Facebook-áminningarhnappurinn hafði hugsanlega áhrif á alþingiskosningarnar 2017

Facebook birti hnapp á kjördag í kosningunum í október 2017 sem notendur samfélagsmiðilsins merktu við þegar þeir höfðu greitt atkvæði. Persónuvernd sendi Facebook erindi um málið og fékk svör.

FAcebook
Auglýsing

Eftir að Per­sónu­vernd barst ábend­ing þess efnis að sumum Face­book-not­endum á Íslandi hefði birst hnappur með áminn­ingu um að kjósa í alþing­is­kosn­ing­unum 28. októ­ber 2017, en öðrum ekki, ákvað stofn­unin að senda Face­book erindi og afla upp­lýs­inga þar um.

Þetta kemur fram í áliti sem Per­­són­u­vernd hefur birt en álitið er nið­­ur­­staða í frum­­kvæð­is­at­hug­un­­ar­­máli stofn­un­­ar­innar á notkun stjórn­­­mála­­sam­­taka á sam­­fé­lags­miðlum fyrir kosn­­ingar til Alþingis í októ­ber 2016 og októ­ber 2017 til þess að afmarka mark­hópa og beina mark­aðs­­setn­ingu að þeim.

Í álit­inu kemur fram að Per­sónu­vernd hafi með tölvu­pósti til Face­book á Írlandi 20. maí á síð­asta ári óskað eftir upp­lýs­ingum um hvort Face­book hefði sjálft ákveðið að birta fram­an­greindan áminn­ing­ar­hnapp og í hvaða til­gangi eða hvort ein­hver annar hefði óskað eftir þess­ari þjón­ustu hjá Face­book og hvernig per­sónu­upp­lýs­ingar íslenskra Face­book-not­enda hefðu verið not­aðar til þess að ákveða hverjum hnapp­ur­inn birt­ist fyr­ir.

Auglýsing

Til­gang­ur­inn að upp­lýsa og hvetja not­endur til borg­ara­legrar þátt­töku

­Per­sónu­vernd barst svar frá Face­book með tölvu­pósti 3. júní 2019, segir í álit­inu. Í svar­bréf­inu segir að Face­book hafi sett áminn­ing­ar­hnapp­inn efst á frétta­veitu íslenskra Face­book-not­enda 28. októ­ber 2017. Til­gang­ur­inn hafi verið að upp­lýsa og hvetja not­endur til borg­ara­legrar þátt­töku. Þetta sé þáttur í stuðn­ingi við upp­lýst og sam­fé­lags­lega ábyrgt sam­fé­lag á Face­book og hafi sams­konar hnappur oft verið not­aður í kringum kosn­ing­ar, nú síð­ast fyrir kosn­ingar til Evr­ópu­þings­ins.

Hnapp­ur­inn í umræddu til­viki hafi upp­lýst not­endur um að það væri kosn­inga­dagur og vísað á vef Stjórn­ar­ráðs­ins um frek­ari upp­lýs­ing­ar. Þá var not­endum boðið að deila því að þeir hefðu kos­ið. Sam­kvæmt svar­bréfi Face­book var hnapp­ur­inn stilltur þannig að hann birt­ist öllum íslenskum Face­book-not­endum sem voru komnir með kosn­ing­ar­rétt, þ.e. 18 ára og eldri. Upp­lýs­ingar um aldur séu fengnar frá not­endum við skrán­ingu á Face­book og upp­lýs­ingar um stað­setn­ingu séu upp­lýs­ingar sem not­endur skrái á not­enda­síður sínar eða upp­lýs­ingar sem fengnar séu í gegnum IP-­tölur þeirra.

Utan­að­kom­andi aðili ekki óskað eftir hnappnum

Um hvað hafi valdið því að aðeins sumir Face­book-not­endur sem heyrðu undir fram­an­greindan hóp sáu hnapp­inn en aðrir ekki segir að þar geti ýmsar ástæður legið að baki, til að mynda að þeir sem ekki hafi séð hnapp­inn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða sím­tækjum eða óupp­færðar útgáfur af smá­forriti Face­book. Þá geti það hafa haft áhrif hafi netteng­ing verið hæg.

Utan­að­kom­andi aðili hafi því ekki óskað eftir hnappnum en Face­book hafi hins vegar upp­lýst íslenska dóms­mála­ráðu­neytið um hann áður en hann hafi verið settur upp. Ráðu­neytið hafi veitt upp­lýs­ingar um tengil á við­eig­andi vef­síðu Stjórn­ar­ráðs­ins sem tengd hafi verið við hnapp­inn.

Sam­kvæmt fram­an­greindu fór Face­book ekki í mark­hópa­grein­ingu á íslenskum kjós­endum þegar mið­ill­inn not­aði hnapp­inn á kjör­dag í alþing­is­kosn­ing­unum 2017. Hins vegar er ljóst, sam­kvæmt Per­sónu­vernd, að með því að gera kosn­inga­hnapp­inn aðgengi­legan íslenskum not­endum Face­book gat hann haft áhrif á kosn­inga­þátt­töku á Íslandi og fylgd­ist jafn­framt með þeim not­endum hans sem deildu því að þeir hefðu kos­ið. „Miðað við hvaða for­sendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnapp­ur­inn hafði á úrslit alþing­is­kosn­ing­anna 2017, en miðað við þá stað­reynd að rúm­lega níu af hverjum tíu full­orðnum ein­stak­lingum á Íslandi nota mið­il­inn er ekki óvar­legt að ætla að hnapp­ur­inn kunni að hafa haft áhrif,“ segir í álit­inu.

Mun ekki birta hnapp­inn not­endum sínum í Evr­ópu­sam­band­inu á meðan málið er til með­ferðar

Þá kemur jafn­framt fram að höf­uð­stöðvar Face­book innan EES séu stað­settar á Írlandi og sé því írska per­sónu­vernd­ar­stofn­unin for­ystu­eft­ir­lits­yf­ir­vald Face­book og falli því undir vald­svið hennar að skoða hvort starf­semi Face­book sam­rým­ist ákvæðum reglu­gerðar ESB.

Í tengslum við þing­kosn­ingar á Írlandi 8. febr­úar 2020 hafi írska per­sónu­vernd­ar­stofn­unin til­kynnt Face­book um að hnapp­ur­inn vekti upp áleitnar spurn­ingar varð­andi gagn­sæi gagn­vart hinum skráðu, sér í lagi þar sem not­endur Face­book gætu ekki vitað hvernig per­sónu­upp­lýs­ingum þeirra væri safnað við notkun hnapps­ins og þær síðan not­aðar hjá miðl­in­um. Í fram­hald­inu hafi Face­book kynnt írsku stofn­un­inni til­lögur að úrbótum hvað þetta varð­ar.

„Þar sem ekki gafst tími til að hrinda þeim til­lögum í fram­kvæmd fyrir kosn­ing­arnar ákvað Face­book að birta ekki hnapp­inn. Þá hefur Face­book stað­fest í fjöl­miðlum að mið­ill­inn muni ekki birta hnapp­inn not­endum sínum í Evr­ópu­sam­band­inu á meðan málið er til með­ferðar hjá írsku per­sónu­vernd­ar­stofn­un­inni. Per­sónu­vernd fylgist náið með fram­vindu máls­ins hjá stofn­un­unni í sam­ræmi við hlut­verk sitt,“ segir í álit­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent