Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi

Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

„Mér sýn­ist nú ljóst að frum­varpið sem ég lagði fram hafi ekki meiri­hluta­stuðn­ing á Alþing­i.“ Þetta skrifar Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hún fjallar um frum­varp sitt sem átti að heim­ila ferða­­skrif­­stofum að fresta end­­ur­greiðslum pakka­­ferða sem falla niður um allt að tólf mán­uði með því að gefa út inn­­­eign­­arnótur fyrir and­virði ferð­­ar­inn­­ar. Frum­varpið átti að vera  aft­­ur­­virkt til 15. mars og til­­­gangur þess að var sagður að forða því að ferða­­skrif­­stofur fari í þrot, en á sama tíma væri einnig tryggt að inn­­­eign­­ar­­nóta neyt­and­ans félli undir trygg­inga­vernd.

Þór­dís segir í stöðu­upp­færsl­unni að hún jafi staðið með frum­varp­inu eins og það var lagt fram en það hafi ekki stuðn­ing. „Ég geri því ekki ráð fyrir að þingið afgreiði það.“

Fyr­ir­séð að frum­varpið yrði umdeilt

Hún segir að í mál­inu veg­ist á sterk rök á báða bóga, ann­ars vegar um rétt neyt­enda og hins vegar um það að sá neyt­enda­réttur hafi ekki  verið lög­festur með þá stöðu í huga sem nú sé komin upp, algjöra stöðvun ferða­þjón­ust­unnar og yfir­vof­andi gjald­þrot margra ferða­skrif­stofa sem krafðar væru um fullar end­ur­greiðslur án þess að fá nokkrar tekjur á móti. Það hafi því verið fyr­ir­séð að frum­varpið yrði umdeilt. 

Staða ferða­skrif­stofa sé mjög mis­mun­andi og vandi þeirra mis­mik­ill, en ljóst sé að neyt­enda­rétt­ur­inn verði ein­hverjum þeirra ofviða að óbreyttu. „Mögu­legt hefði verið að koma til móts við báðar hliðar máls­ins á kostnað skatt­greið­enda, með því að aflétta ekki bara skyld­unni um end­ur­greiðslu í pen­ingum af fyr­ir­tækj­unum heldur inn­leiða sam­tímis rík­is­á­byrgð á kröfum neyt­enda. Nið­ur­staðan var að gera það ekki,“ skrifar Þór­dís.

Auglýsing
Í fjöl­miðlum í dag hefur verið greint frá því að verið sé að hverfa frá þeirri leið sem hún vildi feta með frum­varp­inu í nágranna­lönd­um, meðal ann­ars í Dan­mörku. „Hugs­an­lega er þar að baki póli­tísk ákvörðun innan ESB um að hvika hvergi frá sam­eig­in­legu regl­unum og sá mögu­leiki er auð­vitað alltaf til staðar að gripið verði til aðgerða gegn löndum sem víkja frá þeim.“

Þá séu aðstæður að breyt­ast frá því að frum­varpið var samið og lagt fram. „Þá var allt eins útlit fyrir að engin eða nær engin ferða­lög yrðu á milli landa fyrr en í haust eða vet­ur. Nú sjáum við að lönd eru að opna landa­mæri sín nú þegar eða eftir nokkra daga, miklu fyrr en talið var lík­legt fyrir fáeinum vik­um. Það þýðir vænt­an­lega að ferða­skrif­stofur standa frammi fyrir færri afbók­unum en ella og geta líka selt nýjar ferðir fyrr en ella. Þrátt fyrir það er mér vel ljóst að sum þeirra standa frammi fyrir mjög alvar­legri stöðu, þó að staða þeirra sé ólík eins og áður seg­ir.“

Ljóst sé þó að frum­varpið hafi ekki stuðn­ing, sem þýðir að hluti stjórn­ar­þing­manna mun ekki styðja við það. Því gerir Þór­dís ekki ráð fyrir að Alþingi muni afgreiða mál­ið. 

Fjöl­miðlar sögðu frá því í dag að Evr­ópu­sam­bandið hefði „úr­skurð­að“ að ekki gengi upp að ferða­skrif­stofur end­ur­greidd­u...

Posted by Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir on Thurs­day, June 4, 2020

Hleypur á millj­örðum

Neyt­enda­sam­tökin og ýmsir aðrir hafa gagn­rýnt frum­varpið harð­lega og sagt það fela í sér að ferða­skrif­stofur fái vaxta­laus lán hjá neyt­endum án þess að þeir hafi nokkuð um það að segja. Breki Karls­­son, for­­maður Neyt­enda­­sam­tak­anna, sagði við Kjarn­ann í maí að þetta virtist vera „default“-still­ingin hjá stjórn­­völd­um, neyt­endur geti átt sig, en fyr­ir­tækj­unum verði að hjálpa. Neyt­enda­­sam­tökin hafa fengið inn á sitt borð stór­auk­inn fjölda kvart­ana og ábend­inga frá neyt­endum sem telja á sér brotið eftir að kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn hófst.

Breki sagði í Kast­­ljósi skömmu áður að Neyt­enda­­sam­tökin hefðu giskað á að féð sem íslenskir neyt­endur ættu inni hjá íslenskum ferða­­skrif­­stofum væri á bil­inu 1,5-2,5 millj­­arðar króna. Hann sagð­ist hafa fulla samúð með fyr­ir­tækj­un­um, en neyt­endur ættu ekki að þurfa veita fyr­ir­tækjum vaxta­­laus lán til þess að verja eigið fé þeirra í gegnum hremm­ing­­arn­­ar. Þeir glími nefn­i­­lega líka við lausa­­fjár­­­vanda.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent