Óvenjulegur sjómannadagur framundan

Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.

Sjómenn
Auglýsing

Sjó­manna­dag­ur­inn er núna um helg­ina, sunnu­dag­inn 7. júní, en vegna kór­ónu­veirunnar verður dag­ur­inn með öðru sniði en venju­lega. Sjó­manna­sam­band Íslands (SSÍ) gerir dag­inn að umtals­efni í stöðu­upp­færslu á Face­book. „Sjó­mönnum ber að hrósa í þessu ástandi og hvernig þeir hafa tek­ist á við COVID-á­stand­ið. Mjög lítið var um smit og sótt­kví meðal sjó­manna og flot­inn gat verið á sjó þó sum­staðar væri dregið úr sókn­inni vegna ástands á mörk­uð­u­m.“

Þá kemur fram að víða um land sé búið að slá af eða fresta hátíð­ar­höldum vegna sjó­manna­dags­ins. Þó verði lág­marks­dag­skrá víða um land með heiðr­unum ald­inna sjó­manna, minn­ing­ar­at­höfnum og veittar við­ur­kenn­ingar fyrir björg­un­ara­frek. Auð­vitað haldi sjó­menn og þeirra fjöl­skyldur dag­inn hátíð­legan þó með öðrum hætti en áður.

Sjó­manna­dag­ur­inn var hald­inn hátíð­legur í fyrsta skipti þann 6. júní árið 1938. Sá dagur var mánu­dag­ur, annar í hvíta­sunnu. Næstu ár var fylgt reglu sem á end­anum var lög­tekin árið 1987, að sjó­manna­dagur skyldi vera fyrsti sunnu­dagur í júní nema hvíta­sunnu bæri upp á þann dag. Þá skyldi sjó­manna­dag­ur­inn vera viku síð­ar.

Auglýsing

SFS segja að hálfa pró­sentið sé fallið úr gildi

Sam­kvæmt Sjó­manna­sam­bandi Íslands er ekki mikið að frétta af kjara­málum sjó­manna. „Og þó. Sjó­manna­sam­band Íslands er nú með eitt mál gegn Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) fyrir Félags­dómi. Það varðar hækkun kaup­trygg­ingar sem sjó­menn áttu að fá þann 1. maí í fyrra. Það stendur bein­línis skrifað í okkar samn­ing að allar þær hækk­anir sem koma á almenna mark­aðnum á árinu 2019 ættu einnig að koma til sjó­manna. Allt tal um annað er útúr­snún­ingur af hálfu SFS.

Einnig er annað mál í und­ir­bún­ingi fyrir Félags­dómi af hálfu SSÍ gegn SFS. Það er ein­hliða til­kynnig SFS að hálfa pró­sentið sem bætt­ist við þá lág­marks­pró­sentu til skipta þegar útgerð kaupir afla af sjálfri sér, sé fallið úr gildi. Þetta var okkur til­kynnt með tölvu­pósti þann 6. maí síð­ast­lið­inn. Þó er það inn­ritað í samn­ing­inn að það gildi meðan samn­ing­ur­inn er í gildi. Og takið eft­ir, hann gildir þar til nýr samn­ingur er gerð­ur. Um það er hefur aldrei verið nokkur ein­asti vafi á íslenskum vinnu­mark­að­i,“ segir í færsl­unni.

Enn fremur kemur fram að ef þessi fram­gangs­máti eigi að vera á rekstri kjara­samn­ings­ins þeirra muni sjó­menn áskilja sér rétt til að segja upp þeim hluta samn­ings­ins sem þeir eru ekki sáttir við, til að mynda nýsmíða­á­lag­inu. „Eigum við að byrja þar? Það er ger­sam­lega óþol­andi að annar aðili samn­ings geti sagt upp einum lið samn­ings­ins án sam­tals og/eða við­un­andi raka.“

Sjó­menn verði að fylgj­ast vel með

Nú verði sjó­menn að fylgj­ast með hvort hálfa pró­sentið detti út hjá þeim í júní. Til­kynnig SFS um olíu­við­miðs­pró­sent­una í júní sé 77 pró­sent en eigi að vera 77,5 pró­sent. Ef það ger­ist að við­miðið vegna kaupa á eigin afla verði 77 pró­sent í júní, telur Sjó­manna­sam­bandið að komin sé ótví­ræð heim­ild félag­anna sem að samn­ingnum standa, að beita sekt­ar­á­kvæði kjara­samn­ings­ins sem er 630.046 krónur fyrir hvert brot.

„Um­boðs­menn útgerð­anna, SFS, segj­ast ekki hafa umboð til að klára bókana­vinnu sem verið hefur í gangi síðan síð­asti samn­ingur var gerður vegna þess að kröfur séu nú komnar fram. Það er alveg krist­al­tært að að ekki verður gerður annar samn­ingur nema þessar bók­anir verði klárað­ar. Fyr­ir­vari er í kröfu­gerð okkar um það. Bók­an­irnar skipta gíf­ur­legu máli fyrir fram­hald­ið.

Nýr for­maður SFS hefur látið hafa eftir sér að næsta verk­efni sé að klára samn­inga við sjó­menn. Gott og vel við erum til í slag­inn ef hugur fylgir máli og SFS hættir að keyra kjara­samn­ing­inn áfram á til­kynn­ingum um að hitt og þetta sem þeim er ekki að skapi, sé fallið úr gild­i,“ segir í færsl­unni.

Gleði­legan Sjó­manna­dag. Á þessum tímum Covid-19 er erfitt að halda fjöl­mennar hátíðir eins og Sjó­manna­dag­inn. Sjó­mönn­um...

Posted by Sjó­manna­sam­band Íslands on Thurs­day, June 4, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent