722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu

Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.

Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
Auglýsing

Alls bár­ust 23 til­kynn­ingar um hóp­upp­sagnir Vinnu­mála­stofnun í maí þar sem 1.323 starfs­mönnum var sagt upp störf­um. Bæt­ist það ofan á hóp­upp­sagnir mars- og apr­íl­mán­aðar þar sem yfir 80 fyr­ir­tæki sögðu upp nærri 5.900 manns. Í heild eru yfir 7.000 manns að missa vinnu vegna hóp­upp­sagna frá maí og fram í sept­em­ber.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Vinnu­mála­stofn­un.

Stærsta ein­staka hóp­upp­sögn maí­mán­aðar er frá Bláa lón­inu þar sem 401 var sagt upp og því næst Flug­leiða­hótel þar sem 162 var sagt upp og loks Íslands­hótel þar sem 159 misstu vinn­una. Isa­via sagði 100 manns upp en þar var öllum boðin end­ur­ráðn­ing á öðrum kjör­um.

Auglýsing

Þetta eru þriðju mán­aða­mótin í röð þar sem upp­sagnir eru hjá Íslands­hót­elum og alls hefur 515 starfs­mönnum verið sagt upp að því er fram kemur í frétt DV um mál­ið. Þar er haft eftir Davíð Torfa Ólafs­syni, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, að þau hótel sem verði opin í sumar verði að stærstu leyti mönnuð starfs­fólki á upp­sagn­ar­fresti.

Flestar upp­sagn­irnar sem Vinnu­mála­stofnun var til­kynnt um í maí voru úr ferða­tengdri starf­semi; tíu í ýmiss konar ferða­þjón­ustu þar sem sagt var upp 720 manns, fjórar voru úr gisti­þjón­ustu þar sem 400 var sagt upp störf­um, ein úr þjón­ustu­starf­semi þar sem 53 manns var sagt upp, ein úr versl­un­ar­starf­semi þar sem 39 manns var sagt upp og tvær úr veit­inga­þjón­ustu þar sem 30 var sagt upp. Einnig voru tvær hóp­upp­sagnir úr upp­lýs­inga­tækni og útgáfu­starf­semi þar sem 26 manns var sagt upp, ein úr iðn­aði þar sem 24 var sagt upp, ein í fisk­veiðum þar sem 21 starfs­manni var sagt upp og ein í far­þega­flutn­ingum þar sem 10 manns var sagt upp.

Upp­sagn­ar­frestur þeirra sem sagt er upp í þeim hóp­upp­sögnum sem nú eru að ber­ast Vinnu­mála­stofnun er í flestum til­vikum þrír mán­uðir þannig að stofn­unin áætlar að þann 1. sept­em­ber muni lang flestir þeirra sem sagt var upp nú í maí ljúka sínum upp­sagn­ar­fresti. Nokkrir missa vinn­una í júní og júlí.

Á heild­ina litið eru yfir 7.000 manns að missa vinnu vegna hóp­upp­sagna frá maí og fram í sept­em­ber. „Í ein­hverjum til­vikum má gera ráð fyrir að fólk verði end­ur­ráðið áður en ráðn­ing­ar­sam­bandi lýk­ur, í ein­hverjum til­vikum er starfs­mönnum boðin end­ur­ráðn­ing á öðrum kjörum, ein­hverjir munu trú­lega hafa fundið sér vinnu, hyggja á nám eða koma ekki inn á atvinnu­leys­is­skrá af öðrum ástæð­u­m,“ segir í til­kynn­ingu Vinnu­mála­stofn­un­ar. „Þó verður að gera ráð fyrir að stærstur hluti þeirra muni koma inn á atvinnu­leys­is­skrá þegar líður á sum­arið þó það ráð­ist að ein­hverju marki af því hvort erlendir ferða­menn muni koma til lands­ins í ein­hverjum mæli þegar líður á sum­ar­ið.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent