Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID

„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.

Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Auglýsing

Ef mann­kyn­inu tekst ekki að gera rót­tækar breyt­ingar í mat­væla­fram­leiðslu í kjöl­far far­ald­urs COVID-19 og vegna lofts­lags­breyt­inga er það búið að vera, segir nátt­úru­fræð­ing­ur­inn Jane Goodall. Hún segir far­ald­ur­inn til­kom­inn vegna rányrkju nátt­úru­auð­linda þar sem skógar hafa verið rudd­ir, dýra­teg­undum útrýmt og vist­kerfi eyðilögð. Stór­tækur land­bún­aður nútím­ans væri jarð­vegur fyrir sjúk­dóma í dýrum sem svo smit­ast yfir í menn og valda skaða í sam­fé­lög­um.

„Við höfum kallað þetta yfir okkur sjálf með algjörri van­virð­ingu við dýr og umhverf­ið,“ segir Goodall sem í um sex ára­tugi hefur barist fyrir verndun nátt­úr­unn­ar, m.a. simpansa sem hún bjó á meðal í mörg ár.

Nýja kór­ónu­veiran, SARS CoV-2, fór úr leð­ur­blökum í menn, mögu­lega með milli­hýsli, í tengslum við blaut­markað í Wuhan-­borg í Kína. Á slíkum mörk­uðum eru seld bæði lif­andi og dauð dýr. „Van­virð­ing okkar við villt dýr og van­virð­ing okkar við búfénað hefur skapað aðstæður fyrir sjúk­dóma að ber­ast í mann­eskj­ur.“

Auglýsing

Goodall hélt erindi á mál­þingi sam­tak­anna Compassion in World Farm­ing sem fram fór á net­inu í vik­unni. Í máli hennar kom fram að nauð­syn­legt væri að hverfa frá stór­tækum verk­smiðju­bú­skap. Minnti hún á að sýkla­lyfja­ó­næmi, sem er stór­kost­leg heilsu­far­sógn, teng­ist verk­smiðju­bú­skap. „Ef við breytum ekki okkar háttum þá er úti um okk­ur. Við getum ekki haldið svona áfram mikið leng­ur.“

Fátækt er hættu­leg umhverf­inu því fátækt fólk í dreif­býli á sér stundum engar aðrar bjargir en að ganga á auð­lindir með ósjálf­bærum hætti, t.d. að ryðja skóga. Á þétt­býlli svæðum verður fátækt til þess að fólk neyð­ist til að kaupa ódýr­ustu mat­vöru sem til er – sama hvaða umhverf­is­spjöllum og þján­ingum fram­leiðsla hennar útheimt­ir. Efn­is­hyggja þeirra sem meira fé hafa svo á milli hand­anna hefur leitt til gríð­ar­legrar ofneyslu og sóun­ar. Goodall segir að hinir efna­meiri ættu að taka ábyrgð á eigin neyslu. „Við verðum að hætta að kaupa vör­urnar þeirra,“ sagði hún um fyr­ir­tæki sem stunda verk­smiðju­bú­skap og rányrkju. „Við erum komin að tíma­mótum í sam­bandi okkar við nátt­úr­una,“ sagði hún og bætti við að nú gæf­ist lít­ill gluggi til að gera rót­tækar breyt­ingar svo koma megi í veg fyrir frek­ari hörm­ung­ar. „Ein sú lexía sem við höfum lært í þessu ástandi er sú að við verðum að breyta hegðun okk­ar. Vís­inda­menn hafa varað við því að til að kom­ast hjá því að hættu­á­stand skap­ist aftur í fram­tíð­inni verðum við að gera rót­tækar breyt­ingar á matar­æði okkar í átt að plöntu­ríku fæði. Vegna dýranna, jarð­ar­innar og heilsu barn­anna okk­ar.“

Rann­sókn FAIRR, sam­taka alþjóð­legra fjár­festa, á tengslum stór­tæks land­bún­aðar og far­sótta, leiddi í ljós að yfir 70 pró­sent stærstu kjöt-, fisk- og mjólk­ur­fram­leið­enda í heim­inum eiga á hættu að fóstra vísa að far­öldrum fram­tíð­ar­inn­ar. Það skýrist af slökum örygg­is­kröf­um, of mik­ils þétt­leika dýra og ofnotk­unar á sýkla­lyfj­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent