Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu

„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Auglýsing

Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum BSRB við viðsemjendur undanfarna daga. Rætt hefur verið um útfærslu styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og jöfnun launa milli markaða án þess að niðurstaða hafi náðst. Verkföll aðildarfélaga bandalagsins munu hefjast mánudaginn 9. mars ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma.

 „Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í fréttatilkynningu frá félaginu.

Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra, eða í um 11 mánuði. Aðildarfélög bandalagsins hafa falið BSRB að semja um stór sameiginleg mál á borð við styttingu vinnuvikunnar, orlofsmál, launaþróunartryggingu, jöfnun launa á milli markaða og fleira. Launaliðurinn og sértæk mál eru hins vegar á borði hvers aðildarfélags.

Auglýsing

Einstök aðildarfélög hafa átt fundi með viðsemjendum undanfarna daga og hefur árangurinn af þeim fundum verið misjafn. Góðar fréttir bárust frá Sameyki, sem undirritaði í gær kjarasamning við Faxaflóahafnir.  Viðræður Sameykis við aðra viðsemjendur ganga hins vegar verr. Fundur með samninganefnd ríkisins á þriðjudag var tíðindalítill. „Það verður að segjast að þrátt fyrir þessi góðu tíðindi sem greint er frá hér að ofan þá er ekki mikil bjartsýni ríkjandi í okkar herbúðum og undirbúningur fyrir verkfall því í fullum gangi,“ segir í frétt félagsins.

Fundi aflýst hjá bæjarstarfsmannafélögum

Samninganefnd Sjúkraliðafélags Íslands fundaði með samninganefnd ríkisins í gær þar sem kröfur félagsins og viðbrögð sjúkraliða við samningstilboði ríkisins voru rædd. Í færslu á Facebook-síðu félagsins segir að samninganefndin sé „hóflega bjartsýn“ um framgang viðræðnanna. Næsti samningafundur hefur verið boðaður 2. mars.

Fundur bæjarstarfsmannafélaga með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, sá fyrsti í rúman mánuð, var afboðaður stuttu áður en hann átti að hefjast á þriðjudag. Ástæðan var sú að samninganefnd Sambandsins hafði ekki unnið heimavinnu sína og því ekkert til að ræða á fundinum, eins og rakið er á Facebook-síðu Kjalar stéttarfélags.

Takist samningar ekki fyrir 9. mars munu aðildarfélög BSRB hefja boðaðar verkfallsaðgerðir. Aðgerðirnar munu hefjast með tveggja daga allsherjarverkfalli 9. og 10. mars. Þann 9. mars munu ákveðnir hópar einnig hefja ótímabundið verkfall til að leggja áherslu á kröfur félaganna.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent