Einum og hálfum milljarði úthlutað til ferðamannastaða

Bolafjall og Stuðlagil fá hæstu styrkina úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í ár, en alls áætla stjórnvöld að verja rúmum 4,8 milljörðum króna til innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum til loka árs 2022.

Innviðauppbygging við Stuðlagil á Fljótsdalshéraði verður styrkt um 80 milljónir í ár.
Innviðauppbygging við Stuðlagil á Fljótsdalshéraði verður styrkt um 80 milljónir í ár.
Auglýsing

Stjórn­völd ætla að verja rúmum 4,8 millj­örðum króna til upp­bygg­ingar á innviðum ferða­manna­staða næstu þrjú árin og leggja aukið fjár­magn í land­vörslu á frið­lýstum svæð­um. Einum og hálfum millj­arði króna verður veitt til verk­efna á þessu ári.Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra kynntu úthlut­an­irnar á sam­eig­in­legum blaða­manna­fundi í Nor­ræna hús­inu í morgun

Úthlut­an­irnar eru ann­ars vegar úr Lands­á­ætlun um upp­bygg­ingu inn­viða og úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða, sem úthlutar til verk­efna á svæðum sem eru í eigu sveit­ar­fé­laga og ein­stak­linga. 

Rúmum þremur millj­örðum er úthlutað vegna lands­á­ætl­un­ar­innar til þriggja ára og 502 millj­ónum úr fram­kvæmda­sjóðn­um, til eins árs, en alls er áætlað að 1,7 millj­örðum verði úthlutað úr sjóðnum til loka árs 2022.

Auglýsing

„Utan við þessar áætl­anir erum við líka að fjölga land­vörðum svo um mun­ar,“ sagði Guð­mundur Ingi á fund­in­um, en til árs­loka 2022 er gert ráð fyrir að um 1,4 millj­arðar króna renni til land­vörslu.

Háir styrkir til verk­efna við Bola­fjall og Stuðla­gil

Styrk­beiðnir í Fram­kvæmda­sjóð ferða­manna námu alls 2,3 millj­örð­um, en 502 millj­ónum var úthlutað að þessu sinni, til 33 verk­efna. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu úthlutanirnar í sameiningu í morgun. Mynd: Golli

Stærsti styrk­ur­inn fer til upp­bygg­ingar á útsýnis­palli á Bola­fjalli við Bol­ung­ar­vík, en um 160 millj­ónir renna til þess verk­efn­is. Þá fara 80 millj­ónir í upp­bygg­ingu í Stuðla­gili á Jök­ul­dal, sem hefur á und­an­förnum árum orðið einn af vin­sælli áfanga­stöðum ferða­manna á Aust­ur­landi. Stefnt er að upp­bygg­ingu beggja megin árinn­ar. Átta verk­efni til við­bótar fá meira en tíu milljón króna styrki í ár.

Verk­efnið á Bola­fjalli hefur áður fengið úthlutað úr sjóðnum og sagði Þór­dís Kol­brún að þegar útsýnis­pall­ur­inn væri kom­inn upp yrðu Vest­firðir „annar og meiri áfanga­stað­ur“ en þeir eru í dag og miklar vænt­ingar væru til verk­efn­is­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent