Allt að 4,5 milljarðar frá ríkinu í endurgreiðslu pakkaferða

Ráðgert er að allt að 4,5 milljörðum króna verði veitt úr nýjum Ferðaábyrgðarsjóði til þess að endurgreiða neytendum pakkaferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Ferðaskrifstofur hafa allt að 6 ár til að greiða ríkinu til baka.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála.
Auglýsing

Ráð­gert er að heim­ilt verði að veita allt að 4,5 millj­örðum króna úr nýjum Ferða­á­byrgð­ar­sjóði, sem verður í vörslu Ferða­mála­stofu, til þess að end­ur­greiða neyt­endum pakka­ferðir sem ekki voru farnar vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Ferða­skrif­stofur munu hafa allt að sex ár til þess að greiða sjóðnum til baka.

Ekki er búið að leggja fram frum­varp um sjóð­inn, en fjallað er um vænt­an­lega stofnun hans í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefndar um frum­varp til fjár­auka­laga, sem birt var á vef Alþingis í dag.

Stofnun þessa nýja sjóðs er við­bragð við því að frum­varp sem Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála lagði fram og átti að heim­ila ferða­skrif­stofum að end­ur­greiða neyt­endum með inn­eign­arnótum til 12 mán­aða naut ekki meiri­hluta­stuðn­ings á Alþingi.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í nefnd­ar­á­lit­inu mun frum­varpið ná til end­ur­greiðslu ferða sem átti að fara frá 12. mars til og með 30. júní en þurfti að aflýsa vegna heims­far­ald­urs­ins.

Auglýsing


„Ef ferða­menn hafa ekki fengið end­ur­greiðslu frá skipu­leggj­endum eða smá­sölum geta þeir beint kröfu að Ferða­mála­stofu um að sjóð­ur­inn end­ur­greiði þeim þær greiðslur sem þeir eiga rétt á til end­ur­greiðslu sam­kvæmt ákvæðum lag­anna. ­Skipu­leggj­endur eða smá­salar sem hafa end­ur­greitt ferða­mönnum vegna pakka­ferða geta einnig beint kröfu að Ferða­mála­stofu um að sjóð­ur­inn end­ur­greiði þeim þær greiðsl­ur,“ segir í nefnd­ar­á­lit­inu.

Þar kemur einnig fram að lagt sé upp með að ferða­skrif­stofur end­ur­greiði það sem sjóð­ur­inn leggur til á allt að sex árum og að vext­irnir á kröfu sjóðs­ins verði á mark­aðs­for­send­um. 

Skil­yrði fyrir end­ur­greiðslu úr sjóðnum verða nánar útfærð í frum­varp­inu sjálfu, þegar það lítur dags­ins ljós.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent