Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki

Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið telur hættu á að opin­ber umfjöllun um hversu mörg íslensk vega­bréf hafi verið útgefin til erlendra ein­stak­linga á grund­velli nýlegrar reglu­gerðar gæti vakið athygli erlendra stjórn­valda, sér í lagi stjórn­valda í heima­landi þess erlenda ein­stak­lings sem fær útgefið íslenskt vega­bréf af sér­stökum ástæð­um. „Ekki er hægt að úti­loka nei­kvæð við­brögð við­kom­andi erlendra stjórn­valda, á alþjóða­vett­vangi, gagn­vart íslenskum hags­munum [...] ef þau frétta af vega­bréfa­út­gáfu til rík­is­borg­ara sem e.t.v. hafa flúið landið vegna ógnar sem þau hafa orðið fyr­ir.“

Þetta kemur fram í umsögn ráðu­neyt­is­ins sem send hefur verið til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál vegna kæru Kjarn­ans á synjun ráðu­neyt­is­ins um að láta honum í té upp­lýs­ingar um hversu mörg vega­bréf hafi verið útgefin á grund­velli reglu­gerð­ar­inn­ar. Þar segir að afhend­ing upp­lýs­ing­anna sem um ræði gæti haft skað­leg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki sem myndi stofna hags­munum íslenska rík­is­ins í hættu. „Þá er ekki hægt að úti­loka að umfjöllun um útgáfu íslenskra vega­bréfa af sér­stökum ástæðum geti haft nei­kvæð áhrif á til­trú og trú­verð­ug­leika íslenskra vega­bréfa.“

Kjarn­inn hefur sent úrskurð­ar­nefnd­inni athuga­semdir við umsögn utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins þar sem öllum for­sendum hennar um synjun á umbeð­inni töl­fræði er hafn­að. 

Má láta útlend­ing hafa neyð­ar­vega­bréf

Þann 26. apríl und­ir­­rit­aði ráðu­­neyt­is­­stjóri í dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu reglu­­gerð fyrir hönd dóms­­mála­ráð­herra. Reglu­­gerð­­ar­breyt­ingin hafði það í för með sér að Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dóttir utan­­­rík­­is­ráð­herra má nú óska þess að Útlend­inga­­stofnun gefi út vega­bréf til útlend­ings „ef sér­­stakar ástæður eru fyrir hend­i“. 

Auglýsing
Í reglu­gerð­inni er sér­­stak­­lega tekið fram að hægt sé að láta útlend­ing fá slíkt neyð­­ar­­vega­bréf jafn­­vel þótt hann sé ekki lög­­­lega búsettur hér­­­lend­­is. Ut­an­­rík­­is­ráð­herra má nú líka fela send­i­­skrif­­stofum Íslands og kjör­ræð­is­­mönnum að gefa út neyð­­ar­­vega­bréf til útlend­ings til allt að eins mán­að­­ar.

Kjarn­inn óskaði í síð­asta mán­uði eftir upp­­lýs­ingum um hversu mörg vega­bréf hefðu verið gefin út á þeim tæpa mán­uði sem lið­inn var síðan að reglu­­gerðin tók gildi og hvenær þau voru útgef­in. 

Ráðu­­neytið neit­aði að svara þeirri fyr­ir­­spurn með vísum í 9. og 10. grein upp­lýs­inga­laga. Kjarn­inn telur að hvorug greinin eigi við um þá upp­lýs­inga­beiðni sem send var, enda snýst hún um óper­sónu­grein­an­lega töl­fræði.

For­dæmi er fyrir því að utan­­­rík­­is­ráðu­­neytið veiti per­­són­u­­grein­an­­legar upp­­lýs­ingar um ein­stak­l­inga sem hafa fengið sér­­­stök vega­bréf. Það gerð­ist haustið 2005 þegar Mörður Árna­­son, þáver­andi þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, spurði Geir H. Haar­de, þáver­andi utan­­­rík­­is­ráð­herra, um þá ein­stak­l­inga sem höfðu ann­­ars vegar diplómat­ísk vega­bréf og hins vegar svokölluð þjón­ust­u­­vega­bréf. Geir birti lista með nöfnum allra þeirra ein­stak­l­inga í svari við skrif­legri fyr­ir­spurn Marðar á Alþing­i. 

Sett í sam­hengi við Pussy Riot

Rúmum tveimur vikum eftir að reglu­gerð­ar­breyt­ingin var gerð, þann 11. maí 2022, birt­ist umfjöllun í New York Times um að íslenski lista­­mað­­ur­inn Ragnar Kjart­ans­­son hefði aðstoðað hina rús­s­­nesku Mariu Alyok­hina, aðgerð­­ar­­sinna og liðs­­konu rús­s­­nesku pön­k­rokksveit­ar­innar Pussy Riot, á flótta sínum frá Rús­s­land­i. 

Í umfjöll­un­inni kom fram að Ragnar hefði fengið ónefnt Evr­­ópu­land til að gefa út ferða­skil­­ríki sem veitti Alyok­hina sömu stöðu og íbúar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins. Ferða­skil­­ríkj­unum var smyglað inn til Hvíta-Rús­s­lands svo hún gæti notað þau til að kom­­ast þaðan og yfir til Lit­há­ens.

Mbl.is og fleiri fjöl­miðlar hefur sett reglu­­gerð­­ar­breyt­ing­una frá því í apríl í sam­hengi við þetta mál.

Hvorki Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra né utan­­­rík­­is­ráðu­­neytið hafa viljað tjá sig um hvort Ísland sé ríkið sem hjálp­­aði Alyok­hinu með því að láta hana hafa ferða­skil­­ríki sem veittu henni sömu stöðu og aðrir íbúar Evr­­ópska efna­hags­­svæð­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent