Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki

Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið telur hættu á að opin­ber umfjöllun um hversu mörg íslensk vega­bréf hafi verið útgefin til erlendra ein­stak­linga á grund­velli nýlegrar reglu­gerðar geti muni vekja athygli erlendra stjórn­valda, sér í lagi stjórn­valda í heima­landi þess erlenda ein­stak­lings sem fær útgefið íslenskt vega­bréf af sér­stökum ástæð­um. „Ekki er hægt að úti­loka nei­kvæð við­brögð við­kom­andi erlendra stjórn­valda, á alþjóða­vett­vangi, gagn­vart íslenskum hags­munum [...] ef þau frétta af vega­bréfa­út­gáfu til rík­is­borg­ara sem e.t.v. hafa flúið landið vegna ógnar sem þau hafa orðið fyr­ir.“

Þetta kemur fram í umsögn ráðu­neyt­is­ins sem send hefur verið til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál vegna kæru Kjarn­ans á synjun ráðu­neyt­is­ins um að láta honum í té upp­lýs­ingar um hversu mörg vega­bréf hafi verið útgefin á grund­velli reglu­gerð­ar­inn­ar. þar segir að afhend­ing upp­lýs­ing­anna sem um ræði gæti haft skað­leg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki sem myndi stofna hags­munum íslenska rík­is­ins í hættu. „Þá er ekki hægt að úti­loka að umfjöllun um útgáfu íslenskra vega­bréfa af sér­stökum ástæðum geti haft nei­kvæð áhrif á til­trú og trú­verð­ug­leika íslenskra vega­bréfa.“

Kjarn­inn hefur sent úrskurð­ar­nefnd­inni athuga­semdir við umsögn utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins þar sem öllum for­sendum hennar um synjun á umbeð­inni töl­fræði er hafn­að. 

Má láta útlend­ing hafa neyð­ar­vega­bréf

Þann 26. apríl und­ir­­rit­aði ráðu­­neyt­is­­stjóri í dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu reglu­­gerð fyrir hönd dóms­­mála­ráð­herra. Reglu­­gerð­­ar­breyt­ingin hafði það í för með sér að Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dóttir utan­­­rík­­is­ráð­herra má nú óska þess að Útlend­inga­­stofnun gefi út vega­bréf til útlend­ings „ef sér­­stakar ástæður eru fyrir hend­i“. 

Auglýsing
Í reglu­gerð­inni er sér­­stak­­lega tekið fram að hægt sé að láta útlend­ing fá slíkt neyð­­ar­­vega­bréf jafn­­vel þótt hann sé ekki lög­­­lega búsettur hér­­­lend­­is. Ut­an­­rík­­is­ráð­herra má nú líka fela send­i­­skrif­­stofum Íslands og kjör­ræð­is­­mönnum að gefa út neyð­­ar­­vega­bréf til útlend­ings til allt að eins mán­að­­ar.

Kjarn­inn óskaði í síð­asta mán­uði eftir upp­­lýs­ingum um hversu mörg vega­bréf hefðu verið gefin út á þeim tæpa mán­uði sem lið­inn var síðan að reglu­­gerðin tók gildi og hvenær þau voru útgef­in. 

Ráðu­­neytið neit­aði að svara þeirri fyr­ir­­spurn með vísum í 9. og 10. grein upp­lýs­inga­laga. Kjarn­inn telur að hvorug greinin eigi við um þá upp­lýs­inga­beiðni sem send var, enda snýst hún um óper­sónu­grein­an­lega töl­fræði.

For­dæmi er fyrir því að utan­­­rík­­is­ráðu­­neytið veiti per­­són­u­­grein­an­­legar upp­­lýs­ingar um ein­stak­l­inga sem hafa fengið sér­­­stök vega­bréf. Það gerð­ist haustið 2005 þegar Mörður Árna­­son, þáver­andi þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, spurði Geir H. Haar­de, þáver­andi utan­­­rík­­is­ráð­herra, um þá ein­stak­l­inga sem höfðu ann­­ars vegar diplómat­ísk vega­bréf og hins vegar svokölluð þjón­ust­u­­vega­bréf. Geir birti lista með nöfnum allra þeirra ein­stak­l­inga í svari við skrif­legri fyr­ir­spurn Marðar á Alþing­i. 

Sett í sam­hengi við Pussy Riot

Rúmum tveimur vikum eftir að reglu­gerð­ar­breyt­ingin var gerð, þann 11. maí 2022, birt­ist umfjöllun í New York Times um að íslenski lista­­mað­­ur­inn Ragnar Kjart­ans­­son hefði aðstoðað hina rús­s­­nesku Mariu Alyok­hina, aðgerð­­ar­­sinna og liðs­­konu rús­s­­nesku pön­k­rokksveit­ar­innar Pussy Riot, á flótta sínum frá Rús­s­land­i. 

Í umfjöll­un­inni kom fram að Ragnar hefði fengið ónefnt Evr­­ópu­land til að gefa út ferða­skil­­ríki sem veitti Alyok­hina sömu stöðu og íbúar Evr­­ópu­­sam­­bands­ins. Ferða­skil­­ríkj­unum var smyglað inn til Hvíta-Rús­s­lands svo hún gæti notað þau til að kom­­ast þaðan og yfir til Lit­há­ens.

Mbl.is og fleiri fjöl­miðlar hefur sett reglu­­gerð­­ar­breyt­ing­una frá því í apríl í sam­hengi við þetta mál.

Hvorki Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra né utan­­­rík­­is­ráðu­­neytið hafa viljað tjá sig um hvort Ísland sé ríkið sem hjálp­­aði Alyok­hinu með því að láta hana hafa ferða­skil­­ríki sem veittu henni sömu stöðu og aðrir íbúar Evr­­ópska efna­hags­­svæð­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent