Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið segir að sér­stakt yfir­lit yfir svo­kall­aðar fjár­sóps­eignir sé ekki fyr­ir­liggj­andi og því sé ekki hægt að afhenda það. Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við beiðni Kjarn­ans um yfir­lit yfir allar slíkar eign­ir, hvað fékkst fyr­ir­ hverja og eina þeirra, hvenær hver þeirra var seld eða virði hennar greitt til rík­is­sjóðs og hverjir fengu að kaupa þær fjár­sóps­eignir sem seldar voru.

Í kjöl­far þess að gerðir voru stöð­ug­leika­samn­ingar við kröfu­hafa föllnu bank­anna árið 2015 bjó íslenska ríkið til félag sem kall­að­ist Lind­ar­hvol til að taka við þeim eignum sem féllu rík­inu í skaut vegna samn­ing­anna. Það félag starf­aði frá 2016 til 2018 og eign­irnar sem það sýsl­aði með voru mörg hund­ruð millj­arða króna virði. Hluti þeirra voru svo­kall­aðar fram­sals­eign­ir, sem Lind­ar­hvol tók yfir og ráð­staf­aði beint.

Þar var líka um að ræða umræddar fjár­sóps­eign­ir. Í ein­­földu máli voru það eignir sem slitabú bank­anna héldu eftir og seldu, en afrakstur þeirrar sölu rann í rík­­is­­sjóð. Á meðal eigna sem töld­ust til fjár­sóps­eigna voru eign­­ar­hlutir í félögum sem seldir voru til hópa án útboðs. Slitabú föllnu bank­anna hafa ekki viljað veita neinar upp­lýs­ingar um þær söl­ur. 

Í skýrslu sem Rík­­is­end­­ur­­skoðun gerði um starf­­semi Lind­­ar­hvols var ekk­ert fjallað um hverjar fjár­sóps­eign­irnar voru, hvernig þær voru seldar né hverjir fengu að kaupa þær.

Telur sig ekki hafa svig­rúm til að leggja mat á erindi við almenn­ing

Í ljósi þessa kall­aði Kjarn­inn eftir því að fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra legði sjálf­­stætt mat á að láta fjöl­mið­l­inum í té yfir­­lit yfir allar eignir sem Lind­­ar­hvol seldi á starfs­­tíma sín­um, upp­­lýs­ingar um hvenær sala þeirra fór fram og á hvaða verði. Enn fremur var óskað eftir upp­­lýs­ingum um hverjir kaup­endur að öllum eign­unum hefðu ver­ið. Þá var óskað eftir upp­­lýs­ingum um hvernig fyr­ir­komu­lag á sölu á fjár­sóps­eignum var, öllum fund­­ar­­gerðum stjórnar Lind­­ar­hvols, afriti af stöð­ug­­leika­­samn­ing­unum sem gerðir voru við slitabú föllnu bank­anna og af öllum fylg­i­skjölum þeirra.

Auglýsing
Fjármála- og efna­hags­ráðu­neytið telur sig ekki hafa svigrðun til að leggja sjálf­stætt mat á hvort gögnin eigi erindi við almenn­ing á grund­velli þagn­ar­skyldu­á­kvæðis laga um Seðla­banka Íslands.

Það telur sig heldur ekki heim­ilt að afhenda stöð­ug­leika­samn­ing­ana og vís­aði á Seðla­banka Íslands, sem var samn­ings­að­ili fyrir hönd rík­is­ins. Hann hefur ekki viljað láta Kjarn­anum samn­ing­ana í té og Kjarn­inn hefur kært þá nið­ur­stöðu til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál. Í svari ráðu­neyt­is­ins við þeirri fyr­ir­spurn, sem barst í síð­ustu viku, sagði að sér­stakt „yf­ir­lit yfir allar fjár­sóps­eignir er ekki fyr­ir­liggj­andi og því er ekki mögu­legt að verða við upp­lýs­inga­beiðn­inn­i.“

Ráðu­neytið afhenti Kjarn­anum hins vegar allar fund­ar­gerðir Lind­ar­hvols en var búið að afmá allar upp­lýs­ingar úr þeim sem geta svarað spurn­ingum Kjarn­ans um fjár­sóps­eign­irn­ar. 

Ráðu­neytið kom ekki að ákvörð­unum um sölu eigna

Kjarn­inn óskaði einnig eftir upp­lýs­ingum um hvernig fyr­ir­komu­lag á sölu á svoköll­uðum fjár­sóps­eignum var. Þ.e. þegar slitabú seldi slíkar eign­ir, voru ráð­herra eða full­trúar hans upp­lýstir um þá sölu fyr­ir­fram? Þurfti ráð­herra eða full­trúi hans að sam­þykkja söl­una áður en gengið var frá henni?

Í svörum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins segir að fjár­sóps­eign­irnar hafi ekki verið fram­seldar rík­is­sjóði heldur hafi þær verið „í eigu, vörslu og umsýslu slita­bú­anna sem skuld­bundu sig til að greiða end­ur­heimtur í íslenskum krónum vegna þeirra til rík­is­sjóðs eftir því sem þær féllu til inn á stöð­ug­leik­a­reikn­ing rík­is­sjóðs í Seðla­banka.“ Lind­ar­hvol hafi haft eft­ir­lit og umsjón með eign­un­um. „Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið kom ekki að ákvörð­unum um ráð­stöfun ein­stakra eigna, hvorki fram­sals­eigna né fjár­sóps­eigna.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent