Vilja sjá sex strætóbílstjóra, sex strætófarþega og sex pólitíkusa í stjórn Strætó

Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað á þriðjudag að vísa tillögum Sósíalista um að stækka stjórn Strætó upp í 18 manns til umræðu á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Vinstri grænna telur að tillagan verði svæfð þar.

Sósíalistar fengu tvo menn kjörna í borgarstjórn fyrir röskum mánuði síðan.
Sósíalistar fengu tvo menn kjörna í borgarstjórn fyrir röskum mánuði síðan.
Auglýsing

Borg­ar­full­trúar Sós­í­alista­flokks­ins lögðu fram til­lögur á borg­ar­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag, þess efnis að vagn­stjórar og far­þegar fengju full­trúa í stjórn Strætó. Í dag er stjórn Strætó skipuð kjörnum full­trúum í sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem eiga Strætó í sam­ein­ingu.

Borg­ar­stjórn ákvað að umræðu lok­inni að vísa til­lögum sós­í­alista til með­ferðar hjá Sam­tökum sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en á það var bent af hálfu full­trúa borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans í umræðum á fund­inum í gær að Reykja­vík­ur­borg gæti ein og sér ekki ákveðið að vagn­stjórar og far­þegar ættu að taka sæti í stjórn­inni.

Borg­ar­full­trúar Sós­í­alista­flokks­ins stungu einnig upp á því á fund­inum að vísa til­lög­unni beint til stjórnar Strætó, en þá var var á það að Strætó hefði ekki heim­ild til þess að taka ákvörðun um breytt fyr­ir­komu­lag stjórn­ar­inn­ar. Það þyrftu sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að gera í sam­ein­ingu á sínum vett­vangi.

„Strætó hefur ekki heim­ild til að stækka sjálfan sig,“ sagði Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Við­reisn­ar. „Það væri nú svo­lítið kynd­ugt ef stjórnir gætu bara stækkað sjálfa sig og minnk­að,“ sagði borg­ar­full­trú­inn.

Sex vagn­stjóra og sex far­þega inn í stjórn­ina

Til­lögur Sós­í­alista­flokks­ins ganga út frá því að alls sex vagn­stjórar setj­ist í stjórn Strætó og sex full­trúar far­þega einnig. Það yrði þá einn full­trúi strætófar­þega úr hverju sveit­ar­fé­lagi, til við­bótar við þá sex póli­tíkusa sem sitja í stjórn Strætó í dag. Stjórnin myndi þá stækka úr sex manns upp í átján.

Í til­lögu Sós­í­alista­flokks­ins um vagn­stjór­ana sagði að þrír af sex full­trúm vagn­stjóra ættu að vera fast­ráðnir starfs­menn Strætó bs., en hinir þrír vagn­stjór­arnir yrðu starfs­menn þeirra verk­taka sem sjá um akstur stræt­is­vagna fyrir Strætó bs. Í til­lög­unni er bent á að vagn­stjórar hafi áður verið hluti af stjórn Stræt­is­vagna Reykja­víkur (SVR) og einnig segir að það „sé eðli­legt og lýð­ræð­is­legt að vagn­stjór­ar, sem þekkja leið­irnar best og vita hvernig strætó­kerfið virkar komi að mótun þess“.

„Vagn­stjórar hafa oft bent á hvað þyrfti að laga hjá Strætó. Borið hefur á óánægju með ákvarð­anir sem hafa verið teknar án þeirra sam­ráðs. Það myndi bæði bæta þjón­ust­una og gera starf þeirra betra að hlustað sé á þeirra rödd,“ segir í grein­ar­gerð með til­lögu sós­í­alista.

Auglýsing

Í til­lögu borg­ar­full­trúa Sós­í­alista­flokks­ins um far­þega í stjórn Strætó segir að mik­il­vægt sé að „rödd strætófar­þega komi að dag­legri þjón­ustu­veit­ing­u“.

„Eðli­legt er að rödd þeirra sem nota almenn­ings­þjón­ustu hafi vægi og áhrif á ákvarð­ana­töku um mótun henn­ar. Til að auka notkun almenn­ings­sam­ganga þyrfti að laga þjón­ust­una að þörfum þeirra sem að nota hana, munu nota hana eða von­ast er til að noti hana í fram­tíð­inni. Besta leiðin til þess er að þeir sem nú þegar nota hana, og hafa þannig aflað sér­þekk­ingu á ann­mörkum hennar og styrk­leik­um, komi að stefnu­mótun henn­ar. Þannig verði bestu mögu­legu burðum þjón­ust­unnar náð,“ segir í grein­ar­gerð með til­lögu Sós­í­alista­flokks­ins.

Telur að málið verði svæft hjá SSH

Líf Magneu­dóttir borg­ar­full­trúi Vinstri grænna kaus gegn því að til­lög­unni yrði vísað til SSH, þar sem henni fannst máls­með­ferðin og sá far­vegur sem meiri­hluti borg­ar­stjórnar kaus að beina mál­inu í bera þess merki að það ætti að „svæfa málið á vett­vangi SSH“.

„Því hver ætlar að taka þessa til­lögu sós­í­alist­anna upp, tala fyrir henni og hafa áhrif? Eng­inn,“ sagði Líf.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent