Vísbendingar um að COVID-19 hafi náð hámarki í norðausturhluta Asíu

Vísindamenn segja of snemmt að spá fyrir um hvaða áhrif hlýindi vorsins munu hafa á nýju kórónuveiruna. Aðrar skyldar veirur þrífast betur í kulda. Sextíu hafa greinst með veiruna hér á landi.

Veiran hefur verið einna skæðust í Íran. Þar hafa 237 látist af hennar völdum.
Veiran hefur verið einna skæðust í Íran. Þar hafa 237 látist af hennar völdum.
Auglýsing


Svo virð­ist sem hægt hafi á útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunn­ar ­sem veldur COVID-19 í bæði Kína og Suð­ur­-Kóreu. Þetta vekur vonir um að hámarki far­ald­urs­ins sé náð í þessum heims­hluta. Veiran er upp­runn­inn í mið­hluta Kína og fyrstu til­fellin greindust þar í des­em­ber. Þaðan hefur hún dreif­st heims­horna á milli og var ástandið einna verst í Suð­ur­-Kóreu við upp­haf far­ald­urs­ins.

Á sama tíma og dregið hefur úr fjölda smit­aðra dag frá deg­i í þessum löndum eru önnur að sjá mikla fjölgun til­fella, m.a. Íran og Ítal­ía.

Til ýmissa var­úð­ar­ráð­staf­ana hefur verið gripið vegna þessa. Írönsk stjórn­völd hafa til dæmis sleppt um 70 þús­und föngum úr fang­els­um. 237 dauðs­föll af völdum veiru­sýk­ing­ar­innar eru nú stað­fest í Íran.

Auglýsing

Á Ítalíu eru um 16 millj­ónir manna í sótt­kví. Stað­fest er að 463 hafi lát­ist vegna veirunnar þar í landi af þeim tæp­lega 9.200 sem hafa smit­ast. Um  7.400 hafa smit­ast í Suð­ur­-Kóreu en stað­fest dauðs­föll eru þó mun ­færri eða 53. Lang­flest dauðs­föll hafa orðið í Kína eða rúm­lega 3.000.

Heil­brigð­is­ráð­herra Suð­ur­-Kóreu seg­ist nú vona að hámarki far­ald­urs­ins þar í landi sé náð. Vís­bend­ing þar um sé sú að síð­ustu daga hafi færri til­felli ­greinst en vik­urnar þar á und­an. Hann hvetur lönd þar sem veiran er nú að ­grein­ast í til að grípa til ráð­staf­ana strax.

Stjórn­völd í Suð­ur­-Kóreu lögðu áherslu á það um leið og veiran kom til lands­ins að almenn­ingur ætti greiðan aðgang að grein­ing­ar­próf­um og að þau væru ókeyp­is. Um 15 þús­und sýni voru tekin á hverjum degi og ­sam­an­lagt hafa tæp­lega 200 þús­und sýni verið tek­in.

Tvö smit kór­óna­veirunnar greindust til við­bótar hér á landi í morg­un. Báðir þeir ein­stak­lingar komu með flugi til lands­ins frá Ver­ona á laug­ar­dag.  

Því hafa fimm manns úr því flugi greinst með­ veiruna. Alls eru greind smit hér­lendis orðin 60 tals­ins - 50 smit hjá fólki sem kom erlendis frá og 10 sem smit­ast hafa inn­an­lands.

Hvaða áhrif mun vorið hafa?

Eftir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti skrif­aði á Twitter í febr­úar að vel myndi takast að hefta útbreiðsl­una, sér­stak­lega í ljósi þess að veðrið færi hlýn­andi, fóru margir að velta fyrir sér hvort að vorið myndi færa okkur góð tíð­indi í þessum mál­um.

Vís­inda­menn segj­ast ekki með fullu geta sagt til um hvort að vor­blíða muni hafa áhrif á útbreiðsl­una. Í grein Tel­egraph kemur fram að flestir eigi von á því að far­ald­ur­inn muni ná hámarki í apríl og í kjöl­far­ið fari til­fellum almennt að fækka.

Enn er margt á huldu um hegðun nýju veirunnar en hagi hún­ ­sér eins og skyldar veirur gæti hún látið undan í hlýrra veðri. Þannig hegða árs­tíð­ar­bundnar inflú­ensu­veirur sér gjarn­an. Flensu­tíma­bilið byrjar á norð­ur­hveli jarðar í októ­ber og nær hámarki í des­em­ber til febr­ú­ar. Stund­um ­geta þó til­felli verið að grein­ast allt fram í maí. Flensu­veirur kunna vel við ­sig í köldu veðri því þær eru hjúpaðar fitu sem brotnar niður í hita.

Margir vís­inda­menn segja hins vegar of snemmt að spá fyr­ir­ um hvernig nýja veiran mun haga sér þegar tekur að hlýna. Sumir segja ein­hverjar vís­bend­ingar fel­ast í því að hún virð­ist eiga erfitt upp­dráttar í Afr­íku þar ­sem fá til­felli hafa greinst enn sem komið er.

Í grein National Geograp­hic er haft eftir vís­inda­mönnum sem eru að rann­saka veiruna að of snemmt sé að spá fyrir um áhrif hækk­andi hita á hana.

„Ég vona að hún muni bregð­ast við árs­tíð­ar­breyt­ingum en það er erfitt að segja til um það,“ segir Stu­art Weston sem starfar við Háskól­ann í Mar­yland.

Um helg­ina hafði veiran verið greind í 88 löndum og talið er að hún muni breið­ast út til fleiri landa á næstu dögum og vik­um.

Í dag hefur veiran greinst hjá 111.354. 3.892 hafa dáið af völdum henn­ar. Rúm­lega 62 þús­und hafa náð fullum bata.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent