Fimm hjúkrunarfræðingar á Landspítala smitaðir

Ein vakt á Landsspítalanum er í sóttkví eftir að fimm hjúkrunarfræðingar greindust með smit. Alls eru 55 nú greindir smitaðir af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Landsspítali
Auglýsing

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ingar á Lands­spít­ala eru smit­aðir af veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Fimm til við­bótar eru í sótt­kví. Þessu greindi Alma Möller land­læknir frá á blaða­manna­fundi í dag.

Þar kom einnig fram að 55 séu nú greindir smit­að­ir, sem eru sex fleiri en í gær. Tveir þeirra sem greinst hafa síð­ast­lið­inn sól­ar­hring smit­uð­ust inn­an­lands. Sótt­varn­ar­læknir sagði á fund­inum að það væri ánægju­legt að inn­lendum smitum væri ekki að fjölga mik­ið. 

Auglýsing
Á fund­inum greindi Pétur Magn­ús­son, for­stjóri Hrafn­istu og for­maður Sam­taka fyr­ir­tækja í vel­ferð­ar­þjón­ustu, frá því að öllum Hrafn­istu­heim­ilu efði verið lokað fyrir gest­um. Sú ákvörðun var tekin í sam­ráði við land­lækni.

Tveir af hjúkr­un­ar­fræð­ing­unum fimm sem hafa smit­ast gerðu það í skíða­ferð í Ölp­un­um. Annar þeirra mætti til starfa á gjör­gæslu Lands­spít­al­ans eftir þá ferð og er gert ráð fyrir að hinir hjúkr­un­ar­fræð­ing­arnir sem hafa verið greindir hafi smit­ast á starfs­staðn­um. Ekki er vitað til þess að neinir sjúk­lingar hafi smit­ast og sá hjúkr­un­ar­fræð­ingur sem mætti til vinnu sinnti ekki sjúk­lingum á meðan að hann dvaldi þar. 

á fund­inum kom fram heil­brigð­is­yf­ir­völd hafi þegar kannað hvort hægt yrði að kalla fólk með heil­brigð­is­mennt­un, sem starfar í öðrum geirum en heil­brigð­is­geir­an­um, til starfa ef með þarf. Meðal ann­ars þurfi að kanna rétt­ar­stöðu þeirra. Sama gildir um fólk með heil­brigð­is­menntun sem er komið á eft­ir­laun.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent