Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu

„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Auglýsing

Lítið hefur þok­ast í sam­komu­lags­átt í kjara­við­ræðum BSRB við við­semj­endur und­an­farna daga. Rætt hefur verið um útfærslu stytt­ing­u vinnu­vik­unnar hjá vakta­vinnu­fólki og jöfnun launa milli mark­aða án þess að ­nið­ur­staða hafi náðst. Verk­föll aðild­ar­fé­laga banda­lags­ins munu hefjast mánu­dag­inn 9. mars ef kjara­samn­ingar nást ekki fyrir þann tíma.

 „Það eru mik­il von­brigði að við höfum ekki náð að þok­ast nær ásætt­an­legri nið­ur­stöðu. Það er ­stutt í að verk­falls­að­gerðir hefj­ist og mörg stór mál sem bíða úrlausn­ar,“ er haft eftir Sonju Ýr Þor­bergs­dótt­ur, for­manni BSRB, í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu.

Kjara­samn­ingar þorra aðild­ar­fé­laga BSRB hafa verið laus­ir frá 1. apríl í fyrra, eða í um 11 mán­uði. Aðild­ar­fé­lög banda­lags­ins hafa falið BSRB að semja um stór sam­eig­in­leg mál á borð við stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, or­lofs­mál, launa­þró­un­ar­trygg­ingu, jöfnun launa á milli mark­aða og fleira. ­Launa­lið­ur­inn og sér­tæk mál eru hins vegar á borði hvers aðild­ar­fé­lags.

Auglýsing

Ein­stök aðild­ar­fé­lög hafa átt fundi með við­semj­end­um und­an­farna daga og hefur árang­ur­inn af þeim fundum verið mis­jafn. Góðar frétt­ir bár­ust frá Sam­eyki, sem und­ir­rit­aði í gær kjara­samn­ing við Faxa­flóa­hafn­ir.  Við­ræður Sam­eykis við aðra við­semj­endur ganga hins ­vegar verr. Fundur með samn­inga­nefnd rík­is­ins á þriðju­dag var tíð­inda­lít­ill. „Það verður að segj­ast að þrátt fyrir þessi góðu tíð­indi sem greint er frá hér­ að ofan þá er ekki mikil bjart­sýni ríkj­andi í okkar her­búðum og und­ir­bún­ing­ur ­fyrir verk­fall því í fullum gang­i,“ segir í frétt félags­ins.

Fundi aflýst hjá bæj­ar­starfs­manna­fé­lögum

Samn­inga­nefnd Sjúkra­liða­fé­lags Íslands fund­aði með­ ­samn­inga­nefnd rík­is­ins í gær þar sem kröfur félags­ins og við­brögð sjúkra­liða við samn­ings­til­boði rík­is­ins voru rædd. Í færslu á Face­book-­síðu félags­ins ­segir að samn­inga­nefndin sé „hóf­lega bjart­sýn“ um fram­gang við­ræðn­anna. Næst­i ­samn­inga­fundur hefur verið boð­aður 2. mars.

Fundur bæj­ar­starfs­manna­fé­laga með samn­inga­nefnd Sam­bands ­ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, sá fyrsti í rúman mán­uð, var afboð­aður stuttu áður en hann átti að hefj­ast á þriðju­dag. Ástæðan var sú að samn­inga­nefnd Sam­bands­ins hafði ekki unnið heima­vinnu sína og því ekk­ert til að ræða á fund­in­um, eins og rakið er á Face­book-­síðu Kjalar stétt­ar­fé­lags.

Tak­ist samn­ingar ekki fyrir 9. mars munu aðild­ar­fé­lög BSR­B hefja boð­aðar verk­falls­að­gerð­ir. Aðgerð­irnar munu hefj­ast með tveggja daga alls­herj­ar­verk­falli 9. og 10. mars. Þann 9. mars munu ákveðnir hópar einnig hefja ótíma­bundið verk­fall til að leggja áherslu á kröfur félag­anna.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent