„Þau velja að þjóna samfélaginu fram yfir það að hámarka hagnað“

Alþjóðleg samtök Listrænna kvikmyndahúsa hafa lýst yfir stuðningi við Bíó Paradís.

Bíó Paradís á Hverfisgötunni
Bíó Paradís á Hverfisgötunni
Auglýsing

Bíó Para­dís barst stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing frá sam­tökum List­rænna kvik­mynda­húsa CICAE en sam­tökin telja 2.100 með­limi í yfir 4000 bíóum í yfir 44 lönd­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Bíó Para­dís.

Greint var frá því í fjöl­miðlum í lok jan­úar að kvik­mynda­húsið Bíó Para­dís myndi hætta starf­semi sinni næsta vor. Kvik­mynda­húsið fékk mik­inn stuðn­ing almenn­ings í kjöl­far frétt­anna en Bíó Para­dís þakk­aði sér­stak­lega stuðn­ing­inn og greindi frá því að enn væri verið að leita leiða til að halda starf­sem­inni áfram.

Í yfir­lýs­ingu CICAE er ótví­ræður stuðn­ingur við Bíó Para­dís und­ir­strik­aður og áhersla lögð á að lausn finn­ist áður en til lokunnar húss­ins kæmi. Í ljósi þess að um er að ræða bæði menn­ing­ar­sögu­legt gildi húss­ins sem bíó­hús og þá stað­reynd að Bíó Para­dís er fyrsta og eina list­ræna kvik­mynda­húsið á Íslandi sem rekið er að megn­inu til á sjálf­s­öfl­uðu fé.

Undir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing­una skrifar Dr. Christ­ian Bräuer for­seti CICAE.

Auglýsing

„List­ræn kvik­mynda­hús sam­ein­ast um skuld­bind­ingu sína til að varð­veita menn­ing­ar­arf­leifð kvik­mynda­húsa, fram­leiða fram­úr­skar­andi leik­ræna upp­lifun og þjóna sam­fé­lögum sín­um. Þessir óvenju­legu sýnendur koma með alþjóð­leg­ar, sjálf­stæðar og við­ur­kenndar kvik­myndir í nærum­hverfi sitt. List­ræn kvik­mynda­hús eru mik­il­væg menn­ing­ar­rými fyrir sam­fé­lög: sem sam­komu­staðir og staðir fyrir mál­frelsi og stuðla þau að lýð­ræð­is­legum gildum í sam­fé­lögum okk­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Þá kemur fram í yfir­lýs­ing­unni að margir mik­ils­metnir leik­stjórar hefðu aldrei náð árangri ef ekki hefði verið fyrir þann eld­móð sem list­ræn kvik­mynda­hús sýna sem jafn­framt trúa á gildi vinnu þeirra.

Enn fremur kemur fram að Bíó Para­dís hafi staðið sig ein­stak­lega vel síð­ustu ár. Fjöld­inn sem sótt hefur kvik­mynda­húsið hafi auk­ist og for­svars­menn þess hafi skuld­bundið sig til að búa til rými til þess að fólk á öllum aldri og af mis­mun­andi þjóð­fé­lags­gerðum finn­ist það vel­kom­ið.

„Nú geta hug­myndir um fast­eigna­brask og græðgi orðið til enda­loka alls þess,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Hægt er að lesa yfir­lýs­ing­una hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands.
„Við þurfum að undirbúa okkur fyrir að það verði stærri skjálftar“
Kristín Jónsdóttir hjá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands segir að líkur séu á fleiri skjálftum og að við þurfum að vera við því búin að þeir verði stærri en þeir sem orðið hafa í morgun.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands.
„Þetta eru mikil læti“
Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson segir að jarðskjálftahrinan mikla á Reykjanesi í dag þurfi ekki að leiða til eldgoss en bendir á að svæðið sé þekkt eldgosasvæði „og það hlýtur að koma að því“ að það komi „eitthvað upp“.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent