Vilja undirbúa markaðsátak til að hvetja ferðamenn til að koma til Íslands

Ekki er talið tímabært við núverandi óvissuástand vegna COVID-19 að ráðast í markaðsherferð „á ferðamannalandinu Íslandi“ en þó er talið skynsamlegt að hefja nú þegar undirbúning að alþjóðlegu átaki sem ýta mætti úr vör um leið og aðstæður skapast.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Ekki er talið að við núver­andi óvissu­á­stand vegna COVID-19 sé tíma­bært eða skyn­sam­legt að ráð­ast í mark­aðs­her­ferð á „ferða­manna­land­inu Ísland­i.“ Þetta kemur fram í svari frá aðstoð­ar­manni Þór­dísar Kol­brúnar Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans en á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar í dag var fjallað um und­ir­bún­ing mark­aðs­að­gerða í kjöl­far COVID-19.

Þannig hafi bæði Finn­land og Aust­ur­ríki nýlega aft­ur­kallað nýhafnar mark­aðs­her­ferðir sín­ar, vegna stöð­unnar sem er uppi. Því hafi verið beint til Íslands­stofu að end­ur­meta áform sín um mark­aðs­að­gerðir sem þegar hafi verið ákveðn­ar.

Málið þegar farið að hafa áhrif á ferða­þjón­ustu

Sam­kvæmt svar­inu fund­aði stjórn­stöð ferða­mála um málið í gær. Þar hafi komið fram að málið sé þegar byrjað að hafa áhrif á íslenska ferða­þjón­ustu og vinna standi yfir við að meta hver þau gætu orðið til lengri tíma.

Auglýsing

„Hins vegar er jafn­framt ljóst að á ein­hverjum tíma­punkti fara neyt­endur í auknum mæli að bóka ferða­lög á nýjan leik. Þá verður Ísland að öllum lík­indum í harðri sam­keppni við önnur lönd sem einnig hafa orðið fyrir sam­drætti í ferða­þjón­ustu vegna veirunn­ar,“ segir í svar­in­u. 

Þess vegna sé það sam­dóma álit þeirra sem fundað hafa um málið á vett­vangi stjórn­stöðvar ferða­mála að skyn­sam­legt sé að hefja nú þegar „und­ir­bún­ing að alþjóð­legu mark­aðsátaki sem mætti ýta úr vör um leið og aðstæður skap­ast til að hvetja ferða­menn á ný til þess að sækja Ísland heim, og nýta þann glugga sem skap­ast til að draga eins og kostur er úr þeim búsifjum sem málið mun valda íslenskri ferða­þjón­ustu og efna­hags­líf­i.“

Aukið fram­lag frá ríki og ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um 

Til slíks átaks muni þurfa fram­lög úr rík­is­sjóði auk fram­lags frá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum sem gert er ráð fyrir að verði króna á móti krónu.

Þegar er byrjað að leggja drög að ramma utan um þessa vinnu og ráð­herra ferða­mála væntir þess að hún geti haf­ist form­lega innan fárra daga, segir í svar­in­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent