Dregið úr komum úkraínskra flóttamanna – Fráflæðisvandi eykst í búsetuúrræðum

Í mars sóttu 533 manneskjur með tengsl við Úkraínu um vernd hér á landi. Í maí voru umsóknirnar 221. Í gær höfðu 1.222 Úkraínumenn leitað skjóls frá stríði á Íslandi. Það er álíka fjöldi og býr í sveitarfélaginu Vogum.

Milljónir Úkraínumanna hafa lagt á flótta og um 1.200 þeirra hafa endað á Íslandi.
Milljónir Úkraínumanna hafa lagt á flótta og um 1.200 þeirra hafa endað á Íslandi.
Auglýsing

Frá því í febr­úar hafa að með­al­tali 244 Úkra­ínu­menn komið hingað til lands í hverjum mán­uði og sótt um alþjóð­lega vernd. Í febr­úar voru umsókn­irnar sextán en á 24. degi þess mán­aðar hófst inn­rás Rússa í Úkra­ínu.

Mik­ill fólks­flótti hófst í kjöl­farið og í mars sóttu 533 mann­eskjur með tengsl við Úkra­ínu um hæli hér. Fjöld­inn var 327 í apríl en kom­inn niður í 221 í maí. Svo virð­ist sem enn haldi áfram að hægja á komu þeirra hingað í leit að vernd. Í gær höfðu 125 Úkra­ínu­menn komið hingað í leit að vernd í júní. Mis­jafnt er hversu margir koma á degi hverj­um. Í fyrra­dag komu tólf og á síð­ustu tveimur vikum komu 73, svo dæmi séu tek­in, úr upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn fékk frá Emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Á um fimm mán­aða tíma­bili hafa í heild 1.222 flótta­menn frá Úkra­ínu leitað skjóls á Íslandi.

Auglýsing

Eng­inn veit með vissu hversu margir hafa flúið Úkra­ínu vegna stríðs­átak­anna. Áætlað er að talan standi nú í um 7,7 millj­ón­um. Lang­flestir hafa flúið til nágranna­lands­ins Pól­lands eða um fjórar millj­ón­ir.

En það eru fleiri á flótta í heim­inum sem leggja í löng ferða­lög frá heima­högum í leit að skjóli eða betra lífi. Frá ára­mótum hafa 1.896 ein­stak­lingar sótt um alþjóð­lega vernd hér á landi. Lang­flestir eru með tengsl við Úkra­ínu. Flótta­fólk frá Venes­ú­ela er næst flest (370) og fólk á flótta frá Palest­ínu er þriðji fjöl­menn­asti hóp­ur­inn. Í Venes­ú­ela hafa miklar efna­hags­þreng­ingar haft gríð­ar­leg áhrif á almenn­ing á síð­ustu árum. Þá eru vopnuð átök einnig tíð á ákveðnum land­svæð­um. Í Palest­ínu hefur ástandið verið slæmt árum og ára­tugum saman og ítrekað kemur til átaka – oft mann­skæðra.

Gögn rík­is­lög­reglu­stjóra um flótta­menn sem hingað koma eru flokkuð í tvennt eftir kynj­um; karl­kyn og kven­kyn. Þegar litið er til hóps umsækj­enda í heild eru konur í meiri­hluta (55 pró­sent) og í miklum meiri­hluta (64 pró­sent) hvað varðar fólk á flótta frá Úkra­ínu.

Um 450 börn hafa leitað verndar á Íslandi á árinu, þar af 304 frá Úkra­ínu.

Eldi maður pakkar niður í tösku áður en hann flýr íbúð sína undan sprengjuregni Rússa. Mynd: EPA

Staða Úkra­ínu­manna ann­ars vegar og flótta­fólks frá öðrum löndum hins vegar er almennt nokkuð ólík. Í byrjun mars ákvað dóms­mála­ráð­herra að virkja ákvæði í útlend­inga­lögum er varðar fjölda­flótta í sam­ræmi við ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins að virkja sams­konar úrræði. Þessi aðferð er fyrst og fremst til þess að geta veitt þeim sem flýja Úkra­ínu skjóta og skil­virka aðstoð, nánar til­tekið tíma­bundna vernd, án þess að mót­takan og aðstoðin verði vernd­ar­kerfi Íslands ofviða, sagði í til­kynn­ingu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Úkra­ínu­menn fá dval­ar­leyfi sem veitt er til eins árs í senn með heim­ild til að end­ur­nýja eða fram­lengja í allt að þrjú ár. Síðar er heim­ilt að gefa út ótíma­bundið dval­ar­leyfi.

Dval­ar­leyfið sem ein­stak­lingum er veitt á þessum grund­velli felur í sér sömu rétt­indi og aðgengi að þjón­ustu og dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða. Það þýðir aðgengi að hús­næði, fram­færslu, félags­þjón­ustu, heil­brigð­is­þjón­ustu og aðgengi að atvinnu­mark­aðn­um.

Aðrir sem hingað leita þurfa að sækja um vernd, bíða nið­ur­stöðu Útlend­inga­stofn­unar og geta kært þá nið­ur­stöðu til kæru­nefndar útlend­inga­mála. Þetta ferli getur tekið nokkra mán­uði.

Þeir sem sæta ofsóknum í heima­landi sínu eða heyra af öðrum ástæðum undir flótta­manna­hug­takið sam­kvæmt íslenskum lögum eiga rétt á alþjóð­legri vernd hér á landi. Þegar knýj­andi ástæður á borð við alvar­lega sjúk­dóma eða sér­lega erf­iðar félags­legar aðstæður í heima­landi eru til staðar er heim­ilt að veita dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæð­um. En hafi fólk fengið hæli í öðru Evr­ópu­landi er því almennt vísað aftur þangað án þess að mál þeirra fái efn­is­með­ferð.

Dvalið í skamm­tíma­úr­ræðum mun lengur en áformað var

Um 700 manns dvelja nú í skamm­tíma búsetu­úr­ræðum á vegum Útlend­inga­stofn­unar og um 190 í svoköll­uðum „milli­stykkj­um“ eða „skjól­um“ líkt og Gylfi Þór Þor­steins­son, aðgerða­stjóri hjá félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu, orðar það, inntur eftir því hvernig gangi að koma öllu flótta­fólki sem hingað hefur leitað í hús­næði. „Milli­stykk­in“ eru m.a. úrræði á borð við Bif­röst, sem Borg­ar­byggð hefur umsjón með. Þar getur fólk dvalið í jafn­vel nokkra mán­uði ef þarf.

Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri hjá félags- og vinnumálaráðuneytinu. Mynd: Almannavarnir

En blikur eru á lofti og hús­næði, bæði skamm­tíma- og lang­tíma, fer til­finn­an­lega að vanta við óbreyttar aðstæð­ur.

„Fólkið á aðeins að þurfa að dvelja í skamm­tíma­úr­ræð­unum í nokkrar vikur en það er ekki raun­in,“ segir Gylfi og bætir við að það eigi sér ýmsar skýr­ing­ar. Stundum taki máls­með­ferð umsókna um vernd langan tíma. Af þessum sökum og vegna þess að stöðugt kemur fleira flótta­fólk til lands­ins fyllist pláss sem losna strax og stöðugt þurfi því að bæta við hús­næði.

Öll úrræði þétt­setin

Gisti­heim­ili og hótel sem ekki eru í notkun eru hins vegar ekki á hverju strái í augna­blik­inu enda ferða­þjón­ustan farin á flug eftir far­ald­ur­inn. Það er því af sem áður var er nokkuð greið­lega gekk að finna hús­næði undir far­sótt­ar­húsin sem Gylfi veitti for­stöðu er COVID-far­ald­ur­inn stóð sem hæst.

Frá ára­mótum hefur þurft að koma tæp­lega 1.900 manns fyr­ir, þar af rúm­lega 1.200 frá Úkra­ínu. „Öll úrræði eru þétt­set­in,“ segir Gylfi og að ákveð­inn „frá­flæð­is­vandi“ hafi mynd­ast þar sem sveit­ar­fé­lögin sem eiga sam­kvæmt aðgerð­ar­á­ætl­unum að taka við fólk­inu úr skamm­tíma­hús­næði geta það ekki alltaf. Skýr­ingin er hin marg­um­tal­aða hús­næðisekla, „það er eins og við vitum skortur á íbúð­ar­hús­næði og þetta hefur oft leitt til þess að fólk þarf að dvelja lengur í skamm­tíma­úr­ræðum Útlend­inga­stofn­unar heldur en stóð til í upp­hafi“.

Ný nálgun

Nýrra skamm­tíma­lausna er því stöðugt leitað en einnig vilja yfir­völd leið­beina flótta­fólki við að finna sitt eigið hús­næði á leigu­mark­aði er það hefur fengið hér dval­ar­leyfi og jafn­vel vinnu. Sem getur reynst þrautin þyngri af fyrr­greindum ástæð­um. „Þannig að þetta stundum hel­víti töff,“ við­ur­kennir Gylfi. Hins vegar séu allir að reyna að leggj­ast á eitt að láta hlut­ina ganga upp en hvað næstu vikur og mán­uðir bera í skauti sér er óvíst.

Eiðar eru um 12 kílómetrum fyrir utan Egilsstaði. Töluverðan húsaskost er þar að finna.

Nú er verið að skoða að bæta bygg­ingum í þorp­inu á Eiðum á Fljóts­dals­hér­aði við sem búsetu­úr­ræði. Þar gætu að sögn Gylfa dvalið um 20 manns til að byrja með. Skóli var rek­inn á Eiðum á síð­ustu öld og hótel yfir sum­ar­tím­ann nokkuð fram á þessa. Þar er ný nálgun í far­vatn­inu, segir Gylfi, sem unnið er að með Vinnu­mála­stofnun og snýr að því að útvega fólk­inu sem þangað færi einnig vinnu. „Að tengja með þessum hætti saman vinnu og búsetu væri jafn­vel hægt að gera víðar úti á land­i.“

Sögu­legur fjöldi flótta­manna

Spurður hvort farið sé að slá af kröfum um það hús­næði sem hugsað er til skamm­tíma­dvalar flótta­fólks segir Gylfi svo ekki vera en að vissu­lega séu í slíku hús­næði ekki alltaf þær aðstæður sem æski­legar eru til lengri tíma. Fólk getur þurft að deila baði, eld­húsi og svo fram­veg­is, og fjöl­skyldur að dvelja nokkuð þröngt saman í her­bergi.

„Það hafa aldrei komið jafn margir flótta­menn til lands­ins á jafn skömmum tíma í Íslands­sög­unn­i,“ segir Gylfi. „En ég tel að við séum að ná eins vel utan um þetta og hægt er miðað við þær aðstæður sem eru í hús­næð­is­mál­um. Við­bragðið sem sett var á stofn í vetur heldur enn­þá. Allir sem að þessu koma eru að reyna að gera þetta eins vel og mögu­legt er. Því við erum nátt­úr­lega að tala um fólk. Það verður að vanda sig. Þeirra vegna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent