Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa

Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.

Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið telur sér ekki fært að svara fyr­ir­spurn Kjarn­ans um fjölda vega­bréfa sem gefin hafa verið út á grunni reglu­gerðar sem var breytt í apr­íl. Í svari frá ráðu­neyt­inu segir að ekki sé hægt að svara fyr­ir­spurn­inni með vísan til 9. og 10. grein upp­lýs­inga­laga en grein­arnar fjalla um tak­mark­anir á upp­lýs­inga­rétti vegna einka­hags­muna ann­ars vegar og tak­mark­anir á upp­lýs­inga­rétti vegna almanna­hags­muna hins veg­ar.

Þann 26. apríl var í dóms­mála­ráðu­neyt­inu sam­þykkt breyt­ing á reglu­gerð nr. 560/2009 um íslensk vega­bréf en tvær greinar bætt­ust við reglu­gerð­ina í kjöl­far breyt­ing­ar­inn­ar. Fyrri greinin veitir utan­rík­is­ráð­herra heim­ild til að óska eftir að Útlend­inga­stofnun gefi út vega­bréf til útlend­ings ef sér­stakar ástæður eru fyrir hendi.

Auglýsing

Getur gilt í eitt ár

„Í því til­viki getur Útlend­inga­stofnun veitt slíkt vega­bréf til útlend­ings þótt við­kom­andi upp­fylli ekki kröfu 16. gr. um að hann sé lög­lega búsettur á Íslandi. Gildi vega­bréfs fyrir útlend­ing má binda við til­tekið svæði. Gild­is­tími vega­bréfs ræðst af þeim ástæðum sem gera útgáfu þess nauð­syn­lega en skal þó aldrei vera lengri en tólf mán­uð­ir,“ segir í fyrri grein­inni sem bætt var við reglu­gerð­ina.

Sú síð­ari veitir utan­rík­is­ráð­herra heim­ild til að fela sendi­skrif­stofum Íslands og kjör­ræð­is­mönnum að gefa út neyð­ar­vega­bréf til útlend­inga ef sér­stakar ástæður eru fyrir hendi og að fengnu sam­þykki útlend­inga­stofn­un­ar. Hámarks­gild­is­tími slíkra vega­bréfa er einn mán­uður en ræðst ann­ars „af þeim ástæðum sem gera útgáfu þess nauð­syn­lega“.

Kjarn­inn fal­að­ist eftir upp­lýs­ingum frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu um útgáfu vega­bréfa á grunni þess­ara breyt­inga og sendi ráðu­neyt­inu almenna fyr­ir­spurn í tveimur lið­um. Spurn­ing­arnar sem sendar voru til ráðu­neyt­is­ins voru eft­ir­far­andi: „Hversu mörg vega­bréf hafa verið gefin út á grunni þess­arar reglu­gerð­ar­breyt­ing­ar?“ og „Hvenær voru þau vega­bréf gefin út?“

Mik­il­vægir einka- og almanna­hags­munir tak­marki aðgengi

Líkt og áður segir sá ráðu­neytið sér ekki fært að svara fyr­ir­spurn­inni á grunni 9. og 10. greinar upp­lýs­inga­laga og upp­lýs­inga­beiðni Kjarn­ans var þar af leið­andi synj­að. Þá var í svar­inu bent á kæru­heim­ild til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mála en kæru­frestur er 30 dag­ar.

Í 9. grein upp­lýs­inga­laga er fjallað um tak­mark­anir á upp­lýs­inga­rétti vegna einka­hags­muna en hún hljóðar svo: „Óheim­ilt er að veita almenn­ingi aðgang að gögnum um einka- eða fjár­hags­mál­efni ein­stak­linga sem sann­gjarnt er og eðli­legt að leynt fari, nema sá sam­þykki sem í hlut á. Sömu tak­mark­anir gilda um aðgang að gögnum er varða mik­il­væga [virka] fjár­hags- eða við­skipta­hags­muni fyr­ir­tækja og ann­arra lög­að­ila.“

Í 10. grein upp­lýs­inga­laga er fjallað um heim­ild til að tak­marka aðgang almenn­ings að gögnum þegar mik­il­vægir almanna­hags­munir krefj­ist. Greinin er í sex liðum og þar segir að hafi gögn að geyma upp­lýs­ingar um eft­ir­far­andi, þá sé heim­ilt að tak­marka aðgang að þeim:

  1. öryggi rík­is­ins eða varn­ar­mál,
  2. sam­skipti við önnur ríki eða fjöl­þjóða­stofn­an­ir,
  3. efna­hags­lega mik­il­væga hags­muni rík­is­ins,
  4. við­skipti stofn­ana og fyr­ir­tækja í eigu ríkis eða sveit­ar­fé­laga að því leyti sem þau eru í sam­keppni við aðra,
  5. fyr­ir­hug­aðar ráð­staf­anir eða próf á vegum hins opin­bera ef þau yrðu þýð­ing­ar­laus eða skil­uðu ekki til­ætl­uðum árangri væru þau á almanna­vit­orði,
  6. umhverf­is­mál ef birt­ing gagn­anna getur haft alvar­leg áhrif á vernd þess hluta umhverf­is­ins sem upp­lýs­ing­arnar varða, t.d. heim­kynni fágætra teg­unda líf­vera, stein­da, stein­gerv­inga og berg­myndana.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent