Samherjaumfjöllun verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku

Blaðamannaverðlaun ársins 2019 voru afhent í dag.

Aðalsteinn Kjartansson, Stefán Drengsson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Inga Freys Vilhjálmssonar.
Aðalsteinn Kjartansson, Stefán Drengsson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Inga Freys Vilhjálmssonar.
Auglýsing

Aðal­steinn Kjart­ans­son, Helgi Selj­an og Stefán Drengs­son dagskrárgerðarmenn fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV og Ingi Freyr Vil­hjálms­son blaðamaður á Stund­inni unnu Blaðamannaverðlaun ársins 2019 fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku rétt í þessu. Verðlaun­in voru af­hent í fé­lags­heim­ili blaðamanna í Síðumúla 23 í dag.

Verðlaunin fengu þeir fyrir umfjöllun um Sam­herj­a­mál­ið. „Fá mál vöktu meiri athygli í íslensku sam­fé­lagi en umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar í sam­vinnu við Al Jazeera og Wiki­leaks um ásak­anir á hendur Sam­herja um mútu­greiðslur í tengslum við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. Umfjöll­unin byggði stað­hæf­ingum fyrrum starfs­manns Sam­herja í Namibíu og miklu magni gagna sem einnig voru gerð aðgengi­leg almenn­ingi á net­inu sam­hliða birt­ingu frétta af mál­inu. Umfjöll­unin hefur haft mikil áhrif, bæði hér heima og erlend­is,“ sagði í rökstuðningi dómnefndar þegar tilkynnt var um tilnefningar.

Arnar Páll Hauks­son á Spegl­in­um á RÚV vann Blaðamannaverðlaun ársins 2019 fyrir umfjöllun um kjara­mál. „Arnar Páll hefur af djúpri þekk­ingu og ára­langri yfir­sýn fjallað um kjara­mál með afar vönd­uðum hætti í ótal fréttum og frétta­skýr­ingum á tímum mik­ils umróts á vinnu­mark­aði. Hann hefur fjallað ítar­lega um hug­myndir og til­lögur sem lagðar hafa verið fram í kjara­við­ræðum og flytur iðu­lega fyrstu fréttir af þróun mála,“ sagði í umsögn dómnefndar. 

Auglýsing

Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir, Jóhann Páll Jóhanns­son, Mar­grét Mart­eins­dótt­ir, og Stein­dór Grétar Jóns­son á Stund­inni unnu fyrir bestu umfjöllun ársins um ham­fara­hlýn­un. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir tilnefningu kom fram að um yfir­grips­mik­la og vand­aða umfjöllun væri að ræða þar sem blaða­menn Stund­ar­innar fjalla um fyr­ir­séðar afleið­ingar og birt­ing­ar­myndir lofts­lags­vár hér á landi og víð­ar, aðgerðir stjórn­valda og við­leitni ein­stak­linga til þess að vega upp á móti skað­legum umhverf­is­á­hrifum sem stafað geta af dag­legu lífi fólks.

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir, Nadine Guð­rún Yag­hi, og Jóhann K. Jóhanns­son, Komp­ási, Frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­ar unnu fyrir við­tal ársins og umfjöllun um barn sem var lokað inni á heim­ili með geð­veikri móð­ur. „Vandað við­tal við 17 ára stúlku, Mar­gréti Lillý Ein­ars­dótt­ur, sem lýsir því hvernig sam­fé­lagið brást henni þegar hún á grunn­skóla­aldri ólst upp ein hjá móður sem átti við bæði geð­rænan vanda og fíkni­vanda að stríða. Við­talið vakti verð­skuld­aða athygli og var fylgt eftir með fjölda frétta um stöðu barna í við­kvæmri stöðu, starf­semi barna­vernd­ar­nefnda og fleiri þætti og leiddi meðal ann­ars til þess að bæj­ar­stjóri Sel­tjarn­ar­ness baðst form­lega afsök­unar á því hvernig staðið var að málum í til­viki Mar­grétar Lillý­ar,“ sagði í umsögn dómnefndar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent