Einum og hálfum milljarði úthlutað til ferðamannastaða

Bolafjall og Stuðlagil fá hæstu styrkina úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í ár, en alls áætla stjórnvöld að verja rúmum 4,8 milljörðum króna til innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum til loka árs 2022.

Innviðauppbygging við Stuðlagil á Fljótsdalshéraði verður styrkt um 80 milljónir í ár.
Innviðauppbygging við Stuðlagil á Fljótsdalshéraði verður styrkt um 80 milljónir í ár.
Auglýsing

Stjórn­völd ætla að verja rúmum 4,8 millj­örðum króna til upp­bygg­ingar á innviðum ferða­manna­staða næstu þrjú árin og leggja aukið fjár­magn í land­vörslu á frið­lýstum svæð­um. Einum og hálfum millj­arði króna verður veitt til verk­efna á þessu ári.Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra kynntu úthlut­an­irnar á sam­eig­in­legum blaða­manna­fundi í Nor­ræna hús­inu í morgun

Úthlut­an­irnar eru ann­ars vegar úr Lands­á­ætlun um upp­bygg­ingu inn­viða og úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða, sem úthlutar til verk­efna á svæðum sem eru í eigu sveit­ar­fé­laga og ein­stak­linga. 

Rúmum þremur millj­örðum er úthlutað vegna lands­á­ætl­un­ar­innar til þriggja ára og 502 millj­ónum úr fram­kvæmda­sjóðn­um, til eins árs, en alls er áætlað að 1,7 millj­örðum verði úthlutað úr sjóðnum til loka árs 2022.

Auglýsing

„Utan við þessar áætl­anir erum við líka að fjölga land­vörðum svo um mun­ar,“ sagði Guð­mundur Ingi á fund­in­um, en til árs­loka 2022 er gert ráð fyrir að um 1,4 millj­arðar króna renni til land­vörslu.

Háir styrkir til verk­efna við Bola­fjall og Stuðla­gil

Styrk­beiðnir í Fram­kvæmda­sjóð ferða­manna námu alls 2,3 millj­örð­um, en 502 millj­ónum var úthlutað að þessu sinni, til 33 verk­efna. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu úthlutanirnar í sameiningu í morgun. Mynd: Golli

Stærsti styrk­ur­inn fer til upp­bygg­ingar á útsýnis­palli á Bola­fjalli við Bol­ung­ar­vík, en um 160 millj­ónir renna til þess verk­efn­is. Þá fara 80 millj­ónir í upp­bygg­ingu í Stuðla­gili á Jök­ul­dal, sem hefur á und­an­förnum árum orðið einn af vin­sælli áfanga­stöðum ferða­manna á Aust­ur­landi. Stefnt er að upp­bygg­ingu beggja megin árinn­ar. Átta verk­efni til við­bótar fá meira en tíu milljón króna styrki í ár.

Verk­efnið á Bola­fjalli hefur áður fengið úthlutað úr sjóðnum og sagði Þór­dís Kol­brún að þegar útsýnis­pall­ur­inn væri kom­inn upp yrðu Vest­firðir „annar og meiri áfanga­stað­ur“ en þeir eru í dag og miklar vænt­ingar væru til verk­efn­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent