„Þau velja að þjóna samfélaginu fram yfir það að hámarka hagnað“

Alþjóðleg samtök Listrænna kvikmyndahúsa hafa lýst yfir stuðningi við Bíó Paradís.

Bíó Paradís á Hverfisgötunni
Bíó Paradís á Hverfisgötunni
Auglýsing

Bíó Para­dís barst stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing frá sam­tökum List­rænna kvik­mynda­húsa CICAE en sam­tökin telja 2.100 með­limi í yfir 4000 bíóum í yfir 44 lönd­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Bíó Para­dís.

Greint var frá því í fjöl­miðlum í lok jan­úar að kvik­mynda­húsið Bíó Para­dís myndi hætta starf­semi sinni næsta vor. Kvik­mynda­húsið fékk mik­inn stuðn­ing almenn­ings í kjöl­far frétt­anna en Bíó Para­dís þakk­aði sér­stak­lega stuðn­ing­inn og greindi frá því að enn væri verið að leita leiða til að halda starf­sem­inni áfram.

Í yfir­lýs­ingu CICAE er ótví­ræður stuðn­ingur við Bíó Para­dís und­ir­strik­aður og áhersla lögð á að lausn finn­ist áður en til lokunnar húss­ins kæmi. Í ljósi þess að um er að ræða bæði menn­ing­ar­sögu­legt gildi húss­ins sem bíó­hús og þá stað­reynd að Bíó Para­dís er fyrsta og eina list­ræna kvik­mynda­húsið á Íslandi sem rekið er að megn­inu til á sjálf­s­öfl­uðu fé.

Undir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­una skrifar Dr. Christ­ian Bräuer for­seti CICAE.

Auglýsing

„List­ræn kvik­mynda­hús sam­ein­ast um skuld­bind­ingu sína til að varð­veita menn­ing­ar­arf­leifð kvik­mynda­húsa, fram­leiða fram­úr­skar­andi leik­ræna upp­lifun og þjóna sam­fé­lögum sín­um. Þessir óvenju­legu sýnendur koma með alþjóð­leg­ar, sjálf­stæðar og við­ur­kenndar kvik­myndir í nærum­hverfi sitt. List­ræn kvik­mynda­hús eru mik­il­væg menn­ing­ar­rými fyrir sam­fé­lög: sem sam­komu­staðir og staðir fyrir mál­frelsi og stuðla þau að lýð­ræð­is­legum gildum í sam­fé­lögum okk­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Þá kemur fram í yfir­lýs­ing­unni að margir mik­ils­metnir leik­stjórar hefðu aldrei náð árangri ef ekki hefði verið fyrir þann eld­móð sem list­ræn kvik­mynda­hús sýna sem jafn­framt trúa á gildi vinnu þeirra.

Enn fremur kemur fram að Bíó Para­dís hafi staðið sig ein­stak­lega vel síð­ustu ár. Fjöld­inn sem sótt hefur kvik­mynda­húsið hafi auk­ist og for­svars­menn þess hafi skuld­bundið sig til að búa til rými til þess að fólk á öllum aldri og af mis­mun­andi þjóð­fé­lags­gerðum finn­ist það vel­kom­ið.

„Nú geta hug­myndir um fast­eigna­brask og græðgi orðið til enda­loka alls þess,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Hægt er að lesa yfir­lýs­ing­una hér

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent