„Megum ekki láta veiruna yfirtaka allt“

Engin smit hafa greinst hér á landi hjá fólki sem ekki var á skíðum í Ölpunum eða í nánu samneyti við þá ferðalanga. Öll skíðasvæði í Ölpunum eru nú áhættusvæði og Íslendingar eru beðnir að sleppa ónauðsynlegum ferðum þangað.

Kórónaveiran
Auglýsing

Sex­tíu manns hafa nú greinst með nýju kór­ónu­veiruna hér á landi. Öll smitin má rekja til skíða­svæða í Ölp­unum og því hefur verið ákveð­ið að útvíkka áhættu­svæðið og hvetja fólk til að fara þangað ekki að ­nauð­synja­lausu. Mögu­lega eru um þús­und Íslend­ingar á þessum skíða­svæðum á hverjum tíma.

Ljóst er að 27 þeirra sem greinst hafa með veiruna hér á landi smit­uð­ust á Norð­ur­-Ítalíu og 22 á skíða­svæði í Aust­ur­ríki. Einn smit­að­ist í Asíu og tíu inn­an­lands­smit hafa greinst.

Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir sagði á blaða­manna­fund­i al­manna­varna, land­læknis og utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í dag að oft snemmt væri að ­full­yrða hvaða árangri þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi hafi skil­að. Hins vegar væri ljóst að þeir ein­stak­lingar sem hingað hefðu kom­ið smit­aðir hefðu allir fund­ist og einnig þau smit sem orðið hefðu vegna sam­neyt­is við það fólk.

Auglýsing

Smit hjá öðrum hafa ekki fund­ist. Því má að sögn Þór­ólfs ­segja að þær aðgerðir sem þegar hefur verið beitt virð­ast hafa borið árang­ur enn sem komið er.

Öll smitin má rekja til skíða­svæða í Ölp­unum og sömu sögu er að segja frá smitum sem greinst hafa á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Á þeim grunni er talið nauð­syn­legt að útvíkka áhættu­svæðið svo það nái til allra skíða­svæða í Ölp­un­um. Eru Íslend­ingar hvattir til að fara ekki á þessi svæði að ­nauð­synja­lausu, segir Þórólf­ur. 

Land­svæðin sem nú bæt­ast við eru eft­ir­far­andi:

Aust­ur­ríki: Vor­arl­berg, T­irol, Salz­burg og Kärn­t­en.

Svis­s: Vala­is, Bernese Ober­land, T­icino og Graubünden.

Þýska­land: Skíða­svæði í Suður Bæj­ara­landi.

Frakk­land: Provence-Alpes-Côte d'Azur og Auverg­ne-R­hô­ne-Alpes.

Sló­ven­ía: Öll skíða­svæði.

Þessi svæði bæt­ast við áður­nefnd áhættu­svæði sem eru Kína, ­Suð­ur­-Kór­ea, Íran og Norð­ur­-Ítalía auk Ischgl í Aust­ur­ríki.

Allir frá þessum svæðum þurfa í sótt­kví

Íslend­ingar sem hafa dvalið á þessum svæðum frá 29. febr­ú­ar eiga að fara í 14 daga sótt­kví frá því að þeir yfir­gáfu við­kom­andi svæð­i. Þeir sem hafa verið á þessum svæðum og finna til ein­kenna eru hvattir til að hafa sam­band við síma 1700, til­greina að þeir hafi verið á hættu­svæði og fá ráð­gjöf um næstu skref.

Ljóst er að fjöldi Íslend­inga er á þessum svæðum nú um ­stund­ir, mögu­lega um þús­und manns. Eru þeir hvattir til að skrá sig i grunn ­borg­ara­þjón­ust­unnar sem nálg­ast má á heima­síðu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Allir eiga að fara í sótt­kví, jafn­vel þó að margar dagar séu liðnir frá heim­komu, því jafn­vel örfáir dagar í sótt­kví geta skipt sköpum fyr­ir­ heilsu ann­arra, segir í upp­lýs­ingum almanna­varna.

Þórólfur sagði spurn­ingar hafa vaknað um hvort að mik­ið ­sam­fé­lags­smit sé í gangi og á þeim grunni sé hafið sam­starf við Íslenska erfða­grein­ingu og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans. Fólk verði fengið til að kom­a í sýna­töku til að fá góða mynd af því hvort að veiran sé algeng­ari í sam­fé­lag­inu en vitað er nún­a.  Að sögn Þór­ólfs mun þessi skimun von­andi hefj­ast í vik­unni.

Í kjöl­farið ætti að fást góð mynd af því til hvaða aðgerða beri að grípa næst.

Alma Möller land­læknir sagði að hröð fjölgun smita í norð­an­veðri Evr­ópu væri áhyggju­efni. Hún sagði heil­brigð­is­yf­ir­völd hér á land­i því búa sig undir þá sviðs­mynd að smitum fjölgi og að fólk komi til með að veikj­ast meira. Eng­inn þeirra sem nú hefur greinst með veiruna er með alvar­leg ein­kenni og sumir eru nær ein­kenna­laus­ir.

Verðum að vera yfir­veguð

„Við megum ekki láta veiruna yfir­taka allt,“ sagði Alma. „Við verðum að vera yfir­veg­uð,“ og leita eftir að veita alla nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ust­u. Allir vilji sam­ein­ast um að slá skjald­borg um við­kvæm­ustu hópana, þá sem eru veikir fyrir og aldr­að­ir. „Við verðum að passa að það verði ekki rof í heil­brigð­is­þjón­ustu þessa fólks.“

Brýndi hún fyrir fólki að afpanta ekki tíma sem það á bók­aða hjá læknum nema að höfðu sam­ráði við sína lækna.

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, ­sagði að enn væri verið að skoða hvenær gripið verði til sam­komu­banns og bent­i á að slíkum tak­mörk­unum þurfi að beita á réttum tíma, með réttum hætti og á réttum stöð­um. Ekki sé t.d. víst að það muni ná til alls lands­ins. Verið sé að rýna í reynslu ann­arra og taka skyn­sam­leg­ustu ákvörð­un­ina byggða á vís­inda­leg­um grunni.

Þórólfur sagði að leitað væri ráða hjá alþjóða­stofn­unum í þessum efn­um. Ítrek­aði hann að mestu máli skiptu þær aðgerðir sem fólk almennt ­gripi til til að koma í veg fyrir sam­fé­lags­smit. Það skil­aði miklu meiri ár­angri en boð og bönn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent