Vísbendingar um að COVID-19 hafi náð hámarki í norðausturhluta Asíu

Vísindamenn segja of snemmt að spá fyrir um hvaða áhrif hlýindi vorsins munu hafa á nýju kórónuveiruna. Aðrar skyldar veirur þrífast betur í kulda. Sextíu hafa greinst með veiruna hér á landi.

Veiran hefur verið einna skæðust í Íran. Þar hafa 237 látist af hennar völdum.
Veiran hefur verið einna skæðust í Íran. Þar hafa 237 látist af hennar völdum.
Auglýsing


Svo virð­ist sem hægt hafi á útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunn­ar ­sem veldur COVID-19 í bæði Kína og Suð­ur­-Kóreu. Þetta vekur vonir um að hámarki far­ald­urs­ins sé náð í þessum heims­hluta. Veiran er upp­runn­inn í mið­hluta Kína og fyrstu til­fellin greindust þar í des­em­ber. Þaðan hefur hún dreif­st heims­horna á milli og var ástandið einna verst í Suð­ur­-Kóreu við upp­haf far­ald­urs­ins.

Á sama tíma og dregið hefur úr fjölda smit­aðra dag frá deg­i í þessum löndum eru önnur að sjá mikla fjölgun til­fella, m.a. Íran og Ítal­ía.

Til ýmissa var­úð­ar­ráð­staf­ana hefur verið gripið vegna þessa. Írönsk stjórn­völd hafa til dæmis sleppt um 70 þús­und föngum úr fang­els­um. 237 dauðs­föll af völdum veiru­sýk­ing­ar­innar eru nú stað­fest í Íran.

Auglýsing

Á Ítalíu eru um 16 millj­ónir manna í sótt­kví. Stað­fest er að 463 hafi lát­ist vegna veirunnar þar í landi af þeim tæp­lega 9.200 sem hafa smit­ast. Um  7.400 hafa smit­ast í Suð­ur­-Kóreu en stað­fest dauðs­föll eru þó mun ­færri eða 53. Lang­flest dauðs­föll hafa orðið í Kína eða rúm­lega 3.000.

Heil­brigð­is­ráð­herra Suð­ur­-Kóreu seg­ist nú vona að hámarki far­ald­urs­ins þar í landi sé náð. Vís­bend­ing þar um sé sú að síð­ustu daga hafi færri til­felli ­greinst en vik­urnar þar á und­an. Hann hvetur lönd þar sem veiran er nú að ­grein­ast í til að grípa til ráð­staf­ana strax.

Stjórn­völd í Suð­ur­-Kóreu lögðu áherslu á það um leið og veiran kom til lands­ins að almenn­ingur ætti greiðan aðgang að grein­ing­ar­próf­um og að þau væru ókeyp­is. Um 15 þús­und sýni voru tekin á hverjum degi og ­sam­an­lagt hafa tæp­lega 200 þús­und sýni verið tek­in.

Tvö smit kór­óna­veirunnar greindust til við­bótar hér á landi í morg­un. Báðir þeir ein­stak­lingar komu með flugi til lands­ins frá Ver­ona á laug­ar­dag.  

Því hafa fimm manns úr því flugi greinst með­ veiruna. Alls eru greind smit hér­lendis orðin 60 tals­ins - 50 smit hjá fólki sem kom erlendis frá og 10 sem smit­ast hafa inn­an­lands.

Hvaða áhrif mun vorið hafa?

Eftir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti skrif­aði á Twitter í febr­úar að vel myndi takast að hefta útbreiðsl­una, sér­stak­lega í ljósi þess að veðrið færi hlýn­andi, fóru margir að velta fyrir sér hvort að vorið myndi færa okkur góð tíð­indi í þessum mál­um.

Vís­inda­menn segj­ast ekki með fullu geta sagt til um hvort að vor­blíða muni hafa áhrif á útbreiðsl­una. Í grein Tel­egraph kemur fram að flestir eigi von á því að far­ald­ur­inn muni ná hámarki í apríl og í kjöl­far­ið fari til­fellum almennt að fækka.

Enn er margt á huldu um hegðun nýju veirunnar en hagi hún­ ­sér eins og skyldar veirur gæti hún látið undan í hlýrra veðri. Þannig hegða árs­tíð­ar­bundnar inflú­ensu­veirur sér gjarn­an. Flensu­tíma­bilið byrjar á norð­ur­hveli jarðar í októ­ber og nær hámarki í des­em­ber til febr­ú­ar. Stund­um ­geta þó til­felli verið að grein­ast allt fram í maí. Flensu­veirur kunna vel við ­sig í köldu veðri því þær eru hjúpaðar fitu sem brotnar niður í hita.

Margir vís­inda­menn segja hins vegar of snemmt að spá fyr­ir­ um hvernig nýja veiran mun haga sér þegar tekur að hlýna. Sumir segja ein­hverjar vís­bend­ingar fel­ast í því að hún virð­ist eiga erfitt upp­dráttar í Afr­íku þar ­sem fá til­felli hafa greinst enn sem komið er.

Í grein National Geograp­hic er haft eftir vís­inda­mönnum sem eru að rann­saka veiruna að of snemmt sé að spá fyrir um áhrif hækk­andi hita á hana.

„Ég vona að hún muni bregð­ast við árs­tíð­ar­breyt­ingum en það er erfitt að segja til um það,“ segir Stu­art Weston sem starfar við Háskól­ann í Mar­yland.

Um helg­ina hafði veiran verið greind í 88 löndum og talið er að hún muni breið­ast út til fleiri landa á næstu dögum og vik­um.

Í dag hefur veiran greinst hjá 111.354. 3.892 hafa dáið af völdum henn­ar. Rúm­lega 62 þús­und hafa náð fullum bata.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent