Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Auglýsing

Einstaklingur sem taldi tölvupósta frá starfsmanni fjármála- og efnahagsráðuneytisins til starfsmanna fjármálaráðuneyta á hinum Norðurlöndunum og annarra hafa komið í veg fyrir ráðningu sína í ritstjórastarf fræðitímarits, hefur fengið aðgang að umræddum tölvupóstum. 

Þetta segir fjármála- og efnahagsráðuneytið í svari við fyrirspurn Kjarnans, en ráðuneytinu var gert að afhenda tölvupóstana á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að niðurstöðu í málinu 20. maí og var úrskurðurinn birtur fyrr í vikunni.

Tölvupóstsamskiptin áttu sér stað 4.-11. nóvember í fyrra og samkvæmt yfirferð nefndarinnar á efni þeirra er ljóst að sá sem fjallað var um í póstunum frá starfsmanni fjármála- og efnahagsráðuneytisins var á meðal þeirra sem komu til greina í starf sem ritstjóri fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Tímaritið er samstarfsverkefni norrænu fjármálaráðuneytanna og norrænu rannsóknastofnunarinnar Nordregio.

Auglýsing

Tölvupóstarnir voru sendir frá starfsmanni ráðuneytisins á starfsmenn finnska, norska og danska fjármálaráðuneytisins, auk starfsmanna Nordregio.

Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sagði að kærandinn teldi ráðuneytið hafa átt í samskiptum um persónu sína með ótilhlýðilegum hætti og sett fram rangfærslur, sem hafi orðið til þess að ráðning hans í ritstjórastarf var dregin til baka.

Ráðuneytið segir ekki rétt að búið hafi verið að ráða einstaklinginn

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að það sé búið að leiðrétta upplýsingar sem settar hafi verið fram um kæranda, sem í ljós hefði komið að væru úreltar. 

Ráðuneytið neitaði þó að afhenda kæranda afrit tölvupóstana sem hann óskaði eftir að fá að sjá og vísaði til þess að traust og trúnaður þyrfti að gilda um samskipti við Norrænu ráðherranefndina um málefni af þessum toga, rétt eins og um samskipti við aðrar fjölþjóðastofnanir.

Sagði ráðuneytið að þeir mikilvægu almannahagsmunir sem fælust í að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi stæðu í vegi fyrir að kæranda yrði veittur aðgangur að póstunum.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið sagðist einnig hafa leiðrétt þann skilning kæranda að hann hefði verið ráðinn í starfið. Ráðuneytið segir að kærandi hafi bara verið einn af mörgum sem komið hafi til greina í stöðuna og að starfstilboð eða ráðning í stöðu ritstjóra Nordic Economic Policy Review þurfi samhljóða samþykkt aðildarríkjanna.

Ríkur réttur til að sjá hvernig stjórnvöld miðla upplýsingum til erlendra aðila í tengslum við atvinnutækifæri

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir í niðurstöðu sinni um málið að ekki verði annað séð, af þeim reglum sem Norðurlöndin hafa komið sér saman um að eigi að gilda um aðgengi að gögnum Norrænu ráðherranefndarinnar, en að umsækjendur um störf hjá nefndinni og öðrum sambærilegum stofnunum eigi almennt rétt til aðgangs að gögnum sem varða þá sjálfa.

Þá er enn fremur ekkert í umbeðnum gögnum sem gefur tilefni til að ætla að raunverulegt tjón muni hljótast af því að umbeðin gögn verði afhent kæranda, að mati úrskurðarnefndarinnar, sem segir hann eiga ríkan rétt til aðgangs að gögnum um það hvernig íslensk stjórnvöld miðla upplýsingum um hann til erlendra aðila í tengslum við hugsanleg atvinnutækifæri á grundvelli meginreglu 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent