Fyrstu kaupendur þurfa nú að reiða fram að minnsta kosti 15 prósent kaupverðs

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að einungis megi lána fyrstu kaupendum fyrir 85 prósentum af kaupverði fasteignar, í stað 90 prósenta áður.

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands. Frá vinstri: Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands. Frá vinstri: Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.
Auglýsing

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­bank­ans hefur ákveðið að lækka hámarks veð­setn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­lána fyrir fyrstu kaup­endur úr 90 pró­sentum niður í 85 pró­sent, en hámarks­veð­setn­ing­ar­hlut­fall ann­arra kaup­enda verður áfram 80 pró­sent. Það þýðir að fyrstu kaup­endur munu þurfa að geta reitt fram að minnsta kosti 15 pró­sent af kaup­verði eignar í útborg­un, í stað 10 pró­senta áður.

Þetta segir fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd að sé gert til þess að „gæta að við­náms­þrótti lán­tak­enda og lán­veit­enda“ í ljósi þess að fast­eigna­verð hefur áfram hækkað á þessu ári, umfram lang­tíma­þætti á borð við launa­þró­un, bygg­ing­ar­kostnað og leigu­verð.

„Við teljum að það sé ekki heppi­legt að fyrstu kaup­endur komi inn með 90 pró­senta lán­um, þess vegna erum við að gera þetta,“ sagði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri á kynn­ing­ar­fundi fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd­ar, sem hófst kl. 9:30.

Setur við­mið um vexti við útreikn­ing greiðslu­byrðar

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndin setur einnig fram við­mið um vexti við útreikn­ing greiðslu­byrðar í reglum sínum um hámark greiðslu­byrðar fast­eigna­lána til neyt­enda. Vext­irnir sem lán­veit­endum er gert að horfa til verða nú að lág­marki 3 pró­sent fyrir verð­tryggð lán og 5,5 pró­sent fyrir óverð­tryggð íbúða­lán.

„Auk­in­heldur hefur nefndin ákveðið að stytta hámarks­láns­tíma við útreikn­ing greiðslu­byrðar fyrir verð­tryggð lán og miða þar við 25 ár. Breyt­ingum á greiðslu­byrð­ar­hlut­falli er ætlað að efla áhættu­vit­und lán­tak­enda við val þeirra milli láns­forma en greiðslu­byrði verð­tryggðra lána er hlut­falls­lega létt­ari í upp­hafi en þyngri eftir því sem líður á láns­tím­ann. Mark­mið fram­an­greindra aðgerða er að tak­marka upp­söfnun kerf­is­á­hættu í fjár­mála­kerf­in­u,“ segir í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar, sem birt var í morg­un.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­innar segir að við­náms­þróttur kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna sé mik­ill og að eig­in­fjár- og lausa­fjár­staða þeirra sé vel yfir lög­bundnum mörk­um. Nefndin segir að gæta þurfi þess að að vax­andi efna­hags­um­svifum fylgi ekki „yf­ir­drifin áhættu­sækni og óhóf­legur vöxtur útlána sem gæti veikt við­náms­þrótt fjár­mála­kerf­is­ins“. Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd nefnir einnig að ef bakslag verði í alþjóð­legum efna­hags­bata gæti það haft áhrif á fjár­mála­stöð­ug­leika hér­lend­is.

Í yfir­lýs­ingu nefnd­ar­innar segir einnig frá því að hún hefur ákveðið að halda sveiflu­jöfn­un­ar­auk­anum óbreytt­um, en áður hafði nefndin ákveðið í sept­em­ber í fyrra að hækka auk­ann úr 0 pró­sent upp í 2 pró­sent í sept­em­ber á þessu ári. Sú tíma­lína stendur óhögguð.

Fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd áréttar svo í yfir­lýs­ingu sinni mik­il­vægi þess að „auka öryggi í inn­lendri greiðslu­miðlun og hraða inn­leið­ingu óháðrar smá­greiðslu­lausn­ar“ og seg­ist áfram munu beita þeim stýri­tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að varð­veita fjár­mála­stöð­ug­leika, „þannig að fjár­mála­kerfið geti stað­ist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með við­hlít­andi hætt­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent