Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi

Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Ísland leggur fram hálfan millj­arð í þróun á bólu­efni en Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra til­kynnti um fram­lag Íslands til sér­staks aðgerða­banda­lags fjöl­margra ríkja, fyr­ir­tækja og stofn­ana á ráð­stefnu bólu­setn­ing­ar­banda­lags­ins Gavi í dag.

Frá þessu er greint á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Aðgerða­banda­lagið sem miðar að því að hraða þró­un, fram­leiðslu og dreif­ingu á bólu­efni við COVID-19 var stofnað fyrir rúmum mán­uði og er mark­mið þess jafn­framt að stuðla að sýna­tökum og með­ferð­ar­úr­ræðum fyrir alla, óháð búsetu og efna­hag.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni skipt­ist fram­lag Íslands þannig að 250 millj­ónir króna fara til bólu­setn­ing­ar­banda­lags­ins Gavi og sama upp­hæð til CEPI (e; Coa­lition for Epidemic Prepared­ness Innovation) sem er sam­starfs­vett­vangur fyr­ir­tækja og opin­berra aðila um við­búnað gegn far­sótt­um.

„Fjöl­margar alþjóða­stofn­anir og sjóðir á sviði heil­brigð­is­mála, auk Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar standa að aðgerða­banda­lag­inu og hefur fjöldi ríkja til­kynnt um fram­lög til mis­mun­andi stofn­ana undir hatti þess. Þannig hafa Norð­menn lofað millj­arði Banda­ríkja­dala og Banda­rík­in, Bret­land, Kanada og Þýska­land lofað hund­ruðum millj­óna Banda­ríkja­dala,“ segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

8,8 millj­arðar Banda­ríkja­dala söfn­uð­ust

Katrín sagði í upp­hafs­ávarpi sínu að jafn aðgangur að heil­brigð­is­þjón­ustu væri einn mik­il­væg­asti þáttur heil­brigð­is­mála og tryggði grunn­mann­rétt­indi; rétt­inn til lífs. Bólu­setn­ing færði öllum kyn­slóðum tæki­færi til heil­brigðrar og inni­halds­ríkrar ævi.

Auk for­sæt­is­ráð­herra Íslands ávarp­aði fjöldi þjóð­ar­leið­toga fjar­ráð­stefn­una sem boðað var til af Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands. Bill Gates, stofn­andi Microsoft, var jafn­framt einn ræðu­manna en stofnun Bill og Melindu Gates, hefur heitið 250 millj­ónum Banda­ríkja­dala til bar­átt­unnar gegn COVID-19. Mark­mið Gavi ráð­stefn­unnar í dag var að safna sam­tals 7,4 millj­örðum Banda­ríkja­dala og náð­ist það og gott betur því alls söfn­uð­ust 8,8 millj­arð­ar, að því er fram kemur hjá Stjórn­ar­ráð­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reykjavíkurstjórn líklegasti valkosturinn við sitjandi ríkisstjórn
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 5. júlí 2020
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent