Keyptu Fjaðrárgljúfur fyrir 280 milljónir króna

Félagið Hveraberg ehf. hefur keypt jörðina Heiði en innan hennar er náttúruperlan Fjaðrárgljúfur. Kaupverðið, samkvæmt kauptilboði sem Kjarninn fékk afhent, er 280 milljónir króna. Til stendur að rukka bílastæðagjald af ferðamönnum.

Fjaðrárgljúfur er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Fjaðrárgljúfur er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.
Auglýsing

Félagið Hvera­berg ehf. er kaup­andi jarð­ar­innar Heiði í Skaft­ár­hreppi þar sem Fjaðrár­gljúfur er að finna. Brynjólfur Bald­urs­son er fram­kvæmda­stjóri félags­ins og skrif­aði undir kauptil­boðið fyrir hönd þess. Íslenska ríkið hafði for­kaups­rétt á Heiði en nýtti hann ekki. Umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neytið og Hvera­berg ætla sam­kvæmt sam­komu­lagi að vinna að frið­lýs­ingu svæð­is­ins „enda telja aðilar hags­munum gljúf­urs­ins best borgið með frið­lýs­ing­u,“ sagði í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu í morg­un.

Kjarn­inn óskaði eftir því við ráðu­neytið að fá sendar upp­lýs­ingar um kaup­and­ann og sam­komu­lagið sem gert var við hann. Við þeirri beiðni varð ráðu­neytið og sam­kvæmt kauptil­boði sem er meðal gagna greiddi Hvera­berg ehf. 280 millj­ónir króna fyrir jörð­ina Heiði en nátt­úruperlan Fjaðrár­gljúf­ur, sem er á nátt­úru­vernd­ar­skrá, er á mörkum hennar og jarð­ar­innar Holts.

Auglýsing

Félagið Hvera­berg ehf. var stofnað árið 2017 og hefur verið leið­andi í upp­bygg­ingu Gróð­ur­húss­ins í Hvera­gerði, en í þeirri bygg­ingu er hót­el, auk mat­hallar og versl­un­ar­rým­is. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi félags­ins frá árinu 2020 er Brynjólfur Bald­urs­son eini eig­andi félags­ins í gegnum félag sitt Eld­borg Capi­tal ehf. Brynjólfur á einnig hlut í Reykja­dals­fé­lag­inu sem hefur unnið að upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu við rætur göngu­leið­ar­innar upp í Reykja­dal ofan Hvera­gerð­is. Brynjólfur var á árum áður í fjár­mála­geir­anum og tók þátt í að stofna Alfa verð­bréf, sem MP banki keypti árið 2011. Brynjólfur varð í kjöl­farið fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP Banka, sem nú heitir Kvika banki.

Kaupverðið er samkvæmt kauptilboðinu sem skrifað var undir í mars 280 milljónir króna.

Eig­endur jarð­ar­innar Heiði voru sam­kvæmt kauptil­boð­inu sex tals­ins og áttu fimm þeirra jafnan hlut, 13,3 pró­sent. Þor­björn Bjarna­son átti svo stærstan hlut, 33,32 pró­sent. Sam­kvæmt til­boð­inu átti að greiða kaup­verðið út með pen­ingum við und­ir­ritun kaup­samn­ings og nýju láni frá lána­stofnun gegn skil­yrtu veð­leyfi sem greiða á að þing­lýs­ingu lok­inni. Kauptil­boðið var und­ir­ritað 10. mars.

Í apríl barst ráðu­neyt­inu erindi þar sem óskað var afstöðu rík­is­sjóðs til nýt­ingar for­kaups­réttar vegna söl­unnar á jörð­inni. Sam­kvæmt lögum um nátt­úru­vernd hefur rík­is­sjóður for­kaups­rétt að jörðum og öðrum land­ar­eignum sem eru að hluta eða öllu leyti á nátt­úru­minja­skrá.

Er það mat ráðu­neyt­is­ins að vernd­ar­þörf á svæð­inu sé tals­verð vegna mik­ils ágangs ferða­manna en hægt sé að ná mark­miðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaup­in, sagði í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins í morg­un. „Með frið­lýs­ingu svæð­is­ins og sam­komu­lagi við nýjan eig­anda verður vernd svæð­is­ins og nauð­syn­leg upp­bygg­ing sam­eig­in­legt verk­efni rík­is­ins og nýs eig­anda.“

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu skuld­bindur nýr eig­andi jarð­ar­innar sig til að vinna „í fullu sam­starfi við Umhverf­is­stofnun að frið­lýs­ingu Fjaðrár­gjúf­urs sem nátt­úru­vætti, sam­kvæmt ákvæðum laga um nátt­úru­vernd“.

„Hóf­leg“ gjöld

Hvera­berg áformar að taka „hóf­leg bíla­stæða­gjöld til að byggja upp þjón­ustu“ á svæð­inu en sam­kvæmt sam­komu­lag­inu við ráðu­neytið skulu gjöldin ekki verða til þess að skerða eða tálma frjálsa för ein­stak­linga, sem ekki nýta bíla­stæðið um hið frið­lýsta svæði, eða grann­svæði þess sam­kvæmt reglum nátt­úru­vernd­ar­laga um almanna­rétt.

Inn­heimta og ráð­stöfun gjalda sem tekin kunna að verða vegna lagn­ingu vél­knú­inna far­ar­tækja skal alfarið renna til upp­bygg­ingar þjón­ustu, rekst­urs og inn­viða fyrir þá sem ferð­ast um svæð­ið.

Félagið ætlar að reisa þjón­ustu­mið­stöð á jörð­inni, þar sem gestum verður veitt grunn­þjón­usta í formi m.a. veit­inga, sal­ernis og versl­ana.

Eig­endur ann­arra jarða sem Fjaðrár­gljúfur er hluti af hafa einnig lýst sig vilj­uga til að vinna að frið­lýs­ingu gljúf­urs­ins.

Ríkið heldur for­kaups­rétti

„Það er ánægju­legt að sam­komu­lag hafi náðst við kaup­anda Fjaðrár­gljúf­urs um vernd svæð­is­ins og eðli­legt að ríkið og eig­endur standi saman að upp­bygg­ingu þess­arar nátt­úruperlu sem ferða­menn njóta þess að heim­sækja,“ var haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra í til­kynn­ing­unni.

For­kaups­réttur rík­is­ins hvílir áfram á jörð­inni komi hún aftur til eig­enda­skipta.

Auglýsing

Fjaðrár­gljúfur er stór­brotið og hrika­legt, um 100 metra djúpt og um tveir kíló­metrar að lengd, segir í upp­lýs­ingum um þetta nátt­úru­fyr­ir­bæri á vef jarð­vangs­ins Kötlu. Gljúfrið er vegg­bratt, örlítið hlykkj­ótt og þröngt. Berggrunn­ur­inn í Fjaðrár­gljúfri er að mestu móberg frá kulda­skeiðum ísaldar og telst um tveggja millj­óna ára gam­alt. Fjaðrá á upp­tök sín í Geir­lands­hrauni og fellur fram af heið­ar­brún­inni í þessu mik­il­feng­lega gljúfri þar til hún skilar sér niður í Skaftá. Fjaðrá er bergvatnsá og ljóst er að hún hefur breyst mikið í tím­ans rás. Fjaðrár­gljúfur er á nátt­úru­minja­skrá.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent