Nánast öllum verkföllum BSRB aflýst – Samið við sveitarfélög, borg og ríki

Fimm kjarasamningar voru undirritaðir í nótt. Sameyki samdi meðal annars bæði við ríki og borg. Efling fundaði í allan gærdag og fram á nótt með viðsemjendum en niðurstaða þar liggur ekki fyrir.

Samninganefnd Sameykis og Reykjavíkurborgar ganga frá samningi í nótt.
Samninganefnd Sameykis og Reykjavíkurborgar ganga frá samningi í nótt.
Auglýsing

Samn­inga­nefnd BSRB samdi við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga um gerð nýs kjara­samn­ings rétt eftir mið­nætti í dag. Sá samn­ing­ur­inn mun ná til um sjö þús­und félags­manna sem starfa hjá sveit­ar­fé­lögum víða um land­ið. Í kjöl­farið var boð­uðum verk­föllum þeirra, sem haf­ist höfðu á mið­nætti, aflýst.

Um klukkan þrjú í nótt skrif­uðu svo samn­inga­nefndir Sam­eyk­is, stétt­ar­fé­lags starfs­manna í almanna­þjón­ustu, undir nýjan kjara­samn­ing við Reykja­vík­ur­borg. Samn­ing­ur­inn nær til rúm­lega 4000 félags­manna sem starfa hjá borg­inni og gildir til 31. mars 2023. Ótíma­bundnum og tíma­bundnum verk­föllum Sam­eykis sem hófust á mið­nætti í Reykja­vík hefur því verið aflýst. 

Verk­föllum í Reykja­vík hefur verið aflýst eftir að full­trúar Sam­eykis og Reykja­vík­ur­borgar gengu frá nýjum kjara­samn­ing.

Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020
Árni Stefán Jóns­son, for­maður Sam­eyk­is, sagði við RÚV í nótt að samn­ing­ur­inn við Reykja­vík­ur­borg væri að mörgu leyti góður og merki­leg­ur. “Þarna vorum við að ganga frá tveimur stórum hlut­um. Ann­ars vegar stytt­ingu vinnu­vik­unnar fyrir hvort tveggja dag­vinnu­fólk og vakta­vinnu­fólk. sem var heldur meira mál og flókn­ara, og hefur verið bar­áttu­mál lengi. Þá auðn­að­ist okkur líka að ná fram launa­hækkun upp á 90.000 krónur á samn­ings­tím­an­um.“

Auglýsing
„Annað sem við fengum í gegn var við­ur­kenn­ing á ýmissi starfs­menntun sem ekki hefur verið metin til launa fyrr en nú.“ Þegar frétta­stofan ræddi við Árna var klukkan að nálg­ast hálf fjög­ur, en hann var þó ekki á heim­leið enn. „Nú er komið til­boð frá rík­inu og við ætlum að klára það líka. En það verður ekki jafn góður samn­ing­ur,“ sagði Árni að lok­um. 

Klukkan rúm­lega fimm skrif­uðu svo Sam­eyki og íslenska ríkið undir kjara­samn­ing og verk­föllum þeirra í kjöl­farið aflýst.

Verk­föllum Sam­eykis hefur verið aflýst eftir að full­trúar Sam­eykis og rík­is­ins gengu frá nýjum kjara­samn­ingi.

Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020
 

Það þýðir að skóla­hald, sem hefði ann­ars víða farið úr skorð­um, verður með eðli­legum hætti í dag. Sömu­leiðis munu þeir starfs­menn leik­skóla sem eru í Sam­eyki, og áttu að hefja verk­falls­að­gerðir í dag, mæta til starfa. 

Undir morgun bætt­ist við að samn­inga­­nefnd­ir Sjúkra­liða­fé­lags Íslands og Sam­­bands ís­­lenskra sveit­­ar­­fé­laga und­ir­­rit­uðu kjara­­samn­ing á sjötta tím­an­um og skömmu síðar bæj­­­ar­­starfs­­manna­­fé­lög inn­­an BSRB við fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra fyr­ir hönd rík­­is­ins.

Sjúkra­liða­fé­lag Íslands und­ir­ritar kjara­samn­ing við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Verk­falli sjúkra­liða hjá Akur­eyr­arbæ er aflýst.

Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020

Bæj­ar­starfs­manna­fé­lögin und­ir­rita kjara­samn­ing við rík­ið.

Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020


Því voru fimm kjara­samn­ingar kláraðir í nótt og nán­ast öllum boð­uðum verk­falls­að­gerðum aðild­ar­fé­laga BSRB aflýst.

Efl­ing fund­aði stíft með samn­inga­nefnd Reykja­vík­ur­borgar í gær og fram eftir nóttu, en þar liggur nið­ur­staða enn ekki fyr­ir. Fundi var slitið um tvöleyt­ið. Því standa verk­föll Efl­ing­ar­starfs­fólks, sem meðal ann­ars hafa haft gríð­ar­leg áhrif á starf­semi hjúkr­un­ar­heim­ila, leik­skóla og alla sorp­hirðu, enn yfir að óbreyttu líkt og þau hafa gert frá 16. febr­úar síð­ast­liðn­um.

Við­ræður samn­inga­nefnd Efl­ingar við Reykja­vík­ur­borg standa enn yfir í hús­næði Rík­is­sátta­semj­ara.

Posted by Efl­ing on Sunday, March 8, 2020

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent