Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks formaður stýrihóps gegn hatursorðræðu

Aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar um samhæfingu mála og fyrrverandi þingmaður Framsóknar leiðir starfshóp gegn hatursorðræðu. Varaþingmaður Pírata á sæti í hópnum og ætlar að beita sér fyrir því að fjölbreyttar raddir fái að heyrast við vinnu hópsins.

Dagný Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður starfshóps gegn hatursorðræðu sem hefur störf í næstu viku.
Dagný Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, er formaður starfshóps gegn hatursorðræðu sem hefur störf í næstu viku.
Auglýsing

Dagný Jóns­dótt­ir, aðstoð­ar­maður rík­is­stjórn­ar­innar um sam­hæf­ingu mála og fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er for­maður starfs­hóps gegn hat­urs­orð­ræðu sem mun hefja störf í næstu viku.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ákvað í síð­asta mán­uði að skipa starfs­hóp gegn hat­urs­orð­ræðu til að bregð­ast við vís­bend­ingum um vax­andi hat­urs­orð­ræðu í íslensku sam­fé­lagi.

Auglýsing
Katrín átti meðal ann­ars fund með Lenyu Rún Taha Karim, vara­þing­manni Pírata, og Vig­dísi Häsler, fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna, í apríl þar sem þær ræddu leiðir til að takast á við kyn­þátta­for­dóma og útlend­inga­andúð, bæði kerf­is­lægt og í sam­fé­lag­inu öllu.

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Lenya á sæti í starfs­hópnum og er hún skipuð án til­nefn­ingar af for­sæt­is­ráð­herra. „Ég mun beita mér fyrir því að fjöl­breyttar raddir fái að heyr­ast við vinnu hóps­ins, þessi starfs­hópur þarf fyrst og fremst að gæta hags­muna þeirra hópa sem verða fyrir hat­urs­orð­ræðu og því mik­il­vægt að sjón­ar­mið þeirra fái hljóm­grunn í vinn­unni framund­an,“ segir Lenya í sam­tali við Kjarn­ann.

Kjarn­inn fjar­lægði frétt sem unnin var upp úr við­tali við Lenyu sem birt­ist um miðjan apríl vegna rasískra ummæla sem skrifuð voru við deil­ingu frétt­­ar­innar á Face­­book-­­síðu Kjarn­ans.

Í við­tal­inu ræddi Lenya einnig um rasísk ummæli Sig­­urðar Inga Jóhanns­­sonar inn­­við­a­ráð­herra sem hann lét falla um Vig­dísi Häsler í mót­­­töku sem Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­­­ur­inn hélt í til­­­efni af Bún­­­að­­­ar­­­þingi bænda­­­sam­tak­anna. Vig­­­dís vildi fá for­yst­u­­­­fólk úr Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokknum til að taka mynd með sér þar sem hún „plank­aði“ á meðan að það hélt á henni. Við þessar aðstæður á Sig­­­­urður Ingi að vísað til Vig­­­­dísar sem „hinnar svört­u“.

Sig­­­urður Ingi baðst afsök­unar og fund­aði nokkrum dögum síðar með Vig­­­­dísi sem birti í kjöl­farið færslu á Face­­­­book þar sem hún sagði að þau hefðu átt „hrein­skil­ið, heið­­­­ar­­­­legt og opið sam­tal“. Sagð­ist Vig­­­­­dís hafa með­­­­­­­tekið af­­­­­sök­un­­­­­ar­beiðni Sig­­­­­urðar Inga og að hún hefði upp­­­­­lifað hana sem ein­læga. Mál­inu væri lokið af henn­ar hálfu. Sig­­urður Ingi hefur verið kærður fyrir brot á siða­­reglum Alþingis en hefur ekki tjáð sig meira um málið heldur aðeins vísað í afsök­un­­ar­beiðni sína á Face­­book.

Starfs­hóp­ur­inn hefur störf í næstu viku

Nú hefur fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins verið skipuð for­maður starfs­hóps gegn hat­urs­orð­ræðu. Dagný sat á þingi fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn 2003-2007. Í dag starfar hún sem aðstoð­ar­maður rík­is­stjórn­ar­innar um sam­hæf­ingu mála.

Í til­­kynn­ingu stjórn­­­valda sem send var út í apríl þegar til­kynnt var um ráðn­ingu Dag­nýjar segir að hún muni vinna að því að „sam­hæfa stefnu og aðgerðir í mála­­flokkum sem heyra undir fleiri en eitt ráðu­­neyti. Meðal umfangs­­mik­illa áherslu­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­innar sem snerta mál­efna­­svið flestra ráðu­­neyta eru sjálf­­bærni, rétt­lát umskipti og aukin sam­keppn­is­hæfn­i“. Nú mun hún einnig gegna for­mennsku í starfs­hópi gegn hat­urs­orð­ræður og er fyrsti fundur hóps­ins áætl­aður næst­kom­andi þriðju­dag, 28. júní. Ell­efu aðal­menn og átta vara­menn eiga sæti í starfs­hópn­um, en hann skipa:

Aðal­menn:

Dagný Jóns­dótt­ir, for­mað­ur, skipuð án til­nefn­ing­ar, for­sæt­is­ráðu­neyti

Áshildur Linn­et, félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyti

Hákon Þor­steins­son, dóms­mála­ráðu­neyti

Jón Fannar Kol­beins­son, Jafn­rétt­is­stofu

Lenya Rún Taha Karim, skipuð án til­nefn­ing­ar, for­sæt­is­ráðu­neyti

Mar­grét Stein­ars­dótt­ir, Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands

Nichole Leigh Mosty, Fjöl­menn­ing­ar­setri

Ólafur Örn Braga­son, emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra

Rán Ingv­ars­dótt­ir, skipuð án til­nefn­ing­ar, for­sæt­is­ráðu­neyti

Stefán Snær Stef­áns­son, mennta- og barna­mála­ráðu­neyti

Þórður Krist­jáns­son, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga

Vara­menn:

Anna Lilja Björns­dótt­ir, Jafn­rétt­is­stofu

Donata Hon­kowicz Bukowska, mennta- og barna­mála­ráðu­neyti

Eyrún Eyþórs­dótt­ir, emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra

Gústav Adolf Berg­mann Sig­ur­björns­son, Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands

Kristín Jóns­dótt­ir, dóms­mála­ráðu­neyti

Kristín Ólafs­dótt­ir, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga

Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, Fjöl­menn­ing­ar­setri

Stefán Dan­íel Jóns­son, félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyti

Var lofað góðu sam­ráði við hags­muna­hópa

Meg­in­hlut­verk hóps­ins verður að skoða hvort stjórn­­völd skuli setja fram heild­­stæða áætlun um sam­hæfðar aðgerðir stjórn­­­valda gegn hat­­ur­s­orð­ræðu.

Í því skyni verður starfs­hópnum falið að gera til­­lögur um útfærslu á aðgerðum sem miði að því að vinna gegn hat­­ur­s­orð­ræðu í íslensku sam­­fé­lagi, til dæmis í formi vit­unda­vakn­ing­­ar­her­­ferðar eða ann­­arra aðgerða. Sam­ráð verði haft við hags­muna­­sam­tök í vinnu starfs­hóps­ins.

„Ég er fyrst og fremst þakk­lát að það hafi verið hlustað á kröfur þeirra hópa sem köll­uðu eftir úrbótum í mál­efnum sem varða hat­urs­orð­ræðu og að mér sé treyst fyrir setu í starfs­hópn­um,“ segir Lenya í sam­tali við Kjarn­ann.

Að hennar mati sam­anstendur hóp­ur­inn af fag­fólki en hún segir mik­il­vægt að haft verði ríkt sam­ráð við hags­muna­hópa.

„Þessi starfs­hópur er sam­an­settur af fag­fólki sem mun takast á við þetta flókna verk­efni af fag­mennsku og á lausn­a­mið­aðan hátt, eins lengi og það sé haft gott sam­ráð við við­eig­andi hópa, eins og mér var lofað við skipun þessa hóps. Ég mun alla­vega beita mér fyrir því af fullum krafti að allar raddir sem hafa hags­muna að gæta fái að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi innan hóps­ins og stuðla að ríku sam­ráð­i,“ segir Lenya.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent