Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi

Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.

Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Auglýsing


Vax­andi líkur eru taldar á því að nýja kór­óna­veiran, COVID-19, eigi eftir að grein­ast hér á landi en „allra ráða er beitt til að hefta komu henn­ar,“ segir í skýrslu eftir stöðu­fund sam­hæf­ing­ar­mið­stöðv­ar al­manna­varna sem hald­inn var í morg­un. Dag­lega bæt­ast við lönd sem til­kynna um til­felli, þar á meðal nokkur grann­ríki Íslands.

Sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans hefur nú rann­sak­að 38 sýni, meðal ann­ars úr ein­kenna­lausum ein­stak­ling­um. Reynd­ust þau öll ­nei­kvæð. Þó að veiran geti fund­ist hjá ein­kenna­lausum ein­stak­lingi þá er talið ó­lík­legt að þeir smiti aðra, þó það geti gerst í stöku til­fell­um, segir í skýrsl­unni.

Í dag hefur sýk­ing af völdum COVID-19 verið stað­fest hjá um 82.132 manns og um 2.809 hafa lát­ist (3,4%). Sam­kvæmt John Hop­k­ins hafa 33.212 manns ­náð sér eftir veik­ind­in.

Auglýsing

Nýgreindum til­fellum innan Kína fer nú fækk­andi en hins ­vegar er veiran að grein­ast í fleiri löndum og fer fjölg­andi innan nokk­urra landa einkum Ítalíu og Suð­ur­-Kóreu. Flestar sýk­ingar í Evr­ópu í dag má rekja til Ítal­íu.

Á Íslandi er unnið sam­kvæmt óvissu­stigi, Lands­á­ætl­un- heims­far­aldur inflú­ensu. Ef svo ber undir má virkja Lands­á­ætl­un-­sótt­varn­ir hafna og skipa, og Lands­á­ætl­un –al­þjóða­flug­vellir sam­hliða Lands­á­ætl­un ­vegna heims­far­ald­urs inflú­ensu.

Í gær var til­kynnt um skil­greind áhættu­svæði með mikla og litla smitá­hættu og er það mat óbreytt. Svæði með mikla smitá­hættu eru Kína, ­fjögur héruð á Norður Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), ­Suð­ur­-Kórea og Íran. Sótt­varna­læknir ráð­leggur ein­stak­lingum frá því að fara til þess­ara landa/­svæða að nauð­synja­lausu, en þeir sem koma hingað frá þessum ­stöðum er ráð­lagt að fara í 14 daga sótt­kví. Athugið að þeir sem fara um þessi ­svæði en dvelja ekki á þeim þurfa ekki að fara í sótt­kví. Þannig þurfa þeir sem fljúga til eða frá þessum svæð­um, eftir dvöl á skíða­svæðum utan þeirra, ekki að fara í sótt­kví.

Áhættu­svæði sem skil­greind hafa verið með litla smitá­hætt­u eru önnur svæði á Ítal­íu, Jap­an, Singapúr, Hong Kong og Tenerife (fyrir utan­ H10 Costa Adeje Palace hót­el­ið). Ferða­menn sem eru nú þegar á þessum svæðum og þeir sem hafa nýlega komið þaðan eru beðnir um að huga vel að per­sónu­leg­u hrein­læti og sýk­inga­vörnum en ekki er talin nauð­syn á sér­stakri sótt­kví fyr­ir­ þá sem eru nýkomnir frá þessum svæð­um. Ein­stak­lingum sem koma frá svæðum með­ litla áhættu eru beðnir að láta vita í síma 1700 ef þeir veikj­ast innan 14 daga eftir brott­för frá þessum svæð­um.

­Borg­ara­þjón­usta utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur opnað sér­stak­an ­gagna­grunn fyrir Íslend­inga erlendis sem óska eftir að vera á skráðir hjá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og upp­lýstir um ferða­ráð vegna COVID-19 veirunnar á með­an á dvöl þeirra stend­ur. Í morgun höfðu yfir eitt þús­und ein­stak­lingar ver­ið ­skráðir í grunn­inn.

Á Kefla­vík­ur­flug­velli, á Akur­eyri og á Seyð­is­firði eru ­sendar upp­lýs­ingar til far­þega um að til­kynna skuli veik­indi í síma 1700 eða hringja í heilsu­gæsl­una ef ein­stak­lingar finna fyrir veik­indum eftir að hafa verið á skil­greindum áhættu­svæð­um. Á flug­völl­unum hafa við­bragðs­á­ætl­anir ver­ið ­upp­færðar og er virk vöktun í gangi.

Almennt hrein­læti mik­il­vægt

Í skýrsl­unni kemur fram að ferða­menn sem eru nú þegar á skil­greindum áhættu­svæðum og þeir sem hafa nýlega komið þaðan séu beðnir um að huga vel að per­sónu­legu hrein­læti og sýk­inga­vörn­um. Þær fela meðal ann­ars í sér­ að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir and­lit­inu við hnerra og hósta í oln­boga­bót og nota hand­spritt. Almenn­ingur getur með auð­veldum hætti dregið úr ­sýk­ing­ar­hættu með því að gæta vel að per­sónu­lega hrein­læti. Hand­þvottur og al­mennt hrein­læti í kringum augu, nef og munn og það að forð­ast að heilsa með­ handa­bandi hefur lyk­il­þýð­ingu við að forð­ast smit og fækka smit­leið­u­m.“

Ein­stak­lingar sem fá ein­kenni frá önd­un­ar­færum, sér­stak­lega ­með hita, skulu þeir hafa sam­band við Lækna­vakt­ina í síma 1700 eða sína heilsu­gæslu sím­leiðis en ekki mæta óboð­aðir á sjúk­linga­mót­tök­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent