SARS-CoV: Veiran sem hvarf

Þó að veiran sem olli SARS-sjúkdómnum, frænka þeirrar sem nú veldur COVID-19, virðist hafa horfið hvílir hún „án nokkurs vafa áfram í einhverjum náttúrulegum hýsli, sennilegast leðurblökum, og gæti mögulega komið fram aftur“.

Veiran sem olli SARS átti líkt og sú sem veldur COVID-19 upptök sín í leðurblökum.
Veiran sem olli SARS átti líkt og sú sem veldur COVID-19 upptök sín í leðurblökum.
Auglýsing

Í nóv­em­ber árið 2002 greind­ist fyrsta til­fellið af sýk­ingu af völdum nýrrar veiru sem síðar átti eftir að fá nafnið SAR­S-CoV. Veiran olli sjúk­dómi sem nefndur var ein­fald­lega SARS eða HABL (heil­kenni alvar­legrar bráðrar lungna­bólgu) á íslensku.

Fyrsta til­fellið greind­ist í Guandong-hér­aði í Kína en orsök og eðli sjúk­dóms­ins var þá óþekkt. Í febr­úar árið 2003 barst sjúk­dóm­ur­inn út fyrir Kína, fyrst til Hong Kong, Víetnam og Kanada og síðar til fleiri landa, alls 29. En þegar í júlí þetta ár lýsti Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin því yfir að far­ald­ur­inn væri yfir­stað­inn – aðeins rúm­lega hálfu ári eftir að hann kom upp. SAR­S-veiran hrein­lega hvarf nokkru síðar og sjúk­dóm­ur­inn sömu­leið­is.

Auglýsing

En hvers konar far­aldur var SARS og er vitað af hverju veiran hvarf?

Vís­inda­vef­ur­inn hefur nú birt svar við þess­ari spurn­ingu. Svarið skrifa Jón Magnús Jóhann­es­son, deild­ar­læknir á Land­spít­al­anum og Emilía Dagný Svein­björns­dótt­ir, land­fræð­ingur og starfs­maður Vís­inda­vefs­ins.

Veiran SAR­S-CoV  er ein af sjö kór­ónu­veirum sem getur sýkt menn. SARS veldur sýk­ingu sem bundin er við neðri önd­un­ar­færi og algeng­ustu ein­kennin eru hósti, hiti, hroll­ur, slapp­leiki, vöðva- og höf­uð­verkur og mæði. Nið­ur­gangur og háls­sær­indi geta einnig fylgt. Sjúk­dóm­ur­inn veldur í flestum til­fellum lungna­bólgu. Með­göngu­tími sjúk­dóms­ins er venju­lega tveir til sjö dagar en getur orðið tíu dag­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá WHO voru til­felli á tíma­bil­inu sem far­ald­ur­inn stóð yfir, frá nóv­em­ber 2002 til loka júlí 2003, alls 8.096 og dauðs­föll 774. Lang­flest til­fellin voru í Kína, rúm­lega 5.300 en einnig voru mörg til­felli í Hong Kong (1755), Taí­van (346), Kanada (251) og Singapúr (238). Þótt far­ald­ur­inn væri yfir­stað­inn héldu áfram að koma upp ein­stök til­felli næstu mán­uði en frá vori 2004 hefur ekk­ert til­felli grein­st, segir í svari Jóns Magn­úsar og Emilíu Dag­nýj­ar.

Þau skrifa að veiran virð­ist aðal­lega hafa borist á milli manna með dropa- og snert­ismiti. Fyrstu vik­urnar eftir að sjúk­dómnum var lýst voru flestir þeirra sem sýkt­ust heil­brigð­is­starfs­menn sem önn­uð­ust sjúk­linga með SARS og nán­ustu aðstand­endur sjúk­ling­anna. Þegar yfir lauk var heil­brigð­is­starfs­fólk um fimmt­ungur þeirra sem smit­uð­ust.

Lögð var mikil áhersla á að leita upp­runa SAR­S-CoV og var nið­ur­staðan sú að lík­leg­ast muni hún vera komin frá leð­ur­blöku. Þaðan barst hún svo í desk­etti (e. civets) og marð­ar­hunda (e. raccoon dogs) og svo loks í menn. „SAR­S-CoV er þannig klass­ískt dæmi um flutn­ing kór­ónu­veira frá dýrum til manna,“ stendur í svar­in­u. 

Í kjöl­far rann­sókna á upp­runa veirunnar greind­ist einnig fjöldi ann­arra skyldra veira í mörgum leð­ur­blöku­teg­und­um. SAR­S-CoV og skyldar veirur mynda sína eigin teg­und innan veiru­fræð­inn­ar: SAR­S-related corona­virus, sem á íslensku mætti kalla SAR­S-­skyldar kór­ónu­veir­ur. SAR­S-CoV-2 sem veldur sjúk­dómnum COVID-19 fellur meðal ann­ars undir þessa teg­und sem skýrir nafn­gift henn­ar.

Dreifð­ist hrein­lega verr en sú nýja

Jón Magnús og Emilía Dagný skrifa að frá upp­hafi hafi verið lögð rík áhersla á að leita leiða til að ráða nið­ur­lögum SAR­S-kór­ónu­veirunn­ar. Búið var að þróa nokkur bólu­efni gegn veirunni og voru sum þeirra til­búin til rann­sókna í mönn­um. „En þegar SARS hvarf nokkuð skyndi­lega árið 2004 fór áhugi á þessum bólu­efnum hratt minnk­andi og því miður var frek­ari þróun bólu­efna gegn sjúk­dómnum stöðv­uð.“

Næstum allir sem smituðust af SARS fengu einkenni og flestir þeirra sem urðu veikir sýndu alvarleg einkenni. Þannig var auðveldara að greina þá sem sýktust af SARS-kórónuveirunni og beita viðeigandi smitgát. Mynd: EPA

Enn er ekki vitað af hverju SARS hvarf svo skyndi­lega en ýmsir þættir gætu hafa haft áhrif á þá þró­un. Næstum allir sem smit­uð­ust af SARS fengu ein­kenni og flestir þeirra sem urðu veikir sýndu alvar­leg ein­kenni. Þannig var auð­veld­ara að greina þá sem sýkt­ust af SAR­S-kór­ónu­veirunni og beita við­eig­andi smit­gát. Í ljósi þess að nær allir sem smit­uð­ust fengu ein­kenni var einnig auð­veld­ara að rekja smit innan sam­fé­laga. Þótt SARS hafi verið mjög smit­andi, sér­stak­lega innan spít­ala, virt­ist veikin aðeins smit­ast frá ein­stak­lingum sem voru með ein­kenni, stendur í svari Jóns Magn­úsar og Emilíu Dag­nýj­ar. „Þetta var þannig ólíkt COVID-19 sem getur smit­ast milli manna áður en ein­kenni koma fram (þó nákvæm­lega hversu miklu máli þetta skiptir sé óvíst).

Mögu­lega dreifð­ist SARS hrein­lega verr miðað við til dæmis COVID-19 eða inflú­ensu. Sumar örverur dreifast mjög vel við viss skil­yrði en illa við aðrar aðstæð­ur. Það gæti hafa átt við um SARS.

Ofan­greindir þættir sam­hliða víð­tækum við­brögðum í mis­mun­andi sam­fé­lögum (út­breidd smit­gát, sótt­kví, smitrakn­ing, ein­angrun og fleira) áttu lík­leg­ast stærsta þátt­inn í að SARS hvarf sjónum okk­ar. Hins vegar hvílir veiran án nokk­urs vafa áfram í ein­hverjum nátt­úru­legum hýsli, senni­leg­ast leð­ur­blök­um, og gæti mögu­lega komið fram aft­ur,“ skrifar Jón Magnús og Emilía Dag­ný.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent