„Þau velja að þjóna samfélaginu fram yfir það að hámarka hagnað“

Alþjóðleg samtök Listrænna kvikmyndahúsa hafa lýst yfir stuðningi við Bíó Paradís.

Bíó Paradís á Hverfisgötunni
Bíó Paradís á Hverfisgötunni
Auglýsing

Bíó Para­dís barst stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing frá sam­tökum List­rænna kvik­mynda­húsa CICAE en sam­tökin telja 2.100 með­limi í yfir 4000 bíóum í yfir 44 lönd­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Bíó Para­dís.

Greint var frá því í fjöl­miðlum í lok jan­úar að kvik­mynda­húsið Bíó Para­dís myndi hætta starf­semi sinni næsta vor. Kvik­mynda­húsið fékk mik­inn stuðn­ing almenn­ings í kjöl­far frétt­anna en Bíó Para­dís þakk­aði sér­stak­lega stuðn­ing­inn og greindi frá því að enn væri verið að leita leiða til að halda starf­sem­inni áfram.

Í yfir­lýs­ingu CICAE er ótví­ræður stuðn­ingur við Bíó Para­dís und­ir­strik­aður og áhersla lögð á að lausn finn­ist áður en til lokunnar húss­ins kæmi. Í ljósi þess að um er að ræða bæði menn­ing­ar­sögu­legt gildi húss­ins sem bíó­hús og þá stað­reynd að Bíó Para­dís er fyrsta og eina list­ræna kvik­mynda­húsið á Íslandi sem rekið er að megn­inu til á sjálf­s­öfl­uðu fé.

Undir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­una skrifar Dr. Christ­ian Bräuer for­seti CICAE.

Auglýsing

„List­ræn kvik­mynda­hús sam­ein­ast um skuld­bind­ingu sína til að varð­veita menn­ing­ar­arf­leifð kvik­mynda­húsa, fram­leiða fram­úr­skar­andi leik­ræna upp­lifun og þjóna sam­fé­lögum sín­um. Þessir óvenju­legu sýnendur koma með alþjóð­leg­ar, sjálf­stæðar og við­ur­kenndar kvik­myndir í nærum­hverfi sitt. List­ræn kvik­mynda­hús eru mik­il­væg menn­ing­ar­rými fyrir sam­fé­lög: sem sam­komu­staðir og staðir fyrir mál­frelsi og stuðla þau að lýð­ræð­is­legum gildum í sam­fé­lögum okk­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Þá kemur fram í yfir­lýs­ing­unni að margir mik­ils­metnir leik­stjórar hefðu aldrei náð árangri ef ekki hefði verið fyrir þann eld­móð sem list­ræn kvik­mynda­hús sýna sem jafn­framt trúa á gildi vinnu þeirra.

Enn fremur kemur fram að Bíó Para­dís hafi staðið sig ein­stak­lega vel síð­ustu ár. Fjöld­inn sem sótt hefur kvik­mynda­húsið hafi auk­ist og for­svars­menn þess hafi skuld­bundið sig til að búa til rými til þess að fólk á öllum aldri og af mis­mun­andi þjóð­fé­lags­gerðum finn­ist það vel­kom­ið.

„Nú geta hug­myndir um fast­eigna­brask og græðgi orðið til enda­loka alls þess,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Hægt er að lesa yfir­lýs­ing­una hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent