Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eitt prósentustig – Hafa ekki verið hærri í fimm ár

Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um fjögur prósentustig frá því í maí í fyrra. Hækkunin í dag mun auka greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð húsnæðislán umtalsvert.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Pen­inga­­­stefn­u­­­nefnd Seðla­­­banka Íslands ákvað að hækka stýri­vexti bank­ans í 4,75 pró­­­sent í morg­un. Um er að ræða hækkun upp á eitt pró­sentu­stig frá því sem áður var og alls hafa vextir hækkað um fjögur pró­­­sent­u­­­stig frá því í maí í fyrra, þegar vaxta­á­kvörð­un­­­ar­­­ferli Seðla­­­banka Íslands hófst. Vextir hafa ekki verið hærri síðan í maí 2017, eða í fimm ár.

Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefndar segir að sam­kvæmt bráða­birgða­tölum þjóð­hags­reikn­inga var nokkru meiri hag­vöxtur á fyrsta fjórð­ungi árs­ins en gert var ráð fyrir í maí­spá Pen­inga­mála. „Vís­bend­ingar eru jafn­framt um að þróttur inn­lendra umsvifa verði áfram kröft­ugur og hlut­fall fyr­ir­tækja sem segj­ast skorta starfs­fólk hefur ekki mælst hærra frá árinu 2007. Á móti vegur að vænt­ingar bæði heim­ila og fyr­ir­tækja um efna­hags­fram­vind­una hafa heldur dalað og tölu­verð óvissa er um alþjóð­legar efna­hags­horf­ur.“

Verð­bólga jókst í maí og mæld­ist 7,6 pró­sentu­stig. Skörp hækkun stýri­vaxta er fyrst og síð­ast til þess fallin að stemma stigu við henni. Í yfir­lýs­ing­unni segir að enn sem fyrr vegi hækkun hús­næð­is­verðs og ann­arra inn­lendra kostn­að­ar­liða þungt auk þess sem alþjóð­legt olíu- og hrá­vöru­verð hafi hækkað mik­ið. „Verð­hækk­anir eru á breiðum grunni og und­ir­liggj­andi verð­bólga hefur auk­ist. Þá hafa verð­bólgu­vænt­ingar hækkað á flesta mæli­kvarða og eru yfir verð­bólgu­mark­mið­i.“

Auglýsing
Í yfir­lýs­ing­unni er sterk­lega gefið til kynna að frek­ari vaxta­hækk­anir kunni að vera framund­an. Þar segir að pen­inga­stefnu­nefnd telji lík­legt að herða þurfi taum­hald pen­inga­stefn­unnar enn frekar til að tryggja að verð­bólga hjaðni í mark­mið innan ásætt­an­legs tíma. „Pen­inga­stefnan mun á næst­unni ráð­ast af þróun efna­hags­um­svifa, verð­bólgu og verð­bólgu­vænt­inga. Ákvarð­anir í atvinnu­lífi, á vinnu­mark­aði og í rík­is­fjár­málum munu skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara.“ Þar er verið að vísa í þá stóru kjara­samn­inga­lotu sem framundan er í haust, en stjórn­völd, Seðla­banki Íslands og hags­muna­gæslu­sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa hvatt til hóf­legra krafna um launa­hækk­anir í þeim í ljósi ástands­ins.

Starfs­greina­sam­band Íslands mun kynna kröfu­gerð sína fyrir kom­andi kjara­samn­inga síðar í dag.

Aðrar aðgerðir Seðla­­bank­ans hafa ekki bitið

Hækk­­­andi hús­næð­is­verð er stærsti þátt­­­ur­inn í þeirri stór­auknu verð­­­bólgu sem mælist á Íslandi og vaxta­hækk­­un­inni er ætlað að reyna að hemja. Seðla­­­banki Íslands hefur reynt ýmis­­­­­legt til að stemma stigu við ástand­inu fyrir utan að hækka vexti skarpt, eða úr 0,75 í 4,75 pró­­sent á einu ári. Það hækkar greiðslu­byrði hús­næð­is­lána gríð­ar­lega.

Dýr lán og gríð­­­ar­­­leg sam­keppni um allt hús­næði sem býðst til sölu gerir það að verkum að fleiri lán­takar eru að færa sig í þau lán sem bera lægstu afborg­an­irn­­­ar. Það eru verð­­­tryggð lán, en hin mikla verð­­­bólga sem nú er gerir þau lán þó afar óhag­­­stæð, enda leggst verð­­­bólgan sem verð­bætur á höf­uð­stól þeirra lána. 

Í sept­­­em­ber í fyrra ákvað fjár­­­­­mála­­­stöð­ug­­­leika­­­nefnd Seðla­­­banka Íslands einnig að setja reglur um hámark greiðslu­­­byrðar á fast­­­eigna­lánum og end­­­ur­vekja hinn svo­­­kall­aða sveiflu­­­jöfn­un­­­ar­auka. Áður hafði nefndin lækkað hámark veð­­­­setn­ing­­­­ar­hlut­­­­falls fast­­­­eigna­lána til neyt­enda lækkað úr 85 í 80 pró­­­­sent en hámarks­­­­hlut­­­­fall fyrir fyrstu kaup­endur hélst óbreytt í 90 pró­­­­sent.

Fyrr í þessum mán­uði ákvað fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd svo lækka hámarks veð­­setn­ing­­ar­hlut­­fall fast­­eigna­lána fyrir fyrstu kaup­endur úr 90 pró­­sentum niður í 85 pró­­sent. Það þýðir að fyrstu kaup­endur munu þurfa að geta reitt fram að minnsta kosti 15 pró­­sent af kaup­verði eignar í útborg­un, í stað 10 pró­­senta áður.

Hingað til hafa aðgerðir Seðla­banka Íslands ekki bitið þannig að þær dragi úr hækkun á hús­næð­is­verði. Í gær voru til að mynda birtar nýjar tölur frá Þjóð­skrá sem sýndu að íbúða­verð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hefur ekki hækkað meira á tólf mán­aða tíma­bili síðan árið 2006. Árs­hækk­­un­in, sam­­kvæmt nýbirtri vísi­­tölu íbúða­verðs á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu fyrir maí­mán­uð, nemur nú 24 pró­­sent­u­stig­um.

Telur vexti þurfa að vera hærri en verð­bólga

Í pen­inga­stefnu­nefnd, sem ákveður stýri­vexti, sitja Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri sem er for­maður henn­ar, vara­seðla­banka­stjór­arnir Rann­veig Sig­urð­ar­dóttir sem er stað­geng­ill for­manns, og Gunnar Jak­obs­son, Her­dís Stein­gríms­dóttir og Gylfi Zoëga. Þau tvö síð­ast­nefndu eru ytri með­lim­ir. Þau starfa ekki hjá Seðla­bank­an­um.

Gylfi, sem er hag­fræði­pró­fess­or, skrif­aði grein í Vís­bend­ingu í síð­asta mán­uði þar sem hann fjall­aði um verð­bólgu og stýri­vexti. Þar sagði hann að á næstu mán­uðum verði „nauð­­syn­­legt að virkir vextir Seðla­­bank­ans hækki næg­i­­lega mikið til þess að raun­vextir hans verði jákvæðir að nýju“, sem þýðir að stýri­vextir bank­ans þyrftu að verða hærri en mæld verð­­bólga í land­inu. Ef það mark­mið ætti að nást núna þyrftu vext­irnir að hækka um þrjú pró­sentu­stig til við­bót­ar, enda verð­bólgan 7,6 pró­sent.

Í grein­inni sagði Gylfi auð­velt að benda á hvernig væri best að bregð­­ast við þeim aðstæðum sem blasi við og nefndi aukið aðhald rík­­is­fjár­­­mála, hækk­­andi vexti Seðla­­bank­ans og raun­vexti útlána banka og líf­eyr­is­­sjóða, auk þess sem að aðilar vinn­u­­mark­aðar komi sér saman um hóf­­legar launa­hækk­­­anir sem sam­ræm­ist lægri verð­­bólgu.

„En hvernig er útlitið þegar þetta er skrif­að? Sumir leið­­togar laun­þega hrópa hástöfum þegar vextir hækka í 3,75 pró­sent þótt raun­vextir séu nei­­kvæðir og raun­virði óverð­­tryggðra lána að lækka um rúm­­lega 7 pró­sent á ári. Jafn­­framt er ekki að heyra enn sem komið er að vilji sé til sátta á vinn­u­­mark­aði í haust. Á fjár­­­magns­hlið vinn­u­­mark­að­­ar­ins er heldur ekki að heyra sátta­tón. Eig­endur margra stórra skráðra fyr­ir­tækja greiða sér millj­­arða í arð. Mörg þess­­ara fyr­ir­tækja starfa við skil­yrði fákeppni í krón­u­hag­­kerf­inu þar sem hagn­aður stafar ekki að fullu af því að stjórn­­endur hafi tekið áhættu í ákvörð­unum eða komið með nýj­ungar í rekstri, svo vægt sé til orða tek­ið. Fréttir ber­­ast einnig af háum launa­greiðslum stjórn­­enda margra af þessum fyr­ir­tækj­­um. Þótt þessar launa­greiðslur skipti litlu máli í þjóð­hags­legu sam­hengi þá gefa þær tón­inn fyrir hinn almenna vinn­u­­mark­að.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent