Telur nauðsynlegt að vextir Seðlabankans verði hærri en verðbólgan á næstu mánuðum

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í Vísbendingu að það sé nauðsynlegt að raunvextir á Íslandi verði jákvæðir á næstu mánuðum. Hann segir einnig að nú sé tími til sátta á vinnumarkaði.

Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor og ytri með­limur í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, segir að á næstu mán­uðum sé „nauð­syn­legt að virkir vextir Seðla­bank­ans hækki nægi­lega mikið til þess að raun­vextir hans verði jákvæðir að nýju“, sem þýðir að stýri­vextir bank­ans þyrftu að verða hærri en mæld verð­bólga í land­inu.

Eftir síð­ustu vaxta­hækkun eru vextir Seðla­bank­ans 3,75 pró­sent en verð­bólga 7,2 pró­sent, sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ingu Hag­stof­unn­ar. „Það hversu mikið nafn­vextir munu þurfa að hækka fer þá eftir þróun verð­bólg­u,“ skrifar Gylfi í grein sem birt­ist í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Þar gerir pró­fess­or­inn hag­stjórn eftir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn að umtals­efni og ræðir einnig um kom­andi kjara­samn­inga­gerð. Varð­andi kjara­samn­ing­ana segir Gylfi að mik­il­vægt sé að aðilar vinnu­mark­aðs sýni ábyrgð „með því að taka þjóð­hags­legar afleið­ingar kjara­samn­inga til greina við gerð þeirra.“

„Á vinnu­mark­aði er samið um skipt­ingu þjóð­ar­tekna á milli fjár­magns og launa. Ósætti leiðir þá til ófriðar sem yfir­leitt endar í því að laun hækka meira en fram­leiðni sem síðan veltur út í verð­lag. Auð­velt er að benda laun­þega­hreyf­ing­unni á að stilla kaup­kröfum í hóf en einnig verður að gera þær vænt­ingar til eig­enda fjár­magns að stilla eigin vænt­ingum í hóf,“ skrifar Gylfi.

„Nú er tími til að sættast!“

Hann segir auð­velt að benda á hvernig væri best að bregð­ast við þeim aðstæðum sem nú blasa við og nefnir aukið aðhald rík­is­fjár­mála, hækk­andi vexti Seðla­bank­ans og raun­vexti útlána banka og líf­eyr­is­sjóða, auk þess sem að aðilar vinnu­mark­aðar komi sér saman um hóf­legar launa­hækk­anir sem sam­ræm­ist lægri verð­bólgu.

„En hvernig er útlitið þegar þetta er skrif­að? Sumir leið­togar laun­þega hrópa hástöfum þegar vextir hækka í 3,75% þótt raun­vextir séu nei­kvæðir og raun­virði óverð­tryggðra lána að lækka um rúm­lega 7% á ári. Jafn­framt er ekki að heyra enn sem komið er að vilji sé til sátta á vinnu­mark­aði í haust. Á fjár­magns­hlið vinnu­mark­að­ar­ins er heldur ekki að heyra sátta­tón. Eig­endur margra stórra skráðra fyr­ir­tækja greiða sér millj­arða í arð. Mörg þess­ara fyr­ir­tækja starfa við skil­yrði fákeppni í krónu­hag­kerf­inu þar sem hagn­aður stafar ekki að fullu af því að stjórn­endur hafi tekið áhættu í ákvörð­unum eða komið með nýj­ungar í rekstri, svo vægt sé til orða tek­ið. Fréttir ber­ast einnig af háum launa­greiðslum stjórn­enda margra af þessum fyr­ir­tækj­um. Þótt þessar launa­greiðslur skipti litlu máli í þjóð­hags­legu sam­hengi þá gefa þær tón­inn fyrir hinn almenna vinnu­mark­að,“ skrifar Gylfi.

Auglýsing

Hann bætir því við að skortur á sam­stöðu og sam­hæf­ingu pen­inga­stefnu og rík­is­fjár­mála myndi lík­lega hafa í för með sér að vextir seðla­banka verði að hækka meira en ann­ars væri nauð­syn­legt á þessu ári og því næsta. „Ófriður á vinnu­mark­aði og miklar launa­hækk­anir myndi kalla á enn meiri vaxta­hækk­an­ir. Nú er tími til að sættast!“ skrifar Gylfi.

Í grein­inni segir hann að verð­bólga gæti enn hækkað á næst­unni og að þau sem eldri eru geti auð­veld­lega gert sér í hug­ar­lund hvernig mál gætu þró­ast á nei­kvæðan hátt næstu miss­eri.

„Hækk­andi verð­bólgu­vænt­ingar gætu valdið því að kraf­ist verði hærri launa í haust til þess að bæta launa­fólki upp bæði verð­bólgu þessa árs og vænt­an­lega verð­bólgu á næsta ári. Þessar launa­hækk­anir fara síðan út í verð­lag sem kallar á enn aðrar launa­hækk­an­ir. Slík víxl­verkun launa og verð­lags getur varað í árarað­ir. Þegar svo seðla­bankar reyna ná tökum á verð­bólg­unni þá krefst slíkt atvinnu­leysis með til­heyr­andi hörm­ungum fyrir þá sem fyrir því verða,“ skrifar Gylfi.

Hann fjallar einnig um verð­bólgu og vexti í öðrum ríkjum og nefnir sér­stak­lega að þrátt fyrir vax­andi verð­bólgu séu seðla­banka­vextir enn lágir í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Sví­þjóð, Dan­mörku og Nor­egi.

„Allar líkur eru á því að vaxta­hækk­anir hafi byrjað of seint og verið of litlar í þessum löndum sem síðan kallar á hærri vexti og meiri sam­drátt á næstu árum. Mis­tökin frá átt­unda ára­tugnum hafa þá verið end­ur­tek­in,“ skrifar Gylfi.

Hægt er að lesa grein Gylfa Zoega í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent