CCP flytur í nýbyggðar höfuðstöðvar í Vatnsmýri

Tölvuleikjaframleiðandinn mun flytja alla starfsemi sína á Íslandi í nýjar sérhannaðar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Vatnsmýrinni í næsta mánuði.

Gróska – Hugmyndahús
Gróska – Hugmyndahús
Auglýsing

Í næsta mánuði mun tölvuleikjaframleiðandinn CCP flytja alla starfsemi sína á Íslandi í nýjar sérhannaðar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Vatnsmýrinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þá segir jafnframt að húsið, sem nefnist Gróska, sé hannað með þarfir skapandi iðnaðar í huga og flutningar fyrirtækisins þangað gefi kost á sterkari tengingu CCP við háskólasamfélagið, sem og við önnur leikja- og sprotafyrirtæki sem muni starfa í húsinu.

CCP stefnir enn fremur á að árið 2020 verði hið stærsta í 23 ára rekstrarsögu fyrirtækisins en 100 þúsund nýir spilarar byrjuðu að spila EVE Online í janúar á þessu ári. Það samsvarar rúmri tvöföldun á milli ára og er þetta sjötti besti mánuðurinn í 17 ára sögu EVE Online, samkvæmt fyrirtækinu.

Auglýsing

Tvær milljónir eigenda Android-síma forskráð sig til að sækja nýja farsímaútgáfu

Þá kemur fram í tilkynningunni að mikill áhugi sé á leikjum sem CCP hefur þróað í samvinnu við kínverska leikjarisann NetEase. Nú þegar hafi tvær milljónir eigenda Android-síma forskráð sig til að sækja EVE Echoes, nýja farsímaútgáfu af leiknum EVE Online, en hann hafi verið í beta-prófunum á nokkrum stöðum í heiminum að undanförnu og muni koma út um heim allan á þessu ári.

Jafnframt býst fyrirtækið við svipuðum fjölda forskráninga þegar iPhone-útgáfa leiksins verður kynnt á næstunni. Þá muni ný PC-útgáfa af EVE Online fyrir kínverskan markað koma út með vorinu og samanlagt gæti því heildarfjöldi virkra spilara í EVE-tölvuleikjaheiminum orðið margfalt meiri en sést hefur áður fyrir lok ársins 2020. Samkvæmt CCP hafa talsverðar tafir orðið á útgáfu EVE Online og EVE Echoes í Kína sem hafa sett mark sitt á nýliðið rekstrarár CCP en vinna við að greiða úr þeim er langt á veg komin.

Kórónaveiran hefur áhrif

Samkvæmt CCP hafa starfsmenn fyrirtækisins í Sjanghæ undanfarið unnið að heiman vegna kórónaveirunnar. Enginn sem starfar fyrir fyrirtækið í Kína hafi veikst en starfsfólkið hafi þó ekki farið varhluta af þeim miklum röskunum sem orðið hafa á daglegu lífi á mörgum stöðum í landinu vegna faraldursins. Ekki sé búist við að kórónaveiran tefji innkomu CCP á Kínamarkað svo nokkru nemi en vel sé fylgst með þróuninni.

„Fjölspilunarnetleikir eins og gott viský“

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að þau hafi farið í stóra ferð um heiminn á síðasta ári og heimsótt staði þar sem stórir hópar EVE Online spilara búa.

„Við náðum nokkrum stórum áföngum í framþróun og stefnumörkun CCP og árið 2020 virðist ætla að verða stórt í sögu fyrirtækisins. Við erum að upplifa gríðarlegan notendavöxt á sama tíma og við eigum enn stærstu trompin eftir á hendi. Þegar EVE Echoes og EVE Online verða gefnir út í Kína á þessu ári, þá mun það bæði færa okkur nýja tekjustrauma og fótspor EVE-heimsins verður líklega orðið margfalt stærra en það var áður en við fórum í þessa sókn til Asíu og hófum að gefa leikinn út á farsíma. Asía er að verða stærsti tölvuleikjamarkaður heims og þegar litið er til þess árangurs sem EVE hefur náð í Kóreu á síðustu mánuðum er ljóst að salan til Pearl Abyss var hárrétt ákvörðun.“

Hilmar Veigar Pétursson Mynd: Birgir Þór

Hann telur að Pearl Abyss sé með skýra langtímasýn á hvers konar leiki CCP geti sent frá sér og hafi öðlast djúpa innsýn í ferla og markmið fyrirtækisins.

„Einhver sagði að fjölspilunarnetleikir séu eins og gott viský, þeir verði bara betri með aldrinum. Núna er leikurinn okkar að verða nógu gamall til að stór hluti leikjaspilara í heiminum vilji drekka hann og með nýju útgáfunum og samstarfi við leikjafyrirtæki sem skilja hvað CCP gerir og hverju CCP vill ná fram sem leikjaframleiðandi verður aðgengið að honum betra en nokkru sinni fyrr. Það hefur verið áhugavert að temja sér kóreskt hugarfar, sem er afar ólíkt vestrænu hugarfari, ekki síst þegar kemur að því að hugsa til langs tíms en með samstarfinu við Pearl Abyss tel ég að CCP hafi lagt grunninn að því að verða áfram í fremstu röð í leikjaþróun til langrar framtíðar,“ segir forstjórinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent