Fjögur ráð til að hætta að snerta á sér andlitið

Áttu það til að nudda augun í tíma og ótíma? Klæjar þig stöðugt í nefið og lætur það eftir þér að klóra þér með höndunum? Þú ert ekki einn, svo mikið er víst. En þetta er kannski ekki svo sniðugt nú þegar skæð veirusýking geisar.

Rannsóknir sýna að fólk snertir andlit sitt að meðaltali 23 sinnum á klukkutíma.
Rannsóknir sýna að fólk snertir andlit sitt að meðaltali 23 sinnum á klukkutíma.
Auglýsing

Það virð­ist sammann­legt að snerta stöðugt á sér and­litið með­ f­ingr­un­um. Við nuddum aug­un, klórum okkur í nef­inu, styðjum hönd undir kinn og stöng­um ­jafn­vel úr tönn­unum með nögl­un­um. En þegar við snertum á okkur and­litið berum við líka alls konar sýkla að því og þaðan eiga þeir greiða leið inn í lík­amann.

Nú þegar COVID-19 geisar og tugir ein­stak­linga hafa greinst með­ veiruna sem veldur sýk­ing­unni á Íslandi hafa heil­brigð­is­yf­ir­völd ítrekað bent á að besta og ein­faldasta for­vörnin gegn smiti sé að þvo oft og vel á sér­ hend­urnar með sápu. Bent hefur verið á að til að sótt­varn­ar­ár­angur náist þurf­i að þvo hend­urnar í 20-30 sek­úndur í hvert sinn eða álíka lengi og það tekur að raula afmæl­is­söng­inn fyrir munni sér.

Einnig hefur verið bent á að hnerra og hósta í pappír eða oln­boga­bót því bakt­er­íur og veirur smit­ast með úða. Þá er okkur ráð­lagt að sleppa kossaflensi, knúsi og því að heilsa fólki með handa­bandi.

Auglýsing

Og svo er okkur bent á að hætta að snerta á okkur and­litið í tíma og ótíma. Jafn­vel þó að við höldum að við séum með hreinar hend­ur. Við ­gerum þetta öll, það er ljóst, og rann­sóknir sýna að fólk snertir and­lit sitt að með­al­tali 23 sinnum á klukku­tíma. Að sama skapi þá snertum við oft og ít­rekað hluti sem sýklar geta verið á, s.s. hurð­ar­húna, lyftu­hnappa, hand­rið og fleira. 

Enn er óljóst hversu lengi kór­ónu­veiran sem veldur COVID-19 getur lif­að á yfir­borði hluta. Ef hún hagar sér eins og aðrar þekktar kór­ónu­veirur þá gæt­i hún lifað þar allt upp í níu daga við kjörað­stæð­ur.

En hvernig í ósköp­unum eigum við að hætta að snerta and­lit­ið ­sem hjá okkur flestum er sterkur og algjör­lega ómeð­vit­aður ávani?

Hér að neðan eru fjögur ágæt ráð frá læknum sem New York Times tók sam­an.

Vertu með­vit­aður

Hversu oft snertir þú á þér and­lit­ið, af hvaða til­efni og af hverju? Hverjar eru kveikj­urnar sem verða til þess að berð fing­urna að and­lit­inu? Það hjálpar að vera með­vit­aður um ávan­ann. Ef þú nuddar augun þeg­ar þau eru þurr, finndu leið til að slá á þurrkinn.

Ef þú notar augn­linsur þarf sér­stak­lega að gæta vel að hrein­læti. Sumir læknar ráð­leggja fólki að nota frekar gler­augun nú þegar hætta á smiti er mik­il.

Hafðu pakka af papp­írs­þurrkum við hend­ina

Þegar þú finnur þörf á að klóra þér, nudda augun eða laga ­gler­augun á nef­inu, not­aðu pappír svo fing­urnir snerti and­litið ekki beint. Ef þú þarft að hnerra, gríptu papp­írs­þurrku en ef hún er ekki nálæg skaltu hnerra í oln­boga­bót­ina.

Haltu hönd­unum upp­teknum

Með því að hafa lít­inn plast- eða gúmmí­bolta við hönd­ina og hand­leika hann getur dregið úr þeim skiptum sem þú freist­ast til að ber­a hend­urnar að and­lit­inu. Aðra hluti er auð­vitað hægt að nota í sama til­gang­i. Einnig getur þú reynt að venja þig á að flétta fingrum beggja handa saman í kjöltu þinni.

Slak­aðu á

„Mitt helsta ráð til fólks er að reyna að minnka streit­u al­mennt í stað þess að hafa stöðugar áhyggjur af því sem það er að snerta,“ hefur New York Times eftir Stew Shank­man, pró­fessor í atferl­is­fræði við Nort­hwestern-há­skóla. „Streita hefur áhrif á ónæm­is­kerfið og því streitt­ari sem þú ert því meira ­dregur þú úr hæfni lík­am­ans til að berj­ast gegn sýk­ing­um.“

Hann segir það áhrifa­ríkt að vera í núinu, hug­leiða og ein­beita sér að önd­un­inni. Svo lengi sem fólk er með hreinar hendur sé það ekki stór­kost­lega hættu­legt að snerta á sér and­lit­ið. „Þetta er nátt­úru­leg hegð­un. Ekki heimsend­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent