Gera kröfu um krónutöluhækkanir – en óljóst hve háar kröfur verða gerðar

Starfsgreinasambandið vill nálgast komandi kjarasamningsgerð með svipuðum hætti og gerð lífskjarasamninganna 2019. Vilhjálmur Birgisson segir kröfu gerða um krónutöluhækkanir – en hversu há krafan verði ráðist af lengd samnings og stöðu efnahagsmála.

Vilhjálmur Birgisson var nýlega kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson var nýlega kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins.
Auglýsing

Starfs­greina­sam­bandið (SGS) mun gera kröfu um að samið verði um krónu­tölu­hækk­anir á kaup­taxta í kom­andi kjara­samn­ing­um, en við­ræðu­nefnd SGS afhenti full­trúum Sam­tökum atvinnu­lífs­ins kröfu­gerð sína, sem byggir á kröfu­gerðum 17 aðild­ar­fé­laga SGS, á fundi í morg­un.

Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður SGS segir í sam­tali við Kjarn­ann að ekki hafi verið lögð fram nein föst krónu­tala sem leggj­ast skuli ofan á lægstu kaup­taxta í þeirri kröfu­gerð sem lögð var fram á fund­inum í morg­un.

„Í okkar kröfu­gerð nefndum við ekki neina fasta krónu­tölu, því það mun ráð­ast algjör­lega af lengd samn­ings­ins, hvort við förum í skamm­tíma­samn­ing eða lang­tíma­samn­ing,“ segir Vil­hjálmur og nefnir einnig að for­sendur og aðstæður launa­fólks séu að breyt­ast dag frá degi. Nægi að nefna vaxta­hækkun Seðla­bank­ans í dag í því sam­hengi – og erfitt sé að leggja fram fast­settar kröfur þegar sú er raun­in.

Auglýsing

Hann segir að full­trúar SGS og SA hafi verið sam­mála um það á fund­inum í morgun að það hefði tek­ist nokkuð vel til með núgild­andi lífs­kjara­samn­ing­um, en með þeim var samið um krónu­tölu­hækk­anir sem nýtt­ust þeim launa­lægstu best. Einnig var sér­stakur hag­vaxt­ar­auki settur inn í samn­ing­inn og segir Vil­hjálmur að hjá SGS satandi vilj­inn til þess að fara sam­bæri­legar leiðir og gert var í kjara­samn­ings­gerð­inni 2019.

„Það kallar á að allir taki höndum sam­an,“ segir Vil­hjálm­ur, sem segir þörf á sterkri aðkomu stjórn­valda og sveit­ar­fé­laga, auk þess sem reyna þurfi að skapa for­sendur fyrir lágu vaxta­stigi í land­inu.

Vil­hjálmur minnir á að stýri­vextir hafi verið 4,25 pró­sent í aðdrag­anda þess að lífs­kjara­samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir árið 2019 og þá hafi sam­tök launa­fólks átt fundi með Seðla­bank­an­um, til þess að fara yfir hvað verka­lýðs­hreyf­ingin þyrfti að gera til að skapa for­sendur fyrir lægri stýri­vöxt­um. Vaxta­stigið hafi svo lækkað veru­lega í veiru­far­aldr­in­um, en Vil­hjálmur segir að nú sé „allur þessi ávinn­ingur far­inn til baka“ og stýri­vextir standi í 4,75 pró­sent­um, sem séu „mikil von­brigði“ fyrir launa­fólk.

Ásgeir sagði Seðla­bank­ann ekki ætla að láta verð­bólgu halda áfram

Á upp­lýs­inga­fundi pen­inga­stefnu­nefndar í morg­un, í kjöl­far þess að stýri­vextir voru hækk­aðir upp í 4,75 pró­sent, sagði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri að verð­bólga, sem éti upp kaup­hækk­an­ir, hlýti að vera versti óvinur vinn­andi fólks. „Við teljum því að við séum að vinna í hag­inn fyrir næstu kjara­samn­inga. Og að við getum sýnt fram á það með trú­verð­ugum hætti að við ætlum að ná niður verð­bólgu með hörðum aðgerðum til þess að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins sjái það að það þurfi ekki að heimta launa­hækk­anir fyrir fram­tíð­ar­verð­bólg­u.“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

Þess vegna skipti það máli þegar aðilar vinnu­mark­að­ar­ins semji um laun á Íslandi að þeir geri sér grein fyrir því að Seðla­bank­inn sé ekki að fara að láta verð­bólgu halda áfram. „Þegar þeir semja þá þarf ekki að fara fram á hækk­anir til þess að halda raun­launum stöð­ug­um. Við teljum að við séum að búa í hag­inn fyrir næstu kjara­samn­inga og tryggja það að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins geti sest niður og samið um krónur sem hafi raun­veru­legt virði. Ekki krónur sem verði étnar niður af verð­bólg­u,“ sagði Ásgeir á fund­inum í morg­un.

Aðkoma stjórn­valda muni skipta miklu máli

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá SGS var rætt um fyr­ir­komu­lag kom­andi við­ræðna og þau úrlausn­ar­efni sem liggja fyrir samn­ings­að­ilum á fund­inum í morg­un. Gert er ráð fyrir að form­legar við­ræður byrji um miðjan ágúst.

Í til­kynn­ingu SGS segir að sam­bandið muni ekki una því að áhrif „vax­andi verð­bólgu vegna aðgerða­leysis stjórn­valda í hús­næð­is­mál­um, og erlendra hækk­ana“ verði sett á herðar félags­manna sam­bands­ins.

„Sam­tök launa­fólks sömdu um það í síð­ustu samn­ingum að auka ráð­stöf­un­ar­tekjur launa­fólks með heild­stæðum hætti, með krónu­tölu­hækk­un­um, vaxta­lækk­unum og aðgerðum af hálfu stjórn­valda. Aðstæður þær sem nú eru í sam­fé­lag­inu og efna­hags­um­hverf­inu kalla á svip­aða aðferða­fræði og víð­tækt sam­starf og sam­ráð til að bregð­ast við miklum vanda á hús­næð­is­mark­aði, tryggja kaup­mátt og öfl­uga grunn­þjón­ustu um land allt.

Nú eru uppi þær aðstæður í sam­fé­lag­inu að aðkoma stjórn­valda að kjara­samn­ingum mun skipta miklu máli við gerð þeirra. Stór­aukin verð­bólga, miklar verð­hækk­anir og mik­ill vandi á hús­næð­is­mark­aði kalla á að stjórn­völd og SA taki höndum saman við sam­tök launa­fólks til að tryggja kaup­mátt, hús­næði fyrir alla og öfl­uga grunn­þjón­ustu um land allt,“ segir í til­kynn­ingu SGS.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent