Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID

„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.

Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Auglýsing

Ef mann­kyn­inu tekst ekki að gera rót­tækar breyt­ingar í mat­væla­fram­leiðslu í kjöl­far far­ald­urs COVID-19 og vegna lofts­lags­breyt­inga er það búið að vera, segir nátt­úru­fræð­ing­ur­inn Jane Goodall. Hún segir far­ald­ur­inn til­kom­inn vegna rányrkju nátt­úru­auð­linda þar sem skógar hafa verið rudd­ir, dýra­teg­undum útrýmt og vist­kerfi eyðilögð. Stór­tækur land­bún­aður nútím­ans væri jarð­vegur fyrir sjúk­dóma í dýrum sem svo smit­ast yfir í menn og valda skaða í sam­fé­lög­um.

„Við höfum kallað þetta yfir okkur sjálf með algjörri van­virð­ingu við dýr og umhverf­ið,“ segir Goodall sem í um sex ára­tugi hefur barist fyrir verndun nátt­úr­unn­ar, m.a. simpansa sem hún bjó á meðal í mörg ár.

Nýja kór­ónu­veiran, SARS CoV-2, fór úr leð­ur­blökum í menn, mögu­lega með milli­hýsli, í tengslum við blaut­markað í Wuhan-­borg í Kína. Á slíkum mörk­uðum eru seld bæði lif­andi og dauð dýr. „Van­virð­ing okkar við villt dýr og van­virð­ing okkar við búfénað hefur skapað aðstæður fyrir sjúk­dóma að ber­ast í mann­eskj­ur.“

Auglýsing

Goodall hélt erindi á mál­þingi sam­tak­anna Compassion in World Farm­ing sem fram fór á net­inu í vik­unni. Í máli hennar kom fram að nauð­syn­legt væri að hverfa frá stór­tækum verk­smiðju­bú­skap. Minnti hún á að sýkla­lyfja­ó­næmi, sem er stór­kost­leg heilsu­far­sógn, teng­ist verk­smiðju­bú­skap. „Ef við breytum ekki okkar háttum þá er úti um okk­ur. Við getum ekki haldið svona áfram mikið leng­ur.“

Fátækt er hættu­leg umhverf­inu því fátækt fólk í dreif­býli á sér stundum engar aðrar bjargir en að ganga á auð­lindir með ósjálf­bærum hætti, t.d. að ryðja skóga. Á þétt­býlli svæðum verður fátækt til þess að fólk neyð­ist til að kaupa ódýr­ustu mat­vöru sem til er – sama hvaða umhverf­is­spjöllum og þján­ingum fram­leiðsla hennar útheimt­ir. Efn­is­hyggja þeirra sem meira fé hafa svo á milli hand­anna hefur leitt til gríð­ar­legrar ofneyslu og sóun­ar. Goodall segir að hinir efna­meiri ættu að taka ábyrgð á eigin neyslu. „Við verðum að hætta að kaupa vör­urnar þeirra,“ sagði hún um fyr­ir­tæki sem stunda verk­smiðju­bú­skap og rányrkju. 



„Við erum komin að tíma­mótum í sam­bandi okkar við nátt­úr­una,“ sagði hún og bætti við að nú gæf­ist lít­ill gluggi til að gera rót­tækar breyt­ingar svo koma megi í veg fyrir frek­ari hörm­ung­ar. „Ein sú lexía sem við höfum lært í þessu ástandi er sú að við verðum að breyta hegðun okk­ar. Vís­inda­menn hafa varað við því að til að kom­ast hjá því að hættu­á­stand skap­ist aftur í fram­tíð­inni verðum við að gera rót­tækar breyt­ingar á matar­æði okkar í átt að plöntu­ríku fæði. Vegna dýranna, jarð­ar­innar og heilsu barn­anna okk­ar.“

Rann­sókn FAIRR, sam­taka alþjóð­legra fjár­festa, á tengslum stór­tæks land­bún­aðar og far­sótta, leiddi í ljós að yfir 70 pró­sent stærstu kjöt-, fisk- og mjólk­ur­fram­leið­enda í heim­inum eiga á hættu að fóstra vísa að far­öldrum fram­tíð­ar­inn­ar. Það skýrist af slökum örygg­is­kröf­um, of mik­ils þétt­leika dýra og ofnotk­unar á sýkla­lyfj­um.



Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent