Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið segir að sér­stakt yfir­lit yfir svo­kall­aðar fjár­sóps­eignir sé ekki fyr­ir­liggj­andi og því sé ekki hægt að afhenda það. Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við beiðni Kjarn­ans um yfir­lit yfir allar slíkar eign­ir, hvað fékkst fyr­ir­ hverja og eina þeirra, hvenær hver þeirra var seld eða virði hennar greitt til rík­is­sjóðs og hverjir fengu að kaupa þær fjár­sóps­eignir sem seldar voru.

Í kjöl­far þess að gerðir voru stöð­ug­leika­samn­ingar við kröfu­hafa föllnu bank­anna árið 2015 bjó íslenska ríkið til félag sem kall­að­ist Lind­ar­hvol til að taka við þeim eignum sem féllu rík­inu í skaut vegna samn­ing­anna. Það félag starf­aði frá 2016 til 2018 og eign­irnar sem það sýsl­aði með voru mörg hund­ruð millj­arða króna virði. Hluti þeirra voru svo­kall­aðar fram­sals­eign­ir, sem Lind­ar­hvol tók yfir og ráð­staf­aði beint.

Þar var líka um að ræða umræddar fjár­sóps­eign­ir. Í ein­­földu máli voru það eignir sem slitabú bank­anna héldu eftir og seldu, en afrakstur þeirrar sölu rann í rík­­is­­sjóð. Á meðal eigna sem töld­ust til fjár­sóps­eigna voru eign­­ar­hlutir í félögum sem seldir voru til hópa án útboðs. Slitabú föllnu bank­anna hafa ekki viljað veita neinar upp­lýs­ingar um þær söl­ur. 

Í skýrslu sem Rík­­is­end­­ur­­skoðun gerði um starf­­semi Lind­­ar­hvols var ekk­ert fjallað um hverjar fjár­sóps­eign­irnar voru, hvernig þær voru seldar né hverjir fengu að kaupa þær.

Telur sig ekki hafa svig­rúm til að leggja mat á erindi við almenn­ing

Í ljósi þessa kall­aði Kjarn­inn eftir því að fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra legði sjálf­­stætt mat á að láta fjöl­mið­l­inum í té yfir­­lit yfir allar eignir sem Lind­­ar­hvol seldi á starfs­­tíma sín­um, upp­­lýs­ingar um hvenær sala þeirra fór fram og á hvaða verði. Enn fremur var óskað eftir upp­­lýs­ingum um hverjir kaup­endur að öllum eign­unum hefðu ver­ið. Þá var óskað eftir upp­­lýs­ingum um hvernig fyr­ir­komu­lag á sölu á fjár­sóps­eignum var, öllum fund­­ar­­gerðum stjórnar Lind­­ar­hvols, afriti af stöð­ug­­leika­­samn­ing­unum sem gerðir voru við slitabú föllnu bank­anna og af öllum fylg­i­skjölum þeirra.

Auglýsing
Fjármála- og efna­hags­ráðu­neytið telur sig ekki hafa svigrðun til að leggja sjálf­stætt mat á hvort gögnin eigi erindi við almenn­ing á grund­velli þagn­ar­skyldu­á­kvæðis laga um Seðla­banka Íslands.

Það telur sig heldur ekki heim­ilt að afhenda stöð­ug­leika­samn­ing­ana og vís­aði á Seðla­banka Íslands, sem var samn­ings­að­ili fyrir hönd rík­is­ins. Hann hefur ekki viljað láta Kjarn­anum samn­ing­ana í té og Kjarn­inn hefur kært þá nið­ur­stöðu til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál. Í svari ráðu­neyt­is­ins við þeirri fyr­ir­spurn, sem barst í síð­ustu viku, sagði að sér­stakt „yf­ir­lit yfir allar fjár­sóps­eignir er ekki fyr­ir­liggj­andi og því er ekki mögu­legt að verða við upp­lýs­inga­beiðn­inn­i.“

Ráðu­neytið afhenti Kjarn­anum hins vegar allar fund­ar­gerðir Lind­ar­hvols en var búið að afmá allar upp­lýs­ingar úr þeim sem geta svarað spurn­ingum Kjarn­ans um fjár­sóps­eign­irn­ar. 

Ráðu­neytið kom ekki að ákvörð­unum um sölu eigna

Kjarn­inn óskaði einnig eftir upp­lýs­ingum um hvernig fyr­ir­komu­lag á sölu á svoköll­uðum fjár­sóps­eignum var. Þ.e. þegar slitabú seldi slíkar eign­ir, voru ráð­herra eða full­trúar hans upp­lýstir um þá sölu fyr­ir­fram? Þurfti ráð­herra eða full­trúi hans að sam­þykkja söl­una áður en gengið var frá henni?

Í svörum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins segir að fjár­sóps­eign­irnar hafi ekki verið fram­seldar rík­is­sjóði heldur hafi þær verið „í eigu, vörslu og umsýslu slita­bú­anna sem skuld­bundu sig til að greiða end­ur­heimtur í íslenskum krónum vegna þeirra til rík­is­sjóðs eftir því sem þær féllu til inn á stöð­ug­leik­a­reikn­ing rík­is­sjóðs í Seðla­banka.“ Lind­ar­hvol hafi haft eft­ir­lit og umsjón með eign­un­um. „Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið kom ekki að ákvörð­unum um ráð­stöfun ein­stakra eigna, hvorki fram­sals­eigna né fjár­sóps­eigna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent