Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna

Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

For­sæt­is­ráðu­neytið ætlar ekki að fara fram á að Seðla­banki Íslands afhendi sér öll umrædd gögn sem snerta stöð­ug­leika­samn­ing­anna við kröfu­hafa fölllnu bank­anna árið 2015 og fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Katrín Jak­obs­dóttir mun því ekki leggja sér­stakt mat á erindi þeirra við almenn­ing. Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við beiðni Kjarn­ans þar um

Sú beiðni um sér­stakt mat grund­vall­ast á fyrri fram­kvæmd fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra ákvað að leggja sjálf­stætt mat á birt­ingu lista yfir kaup­endur að hlut rík­is­ins í Íslands­banka í mars síð­ast­liðnum sem hann fékk frá Banka­sýslu rík­is­ins. 

Áður hafði Kjarn­inn greint frá því að for­sæt­is­ráðu­neytið teldi það hlut­verk Seðla­banka Íslands að leggja mat á hvort opin­bera eigi upp­lýs­ing­arn­ar. Það hefur hann aldrei viljað gera, og Kjarn­inn kærði síð­ustu synjun hans til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál 7. júní síð­ast­lið­inn. Í þeirri kæru var sér­stak­lega farið fram á að nefndin fjalli um málið á grund­velli ákvæðis sem bætt var við lög um Seðla­banka Íslands árið 2019, þar sem bank­­anum er veitt heim­ild til að víkja frá þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæði, „enda vegi hags­munir almenn­ings af birt­ing­unni þyngra en hags­munir sem mæla með leynd.“ 

Seðla­bank­inn óskaði eft­ir, og fékk, við­bót­ar­frest til að skila inn umsögn um kæru Kjarn­ans til 8. júlí. Sá frestur fékkst með vísum til­ bæði sum­ar­leyfa og mik­illa anna vegna ann­arra verk­efna. 

Hefur ekki viljað leggja mat á hags­muni almenn­ings

Í athuga­­semdum með frum­varp­inu um breyt­ingar á lögum um Seðla­banka Íslands frá 2019 segir að áður en ákvörðun sé tekin um slíka afhend­ingu þurfi að liggja fyrir grein­ing á þeim hags­munum sem veg­­ast á í hverju til­­viki fyrir sig. „Þá beri við mat á hags­munum almenn­ings af birt­ingu upp­­lýs­inga m.a. að líta til þess hvort þær varði ráð­­stöfun opin­berra hags­muna, sem almenn­ingur eigi almennt ríkan rétt til að kynna sér hvernig staðið er að.“

Auglýsing
Seðlabankinn hefur ekki viljað leggja mat á hags­muni almenn­ings af birt­ingu upp­lýs­inga þrátt fyrir að laga­breyt­ingin frá 2019 segi að hann eigi að gera það. Að mati Seðla­bank­ans, sam­kvæmt svörum hans við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans, er nægj­an­legt að umbeðnar upp­lýs­ingar varði hagi við­skipta­manna bank­ans, við­skipti og rekstur eft­ir­lits­skyldra aðila, tengdra aðila eða ann­arra og mál­efni bank­ans sjálfs til að um þær skuli ríkja algjör þögn. 

Sam­kvæmt þeim rök­stuðn­ingi virð­ist Seðla­banki Íslands telja að það við­bót­ar­á­kvæði sem bætt var inn í lög um starf­semi hans af lög­gjaf­ar­vald­inu árið 2019 sé mark­laus.

Sent eftir ákvörðun Bjarna

Kjarn­inn sendi í vor út fjölda fyr­ir­spurna um ráð­staf­anir opin­berra hags­muna eða sér­tækra gæða sem átt hafa sér stað á und­an­förnum árum. Það var upp­haf­lega gert í kjöl­far þess að Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði „sjálf­­stætt mat“ á að birta ætti lista yfir kaup­endur að 22,5 pró­­sent hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka þrátt fyrir að Banka­­sýsla rík­­is­ins, sem heyrir undir það ráðu­­neyti, teldi þá birt­ingu ekki stand­­ast lög. 

Þegar list­inn yfir þá sem fengu að kaupa í Íslands­­­banka var birtur sagði í til­­kynn­ingu sem birt var á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins að fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið hefði metið málið þannig að upp­­lýs­ing­­ar  um við­­skipti á milli rík­­is­­sjóðs og fjár­­­festa falli „ekki undir banka­­leynd og með hlið­­sjón af mik­il­vægi þess að gagn­­sæi ríki um ráð­­stöfun opin­berra hags­muna hefur ráð­herra ákveðið að birta yfir­­lit­ið.“ 

Í til­­kynn­ingu for­­manna sitj­andi stjórn­­­ar­­flokka sem birt­ist á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins 19. apríl síð­­ast­lið­inn, stóð svo að traust og gagn­­sæi verði að ríkja um sölu á eignum rík­­is­ins. Í þeirri til­­kynn­ingu sagði orð­rétt: „Al­­menn­ingur á skýra og óum­­deilda kröfu um að allar upp­­lýs­ingar séu uppi á borðum um slík áform, mark­mið þeirra og áhrif.“

Kjarn­inn vildi að for­sæt­is- og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, sem Seðla­banki Íslands heyrir und­ir, myndu leggja sam­bæri­legt sjálf­stætt mat á birt­ingu upp­lýs­inga frá bank­an­um. Það hefur hvor­ugt ráðu­neytið viljað gera.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent