„Ekki samsæri, aðeins harmleikur“

Kínverjar beita nú fleiri aðferðum en áður við samantektir á fjölda látinna og sýktra vegna veirunnar Covid-19. Þar með hefur tala látinna hækkað skarpt. Þetta er ekki samsæri heldur harmleikur, segir pistlahöfundur.

Til margþættra aðgerða hefur verið gripið í Kina og víðar vegna faraldursins.
Til margþættra aðgerða hefur verið gripið í Kina og víðar vegna faraldursins.
Auglýsing

Tala lát­inna og sýktra vegna nýju kór­óna­veirunnar hefur hækk­að gríð­ar­lega eftir að heil­brigð­is­yf­ir­völd i Kína breyttu aðferðum sínum við ­sam­an­tektir sín­ar. Sam­kvæmt tölum sem birtar voru í dag hafa tæp­lega 1.400 lát­ist vegna veirunnar í land­inu. 254 ný dauðs­föll hafa verið skráð í Hubei-hér­aði einu saman en þar er far­ald­ur­inn tal­inn eiga upp­tök sín. Þá hafa verið 15 þús­und ný til­felli smits verið stað­fest í hér­að­inu og þar með um 60 ­þús­und í öllu land­inu frá því í des­em­ber. Enn er unnið að því að upp­færa töl­ur ­fyrir önnur héruð lands­ins.

Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Hubei segja að héðan í frá verði töl­ur um sýkta og látna byggðar á fleiri grein­ing­ar­þáttum en áður. Nú verði einnig ­grein­ingar sem gerðar eru með tölvu­sneið­myndum (CT) teknar með í reikn­ing­inn en ekki aðeins til­felli sem greind hafa verið með þar til gerðum próf­um.

Þessi breyt­ing er gerð í kjöl­far ásak­ana um að yfir­völd séu að greina rétt og satt frá raun­veru­legri útbreiðslu far­ald­urs­ins. Þá hafa próf ­sem notuð eru til grein­ingar verið af skornum skammti og fjöl­margir sjúk­lingar hafa ekki fengið þá með­ferð sem þeir þurfa.  

Auglýsing

Til ýmissa rót­tækra aðgerða hefur verið gripið í Kína til að ­reyna að hefta útbreiðslu veirunn­ar. Í borg­inni Shi­yan í Hubei-hér­aði hef­ur al­gjört útgöngu­bann verið sett á, líkt og þegar stríðs­á­stand rík­ir. Ein­ung­is þeir sem vinna við að berj­ast gegn veirunni mega yfir­gefa heim­ili sín. All­ar ­bygg­ingar í borg­inni hafa verið inn­sigl­að­ar.

Sam­an­burð­ur­inn við svínaflens­una

Pistla­höf­undur China Daily, Mario Cavolo, ber í nýjum pistli saman áhrif svínaflensunnar árið 2009 og nýju kór­óna­veirunn­ar, Cavid-19. Hann ­rifjar upp að sú flensa, sem var af völdum H1N1-veirunn­ar, hafi verið mjög skæð í Banda­ríkj­un­um. Í fyrstu hafi verið greint frá því að um 60 millj­ónir manna hafi ­sýkst af henni og yfir 18 þús­und lát­ist.

Hins vegar hafi nýrri rann­sóknir sýnt að mann­fallið var mun ­meira eða um 300 þús­und.

„Þess vegna er ég að klóra mér í höfð­inu yfir hinum und­ar­leg­u ­nei­kvæðu öflum sem ráð­ast á Kína og Kín­verja í umfjöllun um kór­óna-veiruna sem átti upp­tök sín í Wuhan í mið­hluta Kína,“ skrifar hann og heldur áfram: „Á ­meðan H1N1-far­ald­ur­inn geis­aði árið 2009 minn­ist ég þess ekki að hafa heyrt um kyn­þátta­for­dóma í garð Banda­ríkja­manna um allan heim. Gerir þú það?“

Hann spyr svo hvort að ein­hver rík­is­stjórn hafi á þessum ­tíma sent borg­urum sínum í Banda­ríkj­unum skila­boð um að yfir­gefa land­ið, ­jafn­vel ekki eftir að svínaflensan hafði breiðst út um alan heim. „Neibb, ekki ­píp,“ svarar hann sjálfum sér.

Hann segir allt annað uppi á ten­ingnum núna. „Eitt­hvað er ekki í lagi gott fólk. Ég er að lesa um hat­urs­fullar árásir á kín­versk ­stjórn­völd um þeirra meinta alþjóð­lega sam­særi um að draga vís­vit­andi úr töl­u­m um smit.“

Cavolo segir að mat á fjölda sýktra og lát­inna sé alltaf ­vanda­mál í far­öldrum sem þess­um. Þannig hafi fjöldi sýktra og lát­inna af völd­um svínaflensunnar á sínum tíma verið stór­lega van­met­inn lengi vel. Ýms­ar ­skýr­ingar liggi  þarna að baki. Veirunn­i sé slétt sama í hvaða landi, innan hvaða landamæra, hún kemur sér fyr­ir. Þá vanti oft tól til að grein­ing­ar, eins og hafi nú gerst í Kína. Það vant­i heil­brigð­is­starfs­fólk og sjúkra­hús.

„Þetta eru stað­reyndir og ekki vanda­mál sem bundið er við kín­verskt heil­brigð­is­kerfi eða stjórn­völd. Þetta er ekki sam­særi, aðeins harm­leik­ur.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent