Gera kröfu um krónutöluhækkanir – en óljóst hve háar kröfur verða gerðar

Starfsgreinasambandið vill nálgast komandi kjarasamningsgerð með svipuðum hætti og gerð lífskjarasamninganna 2019. Vilhjálmur Birgisson segir kröfu gerða um krónutöluhækkanir – en hversu há krafan verði ráðist af lengd samnings og stöðu efnahagsmála.

Vilhjálmur Birgisson var nýlega kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson var nýlega kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins.
Auglýsing

Starfs­greina­sam­bandið (SGS) mun gera kröfu um að samið verði um krónu­tölu­hækk­anir á kaup­taxta í kom­andi kjara­samn­ing­um, en við­ræðu­nefnd SGS afhenti full­trúum Sam­tökum atvinnu­lífs­ins kröfu­gerð sína, sem byggir á kröfu­gerðum 17 aðild­ar­fé­laga SGS, á fundi í morg­un.

Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður SGS segir í sam­tali við Kjarn­ann að ekki hafi verið lögð fram nein föst krónu­tala sem leggj­ast skuli ofan á lægstu kaup­taxta í þeirri kröfu­gerð sem lögð var fram á fund­inum í morg­un.

„Í okkar kröfu­gerð nefndum við ekki neina fasta krónu­tölu, því það mun ráð­ast algjör­lega af lengd samn­ings­ins, hvort við förum í skamm­tíma­samn­ing eða lang­tíma­samn­ing,“ segir Vil­hjálmur og nefnir einnig að for­sendur og aðstæður launa­fólks séu að breyt­ast dag frá degi. Nægi að nefna vaxta­hækkun Seðla­bank­ans í dag í því sam­hengi – og erfitt sé að leggja fram fast­settar kröfur þegar sú er raun­in.

Auglýsing

Hann segir að full­trúar SGS og SA hafi verið sam­mála um það á fund­inum í morgun að það hefði tek­ist nokkuð vel til með núgild­andi lífs­kjara­samn­ing­um, en með þeim var samið um krónu­tölu­hækk­anir sem nýtt­ust þeim launa­lægstu best. Einnig var sér­stakur hag­vaxt­ar­auki settur inn í samn­ing­inn og segir Vil­hjálmur að hjá SGS satandi vilj­inn til þess að fara sam­bæri­legar leiðir og gert var í kjara­samn­ings­gerð­inni 2019.

„Það kallar á að allir taki höndum sam­an,“ segir Vil­hjálm­ur, sem segir þörf á sterkri aðkomu stjórn­valda og sveit­ar­fé­laga, auk þess sem reyna þurfi að skapa for­sendur fyrir lágu vaxta­stigi í land­inu.

Vil­hjálmur minnir á að stýri­vextir hafi verið 4,25 pró­sent í aðdrag­anda þess að lífs­kjara­samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir árið 2019 og þá hafi sam­tök launa­fólks átt fundi með Seðla­bank­an­um, til þess að fara yfir hvað verka­lýðs­hreyf­ingin þyrfti að gera til að skapa for­sendur fyrir lægri stýri­vöxt­um. Vaxta­stigið hafi svo lækkað veru­lega í veiru­far­aldr­in­um, en Vil­hjálmur segir að nú sé „allur þessi ávinn­ingur far­inn til baka“ og stýri­vextir standi í 4,75 pró­sent­um, sem séu „mikil von­brigði“ fyrir launa­fólk.

Ásgeir sagði Seðla­bank­ann ekki ætla að láta verð­bólgu halda áfram

Á upp­lýs­inga­fundi pen­inga­stefnu­nefndar í morg­un, í kjöl­far þess að stýri­vextir voru hækk­aðir upp í 4,75 pró­sent, sagði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri að verð­bólga, sem éti upp kaup­hækk­an­ir, hlýti að vera versti óvinur vinn­andi fólks. „Við teljum því að við séum að vinna í hag­inn fyrir næstu kjara­samn­inga. Og að við getum sýnt fram á það með trú­verð­ugum hætti að við ætlum að ná niður verð­bólgu með hörðum aðgerðum til þess að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins sjái það að það þurfi ekki að heimta launa­hækk­anir fyrir fram­tíð­ar­verð­bólg­u.“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

Þess vegna skipti það máli þegar aðilar vinnu­mark­að­ar­ins semji um laun á Íslandi að þeir geri sér grein fyrir því að Seðla­bank­inn sé ekki að fara að láta verð­bólgu halda áfram. „Þegar þeir semja þá þarf ekki að fara fram á hækk­anir til þess að halda raun­launum stöð­ug­um. Við teljum að við séum að búa í hag­inn fyrir næstu kjara­samn­inga og tryggja það að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins geti sest niður og samið um krónur sem hafi raun­veru­legt virði. Ekki krónur sem verði étnar niður af verð­bólg­u,“ sagði Ásgeir á fund­inum í morg­un.

Aðkoma stjórn­valda muni skipta miklu máli

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá SGS var rætt um fyr­ir­komu­lag kom­andi við­ræðna og þau úrlausn­ar­efni sem liggja fyrir samn­ings­að­ilum á fund­inum í morg­un. Gert er ráð fyrir að form­legar við­ræður byrji um miðjan ágúst.

Í til­kynn­ingu SGS segir að sam­bandið muni ekki una því að áhrif „vax­andi verð­bólgu vegna aðgerða­leysis stjórn­valda í hús­næð­is­mál­um, og erlendra hækk­ana“ verði sett á herðar félags­manna sam­bands­ins.

„Sam­tök launa­fólks sömdu um það í síð­ustu samn­ingum að auka ráð­stöf­un­ar­tekjur launa­fólks með heild­stæðum hætti, með krónu­tölu­hækk­un­um, vaxta­lækk­unum og aðgerðum af hálfu stjórn­valda. Aðstæður þær sem nú eru í sam­fé­lag­inu og efna­hags­um­hverf­inu kalla á svip­aða aðferða­fræði og víð­tækt sam­starf og sam­ráð til að bregð­ast við miklum vanda á hús­næð­is­mark­aði, tryggja kaup­mátt og öfl­uga grunn­þjón­ustu um land allt.

Nú eru uppi þær aðstæður í sam­fé­lag­inu að aðkoma stjórn­valda að kjara­samn­ingum mun skipta miklu máli við gerð þeirra. Stór­aukin verð­bólga, miklar verð­hækk­anir og mik­ill vandi á hús­næð­is­mark­aði kalla á að stjórn­völd og SA taki höndum saman við sam­tök launa­fólks til að tryggja kaup­mátt, hús­næði fyrir alla og öfl­uga grunn­þjón­ustu um land allt,“ segir í til­kynn­ingu SGS.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent