„Lífskjör fólks á Íslandi ráðast nú mjög á stöðu þess á fasteignamarkaði“

Seðlabankastjóri segir að bankinn sé að koma í veg fyrir fasteignabólu með stýrivaxtahækkunum sínum, en fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur samt hækkað um 24 prósent á einu ári. Eftirspurn eftir vinnuafli hefur ekki verið meira frá 2007.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

„Lífs­kjör fólks á Íslandi ráð­ast nú mjög á stöðu þess á fast­eigna­mark­aði. Hvenær fólk kom inn á fast­eign­ar­mark­að­inn og á hvaða aldri þú ert.“ Þetta sagði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri, og for­maður pen­inga­stefnu­nefnd­ar, á upp­lýs­inga­fundi nefnd­ar­innar fyrr í dag sem hald­inn var vegna ákvörð­unar hennar að hækka stýri­vexti upp í 4,75 pró­sent. Þeir hafa ekki verið hærri í fimm ár. Sú ákvörðun var tekin til að reyna að ná verð­bólgu, sem mælist 7,6 pró­sent, nið­ur. Hann sagði að það gætu orðið tals­verð auðs­á­hrif af hækkun fast­eigna­verðs, sér­stak­lega ef fólk færi að taka út fjár­magn vegna hækk­un­ar­innar til að nota í ann­að. 

Fast­eigna­verð hefur hækkað mikið síð­ast­liðin tvö ár og í gær voru til að mynda birtar nýjar tölur frá Þjóð­­skrá sem sýndu að íbúða­verð á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu hefur ekki hækkað meira á tólf mán­aða tíma­bili síðan árið 2006. Árs­hækk­­­un­in, sam­­­kvæmt nýbirtri vísi­­­tölu íbúða­verðs á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu fyrir maí­mán­uð, nemur nú 24 pró­­­sent­u­­stig­­um. Frá byrjun árs 2020 hefur íbúða­verð á svæð­inu hækkað um 44 pró­sent.

Það þýðir til að mynda að íbúð sem kost­aði 50 millj­ónir króna í jan­úar 2020 kostar í dag 72,1 milljón króna. Sá sem átti 20 millj­ónir króna í eigið fé í íbúð­inni á nú 32,1 milljón króna í eigið fé, án þess að til­lit sé tekið til hversu mikið við­kom­andi hafi greitt niður lán sitt í milli­tíð­inni, sem er senni­legt að sé umtals­vert í ljósi þess að vaxta­kjör voru sögu­lega góð þorra tíma­bils­ins og sér­tækar lausnir á borð við skatt­frjálsa nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar til nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána standa fjöl­mörgum til boða. Veð­setn­ing­ar­hlut­fall hefur því farið úr 60 pró­sentum í um 40 pró­sent, sem er langt undir hámark­s­við­miðum allra lán­veit­enda á Íslandi. Svig­rúmið til end­ur­fjár­mögn­un­ar, þar sem fólk getur tekið út hækk­anir til að nota í neyslu eða aðrar fjár­fest­ing­ar, hefur því vaxið mik­ið.

Fast­eigna­mark­að­ur­inn að leggja mjög mikið til verð­bólg­unnar

Ásgeir sagði að lætin á fast­eigna­mark­aði orsök­uð­ust af skorti af fram­boði og gríð­ar­legri fjölgun á vinnu­mark­aði. „Það eru mjög stórar ungar kyn­slóðir sem eru að koma inn á vinnu­mark­að­inn og þá inn á hús­næð­is­mark­að­inn líka. Þetta fylgist að. Þá fáum við þessa verð­bólgu til­tölu­lega skarpt inn.“

Hnn benti á að ef verð­bólgan yrði mæld sam­kvæmt hinni svoköll­uðu sam­ræmdu vísi­tölu neyslu­verðs, sem und­an­skilur eigið hús­næði, þá væri verð­bólga 5,4 pró­sent. „Þannig að fast­eigna­mark­að­ur­inn er að leggja mjög mikil til verð­bólg­unn­ar.“

Auglýsing
Hægt væri að skapa grunn fyrir til­tölu­lega hraða verð­bólgu­hjöðnun um leið og fast­eigna­verð hættir að hækka. Hins vegar sé miklu meira í gangi hér á landi en bara hækkun fast­eigna­verðs. Það sé mikil upp­sveifla í gangi á Íslandi með mik­illi eft­ir­spurn eftir vinnu­afli. „Við höfum ekki séð svona mikla eft­ir­spurn eftir vinnu­afli síðan 2007. Það er bara skortur á fólki.“

Seg­ist vera að koma í veg fyrir fast­eigna­bólu

Á fund­inum sagði Ásgeir að Seðla­bank­inn væri að beita stjórn­tækjum til að koma í veg fyrir fast­eigna­bólu og að verð­bólga éti upp kjara­samn­ings­bundnar hækk­an­ir. „Seðla­bank­inn er að vinna fyrir vinn­andi fólk. Þetta er það sem við eigum að gera. Ef við leyfum verð­bólg­unni að halda áfram þá mun það koma vinnu­mark­að­inum í upp­nám og ákveðin hringekja fara af stað.“

Þau tæki sem hann vísar til eru, auk vaxta­hækk­ana, setn­ing reglna um hámark greiðslu­­­­byrðar á fast­­­­eigna­lánum og end­­­­ur­vekja hinn svo­­­­kall­aða sveiflu­­­­jöfn­un­­­­ar­auka, sem var afnum­inn þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á til að auka svig­rúm banka til útlána um mörg hund­ruð millj­arða króna. Það svig­rúm nýttu þeir mest megnis til að lána til fast­eigna­kaupa. Í fyrra­sumar hafði fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd hækkað hámark veð­­­­­setn­ing­­­­­ar­hlut­­­­­falls fast­­­­­eigna­lána til neyt­enda lækkað úr 85 í 80 pró­­­­­sent en hámarks­­­­­hlut­­­­­fall fyrir fyrstu kaup­endur hélst óbreytt í 90 pró­­­­­sent.

Fyrr í þessum mán­uði ákvað fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­nefnd svo lækka hámarks veð­­­setn­ing­­­ar­hlut­­­fall fast­­­eigna­lána fyrir fyrstu kaup­endur úr 90 pró­­­sentum niður í 85 pró­­­sent. Það þýðir að fyrstu kaup­endur munu þurfa að geta reitt fram að minnsta kosti 15 pró­­­sent af kaup­verði eignar í útborg­un, í stað tíu pró­­­senta áður.

„Ís­lend­ingar eru sér­fræð­ingar í bak­sýn­is­hag­fræði“

Enn sem komið er hefur beit­ing stjórn­tækj­anna ekki skilað sér í því að fast­eigna­verð hætti að hækka.

Ásgeir sagði á fund­inum að beit­ing þeirra væri að ein­hverju leyti til­rauna­starf­semi. „Eftir ein­hver ár verður þetta örugg­lega rann­sókn­ar­efni fyrir hag­fræð­inga við að reyna að meta þessi áhrif og þá verða haldnar hérna mál­stof­ur. Þá munu líka koma fram alls­konar spek­ingar fram og segja hvað hefði átt að gera. Það er nátt­úru­lega þegar komið fram fólk sem talar um hvað hefði átt að gera. Hins vegar hefur það fólk sem talar um hvað hefði átt að gera enga hug­myndir um hvað á að gera núna miðað við stöð­una. Íslend­ingar eru sér­fræð­ingar í bak­sýn­is­hag­fræð­i.“

Aðspurður sagð­ist Ásgeir ekki hafa áhyggjur af vaxta­hækk­unum á aukið fram­boð á hús­næði. „Ég held að, miðað við hvað fast­eigna­verð hefur hækk­að, þá vor­kenni ég ekki verk­tökum fyrir að borga aðeins hærri vexti. Ég vor­kenni þeim ekki neitt. Ég tel að arðsvonin sé það mikil í bygg­ing­ar­iðn­aði að ég held að greinin sé að fara að taka við sér og það sé kannski frekar aðgangur að fjár­magni sé meira atrið­i.“

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að útlán til fyr­ir­tækja í bygg­ing­­­­ar­­­­starf­­­­semi og mann­­­­virkja­­­­gerð hafi tekið nokkuð vel við sér á síð­­­­­­­ustu mán­uð­­­um, sem bendir til þess að sá geiri sé kom­inn á fljúg­andi ferð. Sam­tals hafa verið lán­aðir 25,3 millj­­­­arðar króna inn í þann geira frá byrjun nóv­­­­em­ber 2021 og út maí síð­­­­ast­lið­inn. Þar af var 7,1 millj­­arður króna lán­aður til þeirra í síð­­asta mán­uði. Ný útlán til bygg­inga­­geirans hafa aldrei verið meiri innan mán­aðar sam­­kvæmt hag­­tölum Seðla­­bank­ans, sem ná aftur til byrjun árs 2013. 

Til að setja þá tölu í sam­hengi þá lán­uðu kerf­is­lega mik­il­vægu bank­­­­arnir þrír sam­tals 16,5 millj­­­­arða króna til fyr­ir­tækja í bygg­ing­­­­ar­­­­starf­­­­semi og mann­­­­virkja­­­­gerð allt árið 2019, síð­­­­asta heila árið fyrir kór­ón­u­veiru­far­ald­­­­ur. 

Á árunum 2020 og 2021 voru útlánin til geirans, að frá­­­­­­­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, hins vegar nei­­­­kvæð um 29,7 millj­­­­arða króna. 

Því er um mik­inn við­­­­snún­­­­ing að ræða. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent