Segir harðan vetur framundan í boði Sjálfstæðisflokksins

Formaður VR segir fjármálaráðherra þynna út stuðning og græða á neyð. Ríkisstjórnin þurfi að búa sig undir harðan verkalýðsvetur.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son segir á Face­book-­síðu sinni í dag að rík­is­stjórnin skuli búa sig undir harðan verka­lýðs­vet­ur. Vetur þar sem verka­lýðs­hreyf­ingin muni upp­færa kröfu­gerð­ina í sam­ræmi við allt aðrar for­sendur en hafi verið fyrir gerð lífs­kjara­samn­ing­inn – og að þessi harði vetur verði í boði Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

„Og ef að rík­is­stjórnin heldur í eina mín­útu að þau kom­ist í gegnum næstu kosn­ingar með aug­lýs­inga­her­ferðum sem yfir­gnæfa svik­in, eins og venju­lega, þá er það gríð­ar­legt van­mat á þeim breyt­ingum sem orðið hafa innan raða verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ skrifar hann.

Vísar Ragnar Þór þarna í orð Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra en hann sagði í sam­tali við RÚV í gær að allar helstu for­sendur fyrir gerð lífs­kjara­samn­ings væru brostn­ar. Ekki væri áhuga­vert að velta því fyrir sér. Brýnna væri að finna út úr því hvernig unnt væri að bjarga störfum og efla efna­hags­líf­ið. „Við erum öll í ein­hverjum nýjum veru­leika og ég hef í sjálfu sér ekki mik­inn áhuga á spurn­ing­unni: eru for­sendur lífs­kjara­samn­ing­anna breyttar eða brostn­ar. Ég hef miklu meiri áhuga á að ræða: hvernig eigum við að fara af þessum stað,“ sagði Bjarni við RÚV.

Auglýsing

For­sendur samn­ings­ins fallnar á van­efndum rík­is­stjórn­ar­innar

„Af orðum Bjarna má lesa að rík­is­stjórnin telji enga þörf á að efna sinn hluta lífs­kjara­samn­ings­ins vegna þess að staðan sé svo gjör­breytt og for­sendur allt aðrar en lagt var upp með í aðdrag­anda samn­ings­ins,“ skrifar Ragnar Þór.

Hann segir að stað­reyndin sé sú að „for­sendur lífs­kjara­samn­ings­ins eru fallnar á van­efndum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Aðrir þættir í end­ur­skoðun munu að öllum lík­indum halda.“

Þau atriði sem felli samn­ing­inn hlúi einmitt að fjöl­skyldum og fyr­ir­tækjum og kosti skatt­greið­endur að öllum lík­indum ekki krónu en geti sparað mikla fjár­muni og komið í veg fyrir félags­leg og lýð­heilsu­leg áföll sem fyr­ir­sjá­an­leg eru sem afleið­ingar efna­hags­á­falla.

„Ef við tökum hlut­deild­ar­lán­in, þá tókst fjár­mála­ráð­herra að snúa þeirri vinnu á hvolf. Eyði­leggja málið með tekju­teng­ingum og vaxta­á­kvæði. Honum tókst líka að þynna það út þannig að það gagn­ist sem allra fæstum og nota svo vaxta­bóta­kerfið til að fjár­magna hlut­deild­ar­lán­in. Þannig að 3,6 millj­arðar verða teknir af hús­næð­is­stuðn­ingi til að lána fólki til hús­næð­is­kaupa. Lána!! Þannig að rík­is­stuðn­ing­ur­inn breyt­ist í lán (sem er vaxta og afborg­un­ar­laust) en er verð­tryggt með „hús­næð­is­vísi­tölu“ (mark­aðs­verð­i).

Hús­næð­is­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað að með­al­tali um 4,4 pró­sent á ári umfram verð­lag síð­ast­liðin 25 ár. Það er ekki til verð­bréfa­sjóður eða líf­eyr­is­sjóður sem hefur náð við­líka ávöxtun þannig að nán­ast engar líkur eru á því að ríkið tapi á hlut­deild­ar­lán­unum (sem er í raun­inni óhag­stæð­asta lána­formið í úrræð­inu) allar líkur eru hins­vegar á að ríkið komi út í bull­andi plús eins og raunin varð í Skotlandi þar sem fyr­ir­myndin er tek­in,“ skrifar hann.

Fjár­mála­ráð­herra „ein­beittur í að þynna út úrræð­ið“

Þá telur Ragnar Þór að með þessum aðferðum rík­is­stjórn­ar­innar sé stuðn­ingur þynntur út og grætt sé á neyð­inni.

„Fjár­mála­ráð­herra er svo ein­beittur í að þynna út úrræðið og eyði­leggja þessa þörfu og góðu vinnu, sem hefði komið fjöl­skyldum og bygg­inga­fyr­ir­tækjum svo vel, að hlut­deild­ar­lánin eiga að bera vexti ef fólk hækkar í laun­um.

Hlut­deild­ar­lánin munu þannig skipa sér sess með óhag­stæð­ustu lána­formum Íslands­sög­unn­ar, fjár­mögnuð með nið­ur­skurði á raun­veru­legum hús­næð­is­stuðn­ingi.

Lág­launa­fólkið sem stendur nægi­lega illa til að kom­ast inn í úrræðið verður svo refsað grimmi­lega með vaxta­á­kvæði sem úti­lokar þennan við­kvæma hóp frá lífs­nauð­syn­legum kjara­bótum með þessum jað­ar­skatt­i.“

Ragnar Þór spyr hvort hægt sé að hugsa sér skít­legra eðli.

Verð­tryggðu lánin „við­bjóðs­legt lána­form“

„Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn féll hins­vegar síð­ustu ára­mót þar sem bann á 40 ára verð­tryggðum jafn­greiðslu­lánum átti að hafa tekið gildi. Þetta var fyrir kór­ónu­veiru­á­hrif­in!

Mál sem kostar ríkið ekki krónu en mun „hlúa að fjöl­skyld­um“ um ókomna tíð með því að banna þetta við­bjóðs­lega lána­form. Málið hefur legið í gísl­ingu í fjár­mála­ráðu­neyt­inu frá því að samn­ingar voru und­ir­rit­að­ir, útþynnt og gagns­laust með enda­lausum und­an­þágum sem gera öllum kleift að taka lánin áfram.

Bjarni segir að for­sendur rík­is­ins sem voru fyrir gerð lífs­kjara­samn­ings­ins, fyrir Covid áhrif­in, séu allt aðr­ar. Það er rétt hjá Bjarna en það er líka staðan hjá fólk­inu. Félags­mönnum okk­ar, skatt­greið­endum sem munu fá reikn­ing­inn fyrir millj­arða hund­ruðum sem fjár­mála­ráð­herra er að skrifa út í áhættu­sömum aðgerðum til fyr­ir­tækja á meðan aðgerðir er snúa að heim­il­um, örugg hlut­deild­ar­lán, eru fjár­magn­aðar með nið­ur­skurði á öðrum mik­il­vægum stuðn­ingi eða með því að halda lífs­kjara­samn­ings­frum­vörpum í gísl­ingu í fjár­mála­ráðu­neyt­in­u,“ skrifar hann.

Alinn upp við að standa við það sem hann segir

Ragnar Þór segir að það hljóti að vera Sjálf­stæð­is­mönnum áhyggju­efni hvernig þeir ætli að sann­færa kjós­endur um næsta lof­orða­pakka þegar þeir geti „ekki einu sinni staðið við hluti sem kosta ekki neitt né ættu að trufla þá við auð­valds­dekrið“.

Hann spyr enn fremur hvernig hægt sé að treysta fólki sem ekki orð sé að marka. Fólk sem svíki hluti sem skrifað hafi verið und­ir, lofað í orði og á borði.

„Ég veit ekki með ykkur kæru vinir en ég var alinn upp við að standa við það sem ég segi. Í það minnsta leggja mig allan fram við að efna þau lof­orð sem ég gef og standa við þær skuld­bind­ingar sem ég skrifa undir en ekki að vinna gegn þeim,“ skrifar hann.

Af orðum Bjarna má lesa að rík­is­stjórnin telji enga þörf á að efna sinn hluta lífs­kjara­samn­ings­ins vegna þess að stað­an...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Wed­nes­day, June 24, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent