Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Auglýsing

Ein­stak­lingur sem taldi tölvu­pósta frá starfs­manni fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til starfs­manna fjár­mála­ráðu­neyta á hinum Norð­ur­lönd­unum og ann­arra hafa komið í veg fyrir ráðn­ingu sína í rit­stjóra­starf fræði­tíma­rits, hefur fengið aðgang að umræddum tölvu­póst­u­m. 

Þetta segir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en ráðu­neyt­inu var gert að afhenda tölvu­póstana á grund­velli upp­lýs­inga­laga. Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál komst að nið­ur­stöðu í mál­inu 20. maí og var úrskurð­ur­inn birtur fyrr í vik­unni.

Tölvu­póst­sam­skiptin áttu sér stað 4.-11. nóv­em­ber í fyrra og sam­kvæmt yfir­ferð nefnd­ar­innar á efni þeirra er ljóst að sá sem fjallað var um í póst­unum frá starfs­manni fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins var á meðal þeirra sem komu til greina í starf sem rit­stjóri fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Tíma­ritið er sam­starfs­verk­efni nor­rænu fjár­mála­ráðu­neyt­anna og nor­rænu rann­sókna­stofn­un­ar­innar Nor­dreg­io.

Auglýsing

Tölvu­póst­arnir voru sendir frá starfs­manni ráðu­neyt­is­ins á starfs­menn finnska, norska og danska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, auk starfs­manna Nor­dreg­io.

Í kæru til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sagði að kær­and­inn teldi ráðu­neytið hafa átt í sam­skiptum um per­sónu sína með ótil­hlýði­legum hætti og sett fram rang­færsl­ur, sem hafi orðið til þess að ráðn­ing hans í rit­stjóra­starf var dregin til baka.

Ráðu­neytið segir ekki rétt að búið hafi verið að ráða ein­stak­ling­inn

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið segir að það sé búið að leið­rétta upp­lýs­ingar sem settar hafi verið fram um kær­anda, sem í ljós hefði komið að væru úrelt­ar. 

Ráðu­neytið neit­aði þó að afhenda kær­anda afrit tölvu­póstana sem hann óskaði eftir að fá að sjá og vís­aði til þess að traust og trún­aður þyrfti að gilda um sam­skipti við Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina um mál­efni af þessum toga, rétt eins og um sam­skipti við aðrar fjöl­þjóða­stofn­an­ir.

Sagði ráðu­neytið að þeir mik­il­vægu almanna­hags­munir sem fælust í að tryggja góð sam­skipti og gagn­kvæmt traust í alþjóða­sam­starfi stæðu í vegi fyrir að kær­anda yrði veittur aðgangur að póst­un­um.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sagð­ist einnig hafa leið­rétt þann skiln­ing kær­anda að hann hefði verið ráð­inn í starf­ið. Ráðu­neytið segir að kær­andi hafi bara verið einn af mörgum sem komið hafi til greina í stöð­una og að starfstil­boð eða ráðn­ing í stöðu rit­stjóra Nor­dic Economic Policy Review þurfi sam­hljóða sam­þykkt aðild­ar­ríkj­anna.

Ríkur réttur til að sjá hvernig stjórn­völd miðla upp­lýs­ingum til erlendra aðila í tengslum við atvinnu­tæki­færi

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál segir í nið­ur­stöðu sinni um málið að ekki verði annað séð, af þeim reglum sem Norð­ur­löndin hafa komið sér saman um að eigi að gilda um aðgengi að gögnum Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, en að umsækj­endur um störf hjá nefnd­inni og öðrum sam­bæri­legum stofn­unum eigi almennt rétt til aðgangs að gögnum sem varða þá sjálfa.

Þá er enn fremur ekk­ert í umbeðnum gögnum sem gefur til­efni til að ætla að raun­veru­legt tjón muni hljót­ast af því að umbeðin gögn verði afhent kær­anda, að mati úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar, sem segir hann eiga ríkan rétt til aðgangs að gögnum um það hvernig íslensk stjórn­völd miðla upp­lýs­ingum um hann til erlendra aðila í tengslum við hugs­an­leg atvinnu­tæki­færi á grund­velli meg­in­reglu 1. mgr. 14. gr. upp­lýs­inga­laga.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent