Úttekt á bankasölunni enginn endapunktur á málinu

Rannsókn Ríkisendurskoðunar á bankasölunni reyndist ekki sú hraðleið sem ríkisstjórnin hélt fram, segir þingflokksformaður Pírata. Þingmaður Samfylkingarinnar segir seinkun á niðurstöðunni ekki koma á óvart.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Það kemur í sjálfu sér ekk­ert á óvart að Rík­is­end­ur­skoðun þurfi lengri tíma til að vinna úttekt­ina um Íslands­banka­mál­ið. Þetta er umfangs­mikið mál og emb­ættið eflaust fáliðað vegna sum­ar­leyfa.“ Þetta segir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jóhann Páll Jóhanns­son, við Kjarn­ann.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að skil á nið­ur­stöðu stjórn­sýslu­út­tektar Rík­is­end­ur­skoð­unar á sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka síð­ast­lið­inn vetur muni frest­ast. Skýrslan átti að koma út í júní en nú er stefnt að því að skila henni fyrir versl­un­ar­manna­helgi. Kjarn­inn leit­aði við­bragða stjórn­ar­and­stöð­unnar við þeim tíð­ind­um.

Jóhann Páll segir að Sam­fylk­ingin hafi lagt áherslu á það í þing­loka­samn­ingum að boðað yrði til þing­fundar þegar úttektin lægi fyr­ir, og um þetta hafi sam­staða náðst. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og þing­heimur hljóti svo að rýna úttekt Rík­is­end­ur­skoð­anda og bregð­ast við henni.

Auglýsing

„En sama hvað kemur fram í úttekt­inni er ljóst að hún, og umfjöllun um hana, verður eng­inn enda­punktur á mál­inu. Rík­is­end­ur­skoðun skoðar auð­vitað þá þætti er falla að starfs­sviði og eft­ir­lits­hlut­verki þess emb­ætt­is, en eftir standa svo stóru spurn­ing­arnar um þátt fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hvort hann hafi lagt full­nægj­andi grund­völl að ákvörð­unum sínum við sölu bank­ans, hvort hann hafi fylgt skráðum og óskráðum reglum stjórn­sýslu­réttar og rækt eft­ir­lits­skyldur sínar gagn­vart Banka­sýsl­unni með við­un­andi hætti, hvort hann telj­ist ef til vill hafa brostið hæfi til að koma að ákvörðun um sölu á rík­is­eign til föður síns og svo fram­veg­is,“ segir hann.

Eðli­legt næsta skref að skipuð verði óháð rann­sókn­ar­nefnd

Þá telur þing­mað­ur­inn það vera ljóst að ýmsir þættir Íslands­banka­máls­ins verði ekki upp­lýstir til fulls nema af aðila með víð­tæk­ari rann­sókn­ar­heim­ildir en Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur.

„Í þessu sam­hengi má rifja upp að síð­ast þegar rík­is­end­ur­skoð­andi rann­sak­aði banka­sölu komst hann að þeirri nið­ur­stöðu að við hana væri ekk­ert að athuga. Þegar rann­sókn­ar­nefnd Alþingis kann­aði sama mál og komst að gagn­stæðri nið­ur­stöðu benti rík­is­end­ur­skoð­andi rétti­lega á að hið sanna hefði komið í ljós vegna víð­tækra rann­sókn­ar- og eft­ir­lits­heim­ilda rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar sem hann hafði ekki. Alþingi ætti að draga lær­dóm af þess­ari atburða­rás. Eðli­legt næsta skref eftir að úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar liggur fyrir er að skipuð verði óháð rann­sókn­ar­nefnd á grund­velli laga um rann­sókn­ar­nefndir Alþingis til að fara yfir þetta mál.

Við Kristrún Frosta­dóttir bíðum auð­vitað enn eftir svari við fyr­ir­spurn um fram­gang máls­ins sem við lögðum fram 1. júní. Enn bólar ekk­ert á svörum þótt þing­skap­a­lög geri ráð fyrir að fyr­ir­spurnum til skrif­legs svars sé að jafn­aði svarað innan 15 virkra daga,“ segir Jóhann Páll.

Seinkun kemur ekki á óvart – Skýrsla frá rík­is­end­ur­skoð­anda engin hrað­leið

Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata segir við Kjarn­ann að það komi þeim ekki á óvart að vinna rík­is­end­ur­skoð­anda tefj­ist en auð­vitað sýni það svart á hvítu að upp­haf­legt mat rík­is­stjórn­ar­innar og stjórn­ar­liða að beiðni um skýrslu frá rík­is­end­ur­skoð­anda væri ein­hvers konar hrað­leið hafi ekki verið rétt.

„Orð­ræða stjórn­ar­liða gegn sér­stakri rann­sókn­ar­nefnd sneri að mestu leyti um hversu hæg­virkt það yrði í sam­an­burði við skýrslu rík­is­end­ur­skoð­anda,“ segir hún.

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld Beck

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar tekur undir með Hall­dóru og segir við Kjarn­ann að sein­kunin komi í sjálfu sér ekk­ert á óvart – þannig séð.

Sigmar Guðmundsson Mynd: Bára Huld Beck

„Að mínu mati þýðir þetta að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefji sína vinnu um skýrsl­una þegar líður á ágúst­mán­uð. Að hefja þá vinnu í júlí­mán­uði finnst mér ekki ganga, ef skýrslan verður á annað borð til­búin þá,“ segir hann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent