„Megum ekki láta veiruna yfirtaka allt“

Engin smit hafa greinst hér á landi hjá fólki sem ekki var á skíðum í Ölpunum eða í nánu samneyti við þá ferðalanga. Öll skíðasvæði í Ölpunum eru nú áhættusvæði og Íslendingar eru beðnir að sleppa ónauðsynlegum ferðum þangað.

Kórónaveiran
Auglýsing

Sex­tíu manns hafa nú greinst með nýju kór­ónu­veiruna hér á landi. Öll smitin má rekja til skíða­svæða í Ölp­unum og því hefur verið ákveð­ið að útvíkka áhættu­svæðið og hvetja fólk til að fara þangað ekki að ­nauð­synja­lausu. Mögu­lega eru um þús­und Íslend­ingar á þessum skíða­svæðum á hverjum tíma.

Ljóst er að 27 þeirra sem greinst hafa með veiruna hér á landi smit­uð­ust á Norð­ur­-Ítalíu og 22 á skíða­svæði í Aust­ur­ríki. Einn smit­að­ist í Asíu og tíu inn­an­lands­smit hafa greinst.

Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir sagði á blaða­manna­fund­i al­manna­varna, land­læknis og utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í dag að oft snemmt væri að ­full­yrða hvaða árangri þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi hafi skil­að. Hins vegar væri ljóst að þeir ein­stak­lingar sem hingað hefðu kom­ið smit­aðir hefðu allir fund­ist og einnig þau smit sem orðið hefðu vegna sam­neyt­is við það fólk.

Auglýsing

Smit hjá öðrum hafa ekki fund­ist. Því má að sögn Þór­ólfs ­segja að þær aðgerðir sem þegar hefur verið beitt virð­ast hafa borið árang­ur enn sem komið er.

Öll smitin má rekja til skíða­svæða í Ölp­unum og sömu sögu er að segja frá smitum sem greinst hafa á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Á þeim grunni er talið nauð­syn­legt að útvíkka áhættu­svæðið svo það nái til allra skíða­svæða í Ölp­un­um. Eru Íslend­ingar hvattir til að fara ekki á þessi svæði að ­nauð­synja­lausu, segir Þórólf­ur. 

Land­svæðin sem nú bæt­ast við eru eft­ir­far­andi:

Aust­ur­ríki: Vor­arl­berg, T­irol, Salz­burg og Kärn­t­en.

Svis­s: Vala­is, Bernese Ober­land, T­icino og Graubünden.

Þýska­land: Skíða­svæði í Suður Bæj­ara­landi.

Frakk­land: Provence-Alpes-Côte d'Azur og Auverg­ne-R­hô­ne-Alpes.

Sló­ven­ía: Öll skíða­svæði.

Þessi svæði bæt­ast við áður­nefnd áhættu­svæði sem eru Kína, ­Suð­ur­-Kór­ea, Íran og Norð­ur­-Ítalía auk Ischgl í Aust­ur­ríki.

Allir frá þessum svæðum þurfa í sótt­kví

Íslend­ingar sem hafa dvalið á þessum svæðum frá 29. febr­ú­ar eiga að fara í 14 daga sótt­kví frá því að þeir yfir­gáfu við­kom­andi svæð­i. Þeir sem hafa verið á þessum svæðum og finna til ein­kenna eru hvattir til að hafa sam­band við síma 1700, til­greina að þeir hafi verið á hættu­svæði og fá ráð­gjöf um næstu skref.

Ljóst er að fjöldi Íslend­inga er á þessum svæðum nú um ­stund­ir, mögu­lega um þús­und manns. Eru þeir hvattir til að skrá sig i grunn ­borg­ara­þjón­ust­unnar sem nálg­ast má á heima­síðu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Allir eiga að fara í sótt­kví, jafn­vel þó að margar dagar séu liðnir frá heim­komu, því jafn­vel örfáir dagar í sótt­kví geta skipt sköpum fyr­ir­ heilsu ann­arra, segir í upp­lýs­ingum almanna­varna.

Þórólfur sagði spurn­ingar hafa vaknað um hvort að mik­ið ­sam­fé­lags­smit sé í gangi og á þeim grunni sé hafið sam­starf við Íslenska erfða­grein­ingu og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans. Fólk verði fengið til að kom­a í sýna­töku til að fá góða mynd af því hvort að veiran sé algeng­ari í sam­fé­lag­inu en vitað er nún­a.  Að sögn Þór­ólfs mun þessi skimun von­andi hefj­ast í vik­unni.

Í kjöl­farið ætti að fást góð mynd af því til hvaða aðgerða beri að grípa næst.

Alma Möller land­læknir sagði að hröð fjölgun smita í norð­an­veðri Evr­ópu væri áhyggju­efni. Hún sagði heil­brigð­is­yf­ir­völd hér á land­i því búa sig undir þá sviðs­mynd að smitum fjölgi og að fólk komi til með að veikj­ast meira. Eng­inn þeirra sem nú hefur greinst með veiruna er með alvar­leg ein­kenni og sumir eru nær ein­kenna­laus­ir.

Verðum að vera yfir­veguð

„Við megum ekki láta veiruna yfir­taka allt,“ sagði Alma. „Við verðum að vera yfir­veg­uð,“ og leita eftir að veita alla nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ust­u. Allir vilji sam­ein­ast um að slá skjald­borg um við­kvæm­ustu hópana, þá sem eru veikir fyrir og aldr­að­ir. „Við verðum að passa að það verði ekki rof í heil­brigð­is­þjón­ustu þessa fólks.“

Brýndi hún fyrir fólki að afpanta ekki tíma sem það á bók­aða hjá læknum nema að höfðu sam­ráði við sína lækna.

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, ­sagði að enn væri verið að skoða hvenær gripið verði til sam­komu­banns og bent­i á að slíkum tak­mörk­unum þurfi að beita á réttum tíma, með réttum hætti og á réttum stöð­um. Ekki sé t.d. víst að það muni ná til alls lands­ins. Verið sé að rýna í reynslu ann­arra og taka skyn­sam­leg­ustu ákvörð­un­ina byggða á vís­inda­leg­um grunni.

Þórólfur sagði að leitað væri ráða hjá alþjóða­stofn­unum í þessum efn­um. Ítrek­aði hann að mestu máli skiptu þær aðgerðir sem fólk almennt ­gripi til til að koma í veg fyrir sam­fé­lags­smit. Það skil­aði miklu meiri ár­angri en boð og bönn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent