Einum og hálfum milljarði úthlutað til ferðamannastaða

Bolafjall og Stuðlagil fá hæstu styrkina úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í ár, en alls áætla stjórnvöld að verja rúmum 4,8 milljörðum króna til innviðauppbyggingar á ferðamannastöðum til loka árs 2022.

Innviðauppbygging við Stuðlagil á Fljótsdalshéraði verður styrkt um 80 milljónir í ár.
Innviðauppbygging við Stuðlagil á Fljótsdalshéraði verður styrkt um 80 milljónir í ár.
Auglýsing

Stjórn­völd ætla að verja rúmum 4,8 millj­örðum króna til upp­bygg­ingar á innviðum ferða­manna­staða næstu þrjú árin og leggja aukið fjár­magn í land­vörslu á frið­lýstum svæð­um. Einum og hálfum millj­arði króna verður veitt til verk­efna á þessu ári.Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra kynntu úthlut­an­irnar á sam­eig­in­legum blaða­manna­fundi í Nor­ræna hús­inu í morgun

Úthlut­an­irnar eru ann­ars vegar úr Lands­á­ætlun um upp­bygg­ingu inn­viða og úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða, sem úthlutar til verk­efna á svæðum sem eru í eigu sveit­ar­fé­laga og ein­stak­linga. 

Rúmum þremur millj­örðum er úthlutað vegna lands­á­ætl­un­ar­innar til þriggja ára og 502 millj­ónum úr fram­kvæmda­sjóðn­um, til eins árs, en alls er áætlað að 1,7 millj­örðum verði úthlutað úr sjóðnum til loka árs 2022.

Auglýsing

„Utan við þessar áætl­anir erum við líka að fjölga land­vörðum svo um mun­ar,“ sagði Guð­mundur Ingi á fund­in­um, en til árs­loka 2022 er gert ráð fyrir að um 1,4 millj­arðar króna renni til land­vörslu.

Háir styrkir til verk­efna við Bola­fjall og Stuðla­gil

Styrk­beiðnir í Fram­kvæmda­sjóð ferða­manna námu alls 2,3 millj­örð­um, en 502 millj­ónum var úthlutað að þessu sinni, til 33 verk­efna. 

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu úthlutanirnar í sameiningu í morgun. Mynd: Golli

Stærsti styrk­ur­inn fer til upp­bygg­ingar á útsýnis­palli á Bola­fjalli við Bol­ung­ar­vík, en um 160 millj­ónir renna til þess verk­efn­is. Þá fara 80 millj­ónir í upp­bygg­ingu í Stuðla­gili á Jök­ul­dal, sem hefur á und­an­förnum árum orðið einn af vin­sælli áfanga­stöðum ferða­manna á Aust­ur­landi. Stefnt er að upp­bygg­ingu beggja megin árinn­ar. Átta verk­efni til við­bótar fá meira en tíu milljón króna styrki í ár.

Verk­efnið á Bola­fjalli hefur áður fengið úthlutað úr sjóðnum og sagði Þór­dís Kol­brún að þegar útsýnis­pall­ur­inn væri kom­inn upp yrðu Vest­firðir „annar og meiri áfanga­stað­ur“ en þeir eru í dag og miklar vænt­ingar væru til verk­efn­is­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent