Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi

Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Ísland leggur fram hálfan millj­arð í þróun á bólu­efni en Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra til­kynnti um fram­lag Íslands til sér­staks aðgerða­banda­lags fjöl­margra ríkja, fyr­ir­tækja og stofn­ana á ráð­stefnu bólu­setn­ing­ar­banda­lags­ins Gavi í dag.

Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Aðgerða­banda­lagið sem miðar að því að hraða þró­un, fram­leiðslu og dreif­ingu á bólu­efni við COVID-19 var stofnað fyrir rúmum mán­uði og er mark­mið þess jafn­framt að stuðla að sýna­tökum og með­ferð­ar­úr­ræðum fyrir alla, óháð búsetu og efna­hag.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni skipt­ist fram­lag Íslands þannig að 250 millj­ónir króna fara til bólu­setn­ing­ar­banda­lags­ins Gavi og sama upp­hæð til CEPI (e; Coa­lition for Epidemic Prepared­ness Innovation) sem er sam­starfs­vett­vangur fyr­ir­tækja og opin­berra aðila um við­búnað gegn far­sótt­um.

„Fjöl­margar alþjóða­stofn­anir og sjóðir á sviði heil­brigð­is­mála, auk Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar standa að aðgerða­banda­lag­inu og hefur fjöldi ríkja til­kynnt um fram­lög til mis­mun­andi stofn­ana undir hatti þess. Þannig hafa Norð­menn lofað millj­arði Banda­ríkja­dala og Banda­rík­in, Bret­land, Kanada og Þýska­land lofað hund­ruðum millj­óna Banda­ríkja­dala,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

8,8 millj­arðar Banda­ríkja­dala söfn­uð­ust

Katrín sagði í upp­hafs­ávarpi sínu að jafn aðgangur að heil­brigð­is­þjón­ustu væri einn mik­il­væg­asti þáttur heil­brigð­is­mála og tryggði grunn­mann­rétt­indi; rétt­inn til lífs. Bólu­setn­ing færði öllum kyn­slóðum tæki­færi til heil­brigðrar og inni­halds­ríkrar ævi.

Auk for­sæt­is­ráð­herra Íslands ávarp­aði fjöldi þjóð­ar­leið­toga fjar­ráð­stefn­una sem boðað var til af Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands. Bill Gates, stofn­andi Microsoft, var jafn­framt einn ræðu­manna en stofnun Bill og Melindu Gates, hefur heitið 250 millj­ónum Banda­ríkja­dala til bar­átt­unnar gegn COVID-19. Mark­mið Gavi ráð­stefn­unnar í dag var að safna sam­tals 7,4 millj­örðum Banda­ríkja­dala og náð­ist það og gott betur því alls söfn­uð­ust 8,8 millj­arð­ar, að því er fram kemur hjá Stjórn­ar­ráð­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent