„Það skiptir líka máli að halda áfram að vera til og láta hjól atvinnulífisins snúast“

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að íslensk þjóð ráði vel við það verkefni sem framundan er varðandi COVID-19.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

„Áfram höldum við. Þetta verk­efni sem við stöndum frammi fyrir mun reyna á alls­konar þætti. En við ráðum vel við verk­efn­ið.“

Þetta segir Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

Rík­is­lög­reglu­stjóri lýsti fyrr í dag yfir neyð­ar­stigi almanna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni vegna kór­ónu­veirunn­ar. Fyrstu smit inn­an­lands voru stað­fest í dag en þau eru tvö tals­ins. Nú hafa 43 ein­stak­lingar greinst með veiruna.

Auglýsing

Þór­dís Kol­brún segir að ljóst sé að far­ald­ur­inn muni hafa áhrif á stöðu efna­hags­mála. Hún vísar í orð Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra en hún sagði að stjórn­völd und­ir­búi nú aðgerðir í rík­is­fjár­málum til að vinna gegn slaka í efna­hags­málum og sama eigi við um Seðla­bank­ann. „Við erum vel í stakk búin, með öfl­ugan gjald­eyr­is­vara­forða, lágt skulda­hlut­fall og góðan aðgang að erlendu fjár­magn­i,“ sagði Katrín.

Vænt­ingar um að eft­ir­spurn eftir ferða­þjón­ustu geti skilað sér hratt aftur

­Ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra segir enn fremur í stöðu­upp­færslu sinni að áhrif far­ald­urs­ins og óvissa honum tengd muni koma fram snemma og af þunga í ferða­þjón­ustu og tengdri starf­semi. Ljóst sé að þar sem staðan breyt­ist frá degi til dags verði óhjá­kvæmi­legt að end­ur­meta hana og hugs­an­leg við­brögð eftir fram­vindu mála hér og um heim all­an. Vænt­ingar séu um að eft­ir­spurn eftir ferða­þjón­ustu gæti skilað sér hratt aftur ef óvissan gangi tím­an­lega til baka.

Þá bendir hún á að vinna sé hafin við und­ir­bún­ing alþjóð­legs mark­aðsátaks á áfanga­staðnum Íslandi. Slíku átaki sé ekki hleypt af stokk­unum við þessar aðstæður en það þurfi að vera klárt þegar aðstæður gefa til­efni til.

Þá sé vinna hafin við und­ir­bún­ing mark­aðsátaks til að hvetja Íslend­inga til að ferð­ast inn­an­lands á næstu vikum og mán­uð­um.

Frek­ari aðgerðir séu til skoð­un­ar.

Höfum öll hlut­verki að gegna í þessum aðstæðum

„Stjórn­völd munu gera það sem þarf til að hemja útbreiðslu veirunnar og vinna gegn áhrifum hennar á efna­hags­líf­ið. Sú vinna er í fullum gangi.

Við höfum öll hlut­verki að gegna í þessum aðstæð­um. Sótt­varnir virka bara ef sam­fé­lagið fylgir leið­bein­ing­um. Þegar ég hef ekki viljað heilsa fólki með handa­bandi, faðma það eða kyssa og þegar ég geng um með spritt er það ekki vegna þess að ég sé hrædd um að smit­ast sjálf - heils­unnar vegna. Heldur skiptir máli að við öll fylgjum leið­bein­ingum til þess að hefta útbreiðsl­una. Þá eru í kringum mig elskað fólk sem myndi ráða verr við að fá veiruna. Til dæmis mamma mín, sjúkra­lið­inn, í fyr­ir­byggj­andi krabba­meins­með­ferð, eldra fólk og fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Við erum nefni­lega öll í þessu sam­an,“ skrifar ráð­herr­ann.

Hún lýkur færsl­unni við að segja að það skipti jafn­framt máli að halda áfram að vera til og láta hjól atvinnu­líf­is­ins snú­ast í versl­un, þjón­usta og menn­ingu.

Þetta verk­efni sem við stöndum frammi fyrir mun reyna á alls­konar þætti. En við ráðum vel við verk­efn­ið. Ljóst er að...

Posted by Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir on Fri­day, March 6, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent