„Það skiptir líka máli að halda áfram að vera til og láta hjól atvinnulífisins snúast“

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að íslensk þjóð ráði vel við það verkefni sem framundan er varðandi COVID-19.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

„Áfram höldum við. Þetta verk­efni sem við stöndum frammi fyrir mun reyna á alls­konar þætti. En við ráðum vel við verk­efn­ið.“

Þetta segir Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Rík­is­lög­reglu­stjóri lýsti fyrr í dag yfir neyð­ar­stigi almanna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni vegna kór­ónu­veirunn­ar. Fyrstu smit inn­an­lands voru stað­fest í dag en þau eru tvö tals­ins. Nú hafa 43 ein­stak­lingar greinst með veiruna.

Auglýsing

Þór­dís Kol­brún segir að ljóst sé að far­ald­ur­inn muni hafa áhrif á stöðu efna­hags­mála. Hún vísar í orð Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra en hún sagði að stjórn­völd und­ir­búi nú aðgerðir í rík­is­fjár­málum til að vinna gegn slaka í efna­hags­málum og sama eigi við um Seðla­bank­ann. „Við erum vel í stakk búin, með öfl­ugan gjald­eyr­is­vara­forða, lágt skulda­hlut­fall og góðan aðgang að erlendu fjár­magn­i,“ sagði Katrín.

Vænt­ingar um að eft­ir­spurn eftir ferða­þjón­ustu geti skilað sér hratt aftur

­Ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra segir enn fremur í stöðu­upp­færslu sinni að áhrif far­ald­urs­ins og óvissa honum tengd muni koma fram snemma og af þunga í ferða­þjón­ustu og tengdri starf­semi. Ljóst sé að þar sem staðan breyt­ist frá degi til dags verði óhjá­kvæmi­legt að end­ur­meta hana og hugs­an­leg við­brögð eftir fram­vindu mála hér og um heim all­an. Vænt­ingar séu um að eft­ir­spurn eftir ferða­þjón­ustu gæti skilað sér hratt aftur ef óvissan gangi tím­an­lega til baka.

Þá bendir hún á að vinna sé hafin við und­ir­bún­ing alþjóð­legs mark­aðsátaks á áfanga­staðnum Íslandi. Slíku átaki sé ekki hleypt af stokk­unum við þessar aðstæður en það þurfi að vera klárt þegar aðstæður gefa til­efni til.

Þá sé vinna hafin við und­ir­bún­ing mark­aðsátaks til að hvetja Íslend­inga til að ferð­ast inn­an­lands á næstu vikum og mán­uð­um.

Frek­ari aðgerðir séu til skoð­un­ar.

Höfum öll hlut­verki að gegna í þessum aðstæðum

„Stjórn­völd munu gera það sem þarf til að hemja útbreiðslu veirunnar og vinna gegn áhrifum hennar á efna­hags­líf­ið. Sú vinna er í fullum gangi.

Við höfum öll hlut­verki að gegna í þessum aðstæð­um. Sótt­varnir virka bara ef sam­fé­lagið fylgir leið­bein­ing­um. Þegar ég hef ekki viljað heilsa fólki með handa­bandi, faðma það eða kyssa og þegar ég geng um með spritt er það ekki vegna þess að ég sé hrædd um að smit­ast sjálf - heils­unnar vegna. Heldur skiptir máli að við öll fylgjum leið­bein­ingum til þess að hefta útbreiðsl­una. Þá eru í kringum mig elskað fólk sem myndi ráða verr við að fá veiruna. Til dæmis mamma mín, sjúkra­lið­inn, í fyr­ir­byggj­andi krabba­meins­með­ferð, eldra fólk og fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Við erum nefni­lega öll í þessu sam­an,“ skrifar ráð­herr­ann.

Hún lýkur færsl­unni við að segja að það skipti jafn­framt máli að halda áfram að vera til og láta hjól atvinnu­líf­is­ins snú­ast í versl­un, þjón­usta og menn­ingu.

Þetta verk­efni sem við stöndum frammi fyrir mun reyna á alls­konar þætti. En við ráðum vel við verk­efn­ið. Ljóst er að...

Posted by Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir on Fri­day, March 6, 2020


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent