Stökk í dauðsföllum af völdum nýju veirunnar

565 hafa látist, þar af 73 í gær. Yfir 28 þúsund manns hafa smitast síðan í desember, þar af er ástand 3.800 alvarlegt. Ungbarn er meðal smitaðra.

Kínverjar reistu sjúkrahús fyrir hundruð sjúklinga á aðeins tíu dögum. Hvert rúm er nú upptekið.
Kínverjar reistu sjúkrahús fyrir hundruð sjúklinga á aðeins tíu dögum. Hvert rúm er nú upptekið.
Auglýsing

565 hafa látist, þar af 73 í gær. Yfir 28 þúsund manns hafa smitast síðan í desember, þar af er ástand 3.800 alvarlegt. Hin nýja kórónaveira, sem fyrst var greind í kínversku borginni Wuhan, á margt sameiginlegt með hinni skæðu SARS-veiru sem dró 774 af þeim rúmlega átta þúsund sem smituðust til dauða á árunum 2002-2003. Þó að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni er hún þó ekki talin eins lífshættuleg.

Nýja veirusýkingin hefur þegar greinst í að minnsta kosti 25 löndum. Langflest dauðsföllin hafa verið í Kína, aðeins tvö utan þess; annað í Hong Kong og hitt á Filippseyjum.

SARS-faraldurinn, kallaður HABL á íslensku, hefur verið kallaður fyrsti heimsfaraldur 21. aldarinnar enda breiddist hann út til 29 landa. SARS-veiran greindist fyrst í Guangdong í Kína og er líkt og sú nýja rakin til markaðar þar sem seld voru lifandi og dauð dýr. Á átta mánuðum veiktust 8.098 af völdum hennar og af þeim létust 774. Nýja kórónaveiran sýkti jafn marga á aðeins einum mánuði og á þeim tíma tíma höfðu fleiri látist í Kína en í SARS-faraldrinum.

Auglýsing

„Kjarninn er sá að þetta er tilbrigði af SARS sem dreifist auðveldar en veldur minni skaða,“ var haft eftir Ian Jones, veirufræðingi við Háskólann í Reading á Bretlandseyjum, í nýrri samanburðarrannsókn á veirunum tveimur og áhrifum þeirra.

Veikjast seinna eftir smit

Veirurnar haga sér sem sagt ekki með sambærilegum hætti. Til að mynda getur fólk smitast af nýju veirunni og ekki fundið nokkur einkenni fyrr en að tveimur vikum liðnum. Þeir sem sýktust af SARS fóru að finna einkenni á innan við viku.

Fyrstu rannsóknir á alvarleika nýju veirunnar benda til að dánartíðni þeirra sem veikjast sé um 2%. Það hlutfall var mun hærra í SARS-faraldrinum fyrir sautján árum. Af þeim sem sýktust þá létust 9,6%. Þetta kann að vera vanmat á nýju veirunni. Ný rannsókn sem birtist í læknablaðinu Lancet, þar sem könnuð voru afdrif 99 sjúklinga, sýndi að 11% þeirra létust.

Er SARS-faraldurinn hafði geisað í mánuð höfðu fimm manns látist. Á þeim mánuði sem leið frá því að nýja kórónaveiran uppgötvaðist létust hins vegar að minnsta kosti 213 þeirra sem höfðu sýkst.

Ungbarn sýkt

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir að 50% þeirra sem sýktust af SARS-veirunni hafi verið 65 ára eða eldri. Rannsóknir nú benda til að meðalaldur þeirra sem látast af völdum nýju veirunnar sé enn hærri.

Á því eru þó undantekningar.Í dag var sagt frá því að ungbarn, aðeins 30 klukkustunda gamalt, hefði greinst með veiruna. Barnið var fætt á sjúkrahúsi í Wuhan. Móðirin hafði áður en barnið fæddist smitast af veirunni. Ekki er enn ljóst hvort að barnið smitaðist í móðurkviði eða eftir fæðingu.

Vísindamenn hafa reynt að leggja mat á hversu smitandi nýja veiran er. Ein rannsókn sem gerð var af kínverskum vísindamönnum leiddi í ljós að hver sá sem sýkist geti smitað 3-5 til viðbótar. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur að það sé ofmat, stuðullinn sé 1,4-2,5.

Ein ástæða þess að SARS-veiran breiddist út til svo margra landa á sínum tíma var sú að kínversk yfirvöld héldu upplýsingum um faraldurinn vísvitandi frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Stofnunin fékk ekki veður af málinu fyrr en 88 dögum eftir að fyrsta tilfellið greindist í Kína. Heilbrigðisyfirvöld voru ekki þau einu sem vissu ekki hvað var í gangi, almenningur fékk heldur engar upplýsingar.

Kínversk yfirvöld segjast hafa brugðist strax við í þetta skiptið. Þau vildu ekki verða uppvís að banvænum feluleik í þetta skiptið. Það er ekki síst vísindamönnum í Kína að þakka. Þeir dreifðu upplýsingum um sýkinguna strax til kollega sinna um allan heim.

Borg í sóttkví

Til að hefta útbreiðslu veirunnar var gripið til ýmissa ráðstafanna í borginni Wuhan. Miðbænum var lokað fyrir allri umferð og ferðalög til og frá henni voru mjög takmörkuð. Borgin hefur í raun verið í einangrun í rúmlega tvær vikur. Aðrar kínverskar borgir hafa brugðist við með sama hætti.

Margir læknar telja að fleiri hafi sýkst en gefið hefur verið upp. Þeir segja öngþveitið á sjúkrahúsum í Wuhan og víðar í sama héraði það mikið að ómögulegt sé að leggja nákvæmt mat á stöðuna. Fjölmörg dæmi eru um að fólk leiti ekki til sjúkrahúsa, þeim sé vísað frá vegna álags.

Bráðabrigðabúðir fyrir fólk með mild einkenni veirusýkingarinnar hafa verið settar upp um allt, m.a. á íþróttaleikvöngum, sýningarsölum og víðar.

Nú stendur til, að því er fram kemur í fréttaskýringu New York Times, að safna sýktum saman í einangrunarbúðir þar sem hægt verði að veita þeim aðstoð og koma í veg fyrir enn frekara smit.

Wuhan er eins og draugabær. Þar sjást flækingshundar hlaupa um götur sem áður voru troðfullar af bílum og fólki. Heyra má fuglasöng á fjölförnum stöðum sem áður drukknaði í skvaldri og umferðarnið.

Í gluggum apóteka stendur stórum stöfum að andlitsgrímur, hitamælar og fleira sé uppselt.

Frá dýrum í menn

Talið er líklegast á þessari stundu að veiran hafi borist í menn úr leðurblökum. Það er sambærileg smitleið og SARS-veiran fór árið 2002. Ekki er þó hægt að fullyrða að smitið hafi beint borist á milli leðurblöku og manns. Leðurblökur geta sýkt önnur dýr með munnvatni og skít og því er mögulegt að menn hafi smitast af öðrum dýrum, mögulega svínum.  

Ekkert bóluefni er til við nýju kórónaveirunni og ólíklegt er að það verði fáanlegt á næstunni, mögulega ekki áður en faraldurinn  fjarar út.

Sóttvarnalæknir í samráði við stjórnvöld hefur vald til að beita ýmsum harkalegum ráðum til að sporna við útbreiðslu farsótta, samkvæmt sóttvarnalögum. Á heimasíðu embættis landlæknis um kórónaveiruna segir að afar mikilvægt sé að sóttvarnaviðbrögð séu í samræmi við alvarleika ógnar og vega þarf áhrif viðbragða á móti áhrifum farsóttarinnar.

 Viðbragðsáætlanir sóttvarnalæknis lýsa þessu samhengi ágætlega en þar er möguleg lokun eða takmörkun samgangna tekin fyrir á hættu- og neyðarstigum. Eins og staðan er núna er unnið á óvissustigi og hafa sóttvarnalæknir, almannavarnir og heilbrigðisráðherra ákveðið að ekki sé ástæða til að loka landinu nú. Mögulegt er að smit berist hingað með ferðamönnum en mikill meirihluti ferðamanna sem hingað kemur hefur ekki verið á sýktum svæðum, segir í leiðbeiningunum. 

Ef landinu er lokað komast Íslendingar sem staddir eru erlendis ekki heim og öll aðföng og útflutningur stöðvast. „Ef tekin væri ákvörðun um lokun landsins núna er útilokað að segja til um hversu lengi slíkar ráðstafanir yrðu í gildi. Möguleikinn á þessu úrræði er í stöðugri endurskoðun í samræmi við áhættumat á hverjum tíma.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent