Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Auglýsing

Ein­stak­lingur sem taldi tölvu­pósta frá starfs­manni fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til starfs­manna fjár­mála­ráðu­neyta á hinum Norð­ur­lönd­unum og ann­arra hafa komið í veg fyrir ráðn­ingu sína í rit­stjóra­starf fræði­tíma­rits, hefur fengið aðgang að umræddum tölvu­póst­u­m. 

Þetta segir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en ráðu­neyt­inu var gert að afhenda tölvu­póstana á grund­velli upp­lýs­inga­laga. Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál komst að nið­ur­stöðu í mál­inu 20. maí og var úrskurð­ur­inn birtur fyrr í vik­unni.

Tölvu­póst­sam­skiptin áttu sér stað 4.-11. nóv­em­ber í fyrra og sam­kvæmt yfir­ferð nefnd­ar­innar á efni þeirra er ljóst að sá sem fjallað var um í póst­unum frá starfs­manni fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins var á meðal þeirra sem komu til greina í starf sem rit­stjóri fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Tíma­ritið er sam­starfs­verk­efni nor­rænu fjár­mála­ráðu­neyt­anna og nor­rænu rann­sókna­stofn­un­ar­innar Nor­dreg­io.

Auglýsing

Tölvu­póst­arnir voru sendir frá starfs­manni ráðu­neyt­is­ins á starfs­menn finnska, norska og danska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, auk starfs­manna Nor­dreg­io.

Í kæru til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sagði að kær­and­inn teldi ráðu­neytið hafa átt í sam­skiptum um per­sónu sína með ótil­hlýði­legum hætti og sett fram rang­færsl­ur, sem hafi orðið til þess að ráðn­ing hans í rit­stjóra­starf var dregin til baka.

Ráðu­neytið segir ekki rétt að búið hafi verið að ráða ein­stak­ling­inn

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið segir að það sé búið að leið­rétta upp­lýs­ingar sem settar hafi verið fram um kær­anda, sem í ljós hefði komið að væru úrelt­ar. 

Ráðu­neytið neit­aði þó að afhenda kær­anda afrit tölvu­póstana sem hann óskaði eftir að fá að sjá og vís­aði til þess að traust og trún­aður þyrfti að gilda um sam­skipti við Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina um mál­efni af þessum toga, rétt eins og um sam­skipti við aðrar fjöl­þjóða­stofn­an­ir.

Sagði ráðu­neytið að þeir mik­il­vægu almanna­hags­munir sem fælust í að tryggja góð sam­skipti og gagn­kvæmt traust í alþjóða­sam­starfi stæðu í vegi fyrir að kær­anda yrði veittur aðgangur að póst­un­um.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sagð­ist einnig hafa leið­rétt þann skiln­ing kær­anda að hann hefði verið ráð­inn í starf­ið. Ráðu­neytið segir að kær­andi hafi bara verið einn af mörgum sem komið hafi til greina í stöð­una og að starfstil­boð eða ráðn­ing í stöðu rit­stjóra Nor­dic Economic Policy Review þurfi sam­hljóða sam­þykkt aðild­ar­ríkj­anna.

Ríkur réttur til að sjá hvernig stjórn­völd miðla upp­lýs­ingum til erlendra aðila í tengslum við atvinnu­tæki­færi

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál segir í nið­ur­stöðu sinni um málið að ekki verði annað séð, af þeim reglum sem Norð­ur­löndin hafa komið sér saman um að eigi að gilda um aðgengi að gögnum Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, en að umsækj­endur um störf hjá nefnd­inni og öðrum sam­bæri­legum stofn­unum eigi almennt rétt til aðgangs að gögnum sem varða þá sjálfa.

Þá er enn fremur ekk­ert í umbeðnum gögnum sem gefur til­efni til að ætla að raun­veru­legt tjón muni hljót­ast af því að umbeðin gögn verði afhent kær­anda, að mati úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar, sem segir hann eiga ríkan rétt til aðgangs að gögnum um það hvernig íslensk stjórn­völd miðla upp­lýs­ingum um hann til erlendra aðila í tengslum við hugs­an­leg atvinnu­tæki­færi á grund­velli meg­in­reglu 1. mgr. 14. gr. upp­lýs­inga­laga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent