Fyrrverandi ráðherra VG „krefst þess“ að jökulsárnar í Skagafirði verði áfram í vernd

Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Vinstri grænna, segir flokkinn hafa verið stofnaðan um verndun jökulsánna í Skagafirði og annarra dýrmætra náttúruverðmæta. Það komi því „sorglega á óvart“ að sjá kúvendingu í málinu.

Jökuslá Austari er á vatnasviði Héraðsvatna. Í henni er áformaður virkjunarkostur sem meirihlutinn vill færa úr vernd í biðflokk.
Jökuslá Austari er á vatnasviði Héraðsvatna. Í henni er áformaður virkjunarkostur sem meirihlutinn vill færa úr vernd í biðflokk.
Auglýsing

„Í raun hafa Hér­aðs­vötnin verið eitt sterkasta flagg Vinstri-grænna og ann­arra nátt­úru­vernd­ar­sinna í nátt­úru­vernd­ar­mál­u­m,“ segir Jón Bjarna­son, fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra Vinstri hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs. „Vernd jök­ulsánna í Skaga­firði og ann­arra dýr­mætra nátt­úru­vætta lands­ins var eitt af þeim mála¬sviðum sem Vg var stofnað um í upp­hafi.“

Jón Bjarnason. Mynd: Alþingi

Í með­förum verk­efn­is­stjórnar þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar var vernd­ar­gildi vatna­svæða Hér­aðs­vatna metið eitt það mesta á land­inu og lagði hún til að virkj­ana­kostir sem þar voru fyr­ir­hug­aðir færu í vernd­ar­flokk áætl­un­ar­inn­ar. Í þeim flokki eru þeir í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð hefur ítrekað verið fram á Alþingi frá árinu 2016 en eru færðir í bið­flokk sam­kvæmt breyt­inga­til­lögum meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar sem skil­aði áliti sínu í síð­ustu viku. Greidd verða atkvæði um málið á Alþingi í dag, á síð­asta degi þings­ins.

Auglýsing

Í grein sem Jón ritar í Morg­un­blaðið í dag, „með djúpri hryggð í hjarta“ í „nafni bar­átt­unnar fyrir friðun Jök­ulsánna“ eins og hann orðar það, rifjar hann upp að það hafi verið öfl­ugur þing­manna­hóp­ur, m.a. með núver­andi for­sæt­is­ráð­herra inn­an­borðs, sem flutti ítrekað til­lögur um friðun Jök­ulsánna í Skaga­firði. „Það kemur því sorg­lega á óvart að nú skuli rík­is­stjórn undir for­ystu VG hafa kúvent í nátt­úru­vernd­ar­málum og sett friðun Jök­ulsánna í Skaga­firði í upp­nám. Faðm­lög og dýrar yfir­lýs­ingar áttu sér ekki mikla inni­stæðu. Til­lagan sem nú er verið að keyra í gegnum alþingi þessa dag­ana um svo­kall­aða ramma­á­ætlun er döp­ur.“

Til­laga meiri­hlut­ans um að fella Hér­aðs­vötnin úr vernd­ar­flokki og flytja í bið­flokk „til frek­ari virkj­un­arund­ir­bún­ings“ gangi þvert á grund­vall­ar­stefnu VG og „digrar yfir­lýs­ing­ar“ og ára­tuga bar­áttu. „Fleiri dýrar nátt­úruperlur eru undir í land­inu sem héldu sig vera hólpn­ar.

Vernd­unin marg­ít­rekuð í sam­þykktum VG

Jón rifjar enn­fremur upp að verndun Jök­ulsánna hafi verið marg­ít­rekuð í lands­sam­þykktum VG og stað­fest m.a. með þings­á­lyktun um frið­lýs­ingu sem lögð var fram á Alþingi af þá stórum hópi þing­manna flokks­ins árið 2008. Katrín Jak­obs­dótt­ir, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, var meðal þeirra.

Í til­lög­unni sagði m.a.: „Augu æ fleiri eru að opn­ast fyrir verð­mæti ósnort­innar nátt­úru og ábyrgð okkar gagn­vart kom­andi kyn­slóð­um. Nátt­úran á sinn eigin sjálf­stæða rétt. Við höfum hana að láni frá kom­andi kyn­slóð­u­m.“ Einnig: „Jök­ulsárnar í Skaga­firði eru mik­il­vægar fyrir líf­kerfi hér­aðs­ins frá jöklum til sjáv­ar. Vötnin hafa ekki aðeins mótað skag­firska nátt­úru heldur einnig skag­firska menn­ingu og dag­legt líf. Þau eru lífæð Skaga­fjarð­ar.“

Því fag­lega mati verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar að setja ætti virkj­ana­kosti í Hér­aðs­vötnum í vernd­ar­flokk sé alþingi nú „að hnekkja með póli­tískum hrossa­kaup­um“.

Í nið­ur­lagi greinar sinnar skrifar Jón: „Við unn­endur Jök­ulsánna í Skaga­firði krefj­umst þess að vatna­svið Hér­aðs­vatna, Jök­ulsárnar í Skaga­firði, verði áfram í vernd.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent