Baðlón og 200 herbergja hótel á bökkum Brúarár þarf ekki í umhverfismat

Áformað er að byggja hótel og tvö baðlón á 30 hektara landi Efri-Reykja rétt við Brúará, miðja vegu milli Laugarvatns og Úthlíðar. Gert er ráð fyrir að meðalgestafjöldi á dag verði um 1.200 þegar hótelið er fullbyggt.

Hótelið og baðlónin tvö eru fyrirhuguð við Brúará sem er miðja vegu milli Laugarvatns og Úthlíðar.
Hótelið og baðlónin tvö eru fyrirhuguð við Brúará sem er miðja vegu milli Laugarvatns og Úthlíðar.
Auglýsing

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að hótel og baðlón á Efri-Reykjum í Bláskógabyggð skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Stofnuninni barst í fyrrasumar tilkynning frá verkfræðistofunni Verkís um fyrirhugaða framkvæmd. Verkefnið hefur verið í höndum Þróunarfélagsins Reykja ehf.

Áformað er að byggja hótel og tvö baðlón á 30 hektara landi Efri-Reykja rétt við Brúará, miðja vegu milli Laugarvatns og Úthlíðar. Gert er ráð fyrir að meðalgestafjöldi á dag verði um 1.200 þegar hótelið er fullbyggt. Framkvæmdin verður áfangaskipt. Áætlað er að baðlónin tvö verði samtals um 6.000 m² og útbúnar verði um 5.000 m² hreinsitjarnir. Hótelið verður um 10.000 m² með allt að 200 herbergi í 16,5 metra hárri byggingu á þremur hæðum að loknum seinni áfanga.

Auglýsing

Einnig er gert ráð fyrir um 6.000 m² þjónustumiðstöð fyrir baðstaðinn sem tengist hótelbyggingunni. Miðstöðin verður mest tvær hæðir auk kjallara. Þá er gert ráð fyrir fimm starfsmannahúsum alls um 750 m², nýjum malbikuðum vegi að hótelinu frá þjóðvegi og um 200 malbikuðum bílastæðum auk sjö stæða fyrir rútur.

Fyrri áfangi kemur til með að fela í sér byggingu þjónustuhúss og hótels með 100 herbergjum auk 1.000 m² náttúrulaugar. Í seinni áfanga verður hótel stækkað um 100 herbergi og byggð 5.000 m² náttúrulaug.


Í gögnum sem framkvæmdaaðili sendi Skipulagsstofnun kemur einnig fram að göngustígar innan skipulagssvæðisins verða lagðir í landið til að stýra umferð um svæðið og sérstaklega til að vernda bakka Brúarár. Umferðarréttur almennings meðfram ánni verði tryggður.

Áform framkvæmdaaðila tóku breytingum á meðan málsmeðferð Skipulagsstofnunar stóð yfir. Upphaflega var gert ráð fyrir að hægt yrði að byggja seinni áfanga baðlóna með klórhreinsun. Í kjölfar athugasemda umsagnaraðila hefur nú verið fallið frá þeim áformum.

Auk þess hefur fyrirhugaðri staðsetningu mannvirkja verið breytt og þau færð lengra frá bakka Brúarár. Einnig hefur fyrirkomulag frárennslis og hreinsunar verið skýrt og útfært frekar.

Brúarárfoss í Brúará nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Mynd: Wikipedia

Brúará er á náttúruminjaskrá ásamt 200 metra spildu beggja vegna árinnar vegna fossa, fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs og tilkomumikils landslags í Brúarárskörðum. Í gögnum frá framkvæmdaaðila kemur fram að hrossum hafi verið beitt á svæðið um langt árabil sem hafi haldið niðri gróðurvexti, ásamt því sem landið hafi verið ræst fram. Því sé svæðið töluvert raskað. 

Framkvæmdirnar muni þó hafa staðbundin og nokkuð neikvæð áhrif á verndargildi árinnar, þrátt fyrir að verndunin byggi einkum á Brúarárskörðum sem séu fjarri  framkvæmdarsvæðinu. Mótvægisaðgerðir felist í lagfæringum á röskuðum árbökkunum, stýringu gangandi umferðar, friðun fyrir búfjárbeit og eflingu gróðurs á því svæði þar sem ekki verði framkvæmdir.

Vildu framkvæmdina í umhverfismat

Í umsögn Bláskógabyggðar kemur fram að sveitarstjórnin telji að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum á grundvelli þess að um sé að ræða svæði á náttúruminjaskrá sem sé ofarlega á víðáttumiklu vatnasviði. Í umsögn Umhverfisstofnunar segir að um sé að ræða umfangsmiklar framkvæmdir og standist áætlanir muni fjöldi baðgesta verða með því mesta sem þekkist á landinu. Bent er á að mannvirki séu fyrirhuguð við bakka einnar stærstu lindár landsins og að áin hafi sérstakt verndargildi á landsvísu sem og alþjóðlegt verndargildi.

Fiskistofa bendir í umsögn sinni á að vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa á lífríki Brúarár telji stofnunin eðlilegt að framkvæmdin undirgangist mat á umhverfisáhrifum.

Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands kemur fram að stofnunin hefur lagt til að Laugarvatn-Apavatn-Brúará verði sett á B-hluta náttúruminjaskrár. Forsendur tillögunnar eru vernd ferskvatnsvistgerða, jarðhitavistgerða og fuglategunda. Að mati stofnunarinnar er ekki líklegt að hin fyrirhugaða framkvæmd valdi umtalsverðum umhverfisáhrifum að því tilskyldu að farið verði að ýtrustu kröfum um mengunarvarnir og aðra náttúruvernd og ef byggingar og baðlón verði eins langt frá ánni og mögulegt er.

Svæði þegar raskað að stórum hluta

Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að bygging hótelsins og baðlónanna sé ekki líkleg til að ógna verndargildi Brúarfoss eða landslagi í Brúarárskörðum sökum fjarlægðar. Framkvæmdasvæði sé þegar raskað að stórum hluta vegna beitar, framræslu og efnisnáms. Þá bendir stofnunin á að ferðaþjónusta og sumarbústaðalönd séu þegar á svæðunum í kring og beri landslagið einkenni af því. Einnig setji jarðhitanýting við Efri-Reyki svip sinn á umhverfið með áberandi gufustróki. Fyrirhugað framkvæmdasvæði sé við Laugarvatnsveg á milli Laugarvatns og Geysis í Haukadal og töluverð umferð sé nú þegar um veginn.

Að mati Skipulagsstofnunar eru breytt áform og boðaðar mótvægisaðgerðir til þess fallnar að draga verulega úr mögulegum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Þar vegi þungt fyrirhuguð áfangaskipting og boðað samráð við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um mögulega frekari hreinsun á frárennsli á grundvelli vöktunar.

Í umsögn Bláskógabyggðar kemur fram að sveitarstjórnin telji að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum á grundvelli þess að um sé að ræða svæði á náttúruminjaskrá sem sé ofarlega á víðáttumiklu vatnasviði. Mynd: Verkís

Skipulagsstofnun bindur leyfisveitingar eftirfarandi skilyrðum:

1. Áður en framkvæmdir hefjast þarf að rannsaka grunnástand á lífríki Brúarár í nágrenni útrásar frárennslis.

2. Útfæra þarf vöktunaráætlun í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

3. Áður en framkvæmdir vegna seinni áfanga hefjast þarf í samráði við Heilbrigðiseftirlit að meta hvort þörf er á frekari hreinsun á grundvelli vöktunar á áhrifum reksturs fyrri áfanga á Brúará.

Að teknu tilliti til ofangreinds telur Skipulagsstofnun ólíklegt að framkvæmdin komi til með að hafa í för með sér veruleg óafturkræf umhverfisáhrif sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum og því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 10. apríl.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent