„Ekki samsæri, aðeins harmleikur“

Kínverjar beita nú fleiri aðferðum en áður við samantektir á fjölda látinna og sýktra vegna veirunnar Covid-19. Þar með hefur tala látinna hækkað skarpt. Þetta er ekki samsæri heldur harmleikur, segir pistlahöfundur.

Til margþættra aðgerða hefur verið gripið í Kina og víðar vegna faraldursins.
Til margþættra aðgerða hefur verið gripið í Kina og víðar vegna faraldursins.
Auglýsing

Tala lát­inna og sýktra vegna nýju kór­óna­veirunnar hefur hækk­að gríð­ar­lega eftir að heil­brigð­is­yf­ir­völd i Kína breyttu aðferðum sínum við ­sam­an­tektir sín­ar. Sam­kvæmt tölum sem birtar voru í dag hafa tæp­lega 1.400 lát­ist vegna veirunnar í land­inu. 254 ný dauðs­föll hafa verið skráð í Hubei-hér­aði einu saman en þar er far­ald­ur­inn tal­inn eiga upp­tök sín. Þá hafa verið 15 þús­und ný til­felli smits verið stað­fest í hér­að­inu og þar með um 60 ­þús­und í öllu land­inu frá því í des­em­ber. Enn er unnið að því að upp­færa töl­ur ­fyrir önnur héruð lands­ins.

Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Hubei segja að héðan í frá verði töl­ur um sýkta og látna byggðar á fleiri grein­ing­ar­þáttum en áður. Nú verði einnig ­grein­ingar sem gerðar eru með tölvu­sneið­myndum (CT) teknar með í reikn­ing­inn en ekki aðeins til­felli sem greind hafa verið með þar til gerðum próf­um.

Þessi breyt­ing er gerð í kjöl­far ásak­ana um að yfir­völd séu að greina rétt og satt frá raun­veru­legri útbreiðslu far­ald­urs­ins. Þá hafa próf ­sem notuð eru til grein­ingar verið af skornum skammti og fjöl­margir sjúk­lingar hafa ekki fengið þá með­ferð sem þeir þurfa.  

Auglýsing

Til ýmissa rót­tækra aðgerða hefur verið gripið í Kína til að ­reyna að hefta útbreiðslu veirunn­ar. Í borg­inni Shi­yan í Hubei-hér­aði hef­ur al­gjört útgöngu­bann verið sett á, líkt og þegar stríðs­á­stand rík­ir. Ein­ung­is þeir sem vinna við að berj­ast gegn veirunni mega yfir­gefa heim­ili sín. All­ar ­bygg­ingar í borg­inni hafa verið inn­sigl­að­ar.

Sam­an­burð­ur­inn við svínaflens­una

Pistla­höf­undur China Daily, Mario Cavolo, ber í nýjum pistli saman áhrif svínaflensunnar árið 2009 og nýju kór­óna­veirunn­ar, Cavid-19. Hann ­rifjar upp að sú flensa, sem var af völdum H1N1-veirunn­ar, hafi verið mjög skæð í Banda­ríkj­un­um. Í fyrstu hafi verið greint frá því að um 60 millj­ónir manna hafi ­sýkst af henni og yfir 18 þús­und lát­ist.

Hins vegar hafi nýrri rann­sóknir sýnt að mann­fallið var mun ­meira eða um 300 þús­und.

„Þess vegna er ég að klóra mér í höfð­inu yfir hinum und­ar­leg­u ­nei­kvæðu öflum sem ráð­ast á Kína og Kín­verja í umfjöllun um kór­óna-veiruna sem átti upp­tök sín í Wuhan í mið­hluta Kína,“ skrifar hann og heldur áfram: „Á ­meðan H1N1-far­ald­ur­inn geis­aði árið 2009 minn­ist ég þess ekki að hafa heyrt um kyn­þátta­for­dóma í garð Banda­ríkja­manna um allan heim. Gerir þú það?“

Hann spyr svo hvort að ein­hver rík­is­stjórn hafi á þessum ­tíma sent borg­urum sínum í Banda­ríkj­unum skila­boð um að yfir­gefa land­ið, ­jafn­vel ekki eftir að svínaflensan hafði breiðst út um alan heim. „Neibb, ekki ­píp,“ svarar hann sjálfum sér.

Hann segir allt annað uppi á ten­ingnum núna. „Eitt­hvað er ekki í lagi gott fólk. Ég er að lesa um hat­urs­fullar árásir á kín­versk ­stjórn­völd um þeirra meinta alþjóð­lega sam­særi um að draga vís­vit­andi úr töl­u­m um smit.“

Cavolo segir að mat á fjölda sýktra og lát­inna sé alltaf ­vanda­mál í far­öldrum sem þess­um. Þannig hafi fjöldi sýktra og lát­inna af völd­um svínaflensunnar á sínum tíma verið stór­lega van­met­inn lengi vel. Ýms­ar ­skýr­ingar liggi  þarna að baki. Veirunn­i sé slétt sama í hvaða landi, innan hvaða landamæra, hún kemur sér fyr­ir. Þá vanti oft tól til að grein­ing­ar, eins og hafi nú gerst í Kína. Það vant­i heil­brigð­is­starfs­fólk og sjúkra­hús.

„Þetta eru stað­reyndir og ekki vanda­mál sem bundið er við kín­verskt heil­brigð­is­kerfi eða stjórn­völd. Þetta er ekki sam­særi, aðeins harm­leik­ur.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent