Fyrsta þriðja stigs smitið staðfest

Eitt svokallað þriðja stigs tilfelli smits nýju kórónuveirunnar hefur verið greint hér á landi. Langflest smit hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu utan tveggja sem greinst hafa á Suðurlandi.

Nýja kórónuveiran hefur verið greind í 104 löndum.
Nýja kórónuveiran hefur verið greind í 104 löndum.
Auglýsing

For­stjóri Land­spít­al­ans greindi frá því í dag að fjöru­tíu ­starfs­menn spít­al­ans vær nú í sótt­kví. Einn sjúk­lingur með COVID-19 liggur á spít­al­anum en hann verður útskrif­aður fljót­lega.

Í dag hafa 69 smit verið stað­fest hér á landi. Þar af eru fimmtán smit inn­an­lands. Hátt í 600 manns eru í sótt­kví. Eitt svo­kallað þriðja stigs til­felli hefur greinst. Þar er um að ræða maka mann­eskju sem smit­að­ist af ein­stak­lingi er smit­að­ist erlend­is.  Lang­flest smit hafa greinst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu utan tveggja sem greinst hafa á Suð­ur­landi.

Páll Matth­í­as­son, ­for­stjóri Land­spít­al­ans, sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varn­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag að þótt að gjör­gæsla Land­spít­al­ans í Foss­vogi hefði lent í smiti hefð­i verið farið algjör­lega að öllum reglum og að eng­inn sjúk­lingur hefði orðið fyr­ir­ skaða. Hann sagði að nú væri að hefj­ast sam­starf for­stjóra allra heil­brigð­is­stofn­ana á land­inu um beit­ingu fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu. „Spít­al­inn er við­bú­inn og það öfl­uga fólk sem hjá okkur er,“ sagði Páll.

Auglýsing

Nokkrum aðgerðum hefur verið frestað á Land­spít­al­anum vegna far­ald­urs­ins.

Alma Möller land­læknir sagði að nú væri að fást stað­fest­ing á því hér inn­an­lands að veiran er vissu­lega mjög smit­andi. Hún sagði ekki vit­að enn sem komið er hversu veiran lifir lengi á yfir­borði hluta. Hvatti hún því áfram til mik­illar var­úðar og hrein­lætis og benti sér­stak­lega á snert­iskjá­i, greiðslu­posa og aðra hluti sem margir snerta á. Huga þurfi að því að nota snerti­lausar lausnir í við­skiptum og að nú sé unnið að því að hækk­a út­tekt­ar­heim­ild hvað það varð­ar.

Snertilaus viðskipti eru mikilvæg til að fólk þurfi ekki að snerta fleti sem margir snerta eins og t.d. posa og snertiskjái. Mynd: EPA

Veiran greinst í 104 löndum

Veiran hefur nú greinst hjá um 116 þús­und manns í 104 lönd­um. Dauðs­föll af hennar völdum eru orðin tæp­lega 4.100. Lang­flest­ir, yfir 3.000, hafa lát­ist í Kína þar sem veiran er upp­runn­in. Utan Kína er ástandið alvar­leg­ast á Ítal­íu. Þar hafa 463 dáið vegna hennar og tæp­lega 9.200 manns greinst með smit. ­Stjórn­völd þar í landi hafa gripið til strangra var­úð­ar­ráð­staf­ana. Fólki er ­sagt að halda sig heima og öll manna­mót eru bönn­uð. Þá hafa flug­fé­lög í dag til­kynnt að þau fljúgi ekki til Ítalíu á meðan far­ald­ur­inn gangi yfir.

Nýjar tölur frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum í Íran benda til að veiran sé enn að breið­ast þar út. 291 dauðs­fall er nú rakið til hennar og ­rúm­lega 8.000 hafa greinst.

Hins vegar eru vís­bend­ingar um að útbreiðslan hafi náð há­marki í Kína og Suð­ur­-Kóreu. Í dag hafa engin ný dauðs­föll verið til­kynnt og ­síð­ustu daga hefur veru­lega dregið úr fjölda nýrra til­fella.

 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent