Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Auglýsing

Ein­stak­lingur sem taldi tölvu­pósta frá starfs­manni fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins til starfs­manna fjár­mála­ráðu­neyta á hinum Norð­ur­lönd­unum og ann­arra hafa komið í veg fyrir ráðn­ingu sína í rit­stjóra­starf fræði­tíma­rits, hefur fengið aðgang að umræddum tölvu­póst­u­m. 

Þetta segir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en ráðu­neyt­inu var gert að afhenda tölvu­póstana á grund­velli upp­lýs­inga­laga. Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál komst að nið­ur­stöðu í mál­inu 20. maí og var úrskurð­ur­inn birtur fyrr í vik­unni.

Tölvu­póst­sam­skiptin áttu sér stað 4.-11. nóv­em­ber í fyrra og sam­kvæmt yfir­ferð nefnd­ar­innar á efni þeirra er ljóst að sá sem fjallað var um í póst­unum frá starfs­manni fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins var á meðal þeirra sem komu til greina í starf sem rit­stjóri fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Tíma­ritið er sam­starfs­verk­efni nor­rænu fjár­mála­ráðu­neyt­anna og nor­rænu rann­sókna­stofn­un­ar­innar Nor­dreg­io.

Auglýsing

Tölvu­póst­arnir voru sendir frá starfs­manni ráðu­neyt­is­ins á starfs­menn finnska, norska og danska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, auk starfs­manna Nor­dreg­io.

Í kæru til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sagði að kær­and­inn teldi ráðu­neytið hafa átt í sam­skiptum um per­sónu sína með ótil­hlýði­legum hætti og sett fram rang­færsl­ur, sem hafi orðið til þess að ráðn­ing hans í rit­stjóra­starf var dregin til baka.

Ráðu­neytið segir ekki rétt að búið hafi verið að ráða ein­stak­ling­inn

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið segir að það sé búið að leið­rétta upp­lýs­ingar sem settar hafi verið fram um kær­anda, sem í ljós hefði komið að væru úrelt­ar. 

Ráðu­neytið neit­aði þó að afhenda kær­anda afrit tölvu­póstana sem hann óskaði eftir að fá að sjá og vís­aði til þess að traust og trún­aður þyrfti að gilda um sam­skipti við Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina um mál­efni af þessum toga, rétt eins og um sam­skipti við aðrar fjöl­þjóða­stofn­an­ir.

Sagði ráðu­neytið að þeir mik­il­vægu almanna­hags­munir sem fælust í að tryggja góð sam­skipti og gagn­kvæmt traust í alþjóða­sam­starfi stæðu í vegi fyrir að kær­anda yrði veittur aðgangur að póst­un­um.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sagð­ist einnig hafa leið­rétt þann skiln­ing kær­anda að hann hefði verið ráð­inn í starf­ið. Ráðu­neytið segir að kær­andi hafi bara verið einn af mörgum sem komið hafi til greina í stöð­una og að starfstil­boð eða ráðn­ing í stöðu rit­stjóra Nor­dic Economic Policy Review þurfi sam­hljóða sam­þykkt aðild­ar­ríkj­anna.

Ríkur réttur til að sjá hvernig stjórn­völd miðla upp­lýs­ingum til erlendra aðila í tengslum við atvinnu­tæki­færi

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál segir í nið­ur­stöðu sinni um málið að ekki verði annað séð, af þeim reglum sem Norð­ur­löndin hafa komið sér saman um að eigi að gilda um aðgengi að gögnum Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, en að umsækj­endur um störf hjá nefnd­inni og öðrum sam­bæri­legum stofn­unum eigi almennt rétt til aðgangs að gögnum sem varða þá sjálfa.

Þá er enn fremur ekk­ert í umbeðnum gögnum sem gefur til­efni til að ætla að raun­veru­legt tjón muni hljót­ast af því að umbeðin gögn verði afhent kær­anda, að mati úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar, sem segir hann eiga ríkan rétt til aðgangs að gögnum um það hvernig íslensk stjórn­völd miðla upp­lýs­ingum um hann til erlendra aðila í tengslum við hugs­an­leg atvinnu­tæki­færi á grund­velli meg­in­reglu 1. mgr. 14. gr. upp­lýs­inga­laga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent