Ræðst á næsta sólarhring hvort Efling og borgin séu að færast nær samningi

Síðustu daga hafa staðið yfir fundarhöld milli Eflingar og Reykjavíkurborgar, eftir að hlé hafði verið á slíkum í meira en viku þrátt fyrir yfirstandandi verkfall. Efling segir að síðustu dagar hafi að mestu farið í að „greiða úr óvissuatriðum í tilboðum

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Það mun ráð­ast á næsta sól­ar­hring hvort Efl­ing og Reykja­vík­ur­borg hafi færst nær því að gera nýjan kjara­samn­ing. Sem stendur er það tví­sýnt hvort svo sé. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu Efl­ing­ar. 

Efl­ing og full­trúar Reykja­vík­ur­borgar hafa fundað nokkuð stíft frá því á fimmtu­dag en þær við­ræður hafa, sam­kvæmt Efl­ingu, að mestu „snú­ist um að greiða úr óvissu­at­riðum í til­boðum og mál­flutn­ingi borg­ar­inn­ar.“ 

Ekki hefur verið greint frá því hvernig fund­ar­höldum um helg­ina verði háttar en gert var fund­ar­hlé um kvöld­mat­ar­leytið í gær eftir nokkuð stífa fund­ar­set­u. 

Tak­ist ekki að semja fyrir mánu­dags­morgun mun ótíma­bundið verk­fall rúm­lega 1.800 félags­manna Efl­ingar sem starfa fyrir Reykja­vík­ur­borg sem staðið hefur yfir frá 17. febr­úar halda áfram. Starfs­menn­irnir sem um ræðir eru meðal ann­ars ófag­lærðir starfs­menn leik­skóla, starfs­fólk á dval­ar­heim­ilum og sorp­hirðu­menn. Áhrif verk­falls­ins hafa verið víð­tæk og birt­ing­ar­myndir þess ýmis­kon­ar. Til að mynda hefur leiks­skóla­starf víða riðl­ast veru­lega og mörg börn hafa þurft að sæta skerð­ingu á dval­ar­tíma eða hafa ekki getað dvalið neitt á leik­skólum sín­um. Þá hefur sorp safn­ast upp víða í höf­uð­borg­inni, þrátt fyrir að und­an­þága hafi feng­ist í síð­ustu viku til að hirða sorp. 

Auglýsing
Á morgun mun svo verk­fall Efl­ing­ar­starfs­fólks í flestum nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur hefj­ast. Þá átti líka að hefj­ast sam­úð­ar­verk­fall starfs­manna í einka­reknum leik- og grunn­­skól­um. Félags­dómur úrskurð­aði hins vegar í lok lið­innar viku að það væri ólög­­mætt. 

Á mánu­dag hefst einnig verk­fall um 18 þús­und félags­manna BSRB. Á meðal þeirra sem fara þá í verk­fall eru starfs­menn leik- og grunn­skóla sem eru í stétt­ar­fé­lag­inu Sam­eyki. Semj­ist ekki um helg­ina mun því skóla­starf riðl­ast veru­lega í næstu viku. 

Und­an­þágu­nefndum Sam­eykis stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu og Sjúkra­liða­fé­lags Íslands barst í gær beiðni frá Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Land­spít­ala vegna for­dæma­lausra aðstæðna sem nú er uppi vegna COVID-19 veirunnar og auk­inni útbreiðslu hennar sem hefur leitt til þess að Almanna­varn­ar­nefnd lýsti yfir neyð­ar­stigi.

Þær féllust á beiðni Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Land­spít­ala um und­an­þágu allra starfs­manna vegna verk­falls félags­manna dag­ana 9. og 10. mars 2020.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent