Samherjaumfjöllun verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku

Blaðamannaverðlaun ársins 2019 voru afhent í dag.

Aðalsteinn Kjartansson, Stefán Drengsson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Inga Freys Vilhjálmssonar.
Aðalsteinn Kjartansson, Stefán Drengsson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Inga Freys Vilhjálmssonar.
Auglýsing

Aðal­­­steinn Kjart­ans­­son, Helgi Selj­an og Stefán Drengs­­son dag­skrár­gerð­ar­menn frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Kveiks á RÚV og Ingi Freyr Vil­hjálms­­son blaða­maður á Stund­inni unnu Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2019 fyrir rann­­sókn­­ar­­blaða­­mennsku rétt í þessu. Verð­laun­in voru af­hent í fé­lags­heim­ili blaða­manna í Síðu­múla 23 í dag.

Verð­launin fengu þeir fyrir umfjöllun um Sam­herj­­a­­mál­ið. „Fá mál vöktu meiri athygli í íslensku sam­­fé­lagi en umfjöllun Kveiks og Stund­­ar­innar í sam­vinnu við Al Jazeera og Wik­i­­leaks um ásak­­anir á hendur Sam­herja um mút­u­greiðslur í tengslum við starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­­íu. Umfjöll­unin byggði stað­hæf­ingum fyrrum starfs­­manns Sam­herja í Namibíu og miklu magni gagna sem einnig voru gerð aðgeng­i­­leg almenn­ingi á net­inu sam­hliða birt­ingu frétta af mál­inu. Umfjöll­unin hefur haft mikil áhrif, bæði hér heima og erlend­is,“ sagði í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar þegar til­kynnt var um til­nefn­ing­ar.

Arnar Páll Hauks­­son á Spegl­in­um á RÚV vann Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2019 fyrir umfjöllun um kjara­­mál. „Arnar Páll hefur af djúpri þekk­ingu og ára­langri yfir­­­sýn fjallað um kjara­­mál með afar vönd­­uðum hætti í ótal fréttum og frétta­­skýr­ingum á tímum mik­ils umróts á vinn­u­­mark­aði. Hann hefur fjallað ítar­­lega um hug­­myndir og til­­lögur sem lagðar hafa verið fram í kjara­við­ræðum og flytur iðu­­lega fyrstu fréttir af þróun mála,“ sagði í umsögn dóm­nefnd­ar. 

Auglýsing

Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir, Jóhann Páll Jóhanns­­son, Mar­grét Mart­eins­dótt­ir, og Stein­­dór Grétar Jóns­­son á Stund­inni unnu fyrir bestu umfjöllun árs­ins um ham­fara­hlýn­un. Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar fyrir til­nefn­ingu kom fram að um yfir­­­grips­­mik­la og vand­aða umfjöllun væri að ræða þar sem blaða­­menn Stund­­ar­innar fjalla um fyr­ir­­séðar afleið­ingar og birt­ing­­ar­­myndir lofts­lags­vár hér á landi og víð­­ar, aðgerðir stjórn­­­valda og við­­leitni ein­stak­l­inga til þess að vega upp á móti skað­­legum umhverf­is­á­hrifum sem stafað geta af dag­­legu lífi fólks.

Erla Björg Gunn­­ar­s­dótt­ir, Nadine Guð­rún Yag­hi, og Jóhann K. Jóhanns­­son, Komp­ási, Frétta­­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­ar unnu fyrir við­­tal árs­ins og umfjöllun um barn sem var lokað inni á heim­ili með geð­veikri móð­­ur. „Vandað við­­tal við 17 ára stúlku, Mar­gréti Lillý Ein­­ar­s­dótt­­ur, sem lýsir því hvernig sam­­fé­lagið brást henni þegar hún á grunn­­skóla­aldri ólst upp ein hjá móður sem átti við bæði geð­rænan vanda og fíkn­i­­vanda að stríða. Við­talið vakti verð­skuld­aða athygli og var fylgt eftir með fjölda frétta um stöðu barna í við­­kvæmri stöðu, starf­­semi barna­vernd­­ar­­nefnda og fleiri þætti og leiddi meðal ann­­ars til þess að bæj­­­ar­­stjóri Sel­tjarn­­ar­­ness baðst for­m­­lega afsök­unar á því hvernig staðið var að málum í til­­viki Mar­grétar Lillý­­ar,“ sagði í umsögn dóm­nefnd­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent