Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi

Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.

Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Auglýsing


Vax­andi líkur eru taldar á því að nýja kór­óna­veiran, COVID-19, eigi eftir að grein­ast hér á landi en „allra ráða er beitt til að hefta komu henn­ar,“ segir í skýrslu eftir stöðu­fund sam­hæf­ing­ar­mið­stöðv­ar al­manna­varna sem hald­inn var í morg­un. Dag­lega bæt­ast við lönd sem til­kynna um til­felli, þar á meðal nokkur grann­ríki Íslands.

Sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans hefur nú rann­sak­að 38 sýni, meðal ann­ars úr ein­kenna­lausum ein­stak­ling­um. Reynd­ust þau öll ­nei­kvæð. Þó að veiran geti fund­ist hjá ein­kenna­lausum ein­stak­lingi þá er talið ó­lík­legt að þeir smiti aðra, þó það geti gerst í stöku til­fell­um, segir í skýrsl­unni.

Í dag hefur sýk­ing af völdum COVID-19 verið stað­fest hjá um 82.132 manns og um 2.809 hafa lát­ist (3,4%). Sam­kvæmt John Hop­k­ins hafa 33.212 manns ­náð sér eftir veik­ind­in.

Auglýsing

Nýgreindum til­fellum innan Kína fer nú fækk­andi en hins ­vegar er veiran að grein­ast í fleiri löndum og fer fjölg­andi innan nokk­urra landa einkum Ítalíu og Suð­ur­-Kóreu. Flestar sýk­ingar í Evr­ópu í dag má rekja til Ítal­íu.

Á Íslandi er unnið sam­kvæmt óvissu­stigi, Lands­á­ætl­un- heims­far­aldur inflú­ensu. Ef svo ber undir má virkja Lands­á­ætl­un-­sótt­varn­ir hafna og skipa, og Lands­á­ætl­un –al­þjóða­flug­vellir sam­hliða Lands­á­ætl­un ­vegna heims­far­ald­urs inflú­ensu.

Í gær var til­kynnt um skil­greind áhættu­svæði með mikla og litla smitá­hættu og er það mat óbreytt. Svæði með mikla smitá­hættu eru Kína, ­fjögur héruð á Norður Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), ­Suð­ur­-Kórea og Íran. Sótt­varna­læknir ráð­leggur ein­stak­lingum frá því að fara til þess­ara landa/­svæða að nauð­synja­lausu, en þeir sem koma hingað frá þessum ­stöðum er ráð­lagt að fara í 14 daga sótt­kví. Athugið að þeir sem fara um þessi ­svæði en dvelja ekki á þeim þurfa ekki að fara í sótt­kví. Þannig þurfa þeir sem fljúga til eða frá þessum svæð­um, eftir dvöl á skíða­svæðum utan þeirra, ekki að fara í sótt­kví.

Áhættu­svæði sem skil­greind hafa verið með litla smitá­hætt­u eru önnur svæði á Ítal­íu, Jap­an, Singapúr, Hong Kong og Tenerife (fyrir utan­ H10 Costa Adeje Palace hót­el­ið). Ferða­menn sem eru nú þegar á þessum svæðum og þeir sem hafa nýlega komið þaðan eru beðnir um að huga vel að per­sónu­leg­u hrein­læti og sýk­inga­vörnum en ekki er talin nauð­syn á sér­stakri sótt­kví fyr­ir­ þá sem eru nýkomnir frá þessum svæð­um. Ein­stak­lingum sem koma frá svæðum með­ litla áhættu eru beðnir að láta vita í síma 1700 ef þeir veikj­ast innan 14 daga eftir brott­för frá þessum svæð­um.

­Borg­ara­þjón­usta utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur opnað sér­stak­an ­gagna­grunn fyrir Íslend­inga erlendis sem óska eftir að vera á skráðir hjá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og upp­lýstir um ferða­ráð vegna COVID-19 veirunnar á með­an á dvöl þeirra stend­ur. Í morgun höfðu yfir eitt þús­und ein­stak­lingar ver­ið ­skráðir í grunn­inn.

Á Kefla­vík­ur­flug­velli, á Akur­eyri og á Seyð­is­firði eru ­sendar upp­lýs­ingar til far­þega um að til­kynna skuli veik­indi í síma 1700 eða hringja í heilsu­gæsl­una ef ein­stak­lingar finna fyrir veik­indum eftir að hafa verið á skil­greindum áhættu­svæð­um. Á flug­völl­unum hafa við­bragðs­á­ætl­anir ver­ið ­upp­færðar og er virk vöktun í gangi.

Almennt hrein­læti mik­il­vægt

Í skýrsl­unni kemur fram að ferða­menn sem eru nú þegar á skil­greindum áhættu­svæðum og þeir sem hafa nýlega komið þaðan séu beðnir um að huga vel að per­sónu­legu hrein­læti og sýk­inga­vörn­um. Þær fela meðal ann­ars í sér­ að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir and­lit­inu við hnerra og hósta í oln­boga­bót og nota hand­spritt. Almenn­ingur getur með auð­veldum hætti dregið úr ­sýk­ing­ar­hættu með því að gæta vel að per­sónu­lega hrein­læti. Hand­þvottur og al­mennt hrein­læti í kringum augu, nef og munn og það að forð­ast að heilsa með­ handa­bandi hefur lyk­il­þýð­ingu við að forð­ast smit og fækka smit­leið­u­m.“

Ein­stak­lingar sem fá ein­kenni frá önd­un­ar­færum, sér­stak­lega ­með hita, skulu þeir hafa sam­band við Lækna­vakt­ina í síma 1700 eða sína heilsu­gæslu sím­leiðis en ekki mæta óboð­aðir á sjúk­linga­mót­tök­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Fjárlög gera ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021
Samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna. Ríkisstjórnin segist ætla að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga og safna skuldum, frekar en að grípa til niðurskurðar eða skattahækkana.
Kjarninn 1. október 2020
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi
Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.
Kjarninn 1. október 2020
Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“
Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar og jafnvel að önnur taki svo við í desember.
Kjarninn 1. október 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn hafa verið mismunandi sýnilegir vegna COVID-19. Svandís Svavarsdóttir nýtur nú meira trausts en áður, Katrín Jakobsdóttir stendur í stað en traust til Lilju Alfreðsdóttur hefur helmingast á rúmu ári.
Katrín nýtur mest trausts en traust til Lilju helmingast milli ára
Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins raða sér í þrjú efstu sætin yfir þá ráðherra sem landsmenn treysta síst. Þeim fækkar sem segjast treysta Lilju Alfreðsdóttur mest en fjölgar sem nefna Svandísi Svavarsdóttur eða Sigurð Inga Jóhannsson.
Kjarninn 1. október 2020
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent