Greiða 12-15 milljónir króna fyrir hönnun og rekstur Ferðagjafar-forrits

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samdi við fyrirtækið YAY ehf. um hönnun og rekstur snjallsímaforrits utan um ferðagjöf stjórnvalda. Samkvæmt ráðuneytinu hefur fyrirtækið ekki heimild til að nýta upplýsingar sem safnast frá notendum appsins.

Ferðagjöf stjórnvalda er nú aðgengileg, bæði í snjallsímaforriti og með strikamerki á Ísland.is
Ferðagjöf stjórnvalda er nú aðgengileg, bæði í snjallsímaforriti og með strikamerki á Ísland.is
Auglýsing

Tækni­fyr­ir­tækið YAY ehf. fékk greiddar 4 millj­ónir króna fyrir að hanna snjall­símafor­rit utan um ferða­gjöf stjórn­valda, sem gerð var aðgengi­leg fyrir helgi. Sam­kvæmt atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu var lausn fyr­ir­tæk­is­ins metin hæfust af fjölda lausna sem upp­haf­lega voru skoð­að­ar, en fyr­ir­tækið hafði þegar þróað sam­bæri­lega lausn fyrir staf­ræn gjafa­bréf í far­síma sem ráðu­neytið segir að komin hafi verið góð reynsla á.

Sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins var strax við frum­skoðun á ferða­gjafa­verk­efn­inu talið að kaup á staf­rænni lausn vegna gjafa­bréf­anna yrði undir útboðs­mörk­um, sem varð síðan raun­in. 

„Af þeim sökum voru margar fýsi­legar lausnir skoð­aðar og í kjöl­farið var ráð­ist í verð­fyr­ir­spurn, í sam­ræmi við lög um opin­ber inn­kaup, til að gæta að meg­in­reglum um jafn­ræði, gagn­sæi og sam­keppni meðal þeirra fyr­ir­tækja sem talið var að gætu útvegað tækni­lega lausn sem þegar væri til staðar til að leysa þessar þarfir án mik­ils þró­un­ar­kostn­að­ar. Mark­miðið með þessu var að halda kostn­aði vegna verk­efn­is­ins í lág­marki og koma því af stað eins hratt og örugg­lega og hægt væri í ljósi alvar­legrar stöðu ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja hér land­i,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Fram kemur í svari ráðu­neyt­is­ins að YAY hafi ekki ein­ungis verið með fýsi­leg­ustu lausn­ina, heldur hafi fyr­ir­tækið einnig boðið lægsta verð­ið. Því var ákveðið að ganga til samn­inga við fyr­ir­tæk­ið. 

Auk þeirra 4 millj­óna sem fyr­ir­tækið fékk fyrir að hanna Ferða­gjaf­ar-­for­ritið reiknar ráðu­neytið með að greiða YAY á bil­inu 8-11 millj­ónir króna til við­bótar fyrir rekstr­ar­þjón­ustu for­rits­ins þar til verk­efn­inu lýk­ur, en ferða­gjaf­irn­ar, sem nema 5.000 kr. á hvern íbúa á Íslandi sem fæddur er 2002 eða fyrr, eru inn­leys­an­legar til loka árs.

YAY hefur ekki heim­ild til notk­unar upp­lýs­inga sem safnað er

Þegar not­endur sækja Ferða­gjaf­ar-­for­ritið í sím­ann sinn eru þeir beðnir um að gefa upp síma­númer sitt, net­fang, kyn og tengj­ast for­rit­inu svo með inn­skrán­ingu í gegnum Ísland.­is. Einnig þurfa not­endur að sam­þykkja skil­mála YAY og inni í Ferða­gjaf­ar-­for­rit­inu má finna tengla á bæði skil­mála og per­sónu­vernd­ar­stefnu YAY.

Kjarn­inn spurði ráðu­neytið að því hvort YAY væri með þessu að fá heim­ild til þess að safna upp­lýs­ingum um not­endur Ferða­gjaf­ar-­for­rits­ins til þess að hafa sam­band við þá síðar í ein­hverjum öðrum við­skipta­legum til­gangi. Ráðu­neytið segir að svo sé ekki.

„Þeim upp­lýs­ingum sem safnað er, verða í eigu hins opin­bera og YAY hefur ekki heim­ild til notk­unar nú eða síð­ar,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins. 

Þá kemur enn fremur fram að þeir ferða­þjón­ustu­að­ilar sem taki þátt í ferða­gjöf­inni, sem orðnir eru yfir 4.000 tals­ins, þurfi ekki að stofna til við­skipta­sam­bands við YAY, heldur skrái fyr­ir­tæki sig inn á Ísland.is og fá þar með aðgang að bak­enda­kerfi sem gerir þeir kleift að halda utan um notkun ferða­gjaf­ar­innar og taka á móti henni.

Engin nauð­syn að sækja for­ritið til að nýta gjöf­ina

Ráðu­neytið tekur fram í svari sínu að ekki er nein nauð­syn fyrir fólk að sækja Ferða­gjaf­ar-­for­ritið í sím­ann sinn til þess að leysa út ferða­gjöf­ina, heldur er einnig hægt að gera það með því að sækja strik­a­merki í sím­ann á Ísland.­is.For­ritið er þó hugsuð sem not­enda­væn og ein­föld leið til að halda utan um gjöf­ina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent