dags­morgun mun ótíma­bundið verk­fall rúm­lega 1.800 félags­manna Efl­ingar sem starfa fyrir Reykja­vík­ur­borg sem staðið hefur yfir frá 17. febr­úar halda áfram. Starfs­menn­irnir sem um ræðir eru meðal ann­ars ófag­lærðir starfs­menn leik­skóla, starfs­fólk á dval­ar­heim­ilum og sorp­hirðu­menn. Áhrif verk­falls­ins hafa verið víð­tæk og birt­ing­ar­myndir þess ýmis­kon­ar. Til að mynda hefur leiks­skóla­starf víða riðl­ast veru­lega og mörg börn hafa þurft að sæta skerð­ingu á dval­ar­tíma eða hafa ekki getað dvalið neitt á leik­skólum sín­um. Þá hefur sorp safn­ast upp víða í höf­uð­borg­inni, þrátt fyrir að und­an­þága hafi feng­ist í síð­ustu viku til að hirða sorp. 

Auglýsing
Á morgun mun svo verk­fall Efl­ing­ar­starfs­fólks í flestum nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur hefj­ast. Þá átti líka að hefj­ast sam­úð­ar­verk­fall starfs­manna í einka­reknum leik- og grunn­­skól­um. Félags­dómur úrskurð­aði hins vegar í lok lið­innar viku að það væri ólög­­mætt. 

Á mánu­dag hefst einnig verk­fall um 18 þús­und félags­manna BSRB. Á meðal þeirra sem fara þá í verk­fall eru starfs­menn leik- og grunn­skóla sem eru í stétt­ar­fé­lag­inu Sam­eyki. Semj­ist ekki um helg­ina mun því skóla­starf riðl­ast veru­lega í næstu viku. 

Und­an­þágu­nefndum Sam­eykis stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu og Sjúkra­liða­fé­lags Íslands barst í gær beiðni frá Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Land­spít­ala vegna for­dæma­lausra aðstæðna sem nú er uppi vegna COVID-19 veirunnar og auk­inni útbreiðslu hennar sem hefur leitt til þess að Almanna­varn­ar­nefnd lýsti yfir neyð­ar­stigi.

Þær féllust á beiðni Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Land­spít­ala um und­an­þágu allra starfs­manna vegna verk­falls félags­manna dag­ana 9. og 10. mars 2020.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent