Fækkað í framkvæmdastjórn Marel og tveir nýir framkvæmdastjórar skipaðir

Tvær íslenskar konur setjast nýjar í framkvæmdastjórn Marel samhliða því að framkvæmdastjórum þessa stærsta skráða fyrirtækis landsins verður fækkað úr tólf í níu.

Marel Mynd: Marel
Auglýsing

Sam­kvæmt breyttu skipu­lagi á fram­kvæmda­stjórn Marel verður fram­kvæmda­stjórum félags­ins fækkað úr tólf í níu. Tvær konur hafa verið skip­aðir nýir fram­kvæmda­stjór­ar, Guð­björg Heiða Guð­munds­dóttir og Anna Kristín Páls­dótt­ir. 

Guð­björg Heiða verður fram­kvæmda­stjóri fisk­iðn­aðar Marel og  tekur við starf­inu af Sig­urði Óla­syni sem hættir störf­um. Hún hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011 og hefur síð­ustu ár gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra Marel á Íslandi. Anna Kristín hefur verið skipuð fram­kvæmda­stjóri nýsköp­unar og þró­un­ar.. Hún tekur við starf­inu af Við­ari Erlings­syni sem tekur við nýju hlut­verki hjá Mar­el. Í til­kynn­ingu segir að Anna Kristín hafi gengið til liðs við Marel árið 2015 „og hefur hún hlotið hraðan fram­gang og gegnt ýmsum leið­toga­stöðum í vöru­þró­un.“      

Marel er  stærsta fyr­ir­tækið sem skráð er í kaup­höll­ina á Íslandi. Það er auk þess skráð á markað í Amster­dam. Fyr­ir­tækið er í far­ar­broddi á heims­vísu í þróun og fram­leiðslu tækja, hug­bún­aðar og þjón­ustu fyrir mat­væla­vinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Það velti um 1,3 millj­örðum evra í fyrra og hjá því starfa yfir 6300 manns í yfir 30 lönd­um, þar af um 720 á Ísland­i. 

Auglýsing
Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el, segir að þörfin fyrir hag­kvæm og örugg gæða­mat­væli sem eru fram­leidd á sjálf­bæran hátt hefur aldrei verið jafn mikil og nú. „Til þess að við­halda leið­andi stöðu okkar á mark­aði og styðja við metn­að­ar­full vaxt­ar­mark­mið okkar fyrir tíma­bilið 2017-2026 þurfum við stöðugt að end­ur­meta stöð­una og gera breyt­ing­ar. Minni fram­kvæmda­stjórn og skýr­ari skipt­ing starfs­sviða er fyrsta skrefið í átt að ein­fald­ara og skil­virkara skipu­lagi. Þessar breyt­ingar munu skerpa á áherslum okkar um öfl­uga mark­aðs­sókn, stytta þró­un­ar­tíma og mark­aðs­setn­ingu á nýjum hátækni­lausnum og draga úr kostn­aði.

Ég vil þakka þeim sem frá eru að hverfa úr fram­kvæmda­stjórn fyrir mik­il­vægt fram­lag sitt til Marel í gegnum árin og óska þeim vel­farn­aðar á nýjum vett­vangi. Við bjóðum Guð­björgu Heiðu Guð­munds­dóttur og Önnu Krist­ínu Páls­dóttur vel­komnar í fram­kvæmda­stjórn Mar­el. Þær hafa báðar sýnt fram­úr­skar­andi leið­toga­hæfi­leika í fyrri störfum sínum innan Mar­el. Fjöl­breytt og reynslu­mikil fram­kvæmda­stjórn félags­ins er vel í stakk búin til að leiða Marel á þeirri veg­ferð að umbylta mat­væla­vinnslu.“

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að eft­ir­far­andi breyt­ingar verði á skipu­lagi sviða:

Ulrika Lind­berg, fram­kvæmda­stjóri alþjóða­mark­aða og þjón­ustu, mun leiða sam­einað svið alþjóða­mark­aða og alþjóð­legrar þjón­ustu. Einar Ein­ars­son, sem áður gegndi stöðu fram­kvæmda­stjóra alþjóða­mark­aða lætur af störfum sem fram­kvæmda­stjóri og stígur úr fram­kvæmda­stjórn. Hann mun taka  við sínu fyrra starfi sem fram­kvæmda­stjóri Marel í Banda­ríkj­un­um. Einar hefur und­an­farin tvö ár í starfi sínu sem fram­kvæmda­stjóri alþjóða­mark­aða náð miklum árangri við að inn­leiða nýtt skipu­lag og for­ystu í S-Am­er­íku og Kína, en nýtt skipu­lag verður jafn­framt inn­leitt á öðrum mark­aðs­svæðum Mar­el. Aukin áhersla er á þjón­ustu við lyk­il­við­skipta­vini í gegnum allan líf­tíma tækja­bún­að­ar. Stefnt er að auk­inni fjár­fest­ingu í  fram­línu félags­ins í sölu og þjón­ustu til við­skipta­vina til að styðja við frek­ari vöxt í sölu, sem og hag­ræð­ingu í fram­leiðslu og stoðsvið­um.

Árni Sig­urðs­son verður fram­kvæmda­stjóri stefnu­mót­unar og stefnu­mark­andi rekstr­ar­ein­inga. Stefnu­mark­andi rekstr­ar­ein­ingar Marel ná yfir hug­bún­að, frek­ari vinnslu og til­búin mat­væli. Marel fjár­festir á þessum sviðum til að styðja við og auka vöxt í gegnum þrjá iðn­aði Mar­el; kjúkling, kjöt og fisk. Jesper Hjorts­høj sem áður gegndi stöðu fram­kvæmda­stjóra full­vinnslu stígur úr fram­kvæmda­stjórn og verður yfir­maður til­bú­inna mat­væla, sem áður kall­að­ist full­vinnsla, þar sem stefnt verður að frek­ari vexti á ýmsum mörk­uð­um, meðal ann­ars fyrir óhefð­bundin prótein og ferskar neyt­enda­vör­ur.

Linda Jóns­dótt­ir, fjár­mála­stjóri, tekur nú við fram­kvæmda­stjórn mannauðs­mála til við­bótar við fjár­mál og upp­lýs­inga­tækni. Davíð Freyr Odds­son sem áður gegndi stöðu fram­kvæmda­stjóra mannauðs­mála fer úr fram­kvæmda­stjórn en mun áfram bera ábyrgð á mannauðs­málum félags­ins sem yfir­maður mannauðs og menn­ingar og mun heyra undir Lindu Jóns­dóttur fjár­mála­stjóra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent