Telur nauðsynlegt að vextir Seðlabankans verði hærri en verðbólgan á næstu mánuðum

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í Vísbendingu að það sé nauðsynlegt að raunvextir á Íslandi verði jákvæðir á næstu mánuðum. Hann segir einnig að nú sé tími til sátta á vinnumarkaði.

Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor og ytri með­limur í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, segir að á næstu mán­uðum sé „nauð­syn­legt að virkir vextir Seðla­bank­ans hækki nægi­lega mikið til þess að raun­vextir hans verði jákvæðir að nýju“, sem þýðir að stýri­vextir bank­ans þyrftu að verða hærri en mæld verð­bólga í land­inu.

Eftir síð­ustu vaxta­hækkun eru vextir Seðla­bank­ans 3,75 pró­sent en verð­bólga 7,2 pró­sent, sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ingu Hag­stof­unn­ar. „Það hversu mikið nafn­vextir munu þurfa að hækka fer þá eftir þróun verð­bólg­u,“ skrifar Gylfi í grein sem birt­ist í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Þar gerir pró­fess­or­inn hag­stjórn eftir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn að umtals­efni og ræðir einnig um kom­andi kjara­samn­inga­gerð. Varð­andi kjara­samn­ing­ana segir Gylfi að mik­il­vægt sé að aðilar vinnu­mark­aðs sýni ábyrgð „með því að taka þjóð­hags­legar afleið­ingar kjara­samn­inga til greina við gerð þeirra.“

„Á vinnu­mark­aði er samið um skipt­ingu þjóð­ar­tekna á milli fjár­magns og launa. Ósætti leiðir þá til ófriðar sem yfir­leitt endar í því að laun hækka meira en fram­leiðni sem síðan veltur út í verð­lag. Auð­velt er að benda laun­þega­hreyf­ing­unni á að stilla kaup­kröfum í hóf en einnig verður að gera þær vænt­ingar til eig­enda fjár­magns að stilla eigin vænt­ingum í hóf,“ skrifar Gylfi.

„Nú er tími til að sættast!“

Hann segir auð­velt að benda á hvernig væri best að bregð­ast við þeim aðstæðum sem nú blasa við og nefnir aukið aðhald rík­is­fjár­mála, hækk­andi vexti Seðla­bank­ans og raun­vexti útlána banka og líf­eyr­is­sjóða, auk þess sem að aðilar vinnu­mark­aðar komi sér saman um hóf­legar launa­hækk­anir sem sam­ræm­ist lægri verð­bólgu.

„En hvernig er útlitið þegar þetta er skrif­að? Sumir leið­togar laun­þega hrópa hástöfum þegar vextir hækka í 3,75% þótt raun­vextir séu nei­kvæðir og raun­virði óverð­tryggðra lána að lækka um rúm­lega 7% á ári. Jafn­framt er ekki að heyra enn sem komið er að vilji sé til sátta á vinnu­mark­aði í haust. Á fjár­magns­hlið vinnu­mark­að­ar­ins er heldur ekki að heyra sátta­tón. Eig­endur margra stórra skráðra fyr­ir­tækja greiða sér millj­arða í arð. Mörg þess­ara fyr­ir­tækja starfa við skil­yrði fákeppni í krónu­hag­kerf­inu þar sem hagn­aður stafar ekki að fullu af því að stjórn­endur hafi tekið áhættu í ákvörð­unum eða komið með nýj­ungar í rekstri, svo vægt sé til orða tek­ið. Fréttir ber­ast einnig af háum launa­greiðslum stjórn­enda margra af þessum fyr­ir­tækj­um. Þótt þessar launa­greiðslur skipti litlu máli í þjóð­hags­legu sam­hengi þá gefa þær tón­inn fyrir hinn almenna vinnu­mark­að,“ skrifar Gylfi.

Auglýsing

Hann bætir því við að skortur á sam­stöðu og sam­hæf­ingu pen­inga­stefnu og rík­is­fjár­mála myndi lík­lega hafa í för með sér að vextir seðla­banka verði að hækka meira en ann­ars væri nauð­syn­legt á þessu ári og því næsta. „Ófriður á vinnu­mark­aði og miklar launa­hækk­anir myndi kalla á enn meiri vaxta­hækk­an­ir. Nú er tími til að sættast!“ skrifar Gylfi.

Í grein­inni segir hann að verð­bólga gæti enn hækkað á næst­unni og að þau sem eldri eru geti auð­veld­lega gert sér í hug­ar­lund hvernig mál gætu þró­ast á nei­kvæðan hátt næstu miss­eri.

„Hækk­andi verð­bólgu­vænt­ingar gætu valdið því að kraf­ist verði hærri launa í haust til þess að bæta launa­fólki upp bæði verð­bólgu þessa árs og vænt­an­lega verð­bólgu á næsta ári. Þessar launa­hækk­anir fara síðan út í verð­lag sem kallar á enn aðrar launa­hækk­an­ir. Slík víxl­verkun launa og verð­lags getur varað í árarað­ir. Þegar svo seðla­bankar reyna ná tökum á verð­bólg­unni þá krefst slíkt atvinnu­leysis með til­heyr­andi hörm­ungum fyrir þá sem fyrir því verða,“ skrifar Gylfi.

Hann fjallar einnig um verð­bólgu og vexti í öðrum ríkjum og nefnir sér­stak­lega að þrátt fyrir vax­andi verð­bólgu séu seðla­banka­vextir enn lágir í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Sví­þjóð, Dan­mörku og Nor­egi.

„Allar líkur eru á því að vaxta­hækk­anir hafi byrjað of seint og verið of litlar í þessum löndum sem síðan kallar á hærri vexti og meiri sam­drátt á næstu árum. Mis­tökin frá átt­unda ára­tugnum hafa þá verið end­ur­tek­in,“ skrifar Gylfi.

Hægt er að lesa grein Gylfa Zoega í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent