Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi

Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

„Mér sýn­ist nú ljóst að frum­varpið sem ég lagði fram hafi ekki meiri­hluta­stuðn­ing á Alþing­i.“ Þetta skrifar Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hún fjallar um frum­varp sitt sem átti að heim­ila ferða­­skrif­­stofum að fresta end­­ur­greiðslum pakka­­ferða sem falla niður um allt að tólf mán­uði með því að gefa út inn­­­eign­­arnótur fyrir and­virði ferð­­ar­inn­­ar. Frum­varpið átti að vera  aft­­ur­­virkt til 15. mars og til­­­gangur þess að var sagður að forða því að ferða­­skrif­­stofur fari í þrot, en á sama tíma væri einnig tryggt að inn­­­eign­­ar­­nóta neyt­and­ans félli undir trygg­inga­vernd.

Þór­dís segir í stöðu­upp­færsl­unni að hún jafi staðið með frum­varp­inu eins og það var lagt fram en það hafi ekki stuðn­ing. „Ég geri því ekki ráð fyrir að þingið afgreiði það.“

Fyr­ir­séð að frum­varpið yrði umdeilt

Hún segir að í mál­inu veg­ist á sterk rök á báða bóga, ann­ars vegar um rétt neyt­enda og hins vegar um það að sá neyt­enda­réttur hafi ekki  verið lög­festur með þá stöðu í huga sem nú sé komin upp, algjöra stöðvun ferða­þjón­ust­unnar og yfir­vof­andi gjald­þrot margra ferða­skrif­stofa sem krafðar væru um fullar end­ur­greiðslur án þess að fá nokkrar tekjur á móti. Það hafi því verið fyr­ir­séð að frum­varpið yrði umdeilt. 

Staða ferða­skrif­stofa sé mjög mis­mun­andi og vandi þeirra mis­mik­ill, en ljóst sé að neyt­enda­rétt­ur­inn verði ein­hverjum þeirra ofviða að óbreyttu. „Mögu­legt hefði verið að koma til móts við báðar hliðar máls­ins á kostnað skatt­greið­enda, með því að aflétta ekki bara skyld­unni um end­ur­greiðslu í pen­ingum af fyr­ir­tækj­unum heldur inn­leiða sam­tímis rík­is­á­byrgð á kröfum neyt­enda. Nið­ur­staðan var að gera það ekki,“ skrifar Þór­dís.

Auglýsing
Í fjöl­miðlum í dag hefur verið greint frá því að verið sé að hverfa frá þeirri leið sem hún vildi feta með frum­varp­inu í nágranna­lönd­um, meðal ann­ars í Dan­mörku. „Hugs­an­lega er þar að baki póli­tísk ákvörðun innan ESB um að hvika hvergi frá sam­eig­in­legu regl­unum og sá mögu­leiki er auð­vitað alltaf til staðar að gripið verði til aðgerða gegn löndum sem víkja frá þeim.“

Þá séu aðstæður að breyt­ast frá því að frum­varpið var samið og lagt fram. „Þá var allt eins útlit fyrir að engin eða nær engin ferða­lög yrðu á milli landa fyrr en í haust eða vet­ur. Nú sjáum við að lönd eru að opna landa­mæri sín nú þegar eða eftir nokkra daga, miklu fyrr en talið var lík­legt fyrir fáeinum vik­um. Það þýðir vænt­an­lega að ferða­skrif­stofur standa frammi fyrir færri afbók­unum en ella og geta líka selt nýjar ferðir fyrr en ella. Þrátt fyrir það er mér vel ljóst að sum þeirra standa frammi fyrir mjög alvar­legri stöðu, þó að staða þeirra sé ólík eins og áður seg­ir.“

Ljóst sé þó að frum­varpið hafi ekki stuðn­ing, sem þýðir að hluti stjórn­ar­þing­manna mun ekki styðja við það. Því gerir Þór­dís ekki ráð fyrir að Alþingi muni afgreiða mál­ið. 

Fjöl­miðlar sögðu frá því í dag að Evr­ópu­sam­bandið hefði „úr­skurð­að“ að ekki gengi upp að ferða­skrif­stofur end­ur­greidd­u...

Posted by Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir on Thurs­day, June 4, 2020

Hleypur á millj­örðum

Neyt­enda­sam­tökin og ýmsir aðrir hafa gagn­rýnt frum­varpið harð­lega og sagt það fela í sér að ferða­skrif­stofur fái vaxta­laus lán hjá neyt­endum án þess að þeir hafi nokkuð um það að segja. Breki Karls­­son, for­­maður Neyt­enda­­sam­tak­anna, sagði við Kjarn­ann í maí að þetta virtist vera „default“-still­ingin hjá stjórn­­völd­um, neyt­endur geti átt sig, en fyr­ir­tækj­unum verði að hjálpa. Neyt­enda­­sam­tökin hafa fengið inn á sitt borð stór­auk­inn fjölda kvart­ana og ábend­inga frá neyt­endum sem telja á sér brotið eftir að kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn hófst.

Breki sagði í Kast­­ljósi skömmu áður að Neyt­enda­­sam­tökin hefðu giskað á að féð sem íslenskir neyt­endur ættu inni hjá íslenskum ferða­­skrif­­stofum væri á bil­inu 1,5-2,5 millj­­arðar króna. Hann sagð­ist hafa fulla samúð með fyr­ir­tækj­un­um, en neyt­endur ættu ekki að þurfa veita fyr­ir­tækjum vaxta­­laus lán til þess að verja eigið fé þeirra í gegnum hremm­ing­­arn­­ar. Þeir glími nefn­i­­lega líka við lausa­­fjár­­­vanda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent