Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi

Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.

Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Auglýsing


Vax­andi líkur eru taldar á því að nýja kór­óna­veiran, COVID-19, eigi eftir að grein­ast hér á landi en „allra ráða er beitt til að hefta komu henn­ar,“ segir í skýrslu eftir stöðu­fund sam­hæf­ing­ar­mið­stöðv­ar al­manna­varna sem hald­inn var í morg­un. Dag­lega bæt­ast við lönd sem til­kynna um til­felli, þar á meðal nokkur grann­ríki Íslands.

Sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans hefur nú rann­sak­að 38 sýni, meðal ann­ars úr ein­kenna­lausum ein­stak­ling­um. Reynd­ust þau öll ­nei­kvæð. Þó að veiran geti fund­ist hjá ein­kenna­lausum ein­stak­lingi þá er talið ó­lík­legt að þeir smiti aðra, þó það geti gerst í stöku til­fell­um, segir í skýrsl­unni.

Í dag hefur sýk­ing af völdum COVID-19 verið stað­fest hjá um 82.132 manns og um 2.809 hafa lát­ist (3,4%). Sam­kvæmt John Hop­k­ins hafa 33.212 manns ­náð sér eftir veik­ind­in.

Auglýsing

Nýgreindum til­fellum innan Kína fer nú fækk­andi en hins ­vegar er veiran að grein­ast í fleiri löndum og fer fjölg­andi innan nokk­urra landa einkum Ítalíu og Suð­ur­-Kóreu. Flestar sýk­ingar í Evr­ópu í dag má rekja til Ítal­íu.

Á Íslandi er unnið sam­kvæmt óvissu­stigi, Lands­á­ætl­un- heims­far­aldur inflú­ensu. Ef svo ber undir má virkja Lands­á­ætl­un-­sótt­varn­ir hafna og skipa, og Lands­á­ætl­un –al­þjóða­flug­vellir sam­hliða Lands­á­ætl­un ­vegna heims­far­ald­urs inflú­ensu.

Í gær var til­kynnt um skil­greind áhættu­svæði með mikla og litla smitá­hættu og er það mat óbreytt. Svæði með mikla smitá­hættu eru Kína, ­fjögur héruð á Norður Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), ­Suð­ur­-Kórea og Íran. Sótt­varna­læknir ráð­leggur ein­stak­lingum frá því að fara til þess­ara landa/­svæða að nauð­synja­lausu, en þeir sem koma hingað frá þessum ­stöðum er ráð­lagt að fara í 14 daga sótt­kví. Athugið að þeir sem fara um þessi ­svæði en dvelja ekki á þeim þurfa ekki að fara í sótt­kví. Þannig þurfa þeir sem fljúga til eða frá þessum svæð­um, eftir dvöl á skíða­svæðum utan þeirra, ekki að fara í sótt­kví.

Áhættu­svæði sem skil­greind hafa verið með litla smitá­hætt­u eru önnur svæði á Ítal­íu, Jap­an, Singapúr, Hong Kong og Tenerife (fyrir utan­ H10 Costa Adeje Palace hót­el­ið). Ferða­menn sem eru nú þegar á þessum svæðum og þeir sem hafa nýlega komið þaðan eru beðnir um að huga vel að per­sónu­leg­u hrein­læti og sýk­inga­vörnum en ekki er talin nauð­syn á sér­stakri sótt­kví fyr­ir­ þá sem eru nýkomnir frá þessum svæð­um. Ein­stak­lingum sem koma frá svæðum með­ litla áhættu eru beðnir að láta vita í síma 1700 ef þeir veikj­ast innan 14 daga eftir brott­för frá þessum svæð­um.

­Borg­ara­þjón­usta utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur opnað sér­stak­an ­gagna­grunn fyrir Íslend­inga erlendis sem óska eftir að vera á skráðir hjá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og upp­lýstir um ferða­ráð vegna COVID-19 veirunnar á með­an á dvöl þeirra stend­ur. Í morgun höfðu yfir eitt þús­und ein­stak­lingar ver­ið ­skráðir í grunn­inn.

Á Kefla­vík­ur­flug­velli, á Akur­eyri og á Seyð­is­firði eru ­sendar upp­lýs­ingar til far­þega um að til­kynna skuli veik­indi í síma 1700 eða hringja í heilsu­gæsl­una ef ein­stak­lingar finna fyrir veik­indum eftir að hafa verið á skil­greindum áhættu­svæð­um. Á flug­völl­unum hafa við­bragðs­á­ætl­anir ver­ið ­upp­færðar og er virk vöktun í gangi.

Almennt hrein­læti mik­il­vægt

Í skýrsl­unni kemur fram að ferða­menn sem eru nú þegar á skil­greindum áhættu­svæðum og þeir sem hafa nýlega komið þaðan séu beðnir um að huga vel að per­sónu­legu hrein­læti og sýk­inga­vörn­um. Þær fela meðal ann­ars í sér­ að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir and­lit­inu við hnerra og hósta í oln­boga­bót og nota hand­spritt. Almenn­ingur getur með auð­veldum hætti dregið úr ­sýk­ing­ar­hættu með því að gæta vel að per­sónu­lega hrein­læti. Hand­þvottur og al­mennt hrein­læti í kringum augu, nef og munn og það að forð­ast að heilsa með­ handa­bandi hefur lyk­il­þýð­ingu við að forð­ast smit og fækka smit­leið­u­m.“

Ein­stak­lingar sem fá ein­kenni frá önd­un­ar­færum, sér­stak­lega ­með hita, skulu þeir hafa sam­band við Lækna­vakt­ina í síma 1700 eða sína heilsu­gæslu sím­leiðis en ekki mæta óboð­aðir á sjúk­linga­mót­tök­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent