Fyrsta þriðja stigs smitið staðfest

Eitt svokallað þriðja stigs tilfelli smits nýju kórónuveirunnar hefur verið greint hér á landi. Langflest smit hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu utan tveggja sem greinst hafa á Suðurlandi.

Nýja kórónuveiran hefur verið greind í 104 löndum.
Nýja kórónuveiran hefur verið greind í 104 löndum.
Auglýsing

For­stjóri Land­spít­al­ans greindi frá því í dag að fjöru­tíu ­starfs­menn spít­al­ans vær nú í sótt­kví. Einn sjúk­lingur með COVID-19 liggur á spít­al­anum en hann verður útskrif­aður fljót­lega.

Í dag hafa 69 smit verið stað­fest hér á landi. Þar af eru fimmtán smit inn­an­lands. Hátt í 600 manns eru í sótt­kví. Eitt svo­kallað þriðja stigs til­felli hefur greinst. Þar er um að ræða maka mann­eskju sem smit­að­ist af ein­stak­lingi er smit­að­ist erlend­is.  Lang­flest smit hafa greinst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu utan tveggja sem greinst hafa á Suð­ur­landi.

Páll Matth­í­as­son, ­for­stjóri Land­spít­al­ans, sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varn­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra í dag að þótt að gjör­gæsla Land­spít­al­ans í Foss­vogi hefði lent í smiti hefð­i verið farið algjör­lega að öllum reglum og að eng­inn sjúk­lingur hefði orðið fyr­ir­ skaða. Hann sagði að nú væri að hefj­ast sam­starf for­stjóra allra heil­brigð­is­stofn­ana á land­inu um beit­ingu fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu. „Spít­al­inn er við­bú­inn og það öfl­uga fólk sem hjá okkur er,“ sagði Páll.

Auglýsing

Nokkrum aðgerðum hefur verið frestað á Land­spít­al­anum vegna far­ald­urs­ins.

Alma Möller land­læknir sagði að nú væri að fást stað­fest­ing á því hér inn­an­lands að veiran er vissu­lega mjög smit­andi. Hún sagði ekki vit­að enn sem komið er hversu veiran lifir lengi á yfir­borði hluta. Hvatti hún því áfram til mik­illar var­úðar og hrein­lætis og benti sér­stak­lega á snert­iskjá­i, greiðslu­posa og aðra hluti sem margir snerta á. Huga þurfi að því að nota snerti­lausar lausnir í við­skiptum og að nú sé unnið að því að hækk­a út­tekt­ar­heim­ild hvað það varð­ar.

Snertilaus viðskipti eru mikilvæg til að fólk þurfi ekki að snerta fleti sem margir snerta eins og t.d. posa og snertiskjái. Mynd: EPA

Veiran greinst í 104 löndum

Veiran hefur nú greinst hjá um 116 þús­und manns í 104 lönd­um. Dauðs­föll af hennar völdum eru orðin tæp­lega 4.100. Lang­flest­ir, yfir 3.000, hafa lát­ist í Kína þar sem veiran er upp­runn­in. Utan Kína er ástandið alvar­leg­ast á Ítal­íu. Þar hafa 463 dáið vegna hennar og tæp­lega 9.200 manns greinst með smit. ­Stjórn­völd þar í landi hafa gripið til strangra var­úð­ar­ráð­staf­ana. Fólki er ­sagt að halda sig heima og öll manna­mót eru bönn­uð. Þá hafa flug­fé­lög í dag til­kynnt að þau fljúgi ekki til Ítalíu á meðan far­ald­ur­inn gangi yfir.

Nýjar tölur frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum í Íran benda til að veiran sé enn að breið­ast þar út. 291 dauðs­fall er nú rakið til hennar og ­rúm­lega 8.000 hafa greinst.

Hins vegar eru vís­bend­ingar um að útbreiðslan hafi náð há­marki í Kína og Suð­ur­-Kóreu. Í dag hafa engin ný dauðs­föll verið til­kynnt og ­síð­ustu daga hefur veru­lega dregið úr fjölda nýrra til­fella.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent