Úttekt á bankasölunni enginn endapunktur á málinu

Rannsókn Ríkisendurskoðunar á bankasölunni reyndist ekki sú hraðleið sem ríkisstjórnin hélt fram, segir þingflokksformaður Pírata. Þingmaður Samfylkingarinnar segir seinkun á niðurstöðunni ekki koma á óvart.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Það kemur í sjálfu sér ekk­ert á óvart að Rík­is­end­ur­skoðun þurfi lengri tíma til að vinna úttekt­ina um Íslands­banka­mál­ið. Þetta er umfangs­mikið mál og emb­ættið eflaust fáliðað vegna sum­ar­leyfa.“ Þetta segir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jóhann Páll Jóhanns­son, við Kjarn­ann.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að skil á nið­ur­stöðu stjórn­sýslu­út­tektar Rík­is­end­ur­skoð­unar á sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka síð­ast­lið­inn vetur muni frest­ast. Skýrslan átti að koma út í júní en nú er stefnt að því að skila henni fyrir versl­un­ar­manna­helgi. Kjarn­inn leit­aði við­bragða stjórn­ar­and­stöð­unnar við þeim tíð­ind­um.

Jóhann Páll segir að Sam­fylk­ingin hafi lagt áherslu á það í þing­loka­samn­ingum að boðað yrði til þing­fundar þegar úttektin lægi fyr­ir, og um þetta hafi sam­staða náðst. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og þing­heimur hljóti svo að rýna úttekt Rík­is­end­ur­skoð­anda og bregð­ast við henni.

Auglýsing

„En sama hvað kemur fram í úttekt­inni er ljóst að hún, og umfjöllun um hana, verður eng­inn enda­punktur á mál­inu. Rík­is­end­ur­skoðun skoðar auð­vitað þá þætti er falla að starfs­sviði og eft­ir­lits­hlut­verki þess emb­ætt­is, en eftir standa svo stóru spurn­ing­arnar um þátt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hvort hann hafi lagt full­nægj­andi grund­völl að ákvörð­unum sínum við sölu bank­ans, hvort hann hafi fylgt skráðum og óskráðum reglum stjórn­sýslu­réttar og rækt eft­ir­lits­skyldur sínar gagn­vart Banka­sýsl­unni með við­un­andi hætti, hvort hann telj­ist ef til vill hafa brostið hæfi til að koma að ákvörðun um sölu á rík­is­eign til föður síns og svo fram­veg­is,“ segir hann.

Eðli­legt næsta skref að skipuð verði óháð rann­sókn­ar­nefnd

Þá telur þing­mað­ur­inn það vera ljóst að ýmsir þættir Íslands­banka­máls­ins verði ekki upp­lýstir til fulls nema af aðila með víð­tæk­ari rann­sókn­ar­heim­ildir en Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur.

„Í þessu sam­hengi má rifja upp að síð­ast þegar rík­is­end­ur­skoð­andi rann­sak­aði banka­sölu komst hann að þeirri nið­ur­stöðu að við hana væri ekk­ert að athuga. Þegar rann­sókn­ar­nefnd Alþingis kann­aði sama mál og komst að gagn­stæðri nið­ur­stöðu benti rík­is­end­ur­skoð­andi rétti­lega á að hið sanna hefði komið í ljós vegna víð­tækra rann­sókn­ar- og eft­ir­lits­heim­ilda rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar sem hann hafði ekki. Alþingi ætti að draga lær­dóm af þess­ari atburða­rás. Eðli­legt næsta skref eftir að úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar liggur fyrir er að skipuð verði óháð rann­sókn­ar­nefnd á grund­velli laga um rann­sókn­ar­nefndir Alþingis til að fara yfir þetta mál.

Við Kristrún Frosta­dóttir bíðum auð­vitað enn eftir svari við fyr­ir­spurn um fram­gang máls­ins sem við lögðum fram 1. júní. Enn bólar ekk­ert á svörum þótt þing­skap­a­lög geri ráð fyrir að fyr­ir­spurnum til skrif­legs svars sé að jafn­aði svarað innan 15 virkra daga,“ segir Jóhann Páll.

Seinkun kemur ekki á óvart – Skýrsla frá rík­is­end­ur­skoð­anda engin hrað­leið

Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata segir við Kjarn­ann að það komi þeim ekki á óvart að vinna rík­is­end­ur­skoð­anda tefj­ist en auð­vitað sýni það svart á hvítu að upp­haf­legt mat rík­is­stjórn­ar­innar og stjórn­ar­liða að beiðni um skýrslu frá rík­is­end­ur­skoð­anda væri ein­hvers konar hrað­leið hafi ekki verið rétt.

„Orð­ræða stjórn­ar­liða gegn sér­stakri rann­sókn­ar­nefnd sneri að mestu leyti um hversu hæg­virkt það yrði í sam­an­burði við skýrslu rík­is­end­ur­skoð­anda,“ segir hún.

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld Beck

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar tekur undir með Hall­dóru og segir við Kjarn­ann að sein­kunin komi í sjálfu sér ekk­ert á óvart – þannig séð.

Sigmar Guðmundsson Mynd: Bára Huld Beck

„Að mínu mati þýðir þetta að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefji sína vinnu um skýrsl­una þegar líður á ágúst­mán­uð. Að hefja þá vinnu í júlí­mán­uði finnst mér ekki ganga, ef skýrslan verður á annað borð til­búin þá,“ segir hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent