CCP flytur í nýbyggðar höfuðstöðvar í Vatnsmýri

Tölvuleikjaframleiðandinn mun flytja alla starfsemi sína á Íslandi í nýjar sérhannaðar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Vatnsmýrinni í næsta mánuði.

Gróska – Hugmyndahús
Gróska – Hugmyndahús
Auglýsing

Í næsta mán­uði mun tölvu­leikja­fram­leið­and­inn CCP flytja alla starf­semi sína á Íslandi í nýjar sér­hann­aðar höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins í Vatns­mýr­inni. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Þá segir jafn­framt að hús­ið, sem nefn­ist Gróska, sé hannað með þarfir skap­andi iðn­aðar í huga og flutn­ingar fyr­ir­tæk­is­ins þangað gefi kost á sterk­ari teng­ingu CCP við háskóla­sam­fé­lag­ið, sem og við önnur leikja- og sprota­fyr­ir­tæki sem muni starfa í hús­inu.

CCP stefnir enn fremur á að árið 2020 verði hið stærsta í 23 ára rekstr­ar­sögu fyr­ir­tæk­is­ins en 100 þús­und nýir spil­arar byrj­uðu að spila EVE Online í jan­úar á þessu ári. Það sam­svarar rúmri tvö­földun á milli ára og er þetta sjötti besti mán­uð­ur­inn í 17 ára sögu EVE Online, sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu.

Auglýsing

Tvær millj­ónir eig­enda Android-síma for­skráð sig til að sækja nýja far­síma­út­gáfu

Þá kemur fram í til­kynn­ing­unni að mik­ill áhugi sé á leikjum sem CCP hefur þróað í sam­vinnu við kín­verska leikj­aris­ann Net­E­a­se. Nú þegar hafi tvær millj­ónir eig­enda Android-síma for­skráð sig til að sækja EVE Echoes, nýja far­síma­út­gáfu af leiknum EVE Online, en hann hafi verið í beta-­próf­unum á nokkrum stöðum í heim­inum að und­an­förnu og muni koma út um heim allan á þessu ári.

Jafn­framt býst fyr­ir­tækið við svip­uðum fjölda for­skrán­inga þegar iPho­ne-­út­gáfa leiks­ins verður kynnt á næst­unni. Þá muni ný PC-­út­gáfa af EVE Online fyrir kín­verskan markað koma út með vor­inu og sam­an­lagt gæti því heild­ar­fjöldi virkra spil­ara í EVE-­tölvu­leikja­heim­inum orðið marg­falt meiri en sést hefur áður fyrir lok árs­ins 2020. Sam­kvæmt CCP hafa tals­verðar tafir orðið á útgáfu EVE Online og EVE Echoes í Kína sem hafa sett mark sitt á nýliðið rekstr­arár CCP en vinna við að greiða úr þeim er langt á veg kom­in.

Kór­óna­veiran hefur áhrif

Sam­kvæmt CCP hafa starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins í Sjanghæ und­an­farið unnið að heiman vegna kór­óna­veirunn­ar. Eng­inn sem starfar fyrir fyr­ir­tækið í Kína hafi veikst en starfs­fólkið hafi þó ekki farið var­hluta af þeim miklum rösk­unum sem orðið hafa á dag­legu lífi á mörgum stöðum í land­inu vegna far­ald­urs­ins. Ekki sé búist við að kór­óna­veiran tefji inn­komu CCP á Kína­markað svo nokkru nemi en vel sé fylgst með þró­un­inni.

„Fjöl­spil­un­ar­net­leikir eins og gott viský“

Hilmar Veigar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, segir að þau hafi farið í stóra ferð um heim­inn á síð­asta ári og heim­sótt staði þar sem stórir hópar EVE Online spil­ara búa.

„Við náðum nokkrum stórum áföngum í fram­þróun og stefnu­mörkun CCP og árið 2020 virð­ist ætla að verða stórt í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Við erum að upp­lifa gríð­ar­legan not­enda­vöxt á sama tíma og við eigum enn stærstu trompin eftir á hendi. Þegar EVE Echoes og EVE Online verða gefnir út í Kína á þessu ári, þá mun það bæði færa okkur nýja tekju­strauma og fót­spor EVE-heims­ins verður lík­lega orðið marg­falt stærra en það var áður en við fórum í þessa sókn til Asíu og hófum að gefa leik­inn út á far­síma. Asía er að verða stærsti tölvu­leikja­mark­aður heims og þegar litið er til þess árang­urs sem EVE hefur náð í Kóreu á síð­ustu mán­uðum er ljóst að salan til Pearl Abyss var hár­rétt ákvörð­un.“

Hilmar Veigar Pétursson Mynd: Birgir Þór

Hann telur að Pearl Abyss sé með skýra lang­tíma­sýn á hvers konar leiki CCP geti sent frá sér og hafi öðl­ast djúpa inn­sýn í ferla og mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins.

„Ein­hver sagði að fjöl­spil­un­ar­net­leikir séu eins og gott viský, þeir verði bara betri með aldr­in­um. Núna er leik­ur­inn okkar að verða nógu gam­all til að stór hluti leikja­spil­ara í heim­inum vilji drekka hann og með nýju útgáf­unum og sam­starfi við leikja­fyr­ir­tæki sem skilja hvað CCP gerir og hverju CCP vill ná fram sem leikja­fram­leið­andi verður aðgengið að honum betra en nokkru sinni fyrr. Það hefur verið áhuga­vert að temja sér kóreskt hug­ar­far, sem er afar ólíkt vest­rænu hug­ar­fari, ekki síst þegar kemur að því að hugsa til langs tíms en með sam­starf­inu við Pearl Abyss tel ég að CCP hafi lagt grunn­inn að því að verða áfram í fremstu röð í leikja­þróun til langrar fram­tíð­ar,“ segir for­stjór­inn.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent