Facebook-áminningarhnappurinn hafði hugsanlega áhrif á alþingiskosningarnar 2017

Facebook birti hnapp á kjördag í kosningunum í október 2017 sem notendur samfélagsmiðilsins merktu við þegar þeir höfðu greitt atkvæði. Persónuvernd sendi Facebook erindi um málið og fékk svör.

FAcebook
Auglýsing

Eftir að Per­sónu­vernd barst ábend­ing þess efnis að sumum Face­book-not­endum á Íslandi hefði birst hnappur með áminn­ingu um að kjósa í alþing­is­kosn­ing­unum 28. októ­ber 2017, en öðrum ekki, ákvað stofn­unin að senda Face­book erindi og afla upp­lýs­inga þar um.

Þetta kemur fram í áliti sem Per­­són­u­vernd hefur birt en álitið er nið­­ur­­staða í frum­­kvæð­is­at­hug­un­­ar­­máli stofn­un­­ar­innar á notkun stjórn­­­mála­­sam­­taka á sam­­fé­lags­miðlum fyrir kosn­­ingar til Alþingis í októ­ber 2016 og októ­ber 2017 til þess að afmarka mark­hópa og beina mark­aðs­­setn­ingu að þeim.

Í álit­inu kemur fram að Per­sónu­vernd hafi með tölvu­pósti til Face­book á Írlandi 20. maí á síð­asta ári óskað eftir upp­lýs­ingum um hvort Face­book hefði sjálft ákveðið að birta fram­an­greindan áminn­ing­ar­hnapp og í hvaða til­gangi eða hvort ein­hver annar hefði óskað eftir þess­ari þjón­ustu hjá Face­book og hvernig per­sónu­upp­lýs­ingar íslenskra Face­book-not­enda hefðu verið not­aðar til þess að ákveða hverjum hnapp­ur­inn birt­ist fyr­ir.

Auglýsing

Til­gang­ur­inn að upp­lýsa og hvetja not­endur til borg­ara­legrar þátt­töku

­Per­sónu­vernd barst svar frá Face­book með tölvu­pósti 3. júní 2019, segir í álit­inu. Í svar­bréf­inu segir að Face­book hafi sett áminn­ing­ar­hnapp­inn efst á frétta­veitu íslenskra Face­book-not­enda 28. októ­ber 2017. Til­gang­ur­inn hafi verið að upp­lýsa og hvetja not­endur til borg­ara­legrar þátt­töku. Þetta sé þáttur í stuðn­ingi við upp­lýst og sam­fé­lags­lega ábyrgt sam­fé­lag á Face­book og hafi sams­konar hnappur oft verið not­aður í kringum kosn­ing­ar, nú síð­ast fyrir kosn­ingar til Evr­ópu­þings­ins.

Hnapp­ur­inn í umræddu til­viki hafi upp­lýst not­endur um að það væri kosn­inga­dagur og vísað á vef Stjórn­ar­ráðs­ins um frek­ari upp­lýs­ing­ar. Þá var not­endum boðið að deila því að þeir hefðu kos­ið. Sam­kvæmt svar­bréfi Face­book var hnapp­ur­inn stilltur þannig að hann birt­ist öllum íslenskum Face­book-not­endum sem voru komnir með kosn­ing­ar­rétt, þ.e. 18 ára og eldri. Upp­lýs­ingar um aldur séu fengnar frá not­endum við skrán­ingu á Face­book og upp­lýs­ingar um stað­setn­ingu séu upp­lýs­ingar sem not­endur skrái á not­enda­síður sínar eða upp­lýs­ingar sem fengnar séu í gegnum IP-­tölur þeirra.

Utan­að­kom­andi aðili ekki óskað eftir hnappnum

Um hvað hafi valdið því að aðeins sumir Face­book-not­endur sem heyrðu undir fram­an­greindan hóp sáu hnapp­inn en aðrir ekki segir að þar geti ýmsar ástæður legið að baki, til að mynda að þeir sem ekki hafi séð hnapp­inn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða sím­tækjum eða óupp­færðar útgáfur af smá­forriti Face­book. Þá geti það hafa haft áhrif hafi netteng­ing verið hæg.

Utan­að­kom­andi aðili hafi því ekki óskað eftir hnappnum en Face­book hafi hins vegar upp­lýst íslenska dóms­mála­ráðu­neytið um hann áður en hann hafi verið settur upp. Ráðu­neytið hafi veitt upp­lýs­ingar um tengil á við­eig­andi vef­síðu Stjórn­ar­ráðs­ins sem tengd hafi verið við hnapp­inn.

Sam­kvæmt fram­an­greindu fór Face­book ekki í mark­hópa­grein­ingu á íslenskum kjós­endum þegar mið­ill­inn not­aði hnapp­inn á kjör­dag í alþing­is­kosn­ing­unum 2017. Hins vegar er ljóst, sam­kvæmt Per­sónu­vernd, að með því að gera kosn­inga­hnapp­inn aðgengi­legan íslenskum not­endum Face­book gat hann haft áhrif á kosn­inga­þátt­töku á Íslandi og fylgd­ist jafn­framt með þeim not­endum hans sem deildu því að þeir hefðu kos­ið. „Miðað við hvaða for­sendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnapp­ur­inn hafði á úrslit alþing­is­kosn­ing­anna 2017, en miðað við þá stað­reynd að rúm­lega níu af hverjum tíu full­orðnum ein­stak­lingum á Íslandi nota mið­il­inn er ekki óvar­legt að ætla að hnapp­ur­inn kunni að hafa haft áhrif,“ segir í álit­inu.

Mun ekki birta hnapp­inn not­endum sínum í Evr­ópu­sam­band­inu á meðan málið er til með­ferðar

Þá kemur jafn­framt fram að höf­uð­stöðvar Face­book innan EES séu stað­settar á Írlandi og sé því írska per­sónu­vernd­ar­stofn­unin for­ystu­eft­ir­lits­yf­ir­vald Face­book og falli því undir vald­svið hennar að skoða hvort starf­semi Face­book sam­rým­ist ákvæðum reglu­gerðar ESB.

Í tengslum við þing­kosn­ingar á Írlandi 8. febr­úar 2020 hafi írska per­sónu­vernd­ar­stofn­unin til­kynnt Face­book um að hnapp­ur­inn vekti upp áleitnar spurn­ingar varð­andi gagn­sæi gagn­vart hinum skráðu, sér í lagi þar sem not­endur Face­book gætu ekki vitað hvernig per­sónu­upp­lýs­ingum þeirra væri safnað við notkun hnapps­ins og þær síðan not­aðar hjá miðl­in­um. Í fram­hald­inu hafi Face­book kynnt írsku stofn­un­inni til­lögur að úrbótum hvað þetta varð­ar.

„Þar sem ekki gafst tími til að hrinda þeim til­lögum í fram­kvæmd fyrir kosn­ing­arnar ákvað Face­book að birta ekki hnapp­inn. Þá hefur Face­book stað­fest í fjöl­miðlum að mið­ill­inn muni ekki birta hnapp­inn not­endum sínum í Evr­ópu­sam­band­inu á meðan málið er til með­ferðar hjá írsku per­sónu­vernd­ar­stofn­un­inni. Per­sónu­vernd fylgist náið með fram­vindu máls­ins hjá stofn­un­unni í sam­ræmi við hlut­verk sitt,“ segir í álit­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent