Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna

Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

For­sæt­is­ráðu­neytið ætlar ekki að fara fram á að Seðla­banki Íslands afhendi sér öll umrædd gögn sem snerta stöð­ug­leika­samn­ing­anna við kröfu­hafa fölllnu bank­anna árið 2015 og fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Katrín Jak­obs­dóttir mun því ekki leggja sér­stakt mat á erindi þeirra við almenn­ing. Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við beiðni Kjarn­ans þar um

Sú beiðni um sér­stakt mat grund­vall­ast á fyrri fram­kvæmd fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra ákvað að leggja sjálf­stætt mat á birt­ingu lista yfir kaup­endur að hlut rík­is­ins í Íslands­banka í mars síð­ast­liðnum sem hann fékk frá Banka­sýslu rík­is­ins. 

Áður hafði Kjarn­inn greint frá því að for­sæt­is­ráðu­neytið teldi það hlut­verk Seðla­banka Íslands að leggja mat á hvort opin­bera eigi upp­lýs­ing­arn­ar. Það hefur hann aldrei viljað gera, og Kjarn­inn kærði síð­ustu synjun hans til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál 7. júní síð­ast­lið­inn. Í þeirri kæru var sér­stak­lega farið fram á að nefndin fjalli um málið á grund­velli ákvæðis sem bætt var við lög um Seðla­banka Íslands árið 2019, þar sem bank­­anum er veitt heim­ild til að víkja frá þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæði, „enda vegi hags­munir almenn­ings af birt­ing­unni þyngra en hags­munir sem mæla með leynd.“ 

Seðla­bank­inn óskaði eft­ir, og fékk, við­bót­ar­frest til að skila inn umsögn um kæru Kjarn­ans til 8. júlí. Sá frestur fékkst með vísum til­ bæði sum­ar­leyfa og mik­illa anna vegna ann­arra verk­efna. 

Hefur ekki viljað leggja mat á hags­muni almenn­ings

Í athuga­­semdum með frum­varp­inu um breyt­ingar á lögum um Seðla­banka Íslands frá 2019 segir að áður en ákvörðun sé tekin um slíka afhend­ingu þurfi að liggja fyrir grein­ing á þeim hags­munum sem veg­­ast á í hverju til­­viki fyrir sig. „Þá beri við mat á hags­munum almenn­ings af birt­ingu upp­­lýs­inga m.a. að líta til þess hvort þær varði ráð­­stöfun opin­berra hags­muna, sem almenn­ingur eigi almennt ríkan rétt til að kynna sér hvernig staðið er að.“

Auglýsing
Seðlabankinn hefur ekki viljað leggja mat á hags­muni almenn­ings af birt­ingu upp­lýs­inga þrátt fyrir að laga­breyt­ingin frá 2019 segi að hann eigi að gera það. Að mati Seðla­bank­ans, sam­kvæmt svörum hans við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans, er nægj­an­legt að umbeðnar upp­lýs­ingar varði hagi við­skipta­manna bank­ans, við­skipti og rekstur eft­ir­lits­skyldra aðila, tengdra aðila eða ann­arra og mál­efni bank­ans sjálfs til að um þær skuli ríkja algjör þögn. 

Sam­kvæmt þeim rök­stuðn­ingi virð­ist Seðla­banki Íslands telja að það við­bót­ar­á­kvæði sem bætt var inn í lög um starf­semi hans af lög­gjaf­ar­vald­inu árið 2019 sé mark­laus.

Sent eftir ákvörðun Bjarna

Kjarn­inn sendi í vor út fjölda fyr­ir­spurna um ráð­staf­anir opin­berra hags­muna eða sér­tækra gæða sem átt hafa sér stað á und­an­förnum árum. Það var upp­haf­lega gert í kjöl­far þess að Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði „sjálf­­stætt mat“ á að birta ætti lista yfir kaup­endur að 22,5 pró­­sent hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka þrátt fyrir að Banka­­sýsla rík­­is­ins, sem heyrir undir það ráðu­­neyti, teldi þá birt­ingu ekki stand­­ast lög. 

Þegar list­inn yfir þá sem fengu að kaupa í Íslands­­­banka var birtur sagði í til­­kynn­ingu sem birt var á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins að fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið hefði metið málið þannig að upp­­lýs­ing­­ar  um við­­skipti á milli rík­­is­­sjóðs og fjár­­­festa falli „ekki undir banka­­leynd og með hlið­­sjón af mik­il­vægi þess að gagn­­sæi ríki um ráð­­stöfun opin­berra hags­muna hefur ráð­herra ákveðið að birta yfir­­lit­ið.“ 

Í til­­kynn­ingu for­­manna sitj­andi stjórn­­­ar­­flokka sem birt­ist á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins 19. apríl síð­­ast­lið­inn, stóð svo að traust og gagn­­sæi verði að ríkja um sölu á eignum rík­­is­ins. Í þeirri til­­kynn­ingu sagði orð­rétt: „Al­­menn­ingur á skýra og óum­­deilda kröfu um að allar upp­­lýs­ingar séu uppi á borðum um slík áform, mark­mið þeirra og áhrif.“

Kjarn­inn vildi að for­sæt­is- og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, sem Seðla­banki Íslands heyrir und­ir, myndu leggja sam­bæri­legt sjálf­stætt mat á birt­ingu upp­lýs­inga frá bank­an­um. Það hefur hvor­ugt ráðu­neytið viljað gera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hótelið á hafsbotni
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent