Greiða 12-15 milljónir króna fyrir hönnun og rekstur Ferðagjafar-forrits

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samdi við fyrirtækið YAY ehf. um hönnun og rekstur snjallsímaforrits utan um ferðagjöf stjórnvalda. Samkvæmt ráðuneytinu hefur fyrirtækið ekki heimild til að nýta upplýsingar sem safnast frá notendum appsins.

Ferðagjöf stjórnvalda er nú aðgengileg, bæði í snjallsímaforriti og með strikamerki á Ísland.is
Ferðagjöf stjórnvalda er nú aðgengileg, bæði í snjallsímaforriti og með strikamerki á Ísland.is
Auglýsing

Tækni­fyr­ir­tækið YAY ehf. fékk greiddar 4 millj­ónir króna fyrir að hanna snjall­símafor­rit utan um ferða­gjöf stjórn­valda, sem gerð var aðgengi­leg fyrir helgi. Sam­kvæmt atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu var lausn fyr­ir­tæk­is­ins metin hæfust af fjölda lausna sem upp­haf­lega voru skoð­að­ar, en fyr­ir­tækið hafði þegar þróað sam­bæri­lega lausn fyrir staf­ræn gjafa­bréf í far­síma sem ráðu­neytið segir að komin hafi verið góð reynsla á.

Sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins var strax við frum­skoðun á ferða­gjafa­verk­efn­inu talið að kaup á staf­rænni lausn vegna gjafa­bréf­anna yrði undir útboðs­mörk­um, sem varð síðan raun­in. 

„Af þeim sökum voru margar fýsi­legar lausnir skoð­aðar og í kjöl­farið var ráð­ist í verð­fyr­ir­spurn, í sam­ræmi við lög um opin­ber inn­kaup, til að gæta að meg­in­reglum um jafn­ræði, gagn­sæi og sam­keppni meðal þeirra fyr­ir­tækja sem talið var að gætu útvegað tækni­lega lausn sem þegar væri til staðar til að leysa þessar þarfir án mik­ils þró­un­ar­kostn­að­ar. Mark­miðið með þessu var að halda kostn­aði vegna verk­efn­is­ins í lág­marki og koma því af stað eins hratt og örugg­lega og hægt væri í ljósi alvar­legrar stöðu ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja hér land­i,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Fram kemur í svari ráðu­neyt­is­ins að YAY hafi ekki ein­ungis verið með fýsi­leg­ustu lausn­ina, heldur hafi fyr­ir­tækið einnig boðið lægsta verð­ið. Því var ákveðið að ganga til samn­inga við fyr­ir­tæk­ið. 

Auk þeirra 4 millj­óna sem fyr­ir­tækið fékk fyrir að hanna Ferða­gjaf­ar-­for­ritið reiknar ráðu­neytið með að greiða YAY á bil­inu 8-11 millj­ónir króna til við­bótar fyrir rekstr­ar­þjón­ustu for­rits­ins þar til verk­efn­inu lýk­ur, en ferða­gjaf­irn­ar, sem nema 5.000 kr. á hvern íbúa á Íslandi sem fæddur er 2002 eða fyrr, eru inn­leys­an­legar til loka árs.

YAY hefur ekki heim­ild til notk­unar upp­lýs­inga sem safnað er

Þegar not­endur sækja Ferða­gjaf­ar-­for­ritið í sím­ann sinn eru þeir beðnir um að gefa upp síma­númer sitt, net­fang, kyn og tengj­ast for­rit­inu svo með inn­skrán­ingu í gegnum Ísland.­is. Einnig þurfa not­endur að sam­þykkja skil­mála YAY og inni í Ferða­gjaf­ar-­for­rit­inu má finna tengla á bæði skil­mála og per­sónu­vernd­ar­stefnu YAY.

Kjarn­inn spurði ráðu­neytið að því hvort YAY væri með þessu að fá heim­ild til þess að safna upp­lýs­ingum um not­endur Ferða­gjaf­ar-­for­rits­ins til þess að hafa sam­band við þá síðar í ein­hverjum öðrum við­skipta­legum til­gangi. Ráðu­neytið segir að svo sé ekki.

„Þeim upp­lýs­ingum sem safnað er, verða í eigu hins opin­bera og YAY hefur ekki heim­ild til notk­unar nú eða síð­ar,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins. 

Þá kemur enn fremur fram að þeir ferða­þjón­ustu­að­ilar sem taki þátt í ferða­gjöf­inni, sem orðnir eru yfir 4.000 tals­ins, þurfi ekki að stofna til við­skipta­sam­bands við YAY, heldur skrái fyr­ir­tæki sig inn á Ísland.is og fá þar með aðgang að bak­enda­kerfi sem gerir þeir kleift að halda utan um notkun ferða­gjaf­ar­innar og taka á móti henni.

Engin nauð­syn að sækja for­ritið til að nýta gjöf­ina

Ráðu­neytið tekur fram í svari sínu að ekki er nein nauð­syn fyrir fólk að sækja Ferða­gjaf­ar-­for­ritið í sím­ann sinn til þess að leysa út ferða­gjöf­ina, heldur er einnig hægt að gera það með því að sækja strik­a­merki í sím­ann á Ísland.­is.For­ritið er þó hugsuð sem not­enda­væn og ein­föld leið til að halda utan um gjöf­ina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent