Fyrsta þriðja stigs smitið staðfest

Eitt svokallað þriðja stigs tilfelli smits nýju kórónuveirunnar hefur verið greint hér á landi. Langflest smit hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu utan tveggja sem greinst hafa á Suðurlandi.

Nýja kórónuveiran hefur verið greind í 104 löndum.
Nýja kórónuveiran hefur verið greind í 104 löndum.
Auglýsing

For­stjóri Land­spít­al­ans greindi frá því í dag að fjöru­tíu ­starfs­menn spít­al­ans vær nú í sótt­kví. Einn sjúk­lingur með COVID-19 liggur á spít­al­anum en hann verður útskrif­aður fljót­lega.

Í dag hafa 69 smit verið stað­fest hér á landi. Þar af eru fimmtán smit inn­an­lands. Hátt í 600 manns eru í sótt­kví. Eitt svo­kallað þriðja stigs til­felli hefur greinst. Þar er um að ræða maka mann­eskju sem smit­að­ist af ein­stak­lingi er smit­að­ist erlend­is.  Lang­flest smit hafa greinst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu utan tveggja sem greinst hafa á Suð­ur­landi.

Páll Matth­í­as­son, ­for­stjóri Land­spít­al­ans, sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varn­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag að þótt að gjör­gæsla Land­spít­al­ans í Foss­vogi hefði lent í smiti hefð­i verið farið algjör­lega að öllum reglum og að eng­inn sjúk­lingur hefði orðið fyr­ir­ skaða. Hann sagði að nú væri að hefj­ast sam­starf for­stjóra allra heil­brigð­is­stofn­ana á land­inu um beit­ingu fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu. „Spít­al­inn er við­bú­inn og það öfl­uga fólk sem hjá okkur er,“ sagði Páll.

Auglýsing

Nokkrum aðgerðum hefur verið frestað á Land­spít­al­anum vegna far­ald­urs­ins.

Alma Möller land­læknir sagði að nú væri að fást stað­fest­ing á því hér inn­an­lands að veiran er vissu­lega mjög smit­andi. Hún sagði ekki vit­að enn sem komið er hversu veiran lifir lengi á yfir­borði hluta. Hvatti hún því áfram til mik­illar var­úðar og hrein­lætis og benti sér­stak­lega á snert­iskjá­i, greiðslu­posa og aðra hluti sem margir snerta á. Huga þurfi að því að nota snerti­lausar lausnir í við­skiptum og að nú sé unnið að því að hækk­a út­tekt­ar­heim­ild hvað það varð­ar.

Snertilaus viðskipti eru mikilvæg til að fólk þurfi ekki að snerta fleti sem margir snerta eins og t.d. posa og snertiskjái. Mynd: EPA

Veiran greinst í 104 löndum

Veiran hefur nú greinst hjá um 116 þús­und manns í 104 lönd­um. Dauðs­föll af hennar völdum eru orðin tæp­lega 4.100. Lang­flest­ir, yfir 3.000, hafa lát­ist í Kína þar sem veiran er upp­runn­in. Utan Kína er ástandið alvar­leg­ast á Ítal­íu. Þar hafa 463 dáið vegna hennar og tæp­lega 9.200 manns greinst með smit. ­Stjórn­völd þar í landi hafa gripið til strangra var­úð­ar­ráð­staf­ana. Fólki er ­sagt að halda sig heima og öll manna­mót eru bönn­uð. Þá hafa flug­fé­lög í dag til­kynnt að þau fljúgi ekki til Ítalíu á meðan far­ald­ur­inn gangi yfir.

Nýjar tölur frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum í Íran benda til að veiran sé enn að breið­ast þar út. 291 dauðs­fall er nú rakið til hennar og ­rúm­lega 8.000 hafa greinst.

Hins vegar eru vís­bend­ingar um að útbreiðslan hafi náð há­marki í Kína og Suð­ur­-Kóreu. Í dag hafa engin ný dauðs­föll verið til­kynnt og ­síð­ustu daga hefur veru­lega dregið úr fjölda nýrra til­fella.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent