Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Auglýsing

Ein­stak­lingur sem taldi tölvu­pósta frá starfs­manni fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til starfs­manna fjár­mála­ráðu­neyta á hinum Norð­ur­lönd­unum og ann­arra hafa komið í veg fyrir ráðn­ingu sína í rit­stjóra­starf fræði­tíma­rits, hefur fengið aðgang að umræddum tölvu­póst­u­m. 

Þetta segir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en ráðu­neyt­inu var gert að afhenda tölvu­póstana á grund­velli upp­lýs­inga­laga. Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál komst að nið­ur­stöðu í mál­inu 20. maí og var úrskurð­ur­inn birtur fyrr í vik­unni.

Tölvu­póst­sam­skiptin áttu sér stað 4.-11. nóv­em­ber í fyrra og sam­kvæmt yfir­ferð nefnd­ar­innar á efni þeirra er ljóst að sá sem fjallað var um í póst­unum frá starfs­manni fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins var á meðal þeirra sem komu til greina í starf sem rit­stjóri fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Tíma­ritið er sam­starfs­verk­efni nor­rænu fjár­mála­ráðu­neyt­anna og nor­rænu rann­sókna­stofn­un­ar­innar Nor­dreg­io.

Auglýsing

Tölvu­póst­arnir voru sendir frá starfs­manni ráðu­neyt­is­ins á starfs­menn finnska, norska og danska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, auk starfs­manna Nor­dreg­io.

Í kæru til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sagði að kær­and­inn teldi ráðu­neytið hafa átt í sam­skiptum um per­sónu sína með ótil­hlýði­legum hætti og sett fram rang­færsl­ur, sem hafi orðið til þess að ráðn­ing hans í rit­stjóra­starf var dregin til baka.

Ráðu­neytið segir ekki rétt að búið hafi verið að ráða ein­stak­ling­inn

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið segir að það sé búið að leið­rétta upp­lýs­ingar sem settar hafi verið fram um kær­anda, sem í ljós hefði komið að væru úrelt­ar. 

Ráðu­neytið neit­aði þó að afhenda kær­anda afrit tölvu­póstana sem hann óskaði eftir að fá að sjá og vís­aði til þess að traust og trún­aður þyrfti að gilda um sam­skipti við Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina um mál­efni af þessum toga, rétt eins og um sam­skipti við aðrar fjöl­þjóða­stofn­an­ir.

Sagði ráðu­neytið að þeir mik­il­vægu almanna­hags­munir sem fælust í að tryggja góð sam­skipti og gagn­kvæmt traust í alþjóða­sam­starfi stæðu í vegi fyrir að kær­anda yrði veittur aðgangur að póst­un­um.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sagð­ist einnig hafa leið­rétt þann skiln­ing kær­anda að hann hefði verið ráð­inn í starf­ið. Ráðu­neytið segir að kær­andi hafi bara verið einn af mörgum sem komið hafi til greina í stöð­una og að starfstil­boð eða ráðn­ing í stöðu rit­stjóra Nor­dic Economic Policy Review þurfi sam­hljóða sam­þykkt aðild­ar­ríkj­anna.

Ríkur réttur til að sjá hvernig stjórn­völd miðla upp­lýs­ingum til erlendra aðila í tengslum við atvinnu­tæki­færi

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál segir í nið­ur­stöðu sinni um málið að ekki verði annað séð, af þeim reglum sem Norð­ur­löndin hafa komið sér saman um að eigi að gilda um aðgengi að gögnum Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, en að umsækj­endur um störf hjá nefnd­inni og öðrum sam­bæri­legum stofn­unum eigi almennt rétt til aðgangs að gögnum sem varða þá sjálfa.

Þá er enn fremur ekk­ert í umbeðnum gögnum sem gefur til­efni til að ætla að raun­veru­legt tjón muni hljót­ast af því að umbeðin gögn verði afhent kær­anda, að mati úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar, sem segir hann eiga ríkan rétt til aðgangs að gögnum um það hvernig íslensk stjórn­völd miðla upp­lýs­ingum um hann til erlendra aðila í tengslum við hugs­an­leg atvinnu­tæki­færi á grund­velli meg­in­reglu 1. mgr. 14. gr. upp­lýs­inga­laga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent