Vilja undirbúa markaðsátak til að hvetja ferðamenn til að koma til Íslands

Ekki er talið tímabært við núverandi óvissuástand vegna COVID-19 að ráðast í markaðsherferð „á ferðamannalandinu Íslandi“ en þó er talið skynsamlegt að hefja nú þegar undirbúning að alþjóðlegu átaki sem ýta mætti úr vör um leið og aðstæður skapast.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Auglýsing

Ekki er talið að við núver­andi óvissu­á­stand vegna COVID-19 sé tíma­bært eða skyn­sam­legt að ráð­ast í mark­aðs­her­ferð á „ferða­manna­land­inu Ísland­i.“ Þetta kemur fram í svari frá aðstoð­ar­manni Þór­dísar Kol­brúnar Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans en á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar í dag var fjallað um und­ir­bún­ing mark­aðs­að­gerða í kjöl­far COVID-19.

Þannig hafi bæði Finn­land og Aust­ur­ríki nýlega aft­ur­kallað nýhafnar mark­aðs­her­ferðir sín­ar, vegna stöð­unnar sem er uppi. Því hafi verið beint til Íslands­stofu að end­ur­meta áform sín um mark­aðs­að­gerðir sem þegar hafi verið ákveðn­ar.

Málið þegar farið að hafa áhrif á ferða­þjón­ustu

Sam­kvæmt svar­inu fund­aði stjórn­stöð ferða­mála um málið í gær. Þar hafi komið fram að málið sé þegar byrjað að hafa áhrif á íslenska ferða­þjón­ustu og vinna standi yfir við að meta hver þau gætu orðið til lengri tíma.

Auglýsing

„Hins vegar er jafn­framt ljóst að á ein­hverjum tíma­punkti fara neyt­endur í auknum mæli að bóka ferða­lög á nýjan leik. Þá verður Ísland að öllum lík­indum í harðri sam­keppni við önnur lönd sem einnig hafa orðið fyrir sam­drætti í ferða­þjón­ustu vegna veirunn­ar,“ segir í svar­in­u. 

Þess vegna sé það sam­dóma álit þeirra sem fundað hafa um málið á vett­vangi stjórn­stöðvar ferða­mála að skyn­sam­legt sé að hefja nú þegar „und­ir­bún­ing að alþjóð­legu mark­aðsátaki sem mætti ýta úr vör um leið og aðstæður skap­ast til að hvetja ferða­menn á ný til þess að sækja Ísland heim, og nýta þann glugga sem skap­ast til að draga eins og kostur er úr þeim búsifjum sem málið mun valda íslenskri ferða­þjón­ustu og efna­hags­líf­i.“

Aukið fram­lag frá ríki og ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um 

Til slíks átaks muni þurfa fram­lög úr rík­is­sjóði auk fram­lags frá ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum sem gert er ráð fyrir að verði króna á móti krónu.

Þegar er byrjað að leggja drög að ramma utan um þessa vinnu og ráð­herra ferða­mála væntir þess að hún geti haf­ist form­lega innan fárra daga, segir í svar­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent