Greiða 12-15 milljónir króna fyrir hönnun og rekstur Ferðagjafar-forrits

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samdi við fyrirtækið YAY ehf. um hönnun og rekstur snjallsímaforrits utan um ferðagjöf stjórnvalda. Samkvæmt ráðuneytinu hefur fyrirtækið ekki heimild til að nýta upplýsingar sem safnast frá notendum appsins.

Ferðagjöf stjórnvalda er nú aðgengileg, bæði í snjallsímaforriti og með strikamerki á Ísland.is
Ferðagjöf stjórnvalda er nú aðgengileg, bæði í snjallsímaforriti og með strikamerki á Ísland.is
Auglýsing

Tækni­fyr­ir­tækið YAY ehf. fékk greiddar 4 millj­ónir króna fyrir að hanna snjall­símafor­rit utan um ferða­gjöf stjórn­valda, sem gerð var aðgengi­leg fyrir helgi. Sam­kvæmt atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu var lausn fyr­ir­tæk­is­ins metin hæfust af fjölda lausna sem upp­haf­lega voru skoð­að­ar, en fyr­ir­tækið hafði þegar þróað sam­bæri­lega lausn fyrir staf­ræn gjafa­bréf í far­síma sem ráðu­neytið segir að komin hafi verið góð reynsla á.

Sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins var strax við frum­skoðun á ferða­gjafa­verk­efn­inu talið að kaup á staf­rænni lausn vegna gjafa­bréf­anna yrði undir útboðs­mörk­um, sem varð síðan raun­in. 

„Af þeim sökum voru margar fýsi­legar lausnir skoð­aðar og í kjöl­farið var ráð­ist í verð­fyr­ir­spurn, í sam­ræmi við lög um opin­ber inn­kaup, til að gæta að meg­in­reglum um jafn­ræði, gagn­sæi og sam­keppni meðal þeirra fyr­ir­tækja sem talið var að gætu útvegað tækni­lega lausn sem þegar væri til staðar til að leysa þessar þarfir án mik­ils þró­un­ar­kostn­að­ar. Mark­miðið með þessu var að halda kostn­aði vegna verk­efn­is­ins í lág­marki og koma því af stað eins hratt og örugg­lega og hægt væri í ljósi alvar­legrar stöðu ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja hér land­i,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Fram kemur í svari ráðu­neyt­is­ins að YAY hafi ekki ein­ungis verið með fýsi­leg­ustu lausn­ina, heldur hafi fyr­ir­tækið einnig boðið lægsta verð­ið. Því var ákveðið að ganga til samn­inga við fyr­ir­tæk­ið. 

Auk þeirra 4 millj­óna sem fyr­ir­tækið fékk fyrir að hanna Ferða­gjaf­ar-­for­ritið reiknar ráðu­neytið með að greiða YAY á bil­inu 8-11 millj­ónir króna til við­bótar fyrir rekstr­ar­þjón­ustu for­rits­ins þar til verk­efn­inu lýk­ur, en ferða­gjaf­irn­ar, sem nema 5.000 kr. á hvern íbúa á Íslandi sem fæddur er 2002 eða fyrr, eru inn­leys­an­legar til loka árs.

YAY hefur ekki heim­ild til notk­unar upp­lýs­inga sem safnað er

Þegar not­endur sækja Ferða­gjaf­ar-­for­ritið í sím­ann sinn eru þeir beðnir um að gefa upp síma­númer sitt, net­fang, kyn og tengj­ast for­rit­inu svo með inn­skrán­ingu í gegnum Ísland.­is. Einnig þurfa not­endur að sam­þykkja skil­mála YAY og inni í Ferða­gjaf­ar-­for­rit­inu má finna tengla á bæði skil­mála og per­sónu­vernd­ar­stefnu YAY.

Kjarn­inn spurði ráðu­neytið að því hvort YAY væri með þessu að fá heim­ild til þess að safna upp­lýs­ingum um not­endur Ferða­gjaf­ar-­for­rits­ins til þess að hafa sam­band við þá síðar í ein­hverjum öðrum við­skipta­legum til­gangi. Ráðu­neytið segir að svo sé ekki.

„Þeim upp­lýs­ingum sem safnað er, verða í eigu hins opin­bera og YAY hefur ekki heim­ild til notk­unar nú eða síð­ar,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins. 

Þá kemur enn fremur fram að þeir ferða­þjón­ustu­að­ilar sem taki þátt í ferða­gjöf­inni, sem orðnir eru yfir 4.000 tals­ins, þurfi ekki að stofna til við­skipta­sam­bands við YAY, heldur skrái fyr­ir­tæki sig inn á Ísland.is og fá þar með aðgang að bak­enda­kerfi sem gerir þeir kleift að halda utan um notkun ferða­gjaf­ar­innar og taka á móti henni.

Engin nauð­syn að sækja for­ritið til að nýta gjöf­ina

Ráðu­neytið tekur fram í svari sínu að ekki er nein nauð­syn fyrir fólk að sækja Ferða­gjaf­ar-­for­ritið í sím­ann sinn til þess að leysa út ferða­gjöf­ina, heldur er einnig hægt að gera það með því að sækja strik­a­merki í sím­ann á Ísland.­is.For­ritið er þó hugsuð sem not­enda­væn og ein­föld leið til að halda utan um gjöf­ina.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent