Bankarnir hafa ekki lánað meira í einum mánuði frá því fyrir hrun

Byggingageirinn á Íslandi hefur ekki fengið meira lánað frá bönkum innan mánaðar en í maí síðastliðnum, samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Útlán til fyrirtækja hafa aldrei verið meiri þrátt fyrir að lánsfé sé sífellt að verða dýrara.

Gríðarlegur uppgangur er í byggingariðnaði um þessar mundir. Hann endurspeglast í stórauknum útlánum til geirans.
Gríðarlegur uppgangur er í byggingariðnaði um þessar mundir. Hann endurspeglast í stórauknum útlánum til geirans.
Auglýsing

Ný útlán til fyr­ir­tækja og heim­ila lands­ins, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, banka­kerf­is­ins voru 68,1 millj­arðar króna í maí­mán­uði. Það eru mestu nettó útlán banka hér­lendis innan mán­aðar sem birst hafa í hag­tölum Seðla­banka Íslands, sem ná aftur til byrjun árs 2013, en nýjar hag­tölur fyrir banka­kerfið voru birtar í morg­un.

Miðað við stöðu mála í hag­kerf­inu á árunum 2009 og til loka árs 2012, þegar nýju bank­arnir sem voru end­ur­reistir á grunni þeirra sem féllu haustið 2008 voru að hefja starf­semi sína, er úti­lokað að þeir hafi lánað meira innan mán­aðar á því tíma­bil­i. 

Þessi þróun er að eiga sér stað á sama tíma og kostn­aður við lán­tökur hefur stór­aukist, sam­hliða því að stýri­vextir hafa hækkað úr 0,75 í 4,75 pró­sentu­stig á rúmu ári. Á móti kemur að verð­bólga er í hæstu hæð­um, alls 7,6 pró­sent, og raun­vextir á óverð­tryggðum lánum því í flestum til­vikum nei­kvæð­ir.

Mest eru útlánin að aukast til atvinnu­lífs­ins. Í maí­mán­uði lán­uðu kerf­is­lega mik­il­vægu bank­arnir þrír: Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki sam­tals 35,4 millj­arða króna til þess að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um. Það eru næst­mestu ný útlán til atvinnu­fyr­ir­tækja sem skrá­sett hafa verið í hag­tölum Seðla­bank­ans innan mán­að­ar, en töl­urnar ná aftur til byrjun árs 2013. Eina skiptið sem bank­arnir þrír dældu út fleiri krónum í ný útlán var í ágúst 2018, þegar þeir lán­uðu 37,5 millj­arða króna til fyr­ir­tækja. 

Frá ára­mótum hafa atvinnu­fyr­ir­tæki fengið 115,9 millj­arða króna í ný útlán. Til sam­an­burðar lán­uðu bank­arnir þrír rúm­lega 107 millj­arða króna til fyr­ir­tækja í nýjum útlánum frá maí 2019 og út síð­asta ár, eða á tveimur og hálfu ári. 

Heim­ilin í land­inu fengu 21,5 millj­arð króna að láni frá bönkum í síð­asta mán­uði. ÞAr af voru 20,2 millj­arðar króna teknir í óverð­tryggðum lánum en ein­ungis 734 millj­ónir króna nettó í verð­tryggðum lán­um. Þetta eru þó mestu útlán innan mán­aðar til heim­ila lands­ins það sem af er ári.

Met­mán­uður hjá fyr­ir­tækjum í bygg­ing­ar­starf­semi

Mesta útlána­aukn­ingin í maí var til félaga sem sinna þjón­ustu, sem fengu 25,4 millj­arða króna í ný útlán. Þar af fóru þó 16,6 millj­arðar króna til fast­eigna­fé­laga sem kaupa og reka fast­eign­ir. 

Auglýsing
Útlán til fyr­ir­tækja í bygg­ing­­­ar­­­starf­­­semi og mann­­­virkja­­­gerð hafa líka tekið nokkuð vel við sér á síð­­­­­ustu mán­uð­­­um. Sam­tals hafa verið lán­aðir 25,3 millj­­­arðar króna inn í þann geira frá byrjun nóv­­­em­ber 2021 og út maí síð­­­ast­lið­inn. Þar af var 7,1 millj­arður króna lán­aður til þeirra í síð­asta mán­uði. Ný útlán til bygg­inga­geirans hafa aldrei verið meiri innan mán­aðar sam­kvæmt hag­tölum Seðla­bank­ans, sem ná aftur til byrjun árs 2013. 

Til að setja þá tölu í sam­hengi þá lán­uðu kerf­is­lega mik­il­vægu bank­­­arnir þrír sam­tals 16,5 millj­­­arða króna til fyr­ir­tækja í bygg­ing­­­ar­­­starf­­­semi og mann­­­virkja­­­gerð allt árið 2019, síð­­­asta heila árið fyrir kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur. 

Á árunum 2020 og 2021 voru útlánin til geirans, að frá­­­­­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, hins vegar nei­­­kvæð um 29,7 millj­­­arða króna. Því er um mik­inn við­­­snún­­­ing að ræða. 

Sá við­­­snún­­­ingur er nauð­­­syn­­­legur í ljósi þeirrar stöðu sem ríkir á hús­næð­is­­­mark­aði í dag vegna fram­­boðs­skorts og gríð­­ar­­legra hækk­­ana á hús­næð­is­verð­i. Í gær voru til að mynda birtar nýjar tölur frá Þjóð­skrá sem sýndu að íbúða­verð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hefur ekki hækkað meira á tólf mán­aða tíma­bili síðan árið 2006. Árs­hækk­­un­in, sam­­kvæmt nýbirtri vísi­­tölu íbúða­verðs á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu fyrir maí­mán­uð, nemur nú 24 pró­­sent­u­stig­um. 

Í skýrslu sem starfs­hópur stjórn­­­valda um aðgerðir og umbætur á hús­næð­is­­­mark­aði kynnti á opnum kynn­ing­­­ar­fundi í síð­­asta mán­uði kom fram að byggja þurfi 35 þús­und íbúðir á næstu tíu árum til að mæta fólks­­fjölg­un. Til við­­bótar þarf að mæta upp­­safn­aðri þörf sem er metin á um 4.500 íbúð­­ir. Bráða­birgða­­mat hag­­deildar Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­unar er að það þurfti að byggja 3.500 til 4.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin. Hún áætlar að 2.783 nýjar íbúðir komi á mark­að­inn á árinu 2022 og 3.098 íbúðir á árinu 2023. Í skýrsl­unni seg­ir: „Raun­­ger­ist þær áætl­­­anir er ljóst að ekki verður byggt í takt við þörf og líkur til þess að upp­­­söfnuð íbúða­þörf muni aukast sem leitt getur af sér nei­­kvæða þróun og áfram­hald­andi óstöð­ug­­leika á hús­næð­is­­mark­að­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent