Baðlón og 200 herbergja hótel á bökkum Brúarár þarf ekki í umhverfismat

Áformað er að byggja hótel og tvö baðlón á 30 hektara landi Efri-Reykja rétt við Brúará, miðja vegu milli Laugarvatns og Úthlíðar. Gert er ráð fyrir að meðalgestafjöldi á dag verði um 1.200 þegar hótelið er fullbyggt.

Hótelið og baðlónin tvö eru fyrirhuguð við Brúará sem er miðja vegu milli Laugarvatns og Úthlíðar.
Hótelið og baðlónin tvö eru fyrirhuguð við Brúará sem er miðja vegu milli Laugarvatns og Úthlíðar.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun hefur tekið ákvörðun um að hótel og bað­lón á Efri­-­Reykjum í Blá­skóga­byggð skuli ekki háð mati á umhverf­is­á­hrif­um. Stofn­un­inn­i barst í fyrra­sumar til­kynn­ing frá verk­fræði­stof­unni Ver­kís um fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd. Verk­efnið hefur verið í höndum Þró­un­ar­fé­lags­ins Reykja ehf.

Áformað er að byggja hótel og tvö bað­lón á 30 hekt­ara land­i Efri-Reykja rétt við Brú­ará, miðja vegu milli Laug­ar­vatns og Úthlíð­ar. Gert er ráð fyrir að með­al­gesta­fjöldi á dag verði um 1.200 þegar hót­elið er full­byggt. Fram­kvæmd­in verður áfanga­skipt. Áætlað er að bað­lónin tvö verði sam­tals um 6.000 m² og út­búnar verði um 5.000 m² hrein­sitjarn­ir. Hót­elið verður um 10.000 m² með allt að 200 her­bergi í 16,5 metra hárri bygg­ingu á þremur hæðum að loknum seinn­i á­fanga.

Auglýsing

Einnig er gert ráð fyrir um 6.000 m² þjón­ustu­mið­stöð fyr­ir­ bað­stað­inn sem teng­ist hót­el­bygg­ing­unni. Mið­stöðin verður mest tvær hæðir auk kjall­ara. Þá er gert ráð fyrir fimm starfs­manna­húsum alls um 750 m², nýjum mal­bik­uðum veg­i að hót­el­inu frá þjóð­vegi og um 200 mal­bik­uðum bíla­stæðum auk sjö stæða fyr­ir­ rút­ur.

Fyrri áfangi kemur til með að fela í sér bygg­ing­u ­þjón­ustu­húss og hót­els með 100 her­bergjum auk 1.000 m² nátt­úru­laug­ar. Í seinn­i á­fanga verður hótel stækkað um 100 her­bergi og byggð 5.000 m² nátt­úru­laug.



Í gögnum sem fram­kvæmda­að­ili sendi Skipu­lags­stofnun kem­ur einnig fram að göngu­stígar innan skipu­lags­svæð­is­ins verða lagðir í landið til­ að stýra umferð um svæðið og sér­stak­lega til að vernda bakka Brú­ar­ár. ­Um­ferð­ar­réttur almenn­ings með­fram ánni verði tryggð­ur.

Áform fram­kvæmda­að­ila tóku breyt­ingum á meðan máls­með­ferð ­Skipu­lags­stofn­unar stóð yfir. Upp­haf­lega var gert ráð fyrir að hægt yrði að ­byggja seinni áfanga bað­lóna með klór­hreins­un. Í kjöl­far athuga­semda um­sagn­ar­að­ila hefur nú verið fallið frá þeim áform­um.

Auk þess hefur fyr­ir­hug­aðri stað­setn­ingu mann­virkja ver­ið breytt og þau færð lengra frá bakka Brú­ar­ár. Einnig hefur fyr­ir­komu­lag frá­rennsl­is og hreins­unar verið skýrt og útfært frek­ar.

Brúarárfoss í Brúará nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Mynd: Wikipedia

Brú­ará er á nátt­úru­minja­skrá ásamt 200 metra spildu beggja ­vegna árinnar vegna fossa, fjöl­skrúð­ugs gróð­urs og fugla­lífs og til­komu­mik­ils lands­lags í Brú­ar­ár­skörð­um. Í gögnum frá fram­kvæmda­að­ila kemur fram að hrossum hafi verið beitt á svæðið um langt ára­bil sem hafi haldið niðri gróð­ur­vext­i, á­samt því sem landið hafi verið ræst fram. Því sé svæðið tölu­vert rask­að. 

Fram­kvæmd­irnar muni þó hafa stað­bundin og nokkuð nei­kvæð áhrif á vernd­ar­gildi árinn­ar, ­þrátt fyrir að vernd­unin byggi einkum á Brú­ar­ár­skörðum sem séu fjarri  fram­kvæmd­ar­svæð­inu. Mót­væg­is­að­gerðir felist í lag­fær­ingum á rösk­uðum árbökk­un­um, stýr­ingu gang­andi umferð­ar, friðun fyr­ir­ ­bú­fjár­beit og efl­ingu gróð­urs á því svæði þar sem ekki verði fram­kvæmd­ir.

Vildu fram­kvæmd­ina í umhverf­is­mat

Í umsögn Blá­skóga­byggðar kemur fram að sveit­ar­stjórnin telj­i að fram­kvæmdin skuli háð mati á umhverf­is­á­hrifum á grund­velli þess að um sé að ræða svæði á nátt­úru­minja­skrá sem sé ofar­lega á víð­áttu­miklu vatna­sviði. Í um­sögn Umhverf­is­stofn­unar segir að um sé að ræða umfangs­miklar fram­kvæmdir og stand­ist áætl­anir muni fjöldi bað­gesta verða með því mesta sem þekk­ist á land­inu. Bent er á að mann­virki séu fyr­ir­huguð við bakka einnar stærstu lind­ár lands­ins og að áin hafi sér­stakt vernd­ar­gildi á lands­vísu sem og alþjóð­leg­t vernd­ar­gildi.

­Fiski­stofa bendir í umsögn sinni á að vegna hugs­an­legra nei­kvæðra á­hrifa á líf­ríki Brú­arár telji stofn­unin eðli­legt að fram­kvæmdin und­ir­gang­ist ­mat á umhverf­is­á­hrif­um.

Í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands kemur fram að ­stofn­unin hefur lagt til að Laug­ar­vatn-Apa­vatn-Brú­ará verði sett á B-hluta nátt­úru­minja­skrár. ­For­sendur til­lög­unnar eru vernd ferskvatns­vist­gerða, jarð­hita­vist­gerða og ­fugla­teg­unda. Að mati stofn­un­ar­innar er ekki lík­legt að hin fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd valdi umtals­verðum umhverf­is­á­hrifum að því til­skyldu að farið verð­i að ýtr­ustu kröfum um meng­un­ar­varnir og aðra nátt­úru­vernd og ef bygg­ingar og bað­lón verði eins langt frá ánni og mögu­legt er.

Svæði þegar raskað að stórum hluta

Nið­ur­staða Skipu­lags­stofn­unar er sú að bygg­ing hót­els­ins og bað­lón­anna sé ekki lík­leg til að ógna vernd­ar­gildi Brú­ar­foss eða lands­lagi í Brú­ar­ár­skörð­u­m ­sökum fjar­lægð­ar. Fram­kvæmda­svæði sé þegar raskað að stórum hluta vegna beit­ar, fram­ræslu og efn­is­náms. Þá bendir stofn­unin á að ferða­þjón­usta og sum­ar­bú­staðalönd ­séu þegar á svæð­unum í kring og beri lands­lagið ein­kenni af því. Einnig setj­i jarð­hita­nýt­ing við Efri­-Reyki svip sinn á umhverfið með áber­andi gufustróki. Fyr­ir­hug­að fram­kvæmda­svæði sé við Laug­ar­vatns­veg á milli Laug­ar­vatns og Geysis í Hauka­dal og tölu­verð umferð sé nú þegar um veg­inn.

Að mati Skipu­lags­stofn­unar eru breytt áform og boð­að­ar­ ­mót­væg­is­að­gerðir til þess fallnar að draga veru­lega úr mögu­legum umhverf­is­á­hrif­um fram­kvæmd­ar­inn­ar. Þar vegi þungt fyr­ir­huguð áfanga­skipt­ing og boðað sam­ráð við Heil­brigð­is­eft­ir­lit Suð­ur­lands um mögu­lega frek­ari hreinsun á frá­rennsli á grund­velli vökt­un­ar.

Í umsögn Bláskógabyggðar kemur fram að sveitarstjórnin telji að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum á grundvelli þess að um sé að ræða svæði á náttúruminjaskrá sem sé ofarlega á víðáttumiklu vatnasviði. Mynd: Verkís

Skipu­lags­stofnun bindur leyf­is­veit­ingar eft­ir­far­and­i skil­yrð­um:

1. Áður en fram­kvæmdir hefj­ast þarf að rann­saka grunn­á­stand á líf­ríki Brú­arár í nágrenni útrásar frá­rennsl­is.

2. Útfæra þarf vökt­un­ar­á­ætlun í sam­ráði við Heil­brigð­is­eft­ir­lit Suð­ur­lands.

3. Áður en fram­kvæmdir vegna seinni áfanga hefj­ast þarf í sam­ráði við Heil­brigð­is­eft­ir­lit að meta hvort þörf er á frek­ari hreinsun á grund­velli vökt­unar á áhrifum rekst­urs fyrri áfanga á Brú­ará.

Að teknu til­liti til ofan­greinds telur Skipu­lags­stofn­un ó­lík­legt að fram­kvæmdin komi til með að hafa í för með sér veru­leg óaft­ur­kræf um­hverf­is­á­hrif sem ekki er hægt að fyr­ir­byggja eða bæta úr með mót­væg­is­að­gerð­u­m og því skuli fram­kvæmdin ekki háð mati á umhverf­is­á­hrif­um.

Sam­kvæmt 14. gr. laga um mat á umhverf­is­á­hrifum má kæra ákvörð­un­ina til úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála. Kæru­frestur er til 10. apr­íl.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent