SARS-CoV: Veiran sem hvarf

Þó að veiran sem olli SARS-sjúkdómnum, frænka þeirrar sem nú veldur COVID-19, virðist hafa horfið hvílir hún „án nokkurs vafa áfram í einhverjum náttúrulegum hýsli, sennilegast leðurblökum, og gæti mögulega komið fram aftur“.

Veiran sem olli SARS átti líkt og sú sem veldur COVID-19 upptök sín í leðurblökum.
Veiran sem olli SARS átti líkt og sú sem veldur COVID-19 upptök sín í leðurblökum.
Auglýsing

Í nóv­em­ber árið 2002 greind­ist fyrsta til­fellið af sýk­ingu af völdum nýrrar veiru sem síðar átti eftir að fá nafnið SAR­S-CoV. Veiran olli sjúk­dómi sem nefndur var ein­fald­lega SARS eða HABL (heil­kenni alvar­legrar bráðrar lungna­bólgu) á íslensku.

Fyrsta til­fellið greind­ist í Guandong-hér­aði í Kína en orsök og eðli sjúk­dóms­ins var þá óþekkt. Í febr­úar árið 2003 barst sjúk­dóm­ur­inn út fyrir Kína, fyrst til Hong Kong, Víetnam og Kanada og síðar til fleiri landa, alls 29. En þegar í júlí þetta ár lýsti Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin því yfir að far­ald­ur­inn væri yfir­stað­inn – aðeins rúm­lega hálfu ári eftir að hann kom upp. SAR­S-veiran hrein­lega hvarf nokkru síðar og sjúk­dóm­ur­inn sömu­leið­is.

Auglýsing

En hvers konar far­aldur var SARS og er vitað af hverju veiran hvarf?

Vís­inda­vef­ur­inn hefur nú birt svar við þess­ari spurn­ingu. Svarið skrifa Jón Magnús Jóhann­es­son, deild­ar­læknir á Land­spít­al­anum og Emilía Dagný Svein­björns­dótt­ir, land­fræð­ingur og starfs­maður Vís­inda­vefs­ins.

Veiran SAR­S-CoV  er ein af sjö kór­ónu­veirum sem getur sýkt menn. SARS veldur sýk­ingu sem bundin er við neðri önd­un­ar­færi og algeng­ustu ein­kennin eru hósti, hiti, hroll­ur, slapp­leiki, vöðva- og höf­uð­verkur og mæði. Nið­ur­gangur og háls­sær­indi geta einnig fylgt. Sjúk­dóm­ur­inn veldur í flestum til­fellum lungna­bólgu. Með­göngu­tími sjúk­dóms­ins er venju­lega tveir til sjö dagar en getur orðið tíu dag­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá WHO voru til­felli á tíma­bil­inu sem far­ald­ur­inn stóð yfir, frá nóv­em­ber 2002 til loka júlí 2003, alls 8.096 og dauðs­föll 774. Lang­flest til­fellin voru í Kína, rúm­lega 5.300 en einnig voru mörg til­felli í Hong Kong (1755), Taí­van (346), Kanada (251) og Singapúr (238). Þótt far­ald­ur­inn væri yfir­stað­inn héldu áfram að koma upp ein­stök til­felli næstu mán­uði en frá vori 2004 hefur ekk­ert til­felli grein­st, segir í svari Jóns Magn­úsar og Emilíu Dag­nýj­ar.

Þau skrifa að veiran virð­ist aðal­lega hafa borist á milli manna með dropa- og snert­ismiti. Fyrstu vik­urnar eftir að sjúk­dómnum var lýst voru flestir þeirra sem sýkt­ust heil­brigð­is­starfs­menn sem önn­uð­ust sjúk­linga með SARS og nán­ustu aðstand­endur sjúk­ling­anna. Þegar yfir lauk var heil­brigð­is­starfs­fólk um fimmt­ungur þeirra sem smit­uð­ust.

Lögð var mikil áhersla á að leita upp­runa SAR­S-CoV og var nið­ur­staðan sú að lík­leg­ast muni hún vera komin frá leð­ur­blöku. Þaðan barst hún svo í desk­etti (e. civets) og marð­ar­hunda (e. raccoon dogs) og svo loks í menn. „SAR­S-CoV er þannig klass­ískt dæmi um flutn­ing kór­ónu­veira frá dýrum til manna,“ stendur í svar­in­u. 

Í kjöl­far rann­sókna á upp­runa veirunnar greind­ist einnig fjöldi ann­arra skyldra veira í mörgum leð­ur­blöku­teg­und­um. SAR­S-CoV og skyldar veirur mynda sína eigin teg­und innan veiru­fræð­inn­ar: SAR­S-related corona­virus, sem á íslensku mætti kalla SAR­S-­skyldar kór­ónu­veir­ur. SAR­S-CoV-2 sem veldur sjúk­dómnum COVID-19 fellur meðal ann­ars undir þessa teg­und sem skýrir nafn­gift henn­ar.

Dreifð­ist hrein­lega verr en sú nýja

Jón Magnús og Emilía Dagný skrifa að frá upp­hafi hafi verið lögð rík áhersla á að leita leiða til að ráða nið­ur­lögum SAR­S-kór­ónu­veirunn­ar. Búið var að þróa nokkur bólu­efni gegn veirunni og voru sum þeirra til­búin til rann­sókna í mönn­um. „En þegar SARS hvarf nokkuð skyndi­lega árið 2004 fór áhugi á þessum bólu­efnum hratt minnk­andi og því miður var frek­ari þróun bólu­efna gegn sjúk­dómnum stöðv­uð.“

Næstum allir sem smituðust af SARS fengu einkenni og flestir þeirra sem urðu veikir sýndu alvarleg einkenni. Þannig var auðveldara að greina þá sem sýktust af SARS-kórónuveirunni og beita viðeigandi smitgát. Mynd: EPA

Enn er ekki vitað af hverju SARS hvarf svo skyndi­lega en ýmsir þættir gætu hafa haft áhrif á þá þró­un. Næstum allir sem smit­uð­ust af SARS fengu ein­kenni og flestir þeirra sem urðu veikir sýndu alvar­leg ein­kenni. Þannig var auð­veld­ara að greina þá sem sýkt­ust af SAR­S-kór­ónu­veirunni og beita við­eig­andi smit­gát. Í ljósi þess að nær allir sem smit­uð­ust fengu ein­kenni var einnig auð­veld­ara að rekja smit innan sam­fé­laga. Þótt SARS hafi verið mjög smit­andi, sér­stak­lega innan spít­ala, virt­ist veikin aðeins smit­ast frá ein­stak­lingum sem voru með ein­kenni, stendur í svari Jóns Magn­úsar og Emilíu Dag­nýj­ar. „Þetta var þannig ólíkt COVID-19 sem getur smit­ast milli manna áður en ein­kenni koma fram (þó nákvæm­lega hversu miklu máli þetta skiptir sé óvíst).

Mögu­lega dreifð­ist SARS hrein­lega verr miðað við til dæmis COVID-19 eða inflú­ensu. Sumar örverur dreifast mjög vel við viss skil­yrði en illa við aðrar aðstæð­ur. Það gæti hafa átt við um SARS.

Ofan­greindir þættir sam­hliða víð­tækum við­brögðum í mis­mun­andi sam­fé­lögum (út­breidd smit­gát, sótt­kví, smitrakn­ing, ein­angrun og fleira) áttu lík­leg­ast stærsta þátt­inn í að SARS hvarf sjónum okk­ar. Hins vegar hvílir veiran án nokk­urs vafa áfram í ein­hverjum nátt­úru­legum hýsli, senni­leg­ast leð­ur­blök­um, og gæti mögu­lega komið fram aft­ur,“ skrifar Jón Magnús og Emilía Dag­ný.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent