Vísbendingar um að COVID-19 hafi náð hámarki í norðausturhluta Asíu

Vísindamenn segja of snemmt að spá fyrir um hvaða áhrif hlýindi vorsins munu hafa á nýju kórónuveiruna. Aðrar skyldar veirur þrífast betur í kulda. Sextíu hafa greinst með veiruna hér á landi.

Veiran hefur verið einna skæðust í Íran. Þar hafa 237 látist af hennar völdum.
Veiran hefur verið einna skæðust í Íran. Þar hafa 237 látist af hennar völdum.
Auglýsing


Svo virð­ist sem hægt hafi á útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunn­ar ­sem veldur COVID-19 í bæði Kína og Suð­ur­-Kóreu. Þetta vekur vonir um að hámarki far­ald­urs­ins sé náð í þessum heims­hluta. Veiran er upp­runn­inn í mið­hluta Kína og fyrstu til­fellin greindust þar í des­em­ber. Þaðan hefur hún dreif­st heims­horna á milli og var ástandið einna verst í Suð­ur­-Kóreu við upp­haf far­ald­urs­ins.

Á sama tíma og dregið hefur úr fjölda smit­aðra dag frá deg­i í þessum löndum eru önnur að sjá mikla fjölgun til­fella, m.a. Íran og Ítal­ía.

Til ýmissa var­úð­ar­ráð­staf­ana hefur verið gripið vegna þessa. Írönsk stjórn­völd hafa til dæmis sleppt um 70 þús­und föngum úr fang­els­um. 237 dauðs­föll af völdum veiru­sýk­ing­ar­innar eru nú stað­fest í Íran.

Auglýsing

Á Ítalíu eru um 16 millj­ónir manna í sótt­kví. Stað­fest er að 463 hafi lát­ist vegna veirunnar þar í landi af þeim tæp­lega 9.200 sem hafa smit­ast. Um  7.400 hafa smit­ast í Suð­ur­-Kóreu en stað­fest dauðs­föll eru þó mun ­færri eða 53. Lang­flest dauðs­föll hafa orðið í Kína eða rúm­lega 3.000.

Heil­brigð­is­ráð­herra Suð­ur­-Kóreu seg­ist nú vona að hámarki far­ald­urs­ins þar í landi sé náð. Vís­bend­ing þar um sé sú að síð­ustu daga hafi færri til­felli ­greinst en vik­urnar þar á und­an. Hann hvetur lönd þar sem veiran er nú að ­grein­ast í til að grípa til ráð­staf­ana strax.

Stjórn­völd í Suð­ur­-Kóreu lögðu áherslu á það um leið og veiran kom til lands­ins að almenn­ingur ætti greiðan aðgang að grein­ing­ar­próf­um og að þau væru ókeyp­is. Um 15 þús­und sýni voru tekin á hverjum degi og ­sam­an­lagt hafa tæp­lega 200 þús­und sýni verið tek­in.

Tvö smit kór­óna­veirunnar greindust til við­bótar hér á landi í morg­un. Báðir þeir ein­stak­lingar komu með flugi til lands­ins frá Ver­ona á laug­ar­dag.  

Því hafa fimm manns úr því flugi greinst með­ veiruna. Alls eru greind smit hér­lendis orðin 60 tals­ins - 50 smit hjá fólki sem kom erlendis frá og 10 sem smit­ast hafa inn­an­lands.

Hvaða áhrif mun vorið hafa?

Eftir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti skrif­aði á Twitter í febr­úar að vel myndi takast að hefta útbreiðsl­una, sér­stak­lega í ljósi þess að veðrið færi hlýn­andi, fóru margir að velta fyrir sér hvort að vorið myndi færa okkur góð tíð­indi í þessum mál­um.

Vís­inda­menn segj­ast ekki með fullu geta sagt til um hvort að vor­blíða muni hafa áhrif á útbreiðsl­una. Í grein Tel­egraph kemur fram að flestir eigi von á því að far­ald­ur­inn muni ná hámarki í apríl og í kjöl­far­ið fari til­fellum almennt að fækka.

Enn er margt á huldu um hegðun nýju veirunnar en hagi hún­ ­sér eins og skyldar veirur gæti hún látið undan í hlýrra veðri. Þannig hegða árs­tíð­ar­bundnar inflú­ensu­veirur sér gjarn­an. Flensu­tíma­bilið byrjar á norð­ur­hveli jarðar í októ­ber og nær hámarki í des­em­ber til febr­ú­ar. Stund­um ­geta þó til­felli verið að grein­ast allt fram í maí. Flensu­veirur kunna vel við ­sig í köldu veðri því þær eru hjúpaðar fitu sem brotnar niður í hita.

Margir vís­inda­menn segja hins vegar of snemmt að spá fyr­ir­ um hvernig nýja veiran mun haga sér þegar tekur að hlýna. Sumir segja ein­hverjar vís­bend­ingar fel­ast í því að hún virð­ist eiga erfitt upp­dráttar í Afr­íku þar ­sem fá til­felli hafa greinst enn sem komið er.

Í grein National Geograp­hic er haft eftir vís­inda­mönnum sem eru að rann­saka veiruna að of snemmt sé að spá fyrir um áhrif hækk­andi hita á hana.

„Ég vona að hún muni bregð­ast við árs­tíð­ar­breyt­ingum en það er erfitt að segja til um það,“ segir Stu­art Weston sem starfar við Háskól­ann í Mar­yland.

Um helg­ina hafði veiran verið greind í 88 löndum og talið er að hún muni breið­ast út til fleiri landa á næstu dögum og vik­um.

Í dag hefur veiran greinst hjá 111.354. 3.892 hafa dáið af völdum henn­ar. Rúm­lega 62 þús­und hafa náð fullum bata.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent