Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID

„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.

Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Auglýsing

Ef mann­kyn­inu tekst ekki að gera rót­tækar breyt­ingar í mat­væla­fram­leiðslu í kjöl­far far­ald­urs COVID-19 og vegna lofts­lags­breyt­inga er það búið að vera, segir nátt­úru­fræð­ing­ur­inn Jane Goodall. Hún segir far­ald­ur­inn til­kom­inn vegna rányrkju nátt­úru­auð­linda þar sem skógar hafa verið rudd­ir, dýra­teg­undum útrýmt og vist­kerfi eyðilögð. Stór­tækur land­bún­aður nútím­ans væri jarð­vegur fyrir sjúk­dóma í dýrum sem svo smit­ast yfir í menn og valda skaða í sam­fé­lög­um.

„Við höfum kallað þetta yfir okkur sjálf með algjörri van­virð­ingu við dýr og umhverf­ið,“ segir Goodall sem í um sex ára­tugi hefur barist fyrir verndun nátt­úr­unn­ar, m.a. simpansa sem hún bjó á meðal í mörg ár.

Nýja kór­ónu­veiran, SARS CoV-2, fór úr leð­ur­blökum í menn, mögu­lega með milli­hýsli, í tengslum við blaut­markað í Wuhan-­borg í Kína. Á slíkum mörk­uðum eru seld bæði lif­andi og dauð dýr. „Van­virð­ing okkar við villt dýr og van­virð­ing okkar við búfénað hefur skapað aðstæður fyrir sjúk­dóma að ber­ast í mann­eskj­ur.“

Auglýsing

Goodall hélt erindi á mál­þingi sam­tak­anna Compassion in World Farm­ing sem fram fór á net­inu í vik­unni. Í máli hennar kom fram að nauð­syn­legt væri að hverfa frá stór­tækum verk­smiðju­bú­skap. Minnti hún á að sýkla­lyfja­ó­næmi, sem er stór­kost­leg heilsu­far­sógn, teng­ist verk­smiðju­bú­skap. „Ef við breytum ekki okkar háttum þá er úti um okk­ur. Við getum ekki haldið svona áfram mikið leng­ur.“

Fátækt er hættu­leg umhverf­inu því fátækt fólk í dreif­býli á sér stundum engar aðrar bjargir en að ganga á auð­lindir með ósjálf­bærum hætti, t.d. að ryðja skóga. Á þétt­býlli svæðum verður fátækt til þess að fólk neyð­ist til að kaupa ódýr­ustu mat­vöru sem til er – sama hvaða umhverf­is­spjöllum og þján­ingum fram­leiðsla hennar útheimt­ir. Efn­is­hyggja þeirra sem meira fé hafa svo á milli hand­anna hefur leitt til gríð­ar­legrar ofneyslu og sóun­ar. Goodall segir að hinir efna­meiri ættu að taka ábyrgð á eigin neyslu. „Við verðum að hætta að kaupa vör­urnar þeirra,“ sagði hún um fyr­ir­tæki sem stunda verk­smiðju­bú­skap og rányrkju. „Við erum komin að tíma­mótum í sam­bandi okkar við nátt­úr­una,“ sagði hún og bætti við að nú gæf­ist lít­ill gluggi til að gera rót­tækar breyt­ingar svo koma megi í veg fyrir frek­ari hörm­ung­ar. „Ein sú lexía sem við höfum lært í þessu ástandi er sú að við verðum að breyta hegðun okk­ar. Vís­inda­menn hafa varað við því að til að kom­ast hjá því að hættu­á­stand skap­ist aftur í fram­tíð­inni verðum við að gera rót­tækar breyt­ingar á matar­æði okkar í átt að plöntu­ríku fæði. Vegna dýranna, jarð­ar­innar og heilsu barn­anna okk­ar.“

Rann­sókn FAIRR, sam­taka alþjóð­legra fjár­festa, á tengslum stór­tæks land­bún­aðar og far­sótta, leiddi í ljós að yfir 70 pró­sent stærstu kjöt-, fisk- og mjólk­ur­fram­leið­enda í heim­inum eiga á hættu að fóstra vísa að far­öldrum fram­tíð­ar­inn­ar. Það skýrist af slökum örygg­is­kröf­um, of mik­ils þétt­leika dýra og ofnotk­unar á sýkla­lyfj­um.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent