Greiða 12-15 milljónir króna fyrir hönnun og rekstur Ferðagjafar-forrits

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samdi við fyrirtækið YAY ehf. um hönnun og rekstur snjallsímaforrits utan um ferðagjöf stjórnvalda. Samkvæmt ráðuneytinu hefur fyrirtækið ekki heimild til að nýta upplýsingar sem safnast frá notendum appsins.

Ferðagjöf stjórnvalda er nú aðgengileg, bæði í snjallsímaforriti og með strikamerki á Ísland.is
Ferðagjöf stjórnvalda er nú aðgengileg, bæði í snjallsímaforriti og með strikamerki á Ísland.is
Auglýsing

Tækni­fyr­ir­tækið YAY ehf. fékk greiddar 4 millj­ónir króna fyrir að hanna snjall­símafor­rit utan um ferða­gjöf stjórn­valda, sem gerð var aðgengi­leg fyrir helgi. Sam­kvæmt atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu var lausn fyr­ir­tæk­is­ins metin hæfust af fjölda lausna sem upp­haf­lega voru skoð­að­ar, en fyr­ir­tækið hafði þegar þróað sam­bæri­lega lausn fyrir staf­ræn gjafa­bréf í far­síma sem ráðu­neytið segir að komin hafi verið góð reynsla á.

Sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins var strax við frum­skoðun á ferða­gjafa­verk­efn­inu talið að kaup á staf­rænni lausn vegna gjafa­bréf­anna yrði undir útboðs­mörk­um, sem varð síðan raun­in. 

„Af þeim sökum voru margar fýsi­legar lausnir skoð­aðar og í kjöl­farið var ráð­ist í verð­fyr­ir­spurn, í sam­ræmi við lög um opin­ber inn­kaup, til að gæta að meg­in­reglum um jafn­ræði, gagn­sæi og sam­keppni meðal þeirra fyr­ir­tækja sem talið var að gætu útvegað tækni­lega lausn sem þegar væri til staðar til að leysa þessar þarfir án mik­ils þró­un­ar­kostn­að­ar. Mark­miðið með þessu var að halda kostn­aði vegna verk­efn­is­ins í lág­marki og koma því af stað eins hratt og örugg­lega og hægt væri í ljósi alvar­legrar stöðu ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja hér land­i,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Fram kemur í svari ráðu­neyt­is­ins að YAY hafi ekki ein­ungis verið með fýsi­leg­ustu lausn­ina, heldur hafi fyr­ir­tækið einnig boðið lægsta verð­ið. Því var ákveðið að ganga til samn­inga við fyr­ir­tæk­ið. 

Auk þeirra 4 millj­óna sem fyr­ir­tækið fékk fyrir að hanna Ferða­gjaf­ar-­for­ritið reiknar ráðu­neytið með að greiða YAY á bil­inu 8-11 millj­ónir króna til við­bótar fyrir rekstr­ar­þjón­ustu for­rits­ins þar til verk­efn­inu lýk­ur, en ferða­gjaf­irn­ar, sem nema 5.000 kr. á hvern íbúa á Íslandi sem fæddur er 2002 eða fyrr, eru inn­leys­an­legar til loka árs.

YAY hefur ekki heim­ild til notk­unar upp­lýs­inga sem safnað er

Þegar not­endur sækja Ferða­gjaf­ar-­for­ritið í sím­ann sinn eru þeir beðnir um að gefa upp síma­númer sitt, net­fang, kyn og tengj­ast for­rit­inu svo með inn­skrán­ingu í gegnum Ísland.­is. Einnig þurfa not­endur að sam­þykkja skil­mála YAY og inni í Ferða­gjaf­ar-­for­rit­inu má finna tengla á bæði skil­mála og per­sónu­vernd­ar­stefnu YAY.

Kjarn­inn spurði ráðu­neytið að því hvort YAY væri með þessu að fá heim­ild til þess að safna upp­lýs­ingum um not­endur Ferða­gjaf­ar-­for­rits­ins til þess að hafa sam­band við þá síðar í ein­hverjum öðrum við­skipta­legum til­gangi. Ráðu­neytið segir að svo sé ekki.

„Þeim upp­lýs­ingum sem safnað er, verða í eigu hins opin­bera og YAY hefur ekki heim­ild til notk­unar nú eða síð­ar,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins. 

Þá kemur enn fremur fram að þeir ferða­þjón­ustu­að­ilar sem taki þátt í ferða­gjöf­inni, sem orðnir eru yfir 4.000 tals­ins, þurfi ekki að stofna til við­skipta­sam­bands við YAY, heldur skrái fyr­ir­tæki sig inn á Ísland.is og fá þar með aðgang að bak­enda­kerfi sem gerir þeir kleift að halda utan um notkun ferða­gjaf­ar­innar og taka á móti henni.

Engin nauð­syn að sækja for­ritið til að nýta gjöf­ina

Ráðu­neytið tekur fram í svari sínu að ekki er nein nauð­syn fyrir fólk að sækja Ferða­gjaf­ar-­for­ritið í sím­ann sinn til þess að leysa út ferða­gjöf­ina, heldur er einnig hægt að gera það með því að sækja strik­a­merki í sím­ann á Ísland.­is.For­ritið er þó hugsuð sem not­enda­væn og ein­föld leið til að halda utan um gjöf­ina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent