Keyptu Fjaðrárgljúfur fyrir 280 milljónir króna

Félagið Hveraberg ehf. hefur keypt jörðina Heiði en innan hennar er náttúruperlan Fjaðrárgljúfur. Kaupverðið, samkvæmt kauptilboði sem Kjarninn fékk afhent, er 280 milljónir króna. Til stendur að rukka bílastæðagjald af ferðamönnum.

Fjaðrárgljúfur er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Fjaðrárgljúfur er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Auglýsing

Félagið Hvera­berg ehf. er kaup­andi jarð­ar­innar Heiði í Skaft­ár­hreppi þar sem Fjaðrár­gljúfur er að finna. Brynjólfur Bald­urs­son er fram­kvæmda­stjóri félags­ins og skrif­aði undir kauptil­boðið fyrir hönd þess. Íslenska ríkið hafði for­kaups­rétt á Heiði en nýtti hann ekki. Umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neytið og Hvera­berg ætla sam­kvæmt sam­komu­lagi að vinna að frið­lýs­ingu svæð­is­ins „enda telja aðilar hags­munum gljúf­urs­ins best borgið með frið­lýs­ing­u,“ sagði í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu í morg­un.

Kjarn­inn óskaði eftir því við ráðu­neytið að fá sendar upp­lýs­ingar um kaup­and­ann og sam­komu­lagið sem gert var við hann. Við þeirri beiðni varð ráðu­neytið og sam­kvæmt kauptil­boði sem er meðal gagna greiddi Hvera­berg ehf. 280 millj­ónir króna fyrir jörð­ina Heiði en nátt­úruperlan Fjaðrár­gljúf­ur, sem er á nátt­úru­vernd­ar­skrá, er á mörkum hennar og jarð­ar­innar Holts.

Auglýsing

Félagið Hvera­berg ehf. var stofnað árið 2017 og hefur verið leið­andi í upp­bygg­ingu Gróð­ur­húss­ins í Hvera­gerði, en í þeirri bygg­ingu er hót­el, auk mat­hallar og versl­un­ar­rým­is. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi félags­ins frá árinu 2020 er Brynjólfur Bald­urs­son eini eig­andi félags­ins í gegnum félag sitt Eld­borg Capi­tal ehf. Brynjólfur á einnig hlut í Reykja­dals­fé­lag­inu sem hefur unnið að upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu við rætur göngu­leið­ar­innar upp í Reykja­dal ofan Hvera­gerð­is. Brynjólfur var á árum áður í fjár­mála­geir­anum og tók þátt í að stofna Alfa verð­bréf, sem MP banki keypti árið 2011. Brynjólfur varð í kjöl­farið fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP Banka, sem nú heitir Kvika banki.

Kaupverðið er samkvæmt kauptilboðinu sem skrifað var undir í mars 280 milljónir króna.

Eig­endur jarð­ar­innar Heiði voru sam­kvæmt kauptil­boð­inu sex tals­ins og áttu fimm þeirra jafnan hlut, 13,3 pró­sent. Þor­björn Bjarna­son átti svo stærstan hlut, 33,32 pró­sent. Sam­kvæmt til­boð­inu átti að greiða kaup­verðið út með pen­ingum við und­ir­ritun kaup­samn­ings og nýju láni frá lána­stofnun gegn skil­yrtu veð­leyfi sem greiða á að þing­lýs­ingu lok­inni. Kauptil­boðið var und­ir­ritað 10. mars.

Í apríl barst ráðu­neyt­inu erindi þar sem óskað var afstöðu rík­is­sjóðs til nýt­ingar for­kaups­réttar vegna söl­unnar á jörð­inni. Sam­kvæmt lögum um nátt­úru­vernd hefur rík­is­sjóður for­kaups­rétt að jörðum og öðrum land­ar­eignum sem eru að hluta eða öllu leyti á nátt­úru­minja­skrá.

Er það mat ráðu­neyt­is­ins að vernd­ar­þörf á svæð­inu sé tals­verð vegna mik­ils ágangs ferða­manna en hægt sé að ná mark­miðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaup­in, sagði í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins í morg­un. „Með frið­lýs­ingu svæð­is­ins og sam­komu­lagi við nýjan eig­anda verður vernd svæð­is­ins og nauð­syn­leg upp­bygg­ing sam­eig­in­legt verk­efni rík­is­ins og nýs eig­anda.“

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu skuld­bindur nýr eig­andi jarð­ar­innar sig til að vinna „í fullu sam­starfi við Umhverf­is­stofnun að frið­lýs­ingu Fjaðrár­gjúf­urs sem nátt­úru­vætti, sam­kvæmt ákvæðum laga um nátt­úru­vernd“.

„Hóf­leg“ gjöld

Hvera­berg áformar að taka „hóf­leg bíla­stæða­gjöld til að byggja upp þjón­ustu“ á svæð­inu en sam­kvæmt sam­komu­lag­inu við ráðu­neytið skulu gjöldin ekki verða til þess að skerða eða tálma frjálsa för ein­stak­linga, sem ekki nýta bíla­stæðið um hið frið­lýsta svæði, eða grann­svæði þess sam­kvæmt reglum nátt­úru­vernd­ar­laga um almanna­rétt.

Inn­heimta og ráð­stöfun gjalda sem tekin kunna að verða vegna lagn­ingu vél­knú­inna far­ar­tækja skal alfarið renna til upp­bygg­ingar þjón­ustu, rekst­urs og inn­viða fyrir þá sem ferð­ast um svæð­ið.

Félagið ætlar að reisa þjón­ustu­mið­stöð á jörð­inni, þar sem gestum verður veitt grunn­þjón­usta í formi m.a. veit­inga, sal­ernis og versl­ana.

Eig­endur ann­arra jarða sem Fjaðrár­gljúfur er hluti af hafa einnig lýst sig vilj­uga til að vinna að frið­lýs­ingu gljúf­urs­ins.

Ríkið heldur for­kaups­rétti

„Það er ánægju­legt að sam­komu­lag hafi náðst við kaup­anda Fjaðrár­gljúf­urs um vernd svæð­is­ins og eðli­legt að ríkið og eig­endur standi saman að upp­bygg­ingu þess­arar nátt­úruperlu sem ferða­menn njóta þess að heim­sækja,“ var haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra í til­kynn­ing­unni.

For­kaups­réttur rík­is­ins hvílir áfram á jörð­inni komi hún aftur til eig­enda­skipta.

Auglýsing

Fjaðrár­gljúfur er stór­brotið og hrika­legt, um 100 metra djúpt og um tveir kíló­metrar að lengd, segir í upp­lýs­ingum um þetta nátt­úru­fyr­ir­bæri á vef jarð­vangs­ins Kötlu. Gljúfrið er vegg­bratt, örlítið hlykkj­ótt og þröngt. Berggrunn­ur­inn í Fjaðrár­gljúfri er að mestu móberg frá kulda­skeiðum ísaldar og telst um tveggja millj­óna ára gam­alt. Fjaðrá á upp­tök sín í Geir­lands­hrauni og fellur fram af heið­ar­brún­inni í þessu mik­il­feng­lega gljúfri þar til hún skilar sér niður í Skaftá. Fjaðrá er bergvatnsá og ljóst er að hún hefur breyst mikið í tím­ans rás. Fjaðrár­gljúfur er á nátt­úru­minja­skrá.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent