Fyrsta þriðja stigs smitið staðfest

Eitt svokallað þriðja stigs tilfelli smits nýju kórónuveirunnar hefur verið greint hér á landi. Langflest smit hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu utan tveggja sem greinst hafa á Suðurlandi.

Nýja kórónuveiran hefur verið greind í 104 löndum.
Nýja kórónuveiran hefur verið greind í 104 löndum.
Auglýsing

For­stjóri Land­spít­al­ans greindi frá því í dag að fjöru­tíu ­starfs­menn spít­al­ans vær nú í sótt­kví. Einn sjúk­lingur með COVID-19 liggur á spít­al­anum en hann verður útskrif­aður fljót­lega.

Í dag hafa 69 smit verið stað­fest hér á landi. Þar af eru fimmtán smit inn­an­lands. Hátt í 600 manns eru í sótt­kví. Eitt svo­kallað þriðja stigs til­felli hefur greinst. Þar er um að ræða maka mann­eskju sem smit­að­ist af ein­stak­lingi er smit­að­ist erlend­is.  Lang­flest smit hafa greinst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu utan tveggja sem greinst hafa á Suð­ur­landi.

Páll Matth­í­as­son, ­for­stjóri Land­spít­al­ans, sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varn­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag að þótt að gjör­gæsla Land­spít­al­ans í Foss­vogi hefði lent í smiti hefð­i verið farið algjör­lega að öllum reglum og að eng­inn sjúk­lingur hefði orðið fyr­ir­ skaða. Hann sagði að nú væri að hefj­ast sam­starf for­stjóra allra heil­brigð­is­stofn­ana á land­inu um beit­ingu fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu. „Spít­al­inn er við­bú­inn og það öfl­uga fólk sem hjá okkur er,“ sagði Páll.

Auglýsing

Nokkrum aðgerðum hefur verið frestað á Land­spít­al­anum vegna far­ald­urs­ins.

Alma Möller land­læknir sagði að nú væri að fást stað­fest­ing á því hér inn­an­lands að veiran er vissu­lega mjög smit­andi. Hún sagði ekki vit­að enn sem komið er hversu veiran lifir lengi á yfir­borði hluta. Hvatti hún því áfram til mik­illar var­úðar og hrein­lætis og benti sér­stak­lega á snert­iskjá­i, greiðslu­posa og aðra hluti sem margir snerta á. Huga þurfi að því að nota snerti­lausar lausnir í við­skiptum og að nú sé unnið að því að hækk­a út­tekt­ar­heim­ild hvað það varð­ar.

Snertilaus viðskipti eru mikilvæg til að fólk þurfi ekki að snerta fleti sem margir snerta eins og t.d. posa og snertiskjái. Mynd: EPA

Veiran greinst í 104 löndum

Veiran hefur nú greinst hjá um 116 þús­und manns í 104 lönd­um. Dauðs­föll af hennar völdum eru orðin tæp­lega 4.100. Lang­flest­ir, yfir 3.000, hafa lát­ist í Kína þar sem veiran er upp­runn­in. Utan Kína er ástandið alvar­leg­ast á Ítal­íu. Þar hafa 463 dáið vegna hennar og tæp­lega 9.200 manns greinst með smit. ­Stjórn­völd þar í landi hafa gripið til strangra var­úð­ar­ráð­staf­ana. Fólki er ­sagt að halda sig heima og öll manna­mót eru bönn­uð. Þá hafa flug­fé­lög í dag til­kynnt að þau fljúgi ekki til Ítalíu á meðan far­ald­ur­inn gangi yfir.

Nýjar tölur frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum í Íran benda til að veiran sé enn að breið­ast þar út. 291 dauðs­fall er nú rakið til hennar og ­rúm­lega 8.000 hafa greinst.

Hins vegar eru vís­bend­ingar um að útbreiðslan hafi náð há­marki í Kína og Suð­ur­-Kóreu. Í dag hafa engin ný dauðs­föll verið til­kynnt og ­síð­ustu daga hefur veru­lega dregið úr fjölda nýrra til­fella.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent