Reiknar ekki með neinum skemmtiferðaskipum í ár

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að hann reikni ekki með því að eitt einasta skemmtiferðaskip leggist að bryggju í Reykjavík í ár, þó mögulega gætu nokkur smærri skip komið síðar á árinu. Alls voru 189 komur bókaðar hjá Faxaflóahöfnum.

Skemmtiferðaskip við bryggju á Akureyri.
Skemmtiferðaskip við bryggju á Akureyri.
Auglýsing

Áætlað var að 189 skemmti­ferða­skip kæmu til Reykja­víkur á þessu ári, en Gísli Gísla­son hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna segir að nú sé ekki búist við því að eitt ein­asta skili sér, sökum áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á skemmti­sigl­inga­iðn­að­inn.

Gísli segir ljóst að tapið vegna þessa fyrir hafnir lands­ins hlaupi á millj­örð­um, en bara hjá Faxa­flóa­höfnum sé tekju­fallið áætlað 600-700 millj­ónir króna, sem sé um 15 pró­sent af árs­tekj­un­um.

Hafn­ar­stjór­inn segir þó, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, að ein­hver minni skemmti­ferða­skip, svokölluð „ex­pedition“-­skip, gætu hugs­an­lega komið til lands­ins með haustinu, en þau verði tæp­lega mörg. 

Auglýsing

Gísli segir ekki blása byr­lega í skemmti­sigl­inga­brans­anum þessa dag­ana, en skipin liggja um þessar mundir lang­flest verk­efna­laus í höfnum heims­ins. 

Heims­far­ald­ur­inn fór illa með bransann, enda voru þó nokkur dæmi um að hóp­sýk­ingar kæmu upp í þessum risa­vöxnu hót­elum hafs­ins og hálf­gerðar hryll­ings­sögur bár­ust frá far­þegum sem lýstu dvöl sinni á skipum sem fengu hvergi að leggj­ast að bryggju eftir að far­þegar fóru að veikj­ast um borð.

Gísli segir að merkja megi áhuga útgerða á að kom­ast aftur af stað, en ferða­vilji við­skipta­vina ráði þó eflaust meiru um hvernig málin þró­ast en áhugi útgerð­anna.

Á næsta ári, segir Gísli, er tals­vert bókað fyrir skemmti­ferða­skip, en ennþá er óljóst hver þró­unin verð­ur, þó reikna megi með því að skemmti­ferða­skipin verði almennt farin að sigla ef ekki verði bakslag í far­aldr­in­um.

Sem áður segir býst Gísli við því að tekjur Faxa­flóa­hafna drag­ist saman um nærri 15 pró­sent sökum þess að skemmti­ferða­skipin koma ekki, en hann segir að hafnir á borð við Ísa­fjarð­ar­höfn og Akur­eyr­ar­höfn hafi enn hærra hlut­fall af sínum heild­ar­tekjum frá skemmti­ferða­skip­um. Þá eigi eftir að telja með tap ferða­þjón­ustu­að­ila uppi á landi.

Sam­kvæmt könnun sem sam­tökin Cru­ise Iceland unnu árið 2018 í sam­starfi við Hafna­sam­band Íslands var þjóð­hags­legur ávinn­ingur af komum skemmti­ferða­skipa um 16,4 millj­arðar króna það ár.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent