Fjöldi sýktra utan Kína mögulega „toppurinn á ísjakanum“

Nýja kórónaveiran er lúmsk. Hún getur leynst í líkamanum lengi án þess að greinast. Í því felst hættan á mikilli útbreiðslu. Ef ekki næst að hemja hana gætu jafnvel 60% jarðarbúa sýkst.

Maður stendur í lestí Taívan. Þangað hefur veiran nú breiðst og áhrif á samfélagið þegar orðin nokkur.
Maður stendur í lestí Taívan. Þangað hefur veiran nú breiðst og áhrif á samfélagið þegar orðin nokkur.
Auglýsing

Hausar eru farnir að fjúka vegna við­bragða við nýju kór­óna­veirunn­i í Kína. Í dag var til­kynnt að yfir þús­und hefðu dáið vegna henn­ar. Lang­flest­ir hafa lát­ist í Hubei-hér­aði þar sem veiran upp­götv­að­ist í des­em­ber. Stað­fest er að yfir 42 þús­und hafa veikst. Borgin Wuhan er enn í sótt­kví en spurn­ingar hafa vaknað um hvort þær aðgerðir séu að virka sem skyldi. Yfir­völd eru nú harð­lega ­gagn­rýnd fyrir við­brögð sín, ekki síst eftir að ungur lækn­ir, sá sem átti þátt í að upp­götva veiruna, sýkt­ist af henni og lést.

Það er óhætt að segja að áhrif nýju kór­óna­veirunnar séu marg­vís­leg og finn­ist víða um heim. Þau eru auð­vitað fyrst og fremst heilsu­fars­leg en einnig efna­hags­leg. Lang­mest eru þau enn sem komið er í Kína. Fast­eigna­við­skipti í land­inu eru til að mynda aðeins brot af því sem þau voru í fyrra. Fólk hefur um annað að hugsa í augna­blik­inu en að skipta um hús­næð­i. ­Vélar margra verk­smiðja hafa hljóðn­að. Bændur eru hik­andi við að fara með vör­ur sínar á mark­að. Skólar eru sumir hverjir lok­að­ir. Sam­fé­lagið er í bið­stöðu.

Auglýsing

Stjórn­völd hafa miklar áhyggjur af þess­ari stöðn­un. Þau hafa hvatt fólk og fyr­ir­tæki á svæðum þar sem veiran hefur haft tak­mörkuð áhrif að auka við fram­leiðslu sína. Reyna að vega upp á móti svæðum sem hafa stöðv­að fram­leiðslu eða dregið veru­lega úr henni. Xi Jin­p­ing for­seti hefur sagt að að­gerðir yfir­valda til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar hafi gengið of langt og ógni efna­hags­kerfi Kína. Þessi orð lét hann falla á lok­uðum fundi.

Fleiri en Kín­verjar eiga erfitt. Skemmti­ferða­skipi með 2.257 ­manns inn­an­borðs hefur verið bannað að koma að höfn í fjórum lönd­um. Skip­ið, West­dam, hefur nú verið í tvær vikur á sjó, án við­komu í landi. Eng­inn treyst­ir ­sér til að að taka við því af ótta við að far­þegar og áhöfn kunni að vera sýkt af nýju kór­óna­veirunni.

Og sitt hvað und­ar­legt hefur komið upp. Tveir karl­menn frá­ Jap­an, sem voru fluttir frá Wuhan eftir að far­ald­ur­inn braust út, hafa nú ver­ið ­greindir með veiruna. Mán­uði fyrr fund­ust engin merki um hana í lík­ama þeirra. Þeir eru í hópi 28 sem greinst hafa í Jap­an. Auk þess eru 135 far­þeg­ar ­skemmti­ferða­skips, sem er í sótt­kví við bryggju í Yoko­hama, sýkt­ir.

Á mánu­dag gaf kín­verska land­bún­að­ar­ráðu­neytið út yfir­lýs­ing­u og ráð­lagði bændum í land­inu að þvo sér vel um hend­ur, bera and­lits­grím­ur, en halda áfram að und­ir­búa næstu upp­skeru. Ráðu­neytið bað einnig fólk í þorpum á lands­byggð­inni að hætta að setja upp vega­tálma svo að hægt yrði að koma fræj­u­m, skor­dýra­eitri og öðru til bænd­anna.

Indverji gerir listaverk úr sandi þar sem boðskapurinn er samstaða með fórnarlömbum kórónaveirunnar.

Merki­legt þykir að ekk­ert til­felli  hafi greinst í Indónesíu, stærsta hag­kerf­i ­Suð­aust­ur-Asíu. Kína er helsta við­skipta­land Indónesíu og því ótt­ast stjórn­völd þar um efna­hags­leg áhrif far­ald­urs­ins.

Kín­verska iðn­að­ar­ráðu­neytið hvetur stjórn­endur verk­smiðja til­ að ræsa vélar sínar að nýju en margar þeirra hafa ekki hreyfst vikum sam­an. Að ­sögn ráðu­neyt­is­ins mun far­ald­ur­inn ekki hafa áhrif á efna­hag Kína til lang­frama en mikil til styttri tíma lit­ið. Ótt­ast er að til fjölda­upp­sagna komi en ­for­set­inn Xi Jin­p­ing seg­ist ætla að gera sitt til að koma í veg fyrir það.

Stjórn­völd í Suð­ur­-Kóreu hafa ráð­lagt borg­urum sínum að ­draga úr ferða­lögum sínum til þeirra landa þar sem veiran hefur grein­st, m.a. til Singapúr, Jap­an, Malasíu, Víetnam og Taílands. Þetta mun hafa áhrif á efna­hag þess­ara landa. Við­búið er að ferða­mönnum til Singapúr fækki um 25-30% á þessu ári. Þar eru áhrif á ferða­þjón­ust­una þegar orðin mikil og ­ferða­mála­ráð­herr­ann segir nauð­syn­legt að und­ir­búa sig fyrir að þau verð­i ­sam­bæri­leg við það sem gerð­ist í SAR­S-far­aldr­inum árið 2003.

Kín­verska sjón­varps­stöðin CCTV segir að tveimur yfir­mönn­um heil­brigð­is­mála í Hubei-hér­aði hafi verið skipað að taka pok­ann sinn. Er það ­gert í kjöl­far mik­illar gagn­rýni á við­brögð yfir­valda við útbreiðslu far­ald­urs­ins. Ekki eru allir sann­færðir um að þetta hafi verið rétt ákvörð­un heldur að hún sé til marks um það að Xi Jin­p­ing for­seti vilji mið­stýra sem ­mestu. Upp­sagn­irnar séu tákn­ræn­ar, verið sé að reka blóra­böggla stjórn­valda.  

Kín­verjar urðu harmi slegnir og reiðir er fréttir um dauða hins 34 ára gamla lækn­is, Li Wen­li­ang, bár­ust í síð­ustu viku. Hann hafði var­að kollega sína í öðrum löndum við far­aldri og var í kjöl­farið skammaður af ­stjórn­völdum í heima­land­inu.

103 dauðs­föll á einum degi

Á einum sól­ar­hring voru 108 dauðs­föll stað­fest í Kína, þar af 103 í Hubei-hér­aði. Ekki hafa fleiri dauðs­föll orðið vegna veiru­sýk­ing­ar­innar á einum degi.

Hins vegar virð­ist vera að hægja á stað­festum til­fell­u­m smit­aðra, ef marka má opin­berar töl­ur. Á einum sól­ar­hring greindust 2.097 í Kína, 20% færri en dag­inn áður, og hafa ekki færri greinst frá 1. febr­ú­ar.

Ekki eru allir sam­mála um hvað þetta í raun og veru þýð­ir. Einn helsti far­alds­sér­fræð­ingur heims, Gabriel Leung, segir í einka­við­tali við­breska blaðið Guar­dian að veiran gæti smitað 60% jarð­ar­búa ef ekki tak­ist að hefta útbreiðslu hennar enn frek­ar.

Varn­að­ar­orð hans koma í kjöl­far orða fram­kvæmda­stjóra Al­þjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar sem sagði að fjöldi smit­aðra, sem aldrei hefðu komið til Kína, gæti verið „topp­ur­inn á ísjak­an­um“.

Stórum spurn­ingum þarf að svara

 Ga­briel Leung, ­pró­fessor við Hong Kong-há­skóla, sagði að nú væri brýnt að kom­ast að því hversu ­stór ísjak­inn væri og hvernig hann væri í lag­inu. Ef rétt reynd­ist, sem margir ­vís­inda­menn hafa haldið fram, að hver sá sem smit­ast smiti að með­al­tali 2,5 til­ við­bót­ar, gæti það þýtt að um 60-80% jarð­ar­búa gætu að lokum smit­ast af veirunni.

„Sex­tíu pró­sent af íbúum jarðar er mjög há tala,“ seg­ir ­Leung í ítar­legu við­tali við Guar­di­an. Hann segir að jafn­vel þótt að dán­ar­tíðnin sé aðeins um 1% þýði svo umfangs­mikið smit að gríð­ar­lega margir ­myndu deyja.

Leung er nú kom­inn til Gen­far til fundar við sér­fræð­inga Al­þjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar og fleiri. Hann segir að þar verði að ræða hvort að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í Kína séu í raun og veru að virka. Ef þær hafa virkað ættu önnur lönd mögu­lega að taka þær upp.

Leung þekkir vel til far­alds­fræð­inn­ar. Hann var einn hel­sti ­sér­fræð­ing­ur­inn sem kom að grein­ingu SAR­S-far­ald­urs­ins árin 2002-2003.  Hann starfar náið með fjölda vís­inda­manna um heim allan, m.a. frá London.

Getur leynst svo lengi

Í jan­úar skrif­aði hann grein í lækna­tíma­ritið Lancet þar sem hann var­aði við því að far­aldrar gætu blossað upp í öðrum borgum en Wuhan vegna þess að fólk sem smit­ast getur borið veiruna í allt að tvær vikur án þess að ­sýna nokkur ein­kenni.

Hann segir að kannski muni veiran ekki sýkja 60-80% jarð­ar­búa. Kannski munu far­aldrar koma upp í bylgj­um. Kannski mun veiran sjálf veikjast, hætta að vera jafn ban­væn og nú. Enn sé margt á huldu.

Hvað aðgerðir kín­verskra yfir­valda varð­ar, sem hafa sett ­borgir, hverfi og hús í sótt­kví, veltir Leung því fyrir sér hvort að fleiri ­ríki ættu að grípa til sam­bæri­legra aðgerða. Ef þær virka. „En hversu lengi er hægt að hafa skóla lok­aða? Hversu lengi getur þú lokað heila borg af? Hversu ­lengi er hægt að halda fólki frá versl­un­ar­mið­stöðv­um? Og þegar þessum ­tak­mörk­unum verður aflétt, mun veiran blossa upp aft­ur? Þetta eru stóru ­spurn­ing­arn­ar.“

Er hægt að hefta útbreiðsl­una?

Hafi aðgerðir í Kína hins vegar ekki virkað stand­i ­stjórn­völd frammi fyrir enn stærri spurn­ing­um. Er kannski ekki hægt að hefta út­breiðsl­una? Sé það raunin verða stjórn­völd að sögn Leung að breyta um stefn­u, ­reyna aðra nálg­un: Milda áhrif­in.

Ein helsta áskor­unin er sú hversu lengi fólk getur ver­ið smitað án þess að sýna þess nokkur merki. Og reynslan sýnir nú að þeir sem fóru frá Wuhan, m.a. til margra ann­arra landa, þurfa að láta rann­saka sig á nokk­urra daga fresti. Veiran er lúm­sk, hún getur leynst í lík­am­anum án þess að það tak­ist að greina hana strax. Því er að sögn Leung nauð­syn­legt að setja alla sem ­mögu­lega hafa kom­ist í snert­ingu við hana í ein­angrun í fjórtán daga.

Konunglegi vörðurinn í Malasíu með grímur fyrir vitum.

Í frétt BBC, sem skrifuð er af frétta­rit­ara í Kína, segir að ­mörg hund­ruð manns hafi verið rek­in, ekki aðeins tveir yfir­menn í Hubei-hér­að­i. Og lík­lega muni upp­sagnir halda áfram. Margir reyna að verja sig. Borg­ar­stjóri Wu­han seg­ist ekki hafa getað varað almenn­ing við er hann frétti af veirunni því hann hafi ekki haft heim­ild til þess „að ofan“.

Frétta­rit­ari BBC segir að mögu­lega eigi borg­ar­stjór­inn við ­for­ystu­menn Komm­ún­ista­flokks­ins, að með orða­lag­inu „að ofan“ eigi hann við ­stjórn­völd í Pek­ing. Það kann að vera rétt en hann gæti einnig verið að reyna að hvít­þvo sjálfan sig, fram­kvæmda­stjóra borg­ar­innar þar sem veiran upp­götv­að­ist ­fyrst. 

Á heima­síðu emb­ættis land­læknis má finna leið­bein­ingar fyrir Íslend­inga varð­andi kór­óna­veiruna. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent