Nánast öllum verkföllum BSRB aflýst – Samið við sveitarfélög, borg og ríki

Fimm kjarasamningar voru undirritaðir í nótt. Sameyki samdi meðal annars bæði við ríki og borg. Efling fundaði í allan gærdag og fram á nótt með viðsemjendum en niðurstaða þar liggur ekki fyrir.

Samninganefnd Sameykis og Reykjavíkurborgar ganga frá samningi í nótt.
Samninganefnd Sameykis og Reykjavíkurborgar ganga frá samningi í nótt.
Auglýsing

Samn­inga­nefnd BSRB samdi við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga um gerð nýs kjara­samn­ings rétt eftir mið­nætti í dag. Sá samn­ing­ur­inn mun ná til um sjö þús­und félags­manna sem starfa hjá sveit­ar­fé­lögum víða um land­ið. Í kjöl­farið var boð­uðum verk­föllum þeirra, sem haf­ist höfðu á mið­nætti, aflýst.

Um klukkan þrjú í nótt skrif­uðu svo samn­inga­nefndir Sam­eyk­is, stétt­ar­fé­lags starfs­manna í almanna­þjón­ustu, undir nýjan kjara­samn­ing við Reykja­vík­ur­borg. Samn­ing­ur­inn nær til rúm­lega 4000 félags­manna sem starfa hjá borg­inni og gildir til 31. mars 2023. Ótíma­bundnum og tíma­bundnum verk­föllum Sam­eykis sem hófust á mið­nætti í Reykja­vík hefur því verið aflýst. 

Verk­föllum í Reykja­vík hefur verið aflýst eftir að full­trúar Sam­eykis og Reykja­vík­ur­borgar gengu frá nýjum kjara­samn­ing.

Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020
Árni Stefán Jóns­son, for­maður Sam­eyk­is, sagði við RÚV í nótt að samn­ing­ur­inn við Reykja­vík­ur­borg væri að mörgu leyti góður og merki­leg­ur. “Þarna vorum við að ganga frá tveimur stórum hlut­um. Ann­ars vegar stytt­ingu vinnu­vik­unnar fyrir hvort tveggja dag­vinnu­fólk og vakta­vinnu­fólk. sem var heldur meira mál og flókn­ara, og hefur verið bar­áttu­mál lengi. Þá auðn­að­ist okkur líka að ná fram launa­hækkun upp á 90.000 krónur á samn­ings­tím­an­um.“

Auglýsing
„Annað sem við fengum í gegn var við­ur­kenn­ing á ýmissi starfs­menntun sem ekki hefur verið metin til launa fyrr en nú.“ Þegar frétta­stofan ræddi við Árna var klukkan að nálg­ast hálf fjög­ur, en hann var þó ekki á heim­leið enn. „Nú er komið til­boð frá rík­inu og við ætlum að klára það líka. En það verður ekki jafn góður samn­ing­ur,“ sagði Árni að lok­um. 

Klukkan rúm­lega fimm skrif­uðu svo Sam­eyki og íslenska ríkið undir kjara­samn­ing og verk­föllum þeirra í kjöl­farið aflýst.

Verk­föllum Sam­eykis hefur verið aflýst eftir að full­trúar Sam­eykis og rík­is­ins gengu frá nýjum kjara­samn­ingi.

Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020
 

Það þýðir að skóla­hald, sem hefði ann­ars víða farið úr skorð­um, verður með eðli­legum hætti í dag. Sömu­leiðis munu þeir starfs­menn leik­skóla sem eru í Sam­eyki, og áttu að hefja verk­falls­að­gerðir í dag, mæta til starfa. 

Undir morgun bætt­ist við að samn­inga­­nefnd­ir Sjúkra­liða­fé­lags Íslands og Sam­­bands ís­­lenskra sveit­­ar­­fé­laga und­ir­­rit­uðu kjara­­samn­ing á sjötta tím­an­um og skömmu síðar bæj­­­ar­­starfs­­manna­­fé­lög inn­­an BSRB við fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra fyr­ir hönd rík­­is­ins.

Sjúkra­liða­fé­lag Íslands und­ir­ritar kjara­samn­ing við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Verk­falli sjúkra­liða hjá Akur­eyr­arbæ er aflýst.

Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020

Bæj­ar­starfs­manna­fé­lögin und­ir­rita kjara­samn­ing við rík­ið.

Posted by BSRB on Sunday, March 8, 2020


Því voru fimm kjara­samn­ingar kláraðir í nótt og nán­ast öllum boð­uðum verk­falls­að­gerðum aðild­ar­fé­laga BSRB aflýst.

Efl­ing fund­aði stíft með samn­inga­nefnd Reykja­vík­ur­borgar í gær og fram eftir nóttu, en þar liggur nið­ur­staða enn ekki fyr­ir. Fundi var slitið um tvöleyt­ið. Því standa verk­föll Efl­ing­ar­starfs­fólks, sem meðal ann­ars hafa haft gríð­ar­leg áhrif á starf­semi hjúkr­un­ar­heim­ila, leik­skóla og alla sorp­hirðu, enn yfir að óbreyttu líkt og þau hafa gert frá 16. febr­úar síð­ast­liðn­um.

Við­ræður samn­inga­nefnd Efl­ingar við Reykja­vík­ur­borg standa enn yfir í hús­næði Rík­is­sátta­semj­ara.

Posted by Efl­ing on Sunday, March 8, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent